Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 12
12 Kraftlyftingar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Ég veit ekki hvað mamma myndi segja ef ég byði þér heim,“ segir Thelma Ólafsdóttir kraftlyftingakona á hinum enda línunnar. Við erum að velta því fyrir okkur hvar við eigum að hittast vegna þessa viðtals. Nei, þú telur það ekki tímabært, segi ég í hálfkæringi. Thelma hlær dátt. Alltaf sama bullið í þessum blaðamönnum. Niðurstaðan er sú að hún sækir mig heim í Hádegismóana. Það verður að segjast alveg eins og er að Thelma fellur ekki að staðalmynd kraftlyftingamannsins. Það er tilgangslaust að dansa í kringum fordómana, flestar íþrótta- greinar eru kvenlegri en kraftlyftingar. Lík- lega allar. Thelma hlær þegar ég færi þetta hálfvandræðalegur í tal. „Blessaður vertu, fyrstu viðbrögð fólks eru yfirleitt á einn veg þegar ég segist leggja stund á kraftlyftingar. Það trúir mér ekki. Þegar það áttar sig á því að ég er ekki að grínast spyr það síðan: „Hv’átt’í bekk?“ eða „Komd’í sjómann!“ Thelma hlær. Þegar kraftlyftingar ber á góma sjá flestir fyrir sér hrikalega rymjandi karla, ekki bros- mildar og kvenlegar stelpur eins og Thelmu. En ekki er allt sem sýnist. „Ég þekki stelpur sem eru 44 kíló og stunda kraftlyftingar,“ seg- ir Thelma. „Og eru rosalega sterkar. Þetta hefur ekkert með stærð og þyngd að gera.“ Keypti kort en mætti aldrei Thelma æfði sund sem stelpa og meðan hún var skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár lék hún knattspyrnu. Að öðru leyti hafði hún lítil afskipti af íþróttum. „Ég var týpan sem keypti mér kort í ræktina en mætti svo aldrei,“ segir hún brosandi. En hvað kom til að hún hóf að stunda kraft- lyftingar? „Það var algjör tilviljun. Haustið 2007 fór ég út til Barcelona til að læra spænsku ásamt vini mínum. Okkur fannst við þurfa að gera eitt- hvað utan skóla og fundum líkamsræktarstöð í grenndinni. Þar byrjaði ég að fikta í lóðum og áhuginn vaknaði um leið. Það er ekki gott að koma orðum að því en það gerðist eitthvað. Ég fann strax að lyftingar voru eitthvað fyrir mig.“ Thelma drakk í sig upplýsingar um kraft- lyftingar á netinu og áður en hún vissi var hún búin að panta sér græjur af ýmsu tagi. „Ég fór alla leið með þetta,“ segir hún brosandi. „Fljótlega fór allur tími minn í æfingar þarna úti og spænskunámið sat á hakanum.“ Thelma sneri heim í lok árs 2007 og þá kom aðeins eitt til greina – að finna sér kraftlyft- ingaþjálfara. Henni var bent á Kristin Óskar Haraldsson, sem kallar sig Boris, og fór til hans. „Jæja, svo þú ætlar að verða mjó og sæt?“ spurði Boris á fyrsta fundi þeirra. „Nei,“ svaraði Thelma um hæl og dró hverja græjuna af annarri upp úr töskunni. „Ég ætla að verða kraftlyftingakona.“ Andlitið datt af Boris. „Ég hef aldrei séð jafnundrandi mann,“ seg- ir Thelma skellihlæjandi. Bóhemlífið bíður betri tíma Þessi nýi áhugi hafði stefnubreytandi áhrif á líf Thelmu. „Meiningin var að fara í listahá- skóla á Spáni en eftir að ég kynntist kraftlyft- ingunum ákvað ég að söðla um og fara í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík. Þetta er þriggja ára nám og ég var að hefja annað árið. Bóhemlífið verður að bíða betri tíma!“ Spurð hvernig fjölskylda hennar og vinir hafi tekið þessari óvæntu kraftadellu við- urkennir Thelma að allir hafi orðið hissa – nema hún sjálf. „Ég hef alltaf verið svolítil strákastelpa, þannig þetta kom mér í sjálfu sér ekki á óvart. En aðrir urðu undrandi, aum- ingja mamma varð meira að segja hálfsmeyk. Eftir að ég setti hana betur inn í þetta hefur hún hins vegar stutt mig af heilum hug eins og pabbi og fjölskyldan öll. Vinkonur mínar hafa líka stutt vel við bakið á mér og verið duglegar að mæta á mót og hvetja mig til dáða. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Thelma æfir hjá Benedikt Magnússyni og eiginkonu hans, Gemmu, í Super Gym í Hafn- arfirði og segir félagsskapinn mjög skemmti- legan. Konur eru þar í miklum minnihluta en Thelma segir forréttindi að æfa með Gemmu. „Hún er hrikalega sterk.“ Thelma segir strákana hafa tekið sér vel og þyki hún alls ekki vera að ryðjast inn á sitt svið. „Það er frekar á hinn veginn. Þeir draga bara fram stóla og horfa á okkur stelpurnar æfa. Strákarnir eru æðislegir og það eru allir velkomnir í gymmið.“ Kraftlyftingar eru ekki bara áhugamál, heldur líka lífsstíll. Það er fleira en æfingarnar sem skipta máli, svo sem mataræði og svefn. Thelma hegðar sér í samræmi við það „Eða reyni það alla vega,“ segir hún sposk. Mikilvægt er fyrir Thelmu að borða á tveggja tíma fresti, hæfilega skammta í senn og hún verður að gæta þess að verða aldrei svöng. „Síðan verð ég að fá minn svefn. Mat- aræði og svefn eru 70-80% af öllu sem maður gerir. Það á ekki bara við um íþróttir.“ Það segir sig sjálft að hún fer lítið út á lífið. „Vinkonur mínar eru steinhættar að hringja í mig um helgar. Þær vita að það þýðir ekki neitt. Annars var ég aldrei mikill djammari, þannig ég er ekki að fórna miklu.“ Kraftlyftingar hafa lengi verið óhreina barnið hennar Evu í heimi íþróttanna á Ís- landi. Notkun ólöglegra lyfja hefur loðað við greinina og kraftlyftingamenn sögðu sig úr ÍSÍ á níunda áratugnum vegna ágreinings um framkvæmd lyfjaprófa. Nú er hins vegar unnið hörðum höndum að því að breyta ímynd grein- arinnar og kraftlyftingamenn aftur á leið inn í ÍSÍ. Thelma segir þetta skipta höfuðmáli. „Ég er alfarið á móti lyfjanotkun í íþróttum og myndi aldrei taka lyf til að freista þess að bæta ár- angur minn. Ekki nóg með að það sé óheið- arlegt, hvernig heldurðu að það færi með vöxt- inn á mér?“ spyr hún sposk. Í fanginu á heilu landsliði Karllægari íþrótt en kraftlyftingar er vand- fundin hér á landi. Því hefur Thelma kynnst á mótum, þar sem hún hefur verið eini keppand- inn í sínum flokki. „Það er svolítið skrýtin til- finning að fagna sigri við þær aðstæður, sér- staklega hafi maður ekki bætt sig.“ Thelma segir kraftlyftingar mun vinsælli meðal kvenna erlendis en hér heima og á Evr- ópumeistaramóti unglinga í júní síðastliðnum var þétt setinn bekkurinn. Það var fyrsta al- þjóðlega mót Thelmu og gerði hún sér lítið fyr- ir og vann til silfurverðlauna og þrennra THELMA ÓLAFSDÓTTIR Morgunblaðið/Eggert Söðlaði um Hún ætlaði í listaháskóla á Spáni en venti sínu kvæði í kross þegar hún kynntist kraftlyftingum fyrir tilviljun. Nú eiga lóðin hug hennar all- an og um næstu helgi keppir Thelma Ólafsdóttir, 23 ára kraftlyftingakona úr Breiða- bliki, á heimsmeistaramóti unglinga í Brasilíu. Hún mætir til leiks bleikklædd með gloss á vörum enda þykir henni brýnt að ríghalda í kvenleik- ann í þessari karllægu íþrótt. KRAFTAR Í KÖGGLUM, GLOSS Á VÖRUM Morgunblaðið/Eggert Fín Thelma er ekki dæmigerð kraftakona. Á bekknum Thelma kveðst þurfa að koma sér í sérstakt hugarástand fyrir hverja lyftu, ekki síst í keppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.