Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 11
ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÖTTIR: FRAMHAlDSSAGAN Djúpar rætur Því að jafnvel þótt honum hefði ekki sýnzt það hættu- legt, að hún gengi þennan spöl ein, laust eftir miðnætti að sumarlagi, þá hefði hann þó getað virt óskir hennar, fyrst hún hringdi til hans og bað hann að koma til sín, svo að hún fengi samfylgd heim, „því að mér finnst svo skugga- legt í kvöld.” var ekki sjálfsagt, að hann yrði við þessum tilmælum konunnar sinnar, þó að hún rökstyddi þau ekki nánar. Sören þar það einmitt fyrir sig eftir á, að hún hefði ekki fært nein rök fyrir hræðslu sinni, ekki nefnt það einu orði, að eigandinn hefði hringt til hennar frá borginni, sagt að hann yrði óvænt að vera þar um nóttina og beðið hana að tæma kassann og varðveita allan sjóðinn til næsta dags. Það var vandi hans að koma á kvöldin og taka með sér aðalfúlguna, en biðja stúlkurnar, sem skiptu með sér vöktum, að taka skiptimyntina heim með sér. Það hafði einu sinni verið brotizt inn í söluturninn og greipar látnar sópa um alla fjúrmuni. Þó að það væri enn meira virði, sem stolið hafði verið og spillt af vörum, þá varð ekki við slíku gert, en peningar voru aldrei skildir eftir í söluturninum næturlangt eftir þetta. Eigandinn hafði sagt, að innbrotið hefði verið alveg einstakt, svo frá- leitt væri að slíkt henti á þessum fámenna og friðsæla stað með fáa og trausta íbúa, og sjaldgæft að þar væri nokkurt slangur af lausingjalýð, því að hótelið, sem var skammt frá, inn með strönd, fullnægði þörfum gesta sinna fyrir þess konar vörur, sem turninn hafði á boðstólum. En þrátt fyrir þessi ummæli sín hafði hann þó látið sér innbrotið að kenningu verða, fengið sér traustan peninga- skáp með sannkallaðri galdralæsingu, en fulltreysti þó ekki „því að þessir fjandar, (þ. e. innbrotsþjófar) eru svo slyngir.” Fátt annað var hægt til varnar að gera, glerið í hinum stóru gluggum turnsins var sterkt og læsing dyr- anna rammleg, en samt var það gert að reglu, að stúlkan, sem var á kvöldvakt og átti aftur vakt að morgni skyldi hafa skiptimyntina heim með sér. Sören sagði, er um allt þetta var rætt eftir á, að Lísa hefði ekki nefnt við sig í símtalinu ískyggilegu mennina tvo, er komið höfðu síðla dags, og svo aftur um kvöldið. í bæði skiptin hafði henni fundizt þeir hanga óratíma í söluturninum, hélt einnig að þeir hefðu verið á vakki fyrir utan, en gaf sér ekki tima til að hyggja grannt að því. Jafn nánar gætur og þeir virtust gefa öllu, hlutu þeir að taka eftir því hvað salan var mikil, peningaseðlarnir bunguðu upp í hólfum peningakassans. Hún hafði verið töluvert hreykin af því, að hún skyldi setja nýtt met í sölu þennan (Framh. frá síðu 7.) Kraginn: Fitja upp 88—94—100 1. á p. nr. 3(4 og prjóna mynzturprj. 10 cm, fellt af. Frágangur: Pressa stykkin á röngunni að undanskild- um börmunum og snúningum. Sauma jakkann saman, brjóta 3 r. 1. á börmunum inn að röngunni. Sauma krag- ann í hálsinn og rennilás að framan. dag, því að töluvert kapp var á milli hermar og konunnar, sem vann á móti henni um það, hvor þeirra seldi meira, og svo hafði komið í hennar hlut, að afgreiða laugardags síðdegi og kvöld, sem óvenjulega margt var um manninn í þorpinu, gestir í heimsókn hjá kunningjum sínum þar, sem ætluðu með þeim á lokaball sumarsins á útidansstað inn með strönd og komu í tuminn til að birgja sig upp með sælgæti og drykkjarföng, og margir keyptu sér um leið heitar pylsur, eða annað, sem þeir gátu neytt á staðn- um. Svo mikið var að gera, að hún hafði naumast við ein. Eftir á kom það fram eins og svo margt annað, að hún hefði átt að hringja til konunnar, sem tók vaktirnar á móti henni og biðja hana að koma sér til hjálpar,. Konan var ekkert sérstakt við bundin og hefði fúslega gert þetta. En þrennt kom til greina. f fyrsta lagi hafði eigandi sölu- turnsins ekki gert ráð fyrir því að hún þyrfti hjálp, í öðru lagi, að Lísu var það metnaðarmál að komast fram úr þessu til loka, svo að það kæmi glöggt fram, hversu mikið hún hefði selt fyrir á þessum óvenjulega söludegi, og í þriðja lagi hafði hún í rauninni alls engan tíma til að hringja og bíða eftir því að henni yrði svarað. Hún var orðin mjög þreytt, þegar sölutíminn var á enda, og þá gat hún ekki losnað nærri strax, því að slangur var af fólki inni, þegar hún lokaði, og þegar það hafði fengið afgreiðslu og fór út hleypti það öðrum inn. Loks varð hún þó ein og hringdi til Sörens. „... mér finnst svo skuggalegt í kvöld,“ sagði hún, en einhvern veginn komst hún aldrei svo langt, að rökstyðja það neitt nánar, hvers vegna óhugur væri í henni, venju fremur, að það gerði mennirnir tveir og þessir óvenjulega miklu peningar, sem hún þyrfti að taka með sér heim. Á kafla af leiðinni, sem hún þurfti að fara voru húsin strjál og fjarri götunni, en þétt trjáröð meðfram vegarkantinum, þar fannst henni sem margt gæti leynzt. Og nú var meira að segja komið fram á nótt. Hún lauk eiginlega ekki sím- talinu við Sören, heldur lagði símtólið á í styttingi. Harrn hafði það seinna í svari sínu, að harm hefði ekki fengið að tala út og spyrja hana, hvort nokkuð sérstakt amaði að. Lísu hafði óðara gramizt að hann skyldi ekki taka eðlilegum tilmælum hennar sem sjálfsögðum hlut, jafnvel þó að hann hefði unnið fram yfir þennan laugardag og tekið með sér verkefni heim, sem hann ætlaði að ljúka um helgina. Ætli það séu ekki nógar smugur fyrir auka- þénustu, eins og þarf að kosta upp á þetta hús, eða svo er að minnsta kosti alltaf á þér að heyra. Hann hafði ekki sagt þetta í símann, hún hélt bara að hann hefði hugsað eitthvað á þessa leið, hann hafði verið dræmur, líkt og latur og sagt: „Æ, ég veit ekki hvort ég kem, ég get varla haft mig upp í að fara út. Ég hef setið við í allt kvöld, er núna að drekka te og ætlaði svo að fara að hátta. Bíddu að minnsta kosti ekki eftir mér, ég ...“ Þá hafði hún lagt símann á. Hvað þetta var líkt Sören, drekka te einsamall og fara svo að hátta, bíða ekki eftir NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.