Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 8
á ca. 6 mánaða
Efni 170 gr Babygarn
pr. nr. 3, 4 hnappar.
MynztriS (deilanlegt
með 6+5 í viðbót).
1. pr. (rétthverían): 5 sn., x 1 r., slá bandinu yfir prjón-
inn, 5 sn. x, endurt. milli x-anna út pr.
2. pr.: 5 r., x 2 sn., 5 r. x, endurt. mllli x-anna út pr.
3. pr.: 5 sn., x 2 r„ 5 sn. x, endurt. milli x-anna út pr.
4. pr.: 5 r., x 2 sn. saman, 5 r. x, endurt. mllli x-anna út pr.
5 pr.: 2 sn., x 1 r., slá bandinu yfir pr., 5 sn. x, endurt.
milll x-anna unz 3 1. eru eftir, þá 1 r., bandinu slegið yfir
pr., 2 sn.
6. pr.: 2 r., x 2 sn., 5 r. x, endurt. milli x-anna unz 4 1.
eru eftir, þá 2 sn., 2 r.
7. pr.: 2 sn., x 2 r., 5 sn. x, endurt. mllli x-anna unz
4 1. eru eftir, þá 2 r., 2 sn.
8. pr.: 2 r., x 2 sn. saman, 5 r. x, endurt. milli x-anna
unz 4 1. eru eftir, þá 2 sn. saman, 2 r.
Þessir 8 pr. mynda mynztrið og eru endurt.
SOKKABUXUR.
Framst.: Byrja á ökla. (Leisturinn prjónaður síðast).
l'itja upp 21 1. á pr. nr. 3, prjóna r., en auka í 1 1.
innan fótar á 3. prjón og síðan 5. hvern pr. unz 38 1.
eru á. Prjóna svo áfram unz stykkið mælist 20 cm.,
geyma það þá og prjóna hina skálmina eins. Passa að
enda skálmarnar sama megin. Nú eru þær báðar settar
á einn prjón, þannig að hliðarnar innanfótar mæti
hvor annarri. Á fyrsta pr. eru 2 1. prjónaðar saman
(11. frá hvorri skálm) (75 1.) Prjóna svo 15 cm. í
viðbót, þá prjónuð gataröð þannig: 5 r., x slá band-
inu yfir pr., 2 r. saman, 5 r. x, endurt. milli x-anna
út pr.. Sama prjón (garðaprjón) áfram, en tekið úr
sitt í hvorri hlið á fyrsta pr. eftir gataröðina (73 1.)
Prjónaðir 41/£ cm. með sama j)rjóni. Fella nú af 7 1.
undir hönd í byrjun næstu tveggja prjóna. (59 1.
eftir). Þá hefst mynzturprjónið að undanteknum fyrstu
og síðustu 3 1., sem alltaf eru prjónaðar r. (garðapr.)
Þegar prjónaðir hafa verið 12 mynzturpr. eru 31
miðl. prjónaðar r. (sjá myndina) 5 prjónar, síðan
felldar af 25 af þeim, þær í miðið og svo hver hlýri
prjónaður fyrir sig, 5y2 cm. með mynzturpr. nema
3 1. hvoru megin garðaprjón. Þá allt garðapr., 4 pr.
Nú 2 hnappagöt þannig: prjóna 3 I., fella af 3 1.,
prjóna áfram unz 6 1. eru eftir, þá fella af 3 1.
prjóna út pr. Fitja upp 3 1. á næsta pr. fyrir þær
sem felldar voru af. Prjóna síðan 2 pr. og fella af.
BakstyklciS prjónað eins, nema engin hnappagöt. —
SpjaldiS: I'itja upp 12 1. á pr. nr. 3 og prjóna unz
það er jafnt á lengd og breidd, fellt af.
Hœgri jólur: Fitja upp 44 1. á pr. nr. 3 og prjóna
þannig: 1. pr.: r. — 2. pr.: 1 1. óprjónuð, 19 r., snú.
3. pr.: 1 1. óprjónuð, 11 r.„ snú. Prjóna nú 31 pr. r.
yfir þessar 12 1. Taka svo 17 1. upp á hverri hlið af
stykkinu (réttu megin) og prjóna 12 prjóna yfir all-
ar 1. Alls 78. — Á nœsta pr. byrjar úrtakan fyrir sól-
ann, þannig: 24 r., 2 r. saman, 10 r. 2 r. saman, 29 r.,
tvisvar 2 r. saman, 7 r. — Nœsti pr.: 6 r., tvisvar 2 r.
saman, 27 r., 2 r. saman, 10 r., 2 r. saman, prjóna
r. út prjóninn. — Nœsti pr.: 23 r., 2 r. saman, 8 r., 2 r.
saman, 26 r., tvisvar 2 r. saman, 5 r. — Nœsti pr.;
4 r., tvisvar 2 r. saman, 24 r., 2 r. saman, 8 r., 2 r.
saman, prjóna r. út prjóninn, fella af r. Vinstri fótur
prjónaður eins en andstætt. Saumaðir saman innan-
fótar og að neðan. Sauma saman í hliðunum framst.
og bakst. og spjaldið í innanfótar á ská, sauma leist-
ana við buxurnar, en hafa smá bil með jöfnu millib.
á saumnum svo þau myndi gataröð fyrir snúrunni
um mjóalegginn, pressa, sauma og festa hnappa á
bakstykki. Snúa snúru úr bandinu og draga í gata-
raðirnar. Setja hnút eða smádúsk á endana.
6
NÝTT KVENNABLAÐ