Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 6
í D A G HELGA SMÁRI: TVÖ KVÆÐI Hver var að græta gluggann minn, það glitruðu á honum tár. Var l»að kannski vindurinn votur og flár? Ég ^ældi við fyrsta snjóinn, hann var svo hvítur og hreinn. Ég hnoðaði úr lionum bolta, sem varð eins og steinn Hann var kaldur að utan, hann var kaldur í gegn, að hafa hann lengi í lófanum, l»að varð mér um megn. fjg henti honum í stein, sem ég sá rétt í þessu. I»á glotti steinninn, er snjórinn varð að klcssu. þeir eru. — Óþarfi er að taka það fram, að unglingar eru flest allir meira eða minna veikgeðja á stundum og leitast þeir þá við að styrkja égvitund, sjálfd og samvizku sína með ytri stoðum trúarbragða, félaga og eigin reglum og siðum. Sterkustu ytri stoðirnar eru hins vegar boð og bönn foreldranna, laganna og skólanna og þær reglur, sem þessir aðilar setja ungl- ingnum, ásamt þeirri festu, sem þeim er fylgt eftir. Öfl þessi krefjast þroskaðs viðhorfs og virðingar fyrir siðvenjum, og þau aðstoða og styrkja aftur á móli þá innri sjálfsstjórn, sem unglingnum hefur þegar tekizt að koma að nokkru leyti á hjá sér. Annars mót- ast líka breytni unglinganna að verulegu leyti eftir breytni, fyrirmynd, boðum og tilætlunarsemi eldri unglinga eða unglinga í efri bekkjum skólanna. — Hegðunarfyrirmyndirnar sækja unglingarnir líka og allt eins oft til annarra unglinga, sem eru aðeins eldri en þeir sjálfir, og þeir leitast við að taka þátt í hugðarefnum þeirra, áhugamálum varðandi tóm- stundaiðju, íþróttaiðkun og hvers kyns námsgreinum. Fjórða meginvandamál unglinga er val á náms- greinum og framtíðarstöðu, en ákvarðanir þær verða oft endanlegar og hafa úrslitaþýðingu um alla fram- tíð æskumannsins. Ákvarðanir þessar eru oft teknar með raunhæfu tilliti til getu og hæfileika einstaklings- ins, en stöku sinnum hafa geðræn taugaveiklunar- 4 Ef vinarorð þú átt í hu^a, þú ættir að segja það strax. Mundu, að mjótt er bilið frá mor^ni til sólarlags. Gærdagurinn er genginn, hann gefur þér neikvætt svar. Á morgun er komið mugguloft og mikið skýjafar. Ef bíður þín erfitt verk að vinna þú verður að byrja í dag. Hálfnað er verk þá hafið er, hyggðu að þeim brag A morgun koma mistur og þoka, — mundu því, að leynast oft í litlum skugga lævís ský. Bíddu því ekki boðanna, en brostu þessa stund. I»ú veizt ci, hvcrsu lánið leikur lengi þér í mund. Brátt renna þín spor í suwarsandinn og sjást ei framar þar. Lcitaðu ekki lcngi að því, sem var. viðhorf ráðið miklu um stöðuval unglinga. Flestir þeirra hafa þroskast burt frá barnalegri hetjudýrkun á bófum og lögregluþjónum, indíánum og kúrekum kvikmyndahúsanna eða Tarzan frumskóganna. — Þó getur þetta leynt á sér, einkum hjá þeim, sem gerast frábitnir námi af dulinni uppreisnarkennd, gagnvart foreldrum og kennurum, sem dregst á langinn og teí- ur tilfinningalega framþróun unglingsins. Hlutverk foreldranna er hér líka mikilvægt á þann hátt að kunna að meta rétt hæfni og hæfileika barna sinna til náms, íþróttaiðkana, þjóðfélagslegra og atvinnu- legra starfa. Ymislegt getur þar orðið til þess að villa þeim sýn. Þeim getur fundizt ,að barnið líkist svo mjög einhverjum forfeðrum eða skyldmennunt sínum, að ósjálfrátt finnst þeim að barnið eigi endi- lega að verða líka verzlunarmaðnr, prestur, læknir eða listamaður, líkt og skyldmennið, þó unglingur- inn hafi livorki hæfileika eða löngun í þá átt, held- ur beinist áhugi hans inn á allt aðrar brautir. Fyrst og fremst líkja foreldrarnir börnunum við sjálf sig og óska þess, að þau annað hvort feti í þeirra eigin fótspor eða að þeim takizt að uppfylla einhverjar þær hugsjónir um starf eða áhugamál, sem þeir hafa árangurslaust sótzt eftir. — Mikið af þessu er for- eldrum algerlega dulið og óvitað. Þeir leitazt því við að fullnægja, sumir hverjir, eigin metorðagirnd t NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.