Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 2
Engfir g'ang'stíg'ir til Riaka (SMASAOA) Einu sinni var ég ríkasta kona jarðarinnar, en ríki- dæniið afhenti ég öðrum og síðan hef ég mátt naga handarbökin. Nctt og dag hefur mig sviðið af eftirsjá. Fingin tækni, ekkert vald í heimi getur fært mér auðævin mín aftur. IJað er einn dagur ársins, sem við, Arni og ég nefnum aldrei á nafn. Sjái hann mig ef til vill út- grátna þann dag, leiðir hann það hjá sér. Það er 22. apríl, fæðingardagur harnsins okkar. Þegar ég sé á að gizka 14 ára gamla stúlku labba eftir götunni, án þess hún líti ti! ha;gri eða vinstri, vakna draumar um það í brjósti mínu að þetta sé dóttir mín. Enda þótt ég viti með vissu, að hún sé það ekki. í]g horfi á eftir henni, þangað til tárin byrgja mér sýn. Allt hverfur í þoku. En fortíðin leggst á með óbifandi þunga. Ég var nítján ára. Ég kom frá litlu sveitarþorpi og fékk vinnu í höfuðstaðnum. Ég var feimin. Ég þorði ekki að yrða á nokkurn mann. Svo kom Árni. Árni var aðeins tveimur árum eídri en ég. Þegar við vor- um saman livarf feimnin. Ég bæði talaði og hló. Hann leit á hlutina eins og ég, á svo einfaldan hátt. Þá var ég livorki ein, né skotspónn annarra. Árni var farmaður. Hann hafði aðeins stutta dvöl í landi hverju sinni. Kveðjustundin vofði alltaf yfir eins og dökkt ský. ,.Þegar ég kem næst, skulum við gifta okkur,“ sagði hann í þetta sinn um leið og hann kvaddi mig. Aldrei áður hafði hann minnzt á hjúskaparmál. Við vorum líka bæði svo ung. En þetta létti mér skilnað- inn. En alltaf er framlíðin hulin. Enginn gat vitað, hvort við sæumst nokkurntíma aftur. Stríðið var ný- skollið á. — Ég var aftur alein, alveg alein, og brátt vissi ég, að ég var ófrísk. Hefði ég þá vitað hvernig hjólið snérist, eða það, sem ég veit nú, skyldi ég hafa fagnað hinu gróandi lífi. Það hefði verið mér eins konar loforð um góða framtíð. En eins og útlitið var grimmúðugt, fann ég aðeins kvíða og sturlun. Fyrsta hugsunin var að fara heim, en faðir minn var giftur aftur, og við stjúpa mín höfðum aldrei verið góðir vinir. Mér sveið skömmin. Ég gat ekki sýnt mig lieima. Þá vildi ég heldur fyrirfara mér. En enginn fyrirfer sér nítján ára gamall. Ég reyndi að beita skynsemi. Fór til ljósmóður og leitaði ráð- legginga. — Það var hún, sem kom því til leiðar, svo lítið bar á, að ég fékk vinnu á sveitaheimili. Það var góður staður. Það fór vel um mig og gilti einu um ástand mitt. Ekkert var óvanalegt að þangað kæmu stúlkur, sem í byrjun hefðu brotið eitthvað af sér og kusu að fela sig frá umheiminum nokkra mánuði- Enginn hnýstist í mínar ástæður og ég var ekki í þeirra hópi, sem lepur í aðra. Sunnudag einn, er liðnir voru sjö mánuðir, kom ljósmóðirin. Ég gladdist við að sjá hana, þótti fallegt af henni, að hún skyldi yfirhöfuð skipta sér af mér! Hún spurði mig eftir einu og öðru, en fyrst og frenist um Árna. Hafði ég heyrt nokkuð frá honum? Nei, það hafði ég ekki! Ég hafði skrifað fjórum, fimm sinnum, en aldrei fengið svar. — Það kippi ég mér ekkert upp við, sagði hún. — Það er vanalegl í okkar synduga heimi, að karlmenn- irnir hlaupist frá ábyrgðinni. En nú skaltu, Signý, taka eftir. Ég hef skipulagt þetta fyrir þig. — Það eru ekki allir, sem komast eins létt út af hlutunum eins og þú. Ég ætla ekki að skrökva. — Ég hef fellt svo mörg tár síðan. Það er ekki nauðsynlegt að leggja áherzlu á hvað eiginlega átti sér stað innra með mér þennan sunnudag. — Ég frjáls. — Lausnin fór sem leiftur um sál mína. Ég þurfti ekki að leggja heilann í bleyti lengur um það, hvað taka skyldi til bragðs eftir að barnið fæddist. Allt virtist í einu vetfangi svo létt og leikandi. Ég sagði: — Já, við tilboðinu, og samþykkti iill skilyrði: Að ég afsalaði mér öll- réttindum til barnsins, þyrfti ekki að fá að vita hvert barnið færi, hvað fósturforeldrarnir hétu, eða hvað barnið yrði látið heita? — Já, já. Barnið yrði heppið, fengi gott og ástríkt fóstur. Það var það eina sem ég skeytti um, og þetta ábyrgðist ljósmóðirin. Allt fór eins og umsamdist þennan sunnudag. —- Barnið fæddist, það var stúlka. Hún var tekin frá mér. Ég fór aldrei til baka heim, ílendist í höfuðstaðnum. En Árni kom aftur, einn góðan veðurdag. í margar vikur hafði hann reynt að leita mig uppi, og fann mig að lokum. Bréfin, sem ég sendi honum höfðu aldrei komizt til skila. Hann varð alvörugefinn, þeg- ar hann heyrði um barnið, en þótti svo sem ég hefði gert rétt: „Það verður að hafa það,“ sagði hann. „Börn er alltaf hægt að veita sér.“ Ég skyldi bara bíða róleg. Við giftum okkur, og ég beið. Ég beið eftir barninu, sem svo aldrei fæddist. Ég beið í meir en 10 ár. — En nú veit ég að ósk mín á aldrei eftir að rætast, þó ég bíði það sem eftir er ævinnar. Við Árni eignumst ekki fleiri börn. Ef ég gæti lifað lífinu aftur, frá byrjun — ef. . . ■ skyldi ég fórna hverju sem væri til að mega hafa litlu stúlkuna mína hjá mér. En það eru engir gangstígir til baka — engir. (Lausl. þýtt).

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.