Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Blaðsíða 5
g*ti ennþá meira á glundroða og umrót vaxtarskeiðs unglingsáranna. Þannig þarf unglingurinn að yfir- stiga sem mest þá hneigð til tvíkynjunar, sem öllum er sannarlega í blóð borin, því að hún kemur meira að segja fram í blóðinu. Hneigð þessi kemur hvað skýrast í ljós í karlmannlegum klæðaburði stúlkna °g kvenna nú á dögum og í barnaiegri og kvenlegri Undirgefni pilta og karlmanna við ráðríkar og stjórn- Samar mæður og eiginkonur eða aðra kvenskörunga. Einkum er hætta á því á heimilum, þar sem heimilis- faðirinn er oft eða lengi að heiman vegna atvinnu s*nnar eða af öðrum orsökum. Oftast tekst piltinum eða stúlkunni auðveldlega að samkenna sig sínu eigin kyni og eðlilegum háttum þess með fyrirmyndum foreldra, staðgengla þeirra, kennara, félagsformanna eða annarra fyrir augum. Þróun þessi til fullorðins- l)roska er venjulega hægfara en gengur mis hratt, stUndum koma afturkippir og svo aftur meiri hrað- fara framvinda í geðrænum og tilfinningalegum vexti. ^feta má þroska eða vanþroska unglingsins allmikið eftir því hversu vel einmitt þessi samkenning til ergin kyns er á vegi stödd og hversu mikið unglingur- 'oii hefur lagt niður barnaskapinn, ósjálfstæðið og auggæðisháttinn. — Hjá einstaka ungling, sem skort- lr þar öryggi á svellinu, er hættan sú að þeir skjóti yfir markið til þess að sannfæra sjálfa sig og aðra um karlmennsku sína eða kvenlegheit. Vandræðaungliug- ar eru taldir með því marki brenndir. Hjá piltunum keuiur minnimáttarkenndin í ljós með yfirmáta karl- ^ennskulegu tali og háttalagi, í klæðaburði, t.d. leð- 0rjakkarnir, í drykkjuska]) og annarri óreglu, jafn- vel í þjófnaði, til þess að sýna hvað þeir séu kaldir °8 karlmannlegir. Hjá vandræðastúlkum kemur það 1 'jós sem útivist fram eftir nóttum ásamt víndrykkju og 'auslæti til þess að sanna á þann hátt áþreifanlega kven- legheit sín. Slík fyrirbrigði eiga sér vilaskuld flciri °rsakir og benda um leið á það, að allt er ekki með felldu hjá því fullorðna fólki, sem unglingar þessir Samkenna sig eða rísa gegn, enda koma vandræða- hörnin æfinlega frá vandræðaheimilunum, þó að þau heirnili virðist stundum væra til fyrirmyndar á yfir- k°rðinu. f'að, sem mestu máli skiptir varðandi kynferðis- ega samkenningu og hegðun unglinga, er það, að í rauninni þarf unglingurinn að sýna það með breytni Slll|ii, að hann er ekki lengur feiminn, hlédrægur og óffamfærin á þann hátt sem hann var einu sinni, held- Ur er hann nú farinn að nálgast fullorðins þroska og llllr með talið kynþroska. Það skiptir miklu máli fyrir J)roskaferil unglingsins til manndómsáranna, hvort ann sýnir fram á það eins og vandræðaunglingarn'r * oryggisleysi sínu gera, beinlínis og hömlulaust með kvennablað því að flíka slíkri hegðun fyrir félögum sínum og eldra fólki á ögrandi hátt, eða liann sýnir fram á það óbeinlínis, með meiri festu í framkomu, auknu sjálfstæði, samfara þeirri hæfni í sjálfsstjórn, sem slíkt sjálfstæði krefst, og með tilkomu líkamlegra kyn- þroskaeinkenna. Rétt er samt að benda á það í sam- bandi við réttmætt umburðarlyndi gagnvart ungling- um, að ávallt er hætta á því að þeir verði fordæmdir á einhvern hátt, og það jafnvel af foreldrum og kenn- urum, hvort sem þeir sýna eða sýna ekki einkenni kynferðislegs þroska í hegðun og breytni. Sú stað- reynd að foreldrarnir vilja, að börn þeirra verði upp- komin og sjálfstæð samtímis því sem þau óska þess líka, að fá að hafa þau áfram sem börn sín, háðum vilja þeirra og vernd, hefur alla tíð gert það að verk- um að hlutskipti unglingsins verður æði erfitt. Annað vandamál í leit unglingsins að kynferðislegri hegðun, sem samrýmist kröfum og siðgæði þjóðfélags- ins, er það, að um leið og þjóðfélagið krefst þess af ungiingnum að hann samkenni sig sínu eigin kyni, krefst það þess venjulega, að hann forðist og neiti sér um allt kynlíf til fullorðinsáranna, þó að slakað liafi verið nokkuð á þeim kröfum í seinni tíð og ald- urstakmarkið hafi færzt nokkuð niður á við. Enginn vafi leikur á því, að hagsmunum bæði þjóðfélagsins, barnsins og unglingsins er bezt borgið með því að veita kynhvötum þeirra ekki útrás heldur með því að stjórna þeim og beina inn á aðrar brautir um stundarsakir, unz að því kemur að unglingurinn hef- ur öðlazt þann þroska og aldur, sem til þess þarf að takast á hendur ábyrgð þá, sem því fylgir að sjá um eigið heimili ásamt fjárhagslegri getu til þess. Á gelgjuskeiði sálfræðinnar og sálgreiningarinnar var slík stjórnsemi gagnvart kynhvötum álitin vera skað- leg og geta valdið taugaveiklun, en það viðhorf hefur nú aftur breytzt. Með hvaða hætti bezt er liægt að stjórna og beina eðlishvötunum í aðra farvegi er nokkuð álitamál, en þó er talsvert vitað um uppsprettu og stefnu slíkrar stjórnar. Hér er um innri sjálfstjórn að ræða og von- ast er eftir því að unglingnum hafi tekizt að' þroska hana hjá sér þegar hann nálgast fullorðinsárin, þannig að hann geti frestað því að veita hvötum sín- um útrás þar til hann getur gert það á þann hátt, sem þjóðfélagið viðurkennir að sé heppilegt og er líka öllum fyrir beztu. — Einmitt sá hæfileiki, að geta neitað sér um og frestað stundarfróun, er rétt ein- kenni fullnaðarþroska manndómsins. Vanþroski t.d. vandræðaunglinga er einmitt í því fólginn, að þeir geta ekkert látið á móti sér og engu frestað, heldur finnst þeim þeir verði að láta eftir löngunum sínum og hvötum samstundis, vegna þess hversu veikgeðja 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.