Morgunblaðið - 30.08.2009, Page 47
Minningar 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
✝ Jóel Ólafur Þórð-arson kaupmaður,
fæddist á Ísafirði 5.
júní 1924. Hann lést á
Landspítalanum 16.
ágúst 2009. Foreldrar
hans voru Magnea Á.
Þorláksdóttir, f. 10. 9.
1888, d. 20.8. 1974 og
Þórður Guðmunds-
son, f. 17.3. 1884, d.
18.7. 1972. Alsystkini
Jóels voru Þóra, f.
1923, d. 2000 og
Rögnvaldur, f. 1927,
d. 2008. Samfeðra,
Jón R., f. 1919, d. 1985. Uppeld-
issystkini voru Anna Sigmunds-
dóttir, f. 1913, d. 1999 og Guð-
mundur Skúlason, f. 1921, d. 2005.
Jóel gekk 4.12. 1943 að eiga
Kristínu Bryndísi Björnsdóttur, f.
10.3. 1924. Börn þeirra eru: 1) Mar-
grét Þórhildur, f. 10.2. 1944, maki
Stephen A. Fairbairn, f. 2.12. 1947.
Börn þeirra: a) Hilda Fairbairn, f.
29.3. 1973, maki Ólafur Arason.
Börn þeirra Marinó, f. 12.6. 2003 og
Máney, f. 22.7. 2009. b) Sandra Fa-
irbairn, f. 9.6. 1979, maki Magnús
f. 6.10. 1980, sambýlism. Martin C.
Nielsen. 5) Þórður, f. 29.9. 1955,
maki Birgitta Jóelsson, f. 7.5. 1950.
Börn Þórðar: a) Sigurður, f. 11.1.
1974. Börn hans, Alvin, f. 10.9. 2004
og Blædís Birta, f. 6.4. 2006. b) Jóel
Briem, f. 18.7. 1979. Sonur hans,
Ágúst Máni, f. 13.4. 2003. 6) Ásdís
Ósk, f. 24.6. 1960, maki Adolf Pet-
ersen, f. 23.3. 1955. Börn þeirra: a)
Hörður Kristinsson, f. 15.2. 1977,
sambýlisk. Ludwika Wojtania. b)
Emil Hjörvar Petersen, f. 7.5. 1984,
sambýlisk. Kristín Ó. Ingvarsdóttir.
c) Víðir Smári Petersen, f. 3.11.
1988, kærasta Ragnhildur Péturs-
dóttir. d) Bryndís Freyja Petersen,
f. 25.7. 1990.
Jóel ólst upp á Ísafirði og vann
við verslunarstörf frá unga aldri í
Verzlun Páls Jónssonar og síðar hjá
Kaupfélagi Ísafirðinga, einnig rak
hann veitingastofuna Sólborg. Árið
1968 fluttist hann til Reykjavíkur
og starfaði sem kaupmaður, m.a.
rak hann verslanirnar Laufás og
Jóelsbúð. Hann söng í Karlakór Ísa-
fjarðar, Sunnukórnum og kirkju-
kórnum. Hann var virkur í Sjálf-
stæðisflokknum og félagi í
frímúrarastúkunni Eddu. Hann
lærði útskurð og varð mjög fær á
því sviði.
Útför Jóels fór fram í kyrrþey.
G. Jónsson. Börn
þeirra Flóki Krist-
mar, f. 6.4. 2006 og
Bjarki Hrafn, f. 11.12.
2008. 2) Lúðvík Páll,
f. 1.4. 1945, maki Kol-
brún Sveinbjörns-
dóttir, f. 11.3. 1947.
Börn þeirra: a) Svein-
björg Valdís, f. 21.4.
1967, maki Davíð
Jónsson. Börn þeirra
Saga Brá, f. 17.1.
1989 og Snorri, f. 7.3.
1994. b) Jóel Brynjar,
f. 19.2. 1972. c) Guð-
rún Tinna, f. 7.6. 1973, maki Rei-
nert Mitthassel. Sonur þeirra Bene-
dikt Andreas, f. 21.7. 1999. d)
Lúðvík Páll, f. 4 8. 1983. e) Erla
Kolbrún, f. 4.8. 1983, sambýlism.
Hafþór Reynisson. 3) Baldur Jó-
hann, f. 27.3. 1949. 4) Sigrún Magn-
ea, f. 18.12. 1951, maki Erling
Bjarnason, f. 4.12. 1947. Börn
þeirra: a) Svava Kristín E. Eliassen,
f. 26.2. 1976, sambýlism. Tom
Stern. Börn Svövu, Lukas Eng-
ilbjartur, f. 27.9. 2001 og Oskar Að-
alsteinn, f. 27.9. 2001. b) Katrín Sif,
Ástkær faðir okkar, Jóel Ó.
Þórðarson kaupmaður, lést 16.
ágúst á Landspítalanum eftir erfið
veikindi. Faðir okkar ólst upp á
Ísafirði. Þar kynntist hann móður
okkar Bryndísi og giftu þau sig 4.
des. 1943. Börn þeirra eru sex,
barnabörnin fimmtán og barna-
barnabörn tólf. Hann vann við
verslunarstörf frá unga aldri í
Verzlun Páls Jónssonar og síðar
hjá Kaupfélagi Ísafirðinga, einnig
rak hann veitingastofuna Sólborg.
Á Ísafirði var hann virkur í menn-
ingarlífnu, til margra ára í þremur
kórum; Karlakór Ísafjarðar,
Sunnukórnum á Ísafirði og kirkju-
kórnum. Hann fylgdist vel með
þjóðmálum og pólitískri umræðu
og var virkur í Sjálfstæðisflokkn-
um. Kosningadagar voru miklir
hátíðardagar í hans augum, enda
mætti hann ætíð uppáklæddur til
að kjósa. Margs er að minnast frá
uppvaxtarárum á Ísafirði, m.a.
flutninga í sumarbústaðinn í
Tungudal. Sofnað var við lækjar-
nið og vaknað við fuglasöng og
mikið saftað og sultað. Pabbi sótti
vinnu í bænum á mótorhjóli og
kom stundum fyrir að maður fengi
að tylla sér á tækið og var það æv-
intýri líkast. Við vorum mörg
systkinin, heimilið stórt og mikið
lagt á sig til að eignast eigið hús-
næði og aðstöðu fyrir verslun. Svo-
lítið bóhemyfirbragð var á heim-
ilinu, þar sem móðir okkar mótaði
og málaði á vinnustofu sinni, enda
var Norska bakaríið, sem við
bjuggum í, heilt völundarhús. Mik-
ið var um gestagang og fjöldi
frændfólks kom í heimsókn. Eftir
að þau fluttu til Reykjavíkur 1968
starfaði faðir okkar sem verslunar-
maður, einnig rak hann matvöru-
verslunina Laufás og síðar Jóels-
búð við Leifsgötu. Móðir okkar var
menntuð sjúkraliði og starfaði á
Borgarspítalanum til margra ára.
Þau ferðuðust víða og áttu margar
sameiginlegar minningar, sérstak-
lega frá Kanadaferðum sínum.
Faðir okkar hafði gaman af tónlist,
söngelskur mjög, auk þess lék
hann á heimilisorgelið eftir eyranu
og til eru margar góðar minningar
um spil og söng á jólum. Ekki má
heldur gleyma skötunni góðu á
Þorláksmessu. Hann var gaman-
samur, mikill grínisti og góð eft-
irherma. Hann var einnig félagi í
frímúrarastúkunni Eddu til
margra ára. Foreldrar okkar
keyptu land og sumarbústað í Mið-
dal í Mosfellssveit og veitti það
þeim mikla ánægju og margar
góðar stundir með börnum og
barnabörnum. Faðir okkar nýtti
hæfileika sína til að innrétta bú-
staðinn og móðir okkar með sínum
listrænu hæfileikum bjó til fallegar
gólfmottur og hekluð veggteppi.
Bæði höfðu þau ánægju af að
gróðursetja landið. Á efri árum
lærði faðir okkar útskurð og móðir
okkar stundaði myndlistarnám.
Heimili foreldra okkar var því hlý-
legt og listrænt.
Elsku faðir, við kveðjum þig og
munum ætíð minnast ánægjulegra
stunda. Blessuð sé minning þín.
Í faðmi fjalla blárra,
þar freyðir aldan köld,
í sölum hamra hárra
á huldan góða völd,
sem lætur blysin blika
um bládimm kletta-skörð,
er kvöldsins geislar kvika
og kyssa Ísafjörð.
(Guðmundur Guðmundsson.)
Þínar dætur,
Margrét, Sigrún og Ásdís.
Jóel tengdafaðir minn kom fyrst
mér fyrir sjónir sem lífsreyndur
verslunarmaður sem þekkti alla í
bænum, enda höfðu flestir, jafnt
háir sem lágir verslað hjá honum í
gegnum tíðina. Fljótlega eftir að ég
kom fyrst inn á heimili þeirra Jóels
og Bryndísar varð ég var við mik-
inn húmorista sem gat oft hermt
eftir fólki þegar hann var að segja
frá. Þannig að hann hefði getað
orðið afbragðsgóður leikari. Hann
gat þannig nýtt sér þá hæfileika í
tengslum við áhuga sinn á þjóð-
málum og spruttu oft upp skemmti-
legar umræður um þau. Kunni
hann mjög góð skil á helstu ráða-
mönnum þjóðarinnar í gegnum tíð-
ina og gat óspart hermt eftir þeim
ef því var að skipta.
Hann átti það líka til að gagn-
rýna nútímatækni og hæfileika nú-
tímafólks, en gerði það yfirleitt á
gamansaman hátt. Þannig að mað-
ur tók það oft sem skemmtun frek-
ar en djúp rök. Get ég nefnt tvö at-
riði þar sem hann sýndi fram á að
heimurinn hefði verið mun betri í
gamla daga. Hann taldi til að
mynda að knattspyrnustjörnur nú-
tímans kynnu ekki að spila, spörk-
uðu boltanum bara eitthvað upp í
loftið. Eitt sinn tók hann sig til
þegar hann var að horfa á leik í
sjónvarpinu, stóð á miðju stofugólf-
inu og sýndi, svo ekki varð um
villst, hvernig menn kunnu að
senda boltann á Ísafirði þegar hann
var unglingur. Innlifunin var slík
að ég held ég hafi farið að trúa
honum að menn hafi verið betri í
knattspyrnu á Ísafirði 1940 en at-
vinnumenn í Englandi 50 árum síð-
ar. Hitt atriðið er ekkert síðra og
það er synd að ekki voru fleiri en
þrír áhorfendur að því sjónarspili.
Hann var mikill söngmaður, enda
félagi í mörgum kórum á sínum
yngri árum. En eitt sinn sat hann
og kvaldist yfir Joe Cocker í sjón-
varpinu. Skipti engum togum, minn
maður stóð upp, sneri handleggj-
unum með tilheyrandi tilþrifum og
tók eina flottustu öskuraríu sem ég
hef heyrt. Með þessu var hann að
fullvissa aðra um lélega eiginleika
poppsins. Önnur eins Joe Cocker
eftirherma er vandfundin. En
svona var Jóel; uppátækjasamur,
léttur og gat hlegið að nánast
öllu.
Þegar eldri synir okkar voru
litlir fyrir rúmum 20 árum var
ætíð tilhlökkun hjá þeim að fara
út í „afabúð“, enda spennandi að
eiga afa sem var í hvítum slopp að
þjóna viðskiptavinunum. En syn-
irnir uxu úr grasi, börnin urðu
fleiri og afabúð ekki til lengur. Þá
var það sumarbústaðurinn sem
varð aðalstaðurinn, enda auðvelt
að skreppa þangað, en hann stóð
rétt utan við borgarmörkin. Þar
gátu krakkarnir leikið sér; smíð-
að, verið í boltaleikjum, elt fugla,
tínt ber og margt fleira. En para-
dís á jörðu var að fara inn og fá
sér kókómjólk og kex og ræða
lífsins gagn og nauðsynjar.
Jóel var mjög handlaginn, vel
vinnufær í sumarbústaðnum og
öruggur bílstjóri þar til hann fékk
heilablóðfall fyrir nokkrum árum.
Það var því mikið áfall fyrir hann
að geta ekki nýtt þessa krafta
sína. Síðustu árin voru því erfið,
hann sem hefði viljað halda áfram
að skera út og dytta að ýmsu
öðru. Ég þakka Jóel fyrir allt sem
hann hefur veitt okkur hjónunum
og börnunum okkar.
Adolf Petersen.
Elsku afi minn, nú er komið að
kveðjustund. Minningarnar skjóta
upp kollinum hver á fætur ann-
arri, ekki síst minningar frá
bernskuárunum.
Ég man eftir mörgum fjörugum
heimsóknum til ykkar ömmu og
hvað þú hafðir gaman af því að
gantast við okkur barnabörnin.
Við lékum okkur mikið í hæg-
indastólnum þínum sem snérist
hring eftir hring og nammiskálin
var aldrei langt undan. Þú sást
samviskusamlega til þess að hún
væri aldrei tóm.
Sérstaklega minnisstæð eru
mér líka jólaboðin ykkar ömmu
þar sem þið elduðuð ofan í alla
stórfjölskylduna, sem var nú ekk-
ert smáræði, og þú sást um að
blanda jólaölið. Þann allra besta
drykk sem ég hafði þá smakkað.
Á síðustu árum hefurðu notið
þess að gantast við barnabarna-
börnin eins og þú hefur haft kraft
og heilsu til.
Sumarbústaðurinn ykkar ömmu
var sannkallaður sælureitur þar
sem þið eydduð flestum helgum
og ég man hvað mér þótti nota-
legt að heimsækja ykkur þangað.
Þar lékstu gjarnan krikket við
okkur krakkana og ég man líka
hvað mér þótti spennandi að fara
með þér að gefa hröfnunum, en
þú hélst mikið upp á þá og skildir
oft eftir æti handa þeim. Að sum-
arbústaðnum undanskildum var
útskurðurinn þitt aðaláhugamál
og mörg meistaraverk sem þú
skilur eftir þig á því sviði.
Elsku afi minn, ég kveð þig í bili
og geymi minningarnar í hjarta
mínu.
Saknaðarkveðja,
Sandra.
Það er komið að kveðjustund. Afi
hefur kvatt þetta jarðlíf. Síðustu
dagarnir voru honum erfiðir og
raunar síðustu árin líka. Það reynd-
ist honum þungbært að vera ekki
sjálfbjarga þó svo hann hafi ekki
haft hátt um það. Ég trúi því að nú
sé hann á stað þar sem hann er laus
við þjáningar og ekkert haldi aftur
af honum. Það eru margar minn-
ingar sem koma upp í hugann um
afa. Einna fyrstu minningarnar sem
ég á um afa eru úr búðinni hans við
Leifsgötu. Þangað skrapp ég stund-
um með mömmu og pabba þegar ég
var mjög lítil. Þar átti afi sinn fasta
kúnnahóp og naut þess að spjalla
við þá og veita þeim persónulega
þjónustu. En svo kom að því að tími
smákaupmanna leið undir lok, stór-
markaðirnir tóku við og afi þurfi að
hætta með búðina. Það held ég að
hafi verið honum sárt enda hafði
hann rekið verslun í fjöldamörg ár,
bæði í Reykjavík og á Ísafirði. Sum-
arbústaðurinn í Miðdal var sá stað-
ur þar sem ég held að afa hafið liðið
best. Hann og amma nutu þess að
komast út fyrir borgina og eyða
tíma í sveitasælunni þar sem þau
unnu saman við að gróðursetja tré
og rækta landið sitt. Við barnabörn-
in komum ósjaldan í heimsókn, nut-
um góðra veitinga og lékum okkur.
Það var gaman að fara í krikket á
flötinni fyrir utan bústaðinn eða
bara leika sér í móanum og ekki
vantaði plássið. Það var hefð fyrir
því að fara um jólin til afa og ömmu.
Þangað komu öll börnin og barna-
börnin og því var alltaf mikið líf og
fjör. Þar var boðið upp á hangikjöt
ásamt tilheyrandi meðlæti og malt
og appelsín blandað eftir kúnstar-
innar reglum. Eftir að afi og amma
fluttu í Bláhamrana urðu jólaboðin
svolítið minni í sniðum enda gömlu
hjónin farin að eldast. Þau vildu
hins vegar alls ekki sleppa alveg
takinu á hefðinni og buðu því upp á
skötuveislu á Þorláksmessu. Skatan
rann reyndar misvel ofan í unga
veislugesti en það var nú ekki það
sem máli skipti. Aðalatriðið var að
koma í notalega heimsókn til afa og
ömmu. Afi hafði gaman af börnum
og naut þess að gantast svolítið við
okkur. Þegar við stelpurnar vorum
með tíkarspena kallaði hann þá
rottuskott. Svolítið undarlegt orð en
við vissum hvernig hann meinti
þetta og fannst það bara sniðugt.
Það átti hins vegar ekki endilega við
þá sem ekki þekktu til. Ég man eft-
ir að eitt sinn bankaði lítil stelpa
upp á í hjá afa og ömmu til sækjast
eftir félagsskap okkar krakkanna
sem voru í heimsókn. Afi vildi vera
vinalegur við hana og spurði hvort
hún væri með rottuskott. Sú horfði
móðguð á afa og sagði; ég ekkert
vera með rottuskott, þetta eru tík-
arspenar. En er rottuskott eitthvað
verra orð en tíkarspenar ef maður
hugsa út í það? Elsku afi, takk fyrir
allar góðu minningarnar sem þú
skilur eftir. Þín er sárt saknað.
Hilda.
Jóel afi var okkur kær. Hann var
góðhjartaður og elskulegur, tók öll-
um opnum örmum, mismunaði eng-
um og alltaf stutt í sprellið. Hann
hló mikið, grallaralegum hlátri,
sem er jafnvel minnisstæðari en
rödd hans. Og þannig mun hann
lifa áfram í minningunni; lífsglaður
karl sem þótti vænt um okkur. Afi
lagði stund á tréskurð og var mikill
handverksmaður. Frá honum og
listmálaranum ömmu höfum við öll
erft hæfileika á þeim sviðum, nokk-
uð sem veitir lífsfyllingu og verður
frá engum tekið. Á efri árum skar
afi út býsnin öll af fögrum og vönd-
uðum munum, en flottastar voru
drekaklukkurnar. Við dáðumst að
þeim.
Að skreppa upp í sumarbústað til
afa og ömmu var alltaf gaman.
Þegar við stigum út úr aftursætinu
á bíl mömmu og pabba blasti við
fúið hlið, byggt úr rekaviði, rauð-
málað timburhús og þéttur gróður
sem sprottið hafði á nær órækt-
anlegu svæði, fyrir tilstilli, þolin-
mæði og elju grænna handa. Inni á
milli trjáa og lúpína glytti í hattinn
hans afa og hvítan koll ömmu. Afi
fór þá inn í skúrinn, náði í loftlausa
boltatuðru og kastaði að húsgafl-
inum. Meira þurftum við ekki til að
skemmta okkur á þeim minnis-
stæða fjölskyldustað.
Tilhlökkun var að fara í fjöl-
skylduboðin, sérstaklega um jólin
þegar flestir komu saman, að hitta
skemmtilegar fjölskyldur afkom-
enda ömmu og afa og nánustu.
Amma og afi vissu hvað þurfti til
að gleðja ung hjörtu. Þegar afi
keyrði bílinn keyrði hann hægt og
vel, og ekki var hægt að biðja hann
um að fara fram úr næsta bíl, auð-
vitað var það öryggisins vegna, fjöl-
skyldan er framtíðin, hann vildi öll-
um vel.
Auðvitað kom fyrir að Jóel afi
vissi hlutina betur en aðrir, enda
lífsreyndur maður. Það var saklaus
eiginleiki sem mátti hafa gaman af.
Á þeim tíma sem heyrnin tók að
gefa sig var stundum skondið að
koma í heimsókn, því það var líkt
og að ganga inn í þrumandi ræðu-
höld þegar afi hlustaði á fréttirnar,
með stillt á hæsta hljóðstyrk og
muldrandi: „Hvurn djö … er mann-
eskjan að segja? Talaðu skýrar!“
Ekki var það heyrnin, heldur sjón-
varpið.
Það er svo margt sem við gætum
rifjað upp í fari og lífi afa, hvernig
við upplifðum hann – skatan á Þor-
láksmessu, orgelið, frímúrarahring-
urinn, neftóbakið, stóra nefið (við
erum einmitt öll með vegleg nef) –
en eftir þessi stuttu minningarorð
langar okkur að kveðja hann. Vertu
sæll Jóel afi. Við fjögur systkinin,
barnabörnin, minnumst þín ávallt.
Hörður, Emil, Víðir og Bryndís.
Jóel Ólafur Þórðarson