Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 12
Guðrún frá Lundi: OULNUÐ BLOfi FUAMHAI.DSSAGA Hann ók frá af kappi. Líklega var hann dugnaðarmaður, en um leið og hann hvolfdi úr seinustu hörunum, var hann horfinn. Hann er einkennilegtir þessi maðúr, hugsuðu þær mæðgur. „Mig undrar ekki, þó Sveinbirni félli ekki þessi þumbaraskapur, öðrum eins gleðimanni," sagði Sigurlaug. Einn daginn, þegar Markús kom heim voru heitar lummur á borðum. Húsmóðirin sagðist gera dagamun vegna þess að nú væri húið að stinga út taðið og kljúfa það. — Kláus gamli var glaðvær yfir lummunum, talaði um það, hvað hann hefði séð fallegt folald vestur i heiði, sem Markús ætti. Hann þóttist vita, að það kæmi honum í hezt skap að tala um búskapinn við hann. Og svo fór hann að dást að lömbunum, hvað þau væru stór. Það væri dálítill munur eða hjá sér, það væri svoddan bölvuð „vella" í lömbunum. Markús sagði, að Jtað hefði ekkert af lombunum misfarizt hjá sér. „Þarf ekki að fara að sjóða eitthvað handa þér, frændi?“ spurði Sigurlaug. „Þú hlýtur að vera búinn með þetta, sem þú áttir þarna niðri í kistunni.1' „Já, það er einmitt, sem ég ætlaði að færa í tal við ykkur, hvort þið gætuð soðið fyrir mig kjöt og bakað ögn af brauði,“ sagði hann. „Þú skalt bara afhenda ráðskonunni lyklana að skálanum. Þú þarft ekki að óttast, að hún fari illa með reiturnar þinar.“ „Það er nú bara svoleiðis, að ég hef enga ráðskonu. Mér þætti nokkuð dýrt að borga henni hátt kaup fyrir að mjólka kúna og sjóða fyrir mig kjötið og baka brauðið. Allt annað er, ef heimilið er stórt, þar þarf að hafa ráðskonu," sagði hann, þakkaði fyrir kaffið og flýtti sér út. „Þú eyðileggur allt með frekjunni eins og vant cr,“ sagði Kláus við konu sina. „Þetta var nú ekkert annað en spaug," sagði hún. „Hvernig er hægt að láta sér detta í hug, að menn geti ekki tekið spaugi. Hann hefði ekki tekið svona undir hann Sveinbjörn okkar.“ „Það var nú kannski eitthvað annað,“ sagði Kláus. Sigurlaug vissi, að Markús var inni í skálanum. Hún var á vakki fyrir utan dyrnar. Loks kom hann fram og rétti henni lykilinn. „Matarbyrgðirnar eru þarna inni í skálanum. Ég býst ekki við að borða meira til haustsins. Að minnsta kosti legg ég ekki meira til. Það hefði áreiðanlega enzt handa okkur þremur, hjá Gyðu,“ sagði hann þurrlega. Það hýrnaði heldur svipurinn á húsfreyjunni. „Þú þarft ekki að óttast, að það verði haldið illa á, frændi," sagði hún í sínum bliðasta róm. Hann flýtti sér burtu. En mæðgurnar fóru að athuga, hvað væri í skálanum: Tvær stórar kippur af harðfiski, full tunna af kjöti, kornmatur og kaffi og sykur og hveiti. Það var bærilegt að fá þetta í húið, því nú var orðið lítið um matvæli eins og vanalega á vorin. En hvar var tólgin. Ekkert hefði komið sér betur en viðbit. „Það er liklega la:st niður í þessari grænu kistu,“ sagði Auðbjörg. Það var lika rétt. Markús hafði læst niður hangikjötið og tólgina. Hann þóttist ekki þurfa að leggja meira til af viðbiti, því kýrin var í ágætri nyt. Um kvöldið fór Sigurlaug með hálffulla fötu af saltkjöti út að Melgerði til Jóhönnu dóttur sinnar. Það var líka orðið 10 litið um hjá henni. Hún hafði nokkrum sinnum sagt það við Auðbjörgu, að hún vonaðist til, að hún léti sig njóta góðs af gæfu hennar, ef hún yrði óðalsbóndakona í Grenivík, þó að hún væri ekki orðin það ennþá var þó fyrsta sporið stigið að hafa lyklavöldin. Næstu dagana borðuðu allir í Grenivík spik- feitt saltkjöt og nú lá vel á öllum, einkanlega þó gömlu ömmu, Jjví að nú hafði hún nóg að borða. Nú var farið að vinna á túninu. Það gekk fljótt að vinna á þriðja partinum, Kláusar gamla, seinna á hinu búinu. Markús malaði allan daginn til miðaftans, þá labbaði hann til kinda sinna. En alltaf var búið að ausa úr hrúgunum, þegar hann kom heirn, sem sjaldan var fyrr en undir háttatíma. Aldrei minntist hann á það. Loks gat Sigurlaug ekki orða bundizt yfir þessu fálæti og spurði liann eftir því, þegar verið var að drekka morgunkaffið: „Hvað heldurðu að verði af hrúgunum þínum, frændi, meðan þú ert að rangla við féð?“ „Það hljótið þið að vita, sem heima eruð,“ sagði hann og hló. „Ég býst við að hún sé að verki huldukonan, sem á heima í Háuborg. Mér þykir vænt um, að hún gerir það, því að það er leiðinlegt verk. En ekki get ég kullað hana vel virka.“ Þetta var sagt í þeim tón eins og honum kæmi það ekkert við og svo vanþakklætisbroddur í öllu saman. Svona voru laun heimsins. Eitt af því, sem sagt var um þennan ein- ræningslega mann hér áður fyrr hafði verið, að hann þekkti huldufólk, ]>ví væri hann svona mannfælinn og hjárænu- legur og vildi helzt ekki tala við nokkurn mann. Og oft hafði hún séð hann sitja við Háuborg á kvöldin er hann var að koma frá fénu. Hún var of gömul til að vera algerlega búin að kasta trúnni á huldufólkið og aðrar forynjur. Fátt var óálitlegra fyrir dóttur hennar, en eiga huldukonu að keppi- naut. Allir trúðu því, að huldukona væri í Háuborg, og hún ekki sérlega góð viðureignar. Margar sögur gengu um hana, mann fram af manni. Ef ógiftur bóndasonur var í Grenivík lagðist hún á hugi við hann. Ef hann trúlofaðist eða giftist var ekki að sökum að spyrja, annað hvort þeirra varð geð- veikt og dó, eða þá að það slitnaði upp úr trúlofuninni. Amma gamla kunni nokkrar sögurnar um þetta og spáði ekki beint góðu fyrir Auðbjörgu frænku sinni. „Ég gæti nú betur trúað J>ví, að það væri Auðbjörg Kláusar- dóttir, sem kastaði úr hrúgunum þínum en huldukonan í Háuborg. Hún er sjálfsagt ekki Iengur til, hafi hún þá nokkurn- tíma verið það,“ sagði Sigurlaug húsfreyju dálítið kímileit. Það lá óvenju vel á Markúsi þennan dag. Hann svaraði því glaðlega: „Það er margt ólíklegra en það. Hún hlýtur að vera orðin þó nokkuð gömul.“ Þá gegndi amma gamla honum og var talsvert niðri fyrir „Hún er ekki frekar dauð en við, sem sitjum hérna. Hún á sjálfsagt eftir að gera einhverjum grikk áður en hún fellur frá.“ „Nú tekur amma gamla til með anzvítans ekki sen ruglið,“ sagði Sigurlaug tengdadóttir hennar.“ Hefurðu kannski heimsótt hana nýlega?“ spurði Auðbjörg flissandi. „Það er óþarfi að vera að hafa svona lagað í flimtingi. Hún hefur leikið margan grátt. Ég gæti sagt ykkur nokkrar sögur af henni." „Við höfum nú víst heyrt j>ær nokkrum sinnum,“ sagði Auðbjörg. „Það er þá helzt Markús, sem er þeim ekki kunnugur." „Ég kannast víst við þær flestar," svaraði Markús. „Mar- grét gamla á Gili hefur víst sagt mér þær. Hún trúir þeim eins og þær standi í Biblíunni, aumingja gamla konan. Og svo var mamma mín blessuð að segja okkur |)ær, |>egar við vorum lítil. Þess vegna eru þær mér kærar og ég efast ekki um, að það sé eitthvað satt í þeim.“ „Já, hún varð nú fyrir NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.