Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 7
framtíðaróskum til lianda börnunum, þó að þau hafi engan minnsta áhuga fyrir þess háttar óskhyggju. Bezt er fyrir unglinginn sjálfan að ákveða framtíðarstarf- ið að vandlega athuguðu máli. Stundum vilja for- eldrarnir, að unglingurinn verði á einhvern hátt sér- stæður eða framúrskarandi og leggja á þann hátt hyrði á herðar honum, sem hann rís ekki undir nema i þeim fáu tilfellum, j)ar sem óvenjulegir hæfileikar og gáfur eru á ferðinni. Samkeppni nútímans og met- ingur um völd, stöður og fjárhagslega afkomu villa niörgum foreldrum sýn og kemur þeim til þess að fórna sannri velferð og hamingju barna sinni fyrir fánýta hégómagirnd. Bæði foreldrarnir og skólarnir geta hins vegar gevt niargt til þess að aðstoða unga fólkið við það að læra að meta sig sjálft og hæfileika raunhæft, jafnt líkam- lega sem andlega, með umhurðarlyndi og skilningi gagnvart veikleikum, þó án óeðlilegrar undanláts- semi, dekurs eða eftirlætis annars vegar, og hins veg- ar með því að marka skýrar og styðja og styrkja hæfileika þeirra og kosti, sem J)eir geta réttilega verið stoltir af og ánægðir með. í öllum skólum ætti að kynna nemendum sem flestar atvinnugreinar og viðfangsefni innan takmarka þeirr- ar sérhæfingar, sem skólum eru settar. Leiðbeiningar og prófanir í sambandi við stöðuval eru líka mikils virði. Jafnvel þótt nemandinn kjósi helzt að fást við óraunhæfa eða vanþroskaða hugaróra yngri ára sinna, er þess koslur í nútímaj)jóðfélagi á marga mismun- andi og oft ábatavænlega og ánægjulega vegu. Æsku- fólkið ætti að kosta kapps um að kynna sér þessa fjölbreytni atvinnuveganna sem mest og skólarnir ættu líka að kosta kapps um að láta nemendum sín- um slíkar leiðbeiningar og u])plýsingar í té. Þó að greina megi ])annig í sundur ýmis vandkvæði unglingsáranna, er ekki síður alhyglisvert að skoða tilveru þeirra sem heild. Tilvera æskunnar mótast unnars vegar af því að hún er fyrrverandi vera, þar sem hún á æviskeiðin tvö, fæðinguna og bernskuna að baki sér, og hins vegar af því ,að liún er verðandi vera með fullorðinsárin, manndómsárin, ellina og dauðann framundan. Æskan er ennþá nálæg upp- sprettu lífsmóðunnar miklu. Stefna hennar í þeim árflaumi er frá lífi til fyllra lífs. Ilorney segir, að rnannlegar verur stefni með auknum vexti og viðgangi að sannri sjálfsjtekkingu jafnt galla sinna sem kosta. Eftir því sem slík sjálfsþekking eykst, getur maður- inn starfað meira að því að lagfæra gallana svo að kostirnir fái betur notið sín. Verulega ýtarlegrar lækkingar á eigin giillum er mjög erfitt að afla sér, |)ví að hlindur er liver í sjálfs sín sök, og til þess að horfast í augu við galla sína og ófullkomleika þarf mikinn kjark og hugdirfsku auk innsæishæfui. Án slíkrar grundvallarjrekkingar verða miklar hindr- anir á vegi framtíðarþroska, sem valdið geta stöðvun og afturför. Hin raunverulega innri sjálfd, sem í ljós kemur jiegar hindrunum þessum hefur verið rutt úr vegi, er hið miðlæga innra afl sameiginlegt öllum mann- legum verum, segir Horney, en ])ó sérstætt hjá hvcrj- um og einum, sem er dýptaruppsprelta alls lífs og vaxtar, orkuþrungið afl, sem fæðir af sér allar sjálf- vaktar tilfinningar gleði, ástar, ástríðna, haturs, ótta og örvílnunar. Það er einnig uppspretta sjálfvakins áhuga og orku ásamt einbeitni og eftirtekt þeirri, sein lýtur hoðum viljans, hæfileikinn til þess að óska og vilja og skapa sér stefnumörk við eigin liæfi, sem vert er að stefna að. Það er sá hluti okkar, sem vill vaxa, þroskast og uppfylla sjálfan sig, til hagshóta og ánægju fyrir manninn sjálfan, náunga hans og |)jóðfélag, án þess að þurfa á keppni eða haráttu við aðra menn að halda til þess að örva vaxtarlöngun og liæfni sína, og án ósveigjanlegrar íhlutunar eða harð- stjórnar annarra. Til þess að geta nolið sín þurfa menn að hafa og þrá frjálsræði á sama lnitt og forfeð- ur okkar þráðu frelsið lil ákvörðunarréttar eigins lífs, þegar þeir námu fyrst ísland án þess að heyja sigur- vinningastyrjaldir. Hins vegar þarf að heyja innri haráttu við óvini afturhaldsafla sálarlífsins, ef fullt athafnafrelsi sjálfdarinnar á að vinnast til þess að hæfileikar mannsins fái sem bezt notið sín, honunt og öðrum til heilla og hamingju. * 1 Ti'[ 1 1 —í Tin T 1 T i I 3 ■ .n 1 i 1 T T i i i i i i i 1 T I — - - - j i i i 1 L 1 3 1 Ikl - - - • I |l 7 i _ B 1 - - _ - - • L i T — - _ B - _ - _ _ — i i i - - 3 3 - — _ - _ _ — 1T T i i - _ a - 1 1 -i i i i l — — ss bÍ = 1 1 • T i - — — 3 □ = = 1 i j - - - _ 3 □ m = 1 T T 1 i i l i T T T r L - T _ 3 n = • 1 — J i ± i T 1 = = a * i L i r £ 1 i — S a 1 - - F - i — ac = 2 = = l T i i i 1 i r s a - - T - * — - = = D - - - I l i i 3 1 1 i s B i— - _ i L — ■ — — —1 — — " “ 1 i i i 7 i — 7| i 1“ i [T c H - - = = _ - - - — - " i T i i i T i T L r i i (] 1 — = = = 3 - - ^ J i T i r i i I X — _ T i E£ u — = = = = = = —■ i i i 4 L I m = - _ T 1 E - - - = = — M 1 L = L = ar t3 — T i — - — 1 = = = ' = K | T i \ - = = 13 " 1 B r i «■ = = T i 1-- 1 = = = = L T 1 = = *= T' ± 1 _ 1 1 xc i - - l T I 1 7 T T 1 1 i 1 1— T L Z I _ _ _ Fallegur til að punta rne'ti einlit krakkaföt. Saumist me'8 gráum. litum, augun dökkbrún. NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.