Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 13
barðinu á henni, hún Margrét veslingurinn,11 sagði gamla konan í samúðartón. „Hann hefði nú sjálfsagt getað svikið hana, þessi ómerki- legi strákur, |)ó )iau hefðu átt heima annars staðar en í Greni- vik. Það hefur margur orðið að reyna slíkt,“ sagði Markús. „Það er líka ekki víst, að hún hefði orðið neitt sælli, þó að hún hefði komizt í hjónahandið með honum. Mér sýnist það verða flestum til armæðu og erfiðleika að komast i það.“ „Óskóp eru nú að heyra, hvernig þú talar maður,“ sagði Sigur- laug. „Það er víst ekki betra að vera einmana alla æfina. Mér finnst þú ættir eitthvað að fara að lita í kringum þig eftir konuefninu. Þú hefur eitthvað konu að bjóða og getur tæplega hugsað uin allar þessar skepnur aleinn." „Ætli hún færi þá ekki eitthvað að rumskast, húsmóðirin í Háuborg,“ sagði hann. „Eg ætlaði að fara að segja það, að það væri þá ráðlegast fyrir hann að fara að hafa sig frá Grenivík, ef honum dytti það i hug,“ sagði amma gamla. „Maður fer nú að hætta að trúa á svoleiðis hindurvitni,“ sagði Sigurlaug. Auðhjörg hló og flissaði eins og hún var vön, að ruglinu i gömlu konunni, svo breytti hún allt i einu um tón og flýtti sér frain í eldhús, þar hrast hún i tárarikan grát og grét lengi eins og barinn krakki. „Ég veit af hverju hún hefur verið að gráta,“ sagði Kata litla. „Hún hefur verið hrædd um, að huldukonan i horginni yrði reið við sig og léti annað hvort Markús eða hana sjálfa deyja.“ „Já, liklega hefur það verið svo,“ sagði gamla sögukonan. „Þú ert skynsöm stúlka, Kata litla. Það er gaman að segja þér sögur.“ Svonu gekk það. Auðbjörg hélt uppteknum hætti og jós ur hrúgunum, þegar Markús var farinn til kindanna. Hann kom aldrei heim fyrr en eftir háttatima, þá gekk hann með kláru og jafnaði áburðinn, því að honum hafði verið kennt að vinna allt vel, en hún var ekki að sama skapi velvirk, hóndadóttirin, en hún var fljótvirk (enda fer það sjaldan saman). Áhurðurinn var sums staðar í stórum hrúgum, en svo voru gráar skellur á milli, sem engan áhurð höfðu fengið. Auðhjörg spurði hann eftir því einn úrfellisdag: Ifvort hann þyrfti ekki að fá hjálp við lamhféð, það væri alvanalegt, að kvenfólk þyrfti að hjálpa til, þegar eitthvað væri að veðri. Hann svaraði því, að sér hefði aldrei verið vorkennt að hugsa um það einum, þó að tiðin hefði verið verri en hún Væri núnu. Lömhin vairu líka galbrött og ærnar kappfæddu Einn morguninn kom liann þó inn með svolitla móbotnótta gimhur á handleggnum og rétti Auðbjörgu liana. „Kannski þú gætir reynt að gefa þessum vesling úr pela. Hún er alveg að sálast úr sulti," sagði hann. „Ja, svona. Varstu að missa, frændi,“ sagði Sigurlaug. „Nei, ég var ekki að missa neitt. lJettu er þrilembings angi. Hin lömhin éta allt frá honum.“ Auðhjörg tók við lamhinu og gældi við það eins og harn. l’að komst strax upp á að sjúga úr pela. „Á þetta nú að vera gæfulamhið þitt, Auðbjörg mín?“ spurði amma gamla. „Er hann búinn að gefa þér hana?“ „Nei, en ég hýst við, að hún verði ekki tekin af mér,“ svaraði Auðbjörg hrosandi. „Hann munar nú ekki mikið um að gefa eitt lamb, manninn þann,“ sagði Sigurlaug. „Það er ekki nóg, að það séu tvö höfuð á hverri kind, heldur eru þau þrjú.“ „Þetta er auðsældar ætt,“ sagði sú gamla. Þegar Botna litla var búin að vera tvo daga í fóstrinu, kom Markús inn og spurði eftir henni. Hún svaf upp í rúmi 'indir yfirsæng. „Láttu inig liafa huna.“ „Hvað ætlarðu að NÝTT KVENNABLAÐ gera við hana,“ spurði Auðbjörg. Ég ætla að reyna að venja liana undir tævetluflón, sem missti undan sér í nótt. Hún hefur kæft lamhið i Stekkjarlæknum. Hún er alltaf jarmandi. Kannski hún vilji taka Botnu litlu í staðinn fyrir sitt lamb, ef hún vill hana ekki, færðu hana aftur.“ „Hvernig dettur þér í hug að venja mislitt lamb undir á, sem hefur liklega átt hvítt?" sagði Auðbjörg með grátstaf i kverkunum. „Ég sé svo mikið eftir henni. Hún fer að skjálfa, þegar hún verður tekin upp úr volgu rúminu." „Það er ótrúlegt, að )>ú ætlir að hafa liana undir yfir- sæng alla hennar ævi,“ sagði hann og fór með lambið út. Auðbjörg fékk grátkviðu og hafði sig burtu. Hann var ólikur öllum öðrum mönnum, þessi maður. Það var vanalegt að bölva ánum hressilega, þegar þær drápu undan sér, en ekki að tala hlýlega um raunir þeirra. Hún hafði aldrei heyrt hann blóta. Það var ekki ha>gt að lastu það, en henni fannst það ókarlmannlegt. Þegar hún hafði stöðvað grátinn, kom hún inn aftur. „Fjandans ólán var þetta, að tvævetlu asninn skyldi fara að drepa undan sér, annars hefði ég fengið að hafa Botnu litlu,“ kjökraði hún. „Þú hefðir ekki átt að hreykja hattinum svona hátt, hróið mitt, meðan hann var að láni,“ hneggjaði amma gamla. En Sigurlaug var ánægð yfir því, að Markús hafði þó misst eitt lamb. Daginn eftir var Botna litla komin út með fósturmóður sinni. Auðhjörg kallaði til liennar i sinum hliðasta gæluróm. Botna hoppaði í áttina til hennar. Þá jarmaði fóstran og hún sneri við og fylgdi henni hak við liúsið og lætur sem hún heyri ekki til Auðbjargar. Þá fór Auðhjörg inn i eldhús til móður sinn- ar og kjökraði yfir óláni sínu. „Láttu ekki svona greyið mitt. Ekki er óliklegt, að hún verði þin eign þrátt fvrir þetta. Hann fer varla að taka hana af þér, fyrst þú hlynntir að henni. Þá lét Auðhjörg huggast en lengi saknaði hún þó litlu fósturdótturinnar. Þegar sauðburðurinn var húinn, fór Markús að verða meira heima og kynnast hetur mótbýlisfólkinu. En eftir þvi, sen> sú kvnning varð meiri féll honum það verr i geð. Það var öfundsjúkt og meinfýsið, gat ekki þolað að nokkrum gengi vel að hrjótast gegnum fátæktarerfiðleikana. Nógu var það gestrisið og veitti vel af litlu, en þegar gestirnir voru farnii var hlegið að þeim. Systkinin uppnefndu þá og foreldrarnii hlógu að nafngiftunum og höfðu þær eftir. Það var gamh konan, sem var algjörlega fyrir utan öll þessi ómerkilegheit Hún reyndi að áminna sonarbörn sín og spáði þeim ógæfu og lánleysi, ef þau höguðu sér svona. Þau gerðu ekki annað en lilægja að henni. þó var ekki hægt að segja, að þau væru henni slæm. Kláus sást aldrei öðruvísi en sívinnandi jafnt helga daga sem virka. Oftast við smíðar. Aftur á móti sást kona hans aldrei taka sér verk í hönd innanbæjar annað en leggja að í hlóðunum, mó og spýtur, þangað til ekki vai hægt að koma meiru í þær. Yfir þetta hengdi hún svo stóran ketil fullan af vatni, þar hékk hann þangað til vatnið gekk í gusuni fram úr túðunni og lokið nötraði og skrölti, þá vat hann tekinn af, hætt í liann að nýju og bætt í eldinn, svo var hann settur yfir aftur. Líklega þyrfti hún þó nokkuð í eldinn þessi kona. Þess á milli gekk hún út og inn og gætti að, hvort enginn væri á ferðinni, enda var aldrei gestur 4 ferð svo að hún sæi hann ekki á undan liundinum. Dóttirin var lík henni. Hún sat iðjulaus oftastnær og lék sér að kett- inum, en hún var hamhleypa við útivinnuna. Það var þá helzt strákgreyið, sem þvældist við kindurnar allan daginn, en hann var þó leiðinlegastur af því öllu. Einu sinni, þegar Markús kom með fyrru móti lieim frá 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.