Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 15
Kjötsósa. MATARUPPSKRIFTIR ÆTLAÐ HANDA FJÓRUM SoSiS spaghetti. 200 g. spaghetti Vz msk. salt í 1 líter al' vatni 1—ÍVt msk. smjör. Spaghetti er alltaf soðið í heilu lagi í léttsöltuðu og miklu vatni. Það er látið renna niður í sjóðarufi vatnið. Soðið við hægan eld og lok lagt skáhallt yfir. Suðutími er áætlaður 20—25 mín. Þá er því liellt í sigti, köldu vatni hellt yfir og það látið renna vel af. Smjörið brætt í potti og spaghettið sett út í. Potturinn dreginn til og hrist upp í honum á heitri plötunni í nokkrar mín. unz sjragh. er heitt og gljáandi. Borið fram strax sem sjálfstæður réttur með tómatsósu og rifnum osti, eða með soðnum og steiktum kjötréttum. Makkorónur eru soðnar og bornar fram eins en þurfa lengri suðutíma. Spaghetti bakaö í ojni. Soðið spaghetti er sett í eldfast mót. 4 dældir mót- aðar og 4 linsoðin egg, sem skurnið hefur verið tekið af, lögð í þær. Tómatsósu hellt yfir og rifnum osti sáldrað þar yfir. Bakað í 10—15 mín. í mjög heitum ofni. Tómatsósa (mcS ,,tómapuré“). 1 msk. smjör 2 msk. hveiti Wt—5 dl. fiskisúpa eða súpa búin til úr kjötekstrakt 2 msk. þykkt ókryddað tómatpure Vz msk. rifinn laukur salt, hvítur pipar 1 tsk. kalt smjör. Smjörið brætt, hveitinu sáldrað út í, hrært vel í og jafnað. Vökvanum hellt í smátt og smátt. Þá er tómatpuré, laukur, salt og pipar sett út í. Þegar pott- urinn hefur verið tekinn af er kalt smjör sett út í. Sósan er notuð með eggjaréttum, soðnum fiski, kjöt- bollum, kjötbúðing og öðrum réttum úr kjötfarsi. Spaghetti meSI kjötsósu. 200 g;r. spaghetti eða makkarónur Vjí msk. salt í einn 1. af vatni. 200 g. hakkað kjöt 1 stór laukur (75—100 £.) 4 mts. olía eða 2 msk. smjör salt, hvítur pipar 1—2 msk. tómatpuré 1 dl. rifinn ostur. Laukurinn afhýddur og hakkaður (eða brytjaður smátt). Hann látinn sjóða, unz hann er meir, í hluta af feitinni á pönnu. Þá er það, sem eftir er af smjörinu eða olíunni sett á pönnuna og hitað og kjötið sett út í. Ilrært stöðugt í unz það er orðið laust í sér og hrúnt. Þá er kryddið og tómatpuré sett í ásamt vatni svo að sósan verði þunn. Nú er lok sett yfir og kjöt- sósan látin sjóða við hægan eld í 15 min. Sjá fvrri uppskrift af spagh. Spagh. sett í hring á fat og kjöl- sósan sett á mitt fatið. Rifnum osti stráð út yfir. MakkarónubúSingur. 100—150 g. makkarónur Vi msk. salt í einn 1. vatns 150 £. reykt skinka, flesk (bacon) hangjikjöt eða afg;ang;ur af steiktu kjöti 1 msk. smjör 1—3 msk. rifinn ostur. Eggjahrœra. 2 eee 3 dl. mjólk salt, hvítur pipar. Makkarónúrnar soðnar i 20—25 mín. og vatnið látið renna af þeim. Skinkan, fleskið eða kjötið er skorið í smáteninga (bita) og léttsteikt í smjörinu. Kjöti og makkarónum blandað saman og hragðbætt með rifnum osti. Eldfast mót smurt og kjötinu og makkarónunum hellt í það. Egg, mjólk og krydd er þeytt saman og hellt í mótið. Sett inn í heitan ofn ca. 250° og búðingurinn bakaður í 30 mín., eða þar til hann er ljósbrúnn og þéttur. Borinn fram með hræddu smjöri eða tómatsósu. 11— --------------------------------— -------------v JÓN SÍMONARSON H.F. Bræðraborgarstíg 16 - Sími 12273 Hin hollu og; bætiefnaríku brauð úr licilmöluðu hveiti eru ávallt til í brauðsölum vorum, fyrir utan allar þær brauðtegundir, sem vér höfum áður bakað og; farið hafa sigurför um borgina. Nýtt kvennablað. Verð kr. 35.00 árg. Afg;r. Fjölnisveg 7, Rvík. Sími 12740. Ritstj. og- ábm.: Guðrún Stefánsd. - Borgarprent, Co.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.