Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 2
Gestaheimilið Það er milt síðsumarkvöld. Ég heyri, að það kemur ein- hver eftir garðstígnum og í áttina 'að bekknum, þar sem ég sit. Lág þök húsanna í þorpinu og allir skorsteinamir blasa við augum, en að baki er gistihúsið, frá gluggum þess leggur daufa birtu yfir garðinn, þar falla gulnuð lauf til jarðar. Frá setustofunni heyrist orðaskvald— ur og píanóleikur frá útvarpinu. Mér leikur gmnur á, að enginn inni í setustofunni gefi píanóleiknum eyra, hann fer fyrir ofan garð og neðan hjá mönnum, sem sökkva sér niður í það að spila á spil, og prjónandi, lesandi og slúðrandi kvenfólki. En ég heyri píanóleikinn. Hann nístir hjarta mitt. Gömul kona kom og settist á bekkinn hjá mér. Hún sagði ekkert, en ég heyrði þennan blástursandardrátt, sem er tíður hjá gömlu fólki. Einhver mun hafa fiktað við útvarpið inni í stofunni, það gólaði, heyrðust sundurslitin orð, og þá lagstubbur. Lokið þið fyrir útvarpið, sagði einhver, skipandi rómi það er ekki hlustandi á þetta. — Þetta var verra, ég held svo mikið upp á píanóleik, sagði þá gamla konan, en hún sagði það þannig, að það var ekki talað til neins sérstaks, aðeins eintal, sem fékk útrás. Ég leit til hennar, hún varð þess áskynja, sneri sér að mér og brosti. í hálfdimmunni, þegar hrukkumar ekki sáust, vom augun falleg sem ung væm. Hjartadrottningin! þetta er minn slagur, heyrðist frá setustofunni. — Hljómlistin getur brætt eitthvað innra með manni, og seitt fram drauma og vonir. — Drauma og vonir! Ég horfði víst undrandi á h'ana. Gat gamalt fólk látið sér detta eitthvað í hug og vonast eftir einhverju. Mér hafði allfcaf fundizt, að það tilheyrði æskunni, þegar árin færðust yfir yrði það allt fánýtt. — Að dreyma og vona var að álíta að lífið hefði tilgang. Því nær sem færðist dauðanum, þeim mun auðveldara virtist að sjá tilgangsleysið. Ég skildi hana ekki. Hún átti ekki mörg ár eftir. Hverskonar drauma, hvaða vonir, átti hún? — Það eru dagar — eða stundir — í lífi einstaklingsins, sem gefa því gildi. Stundir, sem við freistumst til að ala með okkur eilíflega, höldum okkur í, og njótum í kyrrþey — slíkan dag lifði ég fyrir tveimur ámm. Sú gamla þagn- aði, sökkti sér niður í endurminningar. Hélt svo áfram: — Maðurinn minn var þá dáinn. Þekkið þér hvílíkt vonleysi og einstæðingskennd getur gripið þann, sem allt í einu stendur aleinn. Einu gildir umhverfið. Þegar fólk talar, skilur maður ef til vill orðin, en ekki meininguna. Það vekur undrun þegar fólkið flýtir sér önnum kafið, þangað og hingað, maður finnur tilgangsleysið eitt í ann- ríki þess — eftir að hafa lifað dauðann. Allt hefur 'aðra dýpt en áður var. Hugsunin um endalokin, sem áður var komist hjá, hefur nú hlotið einkaþýðingu, og mitt í sorg- inni er sjálfselskugrýlan. Spaðatía! gall í einhverjum frá setustofunni. Gamla konan fór hjá sér, einblíndi á hendur sínar krosslagðar í kjöltu sinni, þær sýndust hvítleitar í myrkr- inu. Ég kveikti mér í sígarettu og fékk glýju í augun af logandi eldspýtunni. Ég er farinn að reykja of mikið. — I hálft ár ól ég önn fyrir sorg minni og kvíða, fuli sjálfsmeðaumkunar,. Ég hef sjálfsagt bakað öðrum mikil vandræði. Það taldi mig á að fá pláss á Gestaheimilinu hérna í þorpinu, til hressingar, sagði það, vildi koma mér burtu. Það var auðvelt að fá mig til þess, mér stóð á sama. Hefði ég ekki verið svona upptekin af sjálfri mér, hefði ég áreiðanlega fundið hve mikill léttir bömunum mínum það var, er þau fylgdu mér á járnbrautarstöðina og veifuðu í kveðjuskyni. Það var fyrir tveimur árum, um sama leyti árs. Það bjuggu ekki margir gestir hér þá. Oftast var ég niður við höfnina. Ég gat því miður ekki dvalið á herbergi mínu á daginn, vegna starfsfólksins, það hefði ég þó helzt viljað. Bekkur var niður við höfnina, sem ég sat oftast á og horfði á ferjuna sigla fram og aftur yfir fjörðinn og sá farþegana fara í land. Líka sá ég fiskibátana og fiskimenn- ina gera við net sín og þvo bátana. En allt, sem ég sá breytti engu. Það voru aðeins svipmyndir mér óviðkom- andi. Allfcaf var hugsunin um dauðann. Hún tók sér aftur hvíld. Mig langaði til að segja eitthvað við hana, en gat ekki fundið upp á neinu, dró heldur sog úr sígarettunni. Ég fékk velgju af reyknum. Ég ætti 'að hætta að reykja svona mikið. Gamla konan hélt þá áfram, og stríðnistónn kom í röddina: — Ef til vill finnst yður allt, sem ég segi vera þvættingur ellihrumrar manneskju um 'angist og dauða, en ég nota mér þá rétt ellinnar til að rugla: — Ég borðaði í matstofu veitingahússins, og kvöld eitt eftir máltíðina ætlaði ég eins og venjulega 'að fara beina leið upp í herbergi mitt að hátta, en líklega hef ég verið eitthvað utan við mig, ég fór dyra villt, inn í innri forstofu og inn í stóran sal, ég býst við, að það sé samkomusalur- inn. Meðfram veggnum stóðu dúkuð borð, gólfplássið autt, eins og fyrir dans. I hinum enda salarins var upphækkaður pallur, á honum stóð píanó. Þar var ungt par, karl og kona. Ég ætlaði að draga mig til baka, en þá byrjaði unga kon- an að spila. Ég hef ekki mikið vit á hljómlist, en þetta kvöld hef ég líklega verið móttækileg fyrir áhrif hennar, tón- arnir voru léttir og glaðir og flæddu um mitt hrjáða hjarta. Ég settist svo hljóðlega sem ég gat. Það var aðeins rökk- urskíma, kvöldbjarminn inn um gluggana, og ljósrák frá dyragættinni, ég hafði ekki lokað á eftir mér. Unga parið sá ég mjög ógreinilega. Meðan stúlkan spilaði stóð maður- inn þétt að baki hennar, hendur hans hvíldu á herðum hennar, þau töluðu ekkert, en ég gat merkt það, að þau voru hamingjusöm, það var sem ósýnilegir þræðir lægju milli þeirra, svo hugur og tilfinning beggja samstilltust. Það á sér stað aðeins milli tveggja sem eiga saman. Þessi samstilling fór um salinn og einnig til mín, eins og hringir, sem koma á yfirborð vatnsins, og hljómlistin vakti gleði. Hjarta mitt laukst upp og tók á móti þessum guðsgeislum — enda þótt þeirra gleði væri ekki mín — enda þótt ham- Framh. á 3. kápusíðu.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.