Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 4
ur að nokkru virðist hafa orðið hlutskipti ung- mennafélaganna — og er það skaði. En ekki yrði minni skaði, ef svo færi um kvenfélögin. Vonandi bregður ei til þessa. Mætti heldur vænta ef allt færi að sköpum, að þeirra starf gengi held- ur mót vexti og viðgangi en hnignun, og hníga að því ýms rök. Er þá fyrst aðgætandi, að hinar gerbreyttu aðstæður þjóðfélagsins ættu síður en svo að vera allar félagslífi- og starfi í óhag, jafn- vel í sveitunum. Víst er þar nú færra um mann- inn en fyrir 30 árum; fjölmargar jarðir, jafnvel heilir hreppar farið í eyði, en víða er það bezti liluti sveitanna og þéttbýlasti, sem heldur velli, og einangrunin við það sem áður var, er úr sög- unni, þar sem sími er á hverjum bæ og bíll á hverju lilaði. Og sums staðar hefur byggðin, sem eftir er, þéttst og allvíða sækir í átt til byggða- hverfamyndunar umhverfis byggðakjarna, þar sem skólar, samkomuhús, verzlun og ýmiss konar þjónusta fyrir nærliggjandi sveitir hefur verið staðsett. Gefur auga leið, að þetta ætti að gera öllu félagslífi léttara fyrir fæti. Mér er minnis- stætt að þegar fyrst var stofnaður vísir að kven- félagi í minni sveit, náði það aðeins yfir nokkurn hluta af henni, þar sem alllöng hlið skildi hann frá öðrum hluta hennar. En í þann tíð voru líka samgöngutækin bara „þarfasti þjónninn" eða postulafæturnir. Yfir vetrarmánuðina a. m. k. var því undir hælinn lagt, að konur almennt gætu átt í ferðalögum. Því ber ekki að neita, að yfirleitt var mannfleira á bæjunum en áður, þar sem nú fyrirfinnst varla vandalaust starfsfólk. Hins vegar hefur tæknin haldið innreið sína á heimilin og í kjölfar hennar aukin vinnuafköst — og vinnuléttir á mörgum sviðum, jafnvel euk- ið vinnufrelsi í sumum tilvikum. Þá hefur húsa- kostur til mannfunda einnig gjörbreytzt við til- komu félagsheimilanna. Þetta er um hin ytri skilyrði að segja í aðal- dráttum, hvað um hin eiginlegu verkefni fyrir fél. eins og kvenfélögin? Hafa þau ekki breytzt eða jafnvel horfið við breyttar og bættar aðstæð- ur fólksins? Eru þægindin ekki orðin það mikil, tæknin svo fullkomin, fræðslan og skemmtunin svo auðfengin fyrir atbeina fjölmiðlaranna og hinna auðveldu og hröðu samgangna við þétt- býlið, já, eiginlega svo auðvelt fyrir okkur að fullnægja öllum þörfum okkar og þrám á ein- faldan og fyrirhafnarlítinn hátt, að hreinasti óþarfi sé að vera með félagsleg umsvif og amstur? Hugsjónir og baráttumál gömlu félaganna hafi rætzt og náð fram að ganga, eða séu af eðlilegum ástæðum „dottin uppfyrir" sem úrelt og óþörf, og engin ástæða til að vekja upp önnur ný? Ef til vill — og þó! I sannleika sagt held ég að allt- af verði til vandamál og viðfangsefni, sem leita á til úrlausnar, hvað sem allri tækni og þekkingu líður. Við skulum þess minnugar að ný menning skapar ávallt ný vandamál og að menningin verð- um aldrei eins og fullsmíðað, fallegt húsgagn, sem hægt er að setja á sinn stað og ekki þarf síð- an að hræra þaðan, miklu fremur er hún lík viðkvæmum gróðri, sem stöðugt þarf að hlúa að og rækta, ef reiturinn á ekki að verða illgresinu og óræktinni að bráð. Þess vegna mun nútíminn ekki síður hafa þörf fyrir hugsjónir og menning- arbaráttu en liðni tíminn, þess vegna munu kvenfél. ekki síður hafa verkefni í framtíðinni en áður fyrr. Þess vegna eru fjölmörg málefni fyrir hendi, sem kalla á konuna í dag eins og í gær og sennilega líka á morgun og hinn daginn. Mér verður hugsað til heilbrigðismálanna. Á þeim vettvangi hafa konurnar — og þeirra sam- tök — ávallt reynzt liðtækar, eins og þegar er áminnzt, og unnið margt þrekvirkið á liðnum áratugum. Ekki einungis með því að eiga frum- kvæðið að byggingu sjúkrahúsa og hæla heldur og jafnframt margoft styrkt slíkar stofnanir með miljóna framlögum, sem þær hafa aflað eftir margvíslegum leiðum af ódrepandi elju og þraut- seigju og sparað þar í engu sína eigin krafta eða tíma. Enn skortir þó mikið á að þessum mál- um sé í höfn komið, enda tilheyra eðli sínu sam- kvæmt þeim málefnum sem seint eða aldrei verður viðlokið. Nú má segja, að þau séu í eins- konar deiglu — eins og svo margt annað hjá okk- ur — og verulegra breytinga að vænta á því sviði á næstu árum. Ef til vill verður úrlausnin læknamiðstöðvar á tiltölulega fáum stöðum með víðtæku heilbrigðiseftirliti og heilsugæzlu. Mál- efni öryrkja og aldraðs fólks knýr einnig á með vaxandi þunga, og enn um ófyrirsjáanlegan tíma munu slys og hverskyns fár halda áfram að hrópa á hjálp handa hrjáðum jarðarbörnum. Þarna mun því seint Jrrjóta verkefni, sem kalla á konurnar til margvíslegra liðsemdar og samstarfs. Svipað mun vera á fleiri sviðum: I skólamálum og öllu, sem viðkemur uppeldi og þroska æskunnar, getur konan ekki verið hlut- laus. Einnig þar hafa gerzt og þurfa að gerast ýmsar breytingar með nýjum kröfum og nýjum möguleikum. í dreifbýlinu þarf og getur orðið 2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.