Morgunblaðið - 30.08.2009, Qupperneq 38
38 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
FRÁ ÞVÍ er skýrt í
blöðum núna þessa
dagana, að Norð-
urlöndin greiði út til
íslenskra nemenda á
Norðurlöndum veru-
legan fjárstyrk, svo
þeir geti haldið áfram
námi. Styrkur þessi
nemur í dag meira en
hundrað milljónum ís-
lenskum og er
greiddur út væntanlega í pen-
ingum. Þetta ber að þakka og svo
þann hlýhug sem liggur að baki.
Er gott verk.
Þetta er góður formáli og inn-
gangur. Aðalatriði málsins er samt
það, að við bíðum eftir fjárhags-
aðstoð Norðurlanda, sem lofað er
þegar Alþingi Íslendinga hefur
magagleypt allar kröfur Breta og
Hollendinga í sambandi við Ice-
save. Það er von að Alþingi fái í
magann við þetta og menn rétti
sig af með einum Guinness-bjór,
þetta gera Bretar sjálfir þegar
sorgin hrellir sálina í lok erfiðis
dagsins. Þá rétta þeir sálina af
með einum Guinness á sinni réttu
knæpu. Þá birtir aftur í lofti þó
dimman og kvöldmyrkrið hafi tek-
ið við fyrir utan krár-
dyrnar. Allt verður
bjart hjá Bretum að
nýju. Sálin hressist
hjá Bretum.
Greinarhöfundur
leggur það til að allir
þingmennirnir 63
kaupi sér einn Guin-
ness og setji hann á
borðið fyrir framan
sig á Alþingi til að
mótmæla Bretum á
táknrænan og þöglan
hátt. Þetta ættu bind-
indismenn sem aðrir að gera. Það
væru táknræn en þögul mótmæli.
Vonandi hafa Bretar þann „sense
of humour“ eða skopskyn að taka
þessu vel brosandi. Þeir færu í
huganum aftur á sína krá.
Annars var erindi þessarar
greinar að ræða að hluta um Ice-
save og þá kúgun sem Íslendingar
eru beittir með því að fjárframlög
Norðurlanda eru látin bíða þar til
Alþingi Íslendinga hefur magag-
leypt Icesave. Er nokkur undrun
þótt þingmenn á Alþingi fái sér
einn Guinness eins og aumur og
þunglyndur Breti gerir á sinni
krá?
Því er mótmælt að Íslendingar
taki við fjárframlögum Norð-
urlanda í dag undir kúgun um
samþykkt á Icesave. Neitum að
taka við fjárframlagi Norð-
urlanda eins dónalega og það er
boðið fram. Látum Breta ekki
beygja okkur í þessu máli. Her-
mann Jónasson, fyrrverandi for-
sætisráðherra, sigraði Breta í
þorskastríðinu. Náði landhelgi
okkar og þorski úr höndum
Breta með hugrekki sitt eitt að
vopni. Nú leggur greinarhöf-
undur til að Norðurlöndin byggi
í dag og reki sjálf að öllu leyti
nýjan spítala, Norðurlöndum öll-
um til mikils sóma. Spítalinn
verði „hátæknispítali“ en Davíð
Oddsson, þá ráðherra, lofaði
okkur „hátæknispítala“ þegar
hallaði undan fæti í pólitíkinni
hjá honum. Gallinn var bara sá
og mjög mikill og er enn að setja
átti hann niður á miðja Hring-
brautina. Þar er enn rætt um að
setja hann á miðja umferðaræð.
Það getur ekki gengið. Nú er
lagt til í þessari blaðagrein að
Norðurlöndin dragi til baka eða
Íslendingar neiti hreinlega og
einfaldlega að taka við fjár-
framlagi Norðurlanda í pen-
ingapott Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, hér eftir kallaður AGS. Það
er þannig með þennan góða sjóð
eða AGS að hann er útsendari
alþjóðlegs erlends lána- og pen-
ingafjármagns. Framlag til AGS
mun fara til erlendra pen-
ingaaðila og upp í skuldir er-
lendra kröfuhafa. Lítið eða ekk-
ert mun koma almenningi á
Íslandi til góða. Erlenda pen-
ingasvindlið heldur áfram, jafn-
vel borga Norðurlönd Icesave
endanlega, þegar við getum ekki
borgað sjálfir.
Nú ættu Norðurlönd að nota
sína AGS-peninga betur og
byggja nýtískulega, nýjan og
stóran spítala við Vífilstaði. Þar
er nóg pláss fyrir þetta minn-
ismerki um góða samvinnu Norð-
urlanda á neyðarstund. Svona
spítali Norðurlanda kæmi öllum
almenningi til góða með stórum
hætti.
Nýr Norðurlandaspítali hér
Eftir Lúðvík
Gizurarson »Neitum að taka við
fjárframlagi Norð-
urlanda eins dónalega
og það er boðið fram.
Lúðvík Gizurarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
EFNAHAGS-
KERFI heimsins sem
kennt er við kapítal-
isma berst ekki að-
eins í bökkum heldur
stefnir að óbreyttu í
strand. Þeim fjölgar
eðlilega sem setja
spurningarmerki við
undirstöður og leik-
reglur efnahagslífs-
ins. Áberandi er hins
vegar hversu margir stjórn-
málamenn og þorri fjölmiðla forð-
ast þá umræðu. Í stað þess að
reyna að grafast fyrir um rætur
kreppunnar og ræða um framtíð-
ina fer mest fyrir fréttum og um-
ræðu um liðna viðburði, koll-
steypur fyrirtækja, hlut
fjárglæframanna í hruninu og þá
erfiðleika sem blasa við skuldum
hlöðnum almenningi. Vandinn er
vissulega ærinn í bráð en ekki síð-
ur í lengd þegar horft er til að-
steðjandi vistkreppu, loftslags-
breytinga og auðlindaþurrðar. Hér
verður vikið nokkrum orðum að
framtíðinni og ríkjandi efnahags-
kerfi.
Hnattvæðing og skuldasöfnun
Eðli yfirstandandi kreppu er um
margt það sama og á fyrri sam-
dráttarskeiðum kapítalismans á
öldinni sem leið. Þó var bólan sem
leiddi til fjármálakreppunnar
haustið 2008 skrautlegri en áður
hefur sést og andvaraleysi stjórn-
kerfis Bandaríkjanna og Bretlands
með hreinum ólíkindum. Aðdrag-
andi núverandi kreppu hefur verið
óvenju langur eða nærri þrír ára-
tugir sem einkennd-
ust af hnattvæðingu
fjármagnsins og
frjálshyggju sem
leiddi til gífurlegra of-
fjárfestinga á heims-
vísu. Á þessum tíma
átti sér stað á Vest-
urlöndum stórfelld
eyðing fram-
leiðsluverðmæta og
tilfærsla til láglauna-
svæða í þróun-
arríkjum með tilheyr-
andi væntingum
fjárfesta um gróða. Bandaríkin
urðu á þessu tímabili stærsti
skuldunautur í heimsviðskiptum
og Kína að sama skapi öflugur
lánardrottinn. Stuttu fyrir hrun
fjármálamarkaða haustið 2008
sagði fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, Henry M. Paulson: „Þetta
er án samjafnaðar öflugasta efna-
hagskerfi á veraldarvísu sem ég
hef séð á mínum viðskiptaferli.“
Alan Greenspan seðlabankastjóri
gaf honum lítið eftir og herskarar
milljarðamæringa og smærri spá-
menn tóku undir.
Útþensla og
náttúruleg takmörk
Á síðustu þremur áratugum hef-
ur efnahagskerfi veraldar mælt í
hefðbundnum hagvexti þrefaldast,
bólgnað út frá því að vera um 13
trilljónir á áttunda áratugnum í 36
trilljónir á miðju ári 2008. Flestir
hagfræðingar virtust líta svo á að
þessi veisla gæti haldið ótrufluð
áfram. Á umræddu tímabili hrönn-
uðust hins vegar upp viðvaranir
þess efnis úr mörgum áttum að
takmarkaðar náttúruauðlindir
plánetu okkar stæðu engan veginn
undir slíkum vexti til frambúðar.
Á slíkar raddir var lengst af lítið
hlustað enda hefðbundinn hag-
vöxtur og það sem að baki honum
býr talinn af ráðandi öflum jafn
ómissandi og loftið sem við öndum
að okkur. Viðbrögð við kreppunni
í Bandaríkjunum og víðar hafa að
undanförnu endurspeglað þessa
trú og ómældum upphæðum af
skattpeningum hefur verið dælt úr
opinberum sjóðum til bjargar
bönkum og fjármálakerfi. Skyndi-
lega urðu bannorð eins og þjóð-
nýting gjaldgeng í þessu Guðs eig-
in landi. Allt miðar þetta að því að
geta haldið leiknum áfram þar
sem frá var horfið, að vísu með
óljósum fagurgala um að draga
beri lærdóma af hruninu.
Hlýnun, olíuþurrð
og vatnsskortur
Ekki er liðinn áratugur frá því
að stjórnmálamenn á Vest-
urlöndum fóru loks að taka aðvar-
anir vísindamanna um loftslags-
breytingar alvarlega. Forysta
Bandaríkjanna var í afneitun hvað
þetta varðaði allt fram á síðasta
vetur. Þó stendur heimsbyggðin
frammi fyrir því verkefni að draga
úr og stöðva sem frekast má verða
losun gróðurhúsalofts. Talið er að
olíuframleiðsla sé senn að ná há-
marki og á þessari öld muni olíu-
lindir jarðar ganga til þurrðar.
Þær horfur munu neyða alþjóða-
samfélagið til róttækrar stefnu-
breytingar eigi ekki illa að fara.
Vatnsskortur er einnig orðinn
brennandi vandamál á sumum
svæðum og veðurfarsbreytingar
samfara hlýnun eiga eftir að
auka á vandann. Við þetta bætist
hraðfara eyðing náttúrulegra
vistkerfa og lífverutegunda með
hruni líffræðilegrar fjölbreytni á
stórum svæðum. Fyrirsjáanleg
fjölgun jarðarbúa um 50% á ein-
um mannsaldri gerir þessa glímu
við umhverfistakmarkanir enn
örðugri. Þrátt fyrir auðsæjar
blikur leyfa flestir forystumenn
þjóða sér samt að feta troðna
slóð með hagvöxt knúinn áfram
af rányrkju náttúruauðæfanna
sem leiðarvísi og lausnarorð.
Áhrif mannlegra umsvifa á nátt-
úru og auðlindir eru áfram í
engu metin í þjóðhagsreikn-
ingum.
Jafnvægi í stað
ósjálfbærs hagvaxtar
Lengi hafa blasað við afleið-
ingar ósjálfbærs vaxtar og
neysluhyggju sem alið er á til að
knýja áfram hjól efnahagslífsins.
Ekkert sýnir betur haldleysi
ríkjandi kerfis en sú staðreynd
að heilbrigðir lífshættir, hófsemi
og tillitssemi við umhverfið eru
nánast bannorð. Gangverkið
byggir á sem hraðastri umsetn-
ingu varnings og þjónustuafurða
því að ella blasi við hrun. Við-
fangsefnið, samhliða því sem
glímt er við afleiðingar umhverf-
isbreytinga af mannavöldum,
ætti að vera að hverfa sem fyrst
frá ríkjandi efnahagsstefnu og
einbeita kröftum sem flestra að
því að ná jafnvægi í samskiptum
við náttúruna. Til þess þarf að
fjarlægja marga gullkálfa og
kasta hagvaxtartrú og lífsháttum
sem hún nærir fyrir borð.
Ósjálfbært efnahagskerfi í dauðateygjum
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Þrátt fyrir auðsæjar
blikur leyfa flestir
forystumenn þjóða sér
að feta troðna slóð með
hagvöxt knúinn áfram
af rányrkju náttúru-
auðæfa sem lausnarorð
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Landsþing LS
Landsþing Landssambands
sjálfstæðiskvenna verður haldið í
Stykkishólmi 5. og 6. september
Laugardagur 5. september
11.00 Skráning.
13.15 Þingsetning – Drífa Hjartardóttir,
formaður LS.
13.30 Ávarp – Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins.
13.45-16.00 Konur í stjórnmálum:
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
borgarstjóri, Ásta Möller,
varaþingmaður, og Sirrý
Hallgrímsdóttir, viðskiptafræðingur.
Kynning á ályktun – umræður.
18.00 Móttaka.
20.00 Kvöldverður.
Hátíðarræðu flytur Björg Einarsdóttir,
rithöfundur.
Sunnudagur 6. september
10.00 Afgreiðsla ályktana og
aðalfundarstörf.
12.30 Fundarslit og ávarp formanns LS.
Allar nánari upplýsingar eru á
www.sjalfstaediskonur.is
Sjálfstæðisflokkurinn
Við höldum með
stelpunum okkar
Ítarleg umfjöllun um EM 2009 í Morgunblaðinu