Morgunblaðið - 30.08.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 30.08.2009, Síða 22
22 Heimsmynd MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is R íkissjónvarpið sýndi fyr- ir skömmu heimild- armyndina Tíðarandinn: Viðauki eða Zeitgeist: Addendum frá árinu 2008. Á Fésbókinni var stofnuð síða til að þrýsta á Ríkissjónvarpið um að taka myndina til sýninga og voru nánast fimm þúsund manns búnir að skrá sig á þá síðu þegar myndin var sýnd. Heimildarmyndin er framhald af annarri keimlíkri mynd frá árinu 2007 en báðar fjalla þær að miklu leyti um samsæriskenningar sem sumar hverjar eru áhugaverðar og aðrar reyfarakenndar. Það sem er þó áhugaverðast við Zeitgeist: Addendum er þó líklega sú fullyrðing að fjármagnsöfl heimsins sjái sér hag í því að steypa almenningi í fjötra skulda og að í raun hafi verið búið til pen- ingalegt kerfi sem sogi aðrar pen- ingalegar eignir til sín. Slíkur málflutningur hlýtur að vekja athygli íslensks almennings sem nú lítur út fyrir að þurfi að opna pyngjur sínar til að greiða er- lendum lánardrottnum. Af hverju? Heimildarmyndin, sem er verk eins manns, Peters Joseph, segir að skuldir séu leið til nútíma þrælahalds. Fólk steypi sér í skuldir og verði að vinna til þess að geta borgað af þeim. Í augum Josephs eru lánardrottnar nútíma þrælahaldarar. Þjóðfélagið geti aldrei verið skuldlaust þar sem peningar eru búnir til úr skuldum. Á þetta bætast vextir, sem í raun geta aldrei verið greiddir til baka. Þannig sjái bankar um að fram- leiða peninga og stýra kerfinu, sér til hagsbóta. Eftir bankahrunið vakti heimild- armyndin mikla athygli og margir horfðu á hana á youtube enda var myndin og sérstaklega einn við- mælandi, Peter Joseph, umtöluð á Íslandi. Viðmælandinn er John Perkins sem mætti í Silfur Egils þar sem hann varaði við aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Því hefur verið haldið fram hér á landi að hrunið hafi einmitt verið afleiðing þess sem Perkins talaði um í Zeitgeist: Addendum, að Ís- land hafi verið fórnarlamb efna- hagslegra málaliða. Hin rafræna hjörð peningaaflanna lánaði Íslandi stórfé, vitandi að sá tími kæmi að ekki væri hægt að standa undir skuldinni. Þegar sá tími kæmi væri hægt að fá raunveruleg verðmæti í skiptum fyrir gjaldeyrinn sem út- gefinn er af seðlabönkum og er í raun ekkert annað en skuldavið- urkenning í dag eftir að gullfót- urinn var lagður af. Nauðsyn brýtur lög Í myndinni segir að þau vanda- mál sem heimurinn glími við verði ekki löguð nema hægt sé að græða á því. Það sé eðli þess hagkerfis sem við búum við í dag að allt verður að skila arði eða hagnaði. Bóluhagkerfi eins og það sem heimurinn sá á síðasta ári er dæmi um hagkerfi þar sem peningar eru búnir til úr engu nema skuldum. Í gegnum tíðina hafa peningar þó fyrst og fremst verið miðill til að flytja verðmæti og því innleys- anlegir t.d. í gulli eða silfri. Hag- kerfi gátu framan af ekki aukið peningamagn í umferð nema með því að auka við raunhagkerfið með aukinni framleiðslu. Ef prenta átti Eilífðarvél mismunun Háleit Markmið Venusar verkefnisins eru afar háleit og byggja á hráefnisgrundvölluðu hagkerfi. Hugsuðurinn á bakvið verkefnið er Jacque Fresco og er ósk hans að koma á samfélagi sem flestir myndu telja útópískt en hann grundvallar skoðanir sínar á því að stríð, glæpir og fátækt séu allt afleiðing nútíma hagkerfisins sem byggist á skorti og skuldum. Frjór Jacque Fresco er þrátt fyrir að vera 93 ára gamall í fullu fjöri og hefur hann unnið sleitulaust að því að vinna framtíðarsýn sinni fylgi frá því að hann fékk fyrsta einkaleyfið 1948. Ekki er þó víst að hug- myndafræði Fresco falli öllum í geð. Umdeild Zeitgeist: Addendum er skrifuð og leikstýrt af Peter Joseph en hann er afar gagnrýnin á ríkjandi hagkerfi en skoðanir hans hafa fengið nokkurn hljómgrunn á Íslandi eftir bankahrunið. NordForsk (Norræna rannsóknastofnunin), sem er ein af stofnunum Norrænu ráðherranefndarinnar, er miðpunktur norræns samstarfs til styrktar sam- vinnu innan rannsókna og rannsóknamenntunar. Höfuðmarkmið er að tryggja stöðu og þróa Norðurlöndin sem eitt af öflugustu landsvæðum fyrir rannsóknir og nýsköpun og styrkja þannig alþjóðlega samkeppnisstöðu Norðurlandanna og tryggja lífsgæði íbúanna. Okkar helstu verkefni eru samhæfing forgangs- verkefna innan vísindarannsókna, fjármögnun norræns rannsóknasamstarfs og ráðgjöf við stefnumótun. Norræna samstarfið er á spennandi stigi við að þróa og móta nýja samvinnu margra verkefna, m.a. er unnið að stóru norrænu rannsóknaátaki, Toppforskningsinitia- tivet, sem snýr að loftslagi, orku og umhverfi. Vaxandi áhugi er á alþjóðlegu samstarfi, einkum við Evrópusambandið. Þessi vinna byggist á tengslamyndun, samvinnu og samhæfingu við innlenda og norræna aðila. Sem framkvæmdastjóri NordForsk færðu veigamikið hlutverk í mótun norræns rannsóknasamstarfs á alþjóðlegum grundvelli og berð ábyrgð á að leiða og þróa starfsemi NordForsks ásamt okkar framúrskarandi alþjóðlega starfsfólki sem telur 20 manns. Staðan felur í sér, að stórum hluta, stefnumótun og vinnu við að framkvæma pólitíska rannsóknastefnu innan landanna og á norrænum grundvelli. Einnig er mikilvægt verkefni að byggja upp ímynd NordForsk sem mikilvægs samstarfsvettvangs innan norrænnar rannsóknasamvinnu. Yfirstjórn framkvæmda- stjórans er stjórn NordForsk sem samanstendur af fulltrúum frá rannsóknaráðum Norðurlandanna, norrænni háskólasamvinnu, atvinnulífi, Norrænu ráðherranefnd- inni, fulltrúum sjálfstjórnarsvæðanna (Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum) og Eystrarsaltsríkjunum. Við leitum að þér sem hefur háa prófgráðu á háskólastigi, (doktorsgráðu eða sam- bærilega prófgráðu), góða leiðtogahæfileika og reynslu af norrænu og alþjóðlegu rannsóknasamstarfi auk reynslu af því að stjórna mennta- eða rannsóknarstofnun. Réttur aðili þarf að hafa víðtækt tengslanet, hafa mjög góða hæfileika til að mynda tengsl og góðan skilning á pólitísku regluverki. Þú þarft að hafa gott vald á einu Norðurlandamáli (dönsku, norsku eða sænsku) ásamt ensku, bæði munnlega og skriflega. Töluverð ferðalög fylgja starfinu. Vinnustaður og búseta er í Osló. NordForsk deilir skrifstofuhúsnæði með Norrænum orkurannsóknum (Nordisk Energiforskning) og Norrænu nýsköpunarstöðinni (Nordisk InnovationsCenter). Framkvæmdastjórinn tekur þátt í reglubundnum fundum með framkvædastjórum þessara stofnana. Staðan takmarkast við fjögur ár með möguleika á allt að fjögurra ára framlengingu. Ríkisstarfsmenn hafa rétt á launalausu leyfi meðan starfinu er gegnt. Laun og önnur kjör eru samkvæmt samkomulagi við Norrænu ráðherranefndina. Spurningum varðandi stöðuna má beina til stjórnarformanns NordForsk, Guðrúnar Nordal í síma 525 45 91 eða starfsmanna ráðningarstofunnar Visindi AS, Heidi Wiggen í síma +47 916 56 103 eða Agnethe Ellingsen í síma +47 907 78 398. Umsókn ásamt ferilskrá (CV) skal senda fyrir 1. október í gegnum ”Stillinger” á www.visindi.no Framkvæmdastjóri Stjórnun – Vísindasamstarf og tengslamyndun – Þróun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.