Morgunblaðið - 30.08.2009, Page 14

Morgunblaðið - 30.08.2009, Page 14
14 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is S jón stígur af reiðhjólinu í því sem Guðrún Gísladóttir líður eins og vofa niður Ingólfsstrætið, ein af aðal- leikkonum hrollvekjunnar RWWM, eða Reykjavík Whale Watching Massacre. – Hún er lifandi? segir blaðamaður undr- andi. „Já, hvernig fer hún að því?“ veltir Sjón fyr- ir sér. „Annaðhvort er hún svona klár að leika sig dauða – eða svona klár að leika sig lifandi.“ Svartur húmor Leiðin liggur á Drykkjabarinn, nýjan stað í Bankastræti, og þar hefst spjall um RWWM, sem frumsýnd verður föstudaginn 4. sept- ember. Það komast ekki margir lífs af úr þeirri atburðarás. Sjón skrifaði handritið, en Torsten Metalstein Hvas átti hugmyndina með honum. „Ég er ánægður með að Júlíusi Kemp skyldi takast að gera þessa mynd,“ segir Sjón. „Það lá fyrir í upphafi að myndin ætti að vera hörð og grimm fyrir fólk með svartan húmor, þó að það sé alveg möguleiki að einhverjum stökkvi bros á röngum stað. Hættan var sú að menn slysuðust til að gera listaverk. Íslendingar líta á kvikmyndagerð sem svo mikla listgrein, að þeir fara ósjálfrátt að leita að fegurð og dýpri merkingu – af því að það er svo dýrt að gera bíómynd! Þeir vilja taka það alvarlega og sýna hvað þeir fara vel með peningana. Ekki búa til ógeð. Sem betur fer héldu menn kúrsinum all- an tímann. Mér finnst hafa tekist að búa til góða spennumynd, en skítuga og uppfulla af óþægilegri tilfinningu.“ – Nú myndi tengdaamma mín segja: Þú, þessi geðprúði maður? „Þetta er nú það sem þeir segja um rað- morðingjana þegar þeir nást – að það þekkist ekki prúðari nágrannar. Fáir eru tillitssamari við eldri konur í hverfinu en þeir sem fylla frystikistuna af aðskiljanlegustu líkams- pörtum. Ég bý á þeim slóðum og nú er ég bú- inn að koma upp um mig!“ Hann kímir. „Og mér líður bara vel! Þegar þeir nást, þá eru þeir alltaf svo fegnir: Nú náðist ég! Og það er ofboðslegur léttir.“ – Hvernig kviknaði hugmyndin? „Við Torsten Metalstein Hvas skrifuðum söguna saman og svo vann ég handritið eftir henni. Hugmyndin varð til fyrir sex árum á veitingastað á Hótel Acquario í bænum Varese á Ítalíu. Þar var ég ásamt CAOZ-mönnum að afla fjármagns og stuðnings við Önnu og skap- sveiflurnar og Torstein var milliliður í þeim viðræðum. Þetta er ítalskt hótel, en það hlýtur að hafa verið rekið af Þjóðverjum sem hata allt ítalskt og Ítalíu, því það var innréttað eins og norður- þýsk martröð með þurrblómaskreytingum og undarlegum leirmunum á borðum. Hápunkt- urinn var þó að hótelið dró nafn sitt af miklu fiskabúri, sem stóð í miðjum veitingasalnum, en þar höfðu greinilega allir fiskar drepist fyr- ir löngu og lagði af því mikinn daun, taumar láku eftir glerveggjunum og á botninum var óskilgreinanleg kös. Svo voru glerverk á veggjunum, fiskar og sjávarfang, sem búin voru til úr þykkum gler- klumpum og litu út nákvæmlega eins og brotin mannabein. Það var þetta umhverfi sem kall- aði fram hugmyndina. Við fórum að tala um að skreytingarnar litu út eins og mannabein, hvort verið gæti að ef við pössuðum okkur ekki, þá myndum við enda í pottunum inni í eldhúsi, og í framhaldi af því yrðu búnar til ljótar veggskreytingar!“ Sjón sýpur á suðrænum sæludrykk og held- ur svo áfram óhugnaðinum: „Þá hvarflaði hugurinn til Texas Chainsaw Massacre, því feðgarnir þar höfðu stundað mikla handavinnu með fórnarlömb líkams- meiðinga sinna, lampa og veggskreytingar, ýmislegt sem lítur út eins og verkin sem maður sér á handavinnusýningum á Íslandi. Við fór- um að velta fyrir okkur hvort svona gæti gerst á Íslandi og allt í einu varð nafnið til: „Reykja- vík Whale Watching Massacre“. Við Torstein áttuðum okkur strax á því að það væri ekki sanngjarnt gagnvart mannkyninu að ekki yrði til mynd sem bæri þetta nafn. Upp úr því fór- um við að spinna söguna og skömmu síðar spurði ég Júlíus og Ingvar [Þórðarson] hvort þeir tækju þátt í að gera mannkyninu þann greiða að gera myndina að veruleika.“ – Þetta er langt ferli! „Já, ætli ég hafi ekki klárað handritið haustið 2004, en það þarf líka margt að smella saman. Ég man til dæmis ekki eftir svona stórum hópi erlendra leikara í íslenskri mynd. Svo er það ný- mæli að heimfæra þessa grein kvikmyndanna á íslenskan veruleika. Ég hef haft það bakvið eyr- að frá því ég var unglingur hvernig ætti að gera hrollvekju á Íslandi. Vandamálin eru svipuð og þurfti að leysa í sambandi við íslensku glæpa- söguna; það þarf að finna sögunni stað í sam- félaginu sem lesandinn samþykkir að geti af sér slíka sögu. Og hér blasir það við hverjum sem gengur niður að höfn! Öðrum megin á bakk- anum eru hvalaskoðunarskipin og hinum megin eru hvalveiðiskipin. Þar liggur klofningur í geði þjóðarinnar, sem ber í sér óviðunandi ágrein- ing.“ Myndin nýtur hrunsins – Og sögusviðið er trúverðugt fyrir fjölda- morð! „Bara það að sigla frá borginni býr til ákveðna fjarlægð. Svo er þar skip illmennanna, fólks sem býr utan samfélagsins og þar er ákveðið siðleysi í gangi – það hefur ástæðu til að hata þetta fólk sem sækir sér þessa saklausu skemmtun. Það er það sem er svo gaman! Ég á erfitt með að horfa á myndina, því mér finnst hún svo …“ Hann hikar eitt augnablik. „Mér finnst hún svo fyndin!“ – Þannig eru bestu hrollvekjurnar. „Já, og myndin er algjörlega skrifuð inn í þann geira, þannig að við getum sagt sem svo, að þjálfaðir hryllingsmyndaaðdáendur muni kannast við þrjú, fjögur augnablik í myndinni, sem sækja til klassískra verka. En við erum með hvalveiðibát, sem gefur önnur tækifæri til að fækka persónum en ef við hefðum til dæmis verið á saumastofu. Þarna eru sögupersón- urnar innan um króka, stinga, handskutla og flökunargræjur, að ógleymdri hvalbyssunni! Þetta varð allt að leikfangasafni höfundarins.“ – Það fer ekkert á milli mála að þú ert vel inni í hugarheimi hrollvekjunnar. „Ég horfði mikið á hrollvekjur sem ungling- ur og hef reynt að fylgjast með nýmælum í hrollvekjum. Þegar ég heyrði af japönsku hrollvekjunni fyrir áratug, þá lagði ég mig fram um að sjá helstu myndir þeirrar bylgju, og eins þegar ný skrímsli koma til sögunnar, eins og sögin [saw]. Hrollvekjur, vestrar og glæpamyndir eru geirar með alveg sérstaka möguleika vegna þess að áhorfandinn fer ekki í bíó til að horfa á listaverk, heldur til að skemmta sér. Ef maður er trúr því, ætlar ekki að rjúfa þann samning við áhorfandann, þá gefst leyfi til að gera svo margt annað í leiðinni. Þessi mynd er stúdía í því hvað gerist þegar hryllilegar aðstæður koma upp og allir ætla að bjarga sjálfum sér – enginn hugsar um náungann. En það er líka vegna þess að fólk er svolítið slegið út af laginu vegna ógnandi framkomu hinna íslensku gest- gjafa.“ – Svolítið, endurtekur blaðamaður og hlær. „Já,“ segir Sjón sposkur. „Ég held að mynd- in muni njóta hrunsins, því hinar íslensku sögupersónur myndarinnar staðfesta fyrir er- lendum áhorfendum hugmyndir þeirra um Ís- lendinga; þeir eru þarna skrælingjar á norður- hjaranum, sem ætla sér ekkert annað en að hafa allt af útlendingum ef þeir mögulega geta, ekki bara spjarirnar, heldur lífið! Ég held að það muni styðja við þá ímynd og kannski gera Saving Iceland-hópnum aðeins erfiðara fyrir.“ Stutt spjall um hrollvekju Morgunblaðið/Kristinn Hrollvekja Sjón segir hvalveiðiskipið með sína króka, stinga, handskutla, flökunargræjur og hvalbyssu vera leikfangasafn höfundarins. ‘‘ÞAÐ LÁ FYRIR Í UPPHAFI AÐMYNDIN ÆTTI AÐ VERA HÖRÐOG GRIMM FYRIR FÓLK MEÐSVARTAN HÚMOR, ÞÓ AÐ ÞAÐ SÉ ALVEG MÖGULEIKI AÐ EIN- HVERJUM STÖKKVI BROS Á RÖNGUM STAÐ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.