Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 3
NVTT KVENNABLAD 2. tbl. febrúar 1962. 23. árgangur. ESRA PÉTURSSON, læknir: Geðræn vanda I I ál nnglinga Geðræn vandamál unglinga eru samofin af fjórum meginþáttum. Þó að vetlvangur þeirra sé fyrst og fremst hæði i hugsana- og tilfinningalífinu, er þriðja víðátta þeirra líkamleg, og baráttan fer fram í fjórðu vídd aldursskeiðsins. Öll aldursskeiðin 7, fæðing, bernska, æska, fullorðinsárin, manndómsárin, ellin og dauðinn eiga sín sérstæðu vandamál við að etja og svo er einnig með æskuna. Ef framvinduþróun hennar til fullorðins- og manndómsáranna á að verða með eðli- legum hætt, verður hún að leysa þau vandamál, er hún á við að stríða, á viðunandi hátt, annars verður a.m.k. svæðishunditi stöðvun í einhverri vidd þroska- ferilsins. Stríð það, sem fylgir lausn þessara vanda- mála, hlýtur að valda umróti, sem kann að hafa á sér sum einkenni sálar- og taugastríðs og birtist í sveiflu- hrigðum tilfinninga, hugsana og líkamlegra kennda. Sumir einstaklingar eldri aldursskeiðanna, einkum þeir, sem eru teknir að ergjast og verða bölsýnir, hafa á öllum öldum bent á þetta umrót og talið það bera vott um hnignun og afturför mannkynsins og hefur fundizt það vera beinlínis sjúklegt hvernig æska landsins hegðar sér. — Það á ekki síður við unglinga en aðra, sem dr. Kelman segir, að1 allir eru meira eða minna heilbrigðir og allir eru líka jafnframt meira eða minna óheilbrigðir. Enginn maður er alheill, því að þá væri hann fullkominn og þá ekki mannlegur, og enginn er heldur algerlega vanheill, því að þá væri hann dauður. Það skiptir hins vegar meginmáli fyrir hvern ein- stakling hvað heilindi og heilbrigði hatts er mikið og vanltoilindi, tvískinnungur og heilsuleysi lítið. En innri og ytri barátta sú, sem fylgir umróti og byltingar- skeiði æskuáranna, leiðir óhjákvæmilega með sér tví- skinnung og óheilindi ásamt stefnuleysi, a.m.k. um stundarsakir. Hinir heilsteyptari leiða þá baráttu til NÝTT KVENNABLAÐ lykta hið innra með sjálfum sér, en þeir, sem meira veikgeðja eru, leiða baráttuna fram á völl ytri at- hafna. Fer jtað auk þess eftir því hvað mikið hefur mætt á unglingunum á undangengnum æviskeiðunum tveimur, það er í fæðingunni og í bernskunni. Skal nú nánar gert grein fyrir fjórum meginþáttum geðrænna vandamála æskulýð’sins. Þeir eru í fyrsta lagi breytingar á óvituðum hugtökum og hugmyndum um foreldra og staðgengla þeirra. jt.e.a.s. hverskyns verndar- og valdsmönnum; í öðru lagi mótun sið- gæðishugmynda um það, sem er rétt og rangt og það, sem samrýmist samfélagi fullorðinna; í þriðja lagi samkenning því kynferðislega hlutverki karls og konu, sem honuni eða henni var áskapað; og í fjórða lagi varanlegar ákvarðanir um menntunar- og stöðuval í framtíðinni. Hver verður nú útkoman, þegar unglingurinn snýr sér að þessari ferþættu togstreitu á leiðinni til vaxtar og jtroska fullorðins- og manndómsáranna. Fyrst í stað mætti gera ráð fyrir því að óreyndu, að tals- vert stefnuleysi væri ríkjandi enda er raunin oft sú, að hlutverkin eru óskýr, takmörk og takmarkanir óljós og ákvarðanir allar allbreytilegar. Hugsjónir og hug- myndir á hverfandi hveli, aðra stundina ríkja háfleyg- ar eða raunhæfar hugsjónir, hina stundina eru þær yfirgefnar. Togstreitan á milli jtess að sleppa fortíð- itini og halda ótrauður inn á braut nútíðarinnar og framtíðarinnar og þeirrar öryggiskenndar, sem fylgir fastheldni við óbreyttar fornar venjur, veldur því að æskulýðurinn virðist vilja ganga áfram og aft- ur á bak nærri samtímis eða til skiptis og hefur í för með sér, að hann er eðlilega fram úr hófi sjálfstæður og tillitslaus í aðra röndina en vanþroska, ósjálfstæður og barnalegur í hina. Fyrsta vandamálið, sem unglingurinn á við að etja, I

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.