Morgunblaðið - 30.08.2009, Side 61

Morgunblaðið - 30.08.2009, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 SANDRA BULLOCK RYAN REYNOLDS SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HEIMURINN ÞARF STÆRRI HETJUR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA BÓNORÐIÐ HERE COMES THE BRIBE ... THE PROPOSAL Einn svakalegasti eltingarleikur allra tíma í glæpasögu Bandaríkjana. 61.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI!SÍÐUSTU SÝNINGAR SÝND Í 3D Í REYKJAVÍK FRÁSAM RAIMI LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN MYNDANNA SEM ER Í TOPPFORMI Í SINNI BESTU KVIKMYND TIL ÞESSA! GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI: ENTERTAINMENT WEEKLY - 100/100 LOS ANGELES TIMES - 100/100 WALL STREET JOURNAL - 100/100 WASHINGTON POST - 100/100 FILM THREAT - 100/100 SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA ÍK OG SELFOSSI HHHH - H.G.G, POPPLAND/RÁS 2 HHHH „BESTA TARANTINO-MYNDIN SÍÐAN PULP FICTION OG KLÁRLEGA EIN AF BETRI MYNDUM ÁRSINS.“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH „EIN EFTIRMINNILEGASTA MYND ÁRSINS OG EIN SÚ SKEMMTILEGASTA“ S.V. - MBL SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SPARBÍÓ 550 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI UPP m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 L G.I. JOE kl. 8 - 10:20 12 G-FORCE m. ísl. tali kl. 2 L ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 4 L THE PROPOSAL kl. 5:50 síðasta sýning L PUBLIC ENEMIES kl. 10:20 16 UPP m. ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 L FUNNY GAMES kl. 10:10 18 G-FORCE 3D m. ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L THE PROPOSAL kl. 8 L CROSSING OVER kl. 10:20 16 UPP m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L UP m. ensku tali kl. 8 - 10:20 L G-FORCE 3D m. ísl. tali kl. 2 L HARRY POTTER 6 kl. 4 10 THE PROPOSAL kl. 8 L DRAG ME TO HELL kl. 10:20 16 halda áfram að vinna með Cê- sveitinni en breyta um vinnubrögð; nú vildi hann vinna plötuna frá a til ö með hljómsveitinni, hafa spilafélaga sína með í lagasmíðum og útsetn- ingum, og einnig vinna plötuna fyrir opnum tjöldum. Hann setti því upp vefsetrið Obra em progresso, „Verk í vinnslu“, obraemprogresso.com.br, þar sem hann bloggaði daglega um það hvernig verkinu miðaði, leyfði fólki að fylgjast með, heyra hug- myndir að lögum og einnig að greiða atkvæði um hvaða útsetning hentaði best fyrir sum laganna, enn önnur voru prufukeyrð og slípuð til á tón- leikum. Allt hafði þetta áhrif á skíf- una eins og sambahugmyndin vék snemma fyrir rokkaðri hljómum, þó sambatakt sé víða að finna. Skífan átti og að heita „Transamba“, en í takt við breyttar áherslur breyttist nafnið – platan nýja heitir Zie & Zii, sem er ítalska og útleggst frændur og frænkur. Mannréttindabrot á mannréttindabrot ofan Ekki var bara bloggað um músík á Obra em progresso, því þegar síðum þar er flett má sjá að flest er undir, til að mynda hvaða stafsetningu sé best að nota á portúgölsku (bras- ilíska, portúgalska eða einhverja enn aðra), uppruna orðsins mulata og svo má telja. Veloso fer því um víðan völl í bloggfærslunum og aðdáendur hans brasilískir (allt er á portú- gölsku) hafa líka tekið vel við sér því athugasemdir skipta hundruðum við sumar færslurnar og oft hiti í mönn- um. Eitt af því sem menn hafa deilt um á skífunni er lagið „Base de Guant- ánamo“, myrkt klifunarkennt lag sem fjallar um mannréttindabrot banda- ríska hersins í Guantánamo-flóa á suðausturenda Kúbu. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa lagið er sjálfur caudillo Kúbu, Fidel Castro, enda bendir Veloso á þá nöturlegu stað- reynd í texta lagsins að mannrétt- indabrot Bandaríkjamanna séu fram- in í landi óvinveittu þeim, Kúbu, sem er meðal annars þekkt fyrir sín mannréttindabrot. Þetta þótti Castro hið versta mál og vændi Veloso um að vera taglhnýting Bandaríkjamanna, leiguþý heimsvaldasinna og svo fram- vegis. Veloso-fróðir heyra það vitanlega um leið að „Base de Guantánamo“ er byggt á öðru lagi, „Haiti“, sem þeir sömdu saman Veloso og Gilberto Gil og finna má á Tropicália 2 (kom út 1993), en í því velta þeir fyrir sér ömurlegu hlutskipti íbúa Haítí sem glíma ekki bara við sjúkdóma, hung- ur og ofbeldi heldur eru þeir líka hrjáðir af kynþáttafordómum þar sem yfirstétt ljósra blökkumanna kúgar þá sem dekkri eru. „Base de Guantánamo“ er ekki eina lagið sem er endurgert á skíf- unni því Veloso tekur líka fyrir tvö gömul sambalög, annað eftir João Bosco og George Gershwin, „Incom- patibilidade de gênios“, og hitt, „Ingenuidade“, er eftir Clementina de Jesus og Roberto Ribeiro. Á sjöunda áratugnum var mikil gróska í brasilískri menningu; ný kynslóð nýrrar stéttar, mið- stéttarungmenni, vel menntuð og þokkalega fjáð, létu til sín taka í flestum listum, hristu af sér hlekki ferðarinnar og tóku til við að skapa nýja list, Tropi- cália. Liststefnunni hefur verið lýst sem menningarlegu mannáti, allt mátti nota og allt var undir; eins og segir í laginu „E Prohibido Prohibir“ – „Það er bannað að banna“ (Veloso flutti þá herhvöt með Os Munt- antes á sambatónleikum 1968 og allt varð vitlaust). Tropicália-hreyfingin hafði mikil áhrif í Brasilíu og þótt hún hafi ekki lifað lengi í sjálfu sér, þá lagði hún grunninn að þeirri tónlistarstefnu sem ríkjandi var í Brasilíu næstu áratugina, MPB, eða Música Po- pular Brasileira. Höfuðpaurar hreyfingarinnar eru jafnan tald- ir þeir sem komu við sögu á plötunni frægu Tropicália: ou Panis et Circencis: Caetano Ve- loso, Gilberto Gil, Nara Leão, Os Mutantes, Tom Zé, Rogerio Dup- rat og Gal Costa. Getið er um Veloso hér til hliðar en hin eru flest að í músík (Nara Leão lést 1989 og Duprat 2006): Gilberto Gil hefur verið gríðarlega afkasta- mikill í gegnum árin og plötur hans eru á sjötta tuginn. Hann hefur líka tekið þátt í stjórnmálum og var um hríð menntamálaráðherra í heimalandi sínu. Hann sendi síðast frá sér breiðskífu 2008, Banda Larga Cordel. Lykilplata: Gilberto Gil frá 1969 (hann gaf út þrjár plötur sem heita einfaldlega Gil- berto Gil og komu út 1968, 1969 og 1971). Os Mutantes hefur notið mikillar hylli utan heimalandsins og tónlistarmenn eru iðnir við að vísa í plöturnar sem sveitin gerði á áttunda ára- tugnum. Hún hætti 1978 en sneri aftur í sviðsljósið fyrir tónleikaferð 2006 og sendi frá sér plötuna Haih um daginn. Lykilplata: „Os Mut- antes“ frá 1968 (fyrsta platan). Gal Costa er fræg fyrir sínar furðulegu plötur á áttunda áratugnum. Með sérkennilegustu skífum sem maður kemst yfir eru plöturnar Gal Costa, sem kom út 1969, og Gal Costa, sem kom út síðar sama ár. Síðasta plata hennar var tónleikaplatan „Gal Costa Ao Vivo“ sem kom út 2006. Lykilplata: „India“ frá 1973. Tom Zé er heldur eldri en þau hin sem hér er getið. Hann hvarf nánast sjónum manna undir lok áttunda áratugarins, en David Byrne kippti honum í sviðsljósið aftur með safnplötunni „Brazil Classics, Vol. 4: The Best of Tom Zé – Massive Hits“ sem kom út 1990. Þar með var Tom Zé kominn aftur í gang og síðan hafa komið út með honum ellefu plötur, síðast „Estudando a Bossa – Nordeste Plaza“ sem kom út á síðasta ári. Lykilplata: „Fa- brication Defect: Com Defecto De Fabricacao“ frá 1998. Menningarlegt mannát Gal Costa Gilberto Gil Os MuntantesTom Zé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.