Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 6
einstaka seinvöxnum og viðkvæmum teg. blóm- og kálplantna. Vel hirtur og ræktarlegur matjurtagarður er mikill fengur og prýði hverjum bæ, og blóm- og trjáreitur í námunda við híbýli manna er yndis- auki, sem fæstir ættu að neita sér um. Sá sem elst upp við það að fara höndum um þessi börn jarðar og vinna að því að hjálpa þeim til lífs og þroska, tengist ósjálfrátt sinni móðurmold og heimavéi vissum böndum tryggðar og hollustu, sem annars hefðu ekki til orðið. Gildi ræktun- arstarfs fram yfir nakið brauðstrit er ekki sízt fólgið í þeirri innri ánægju — lífsfyllingu — sem það veitir. Holl uppeldisáhrif þess á börn og unglinga því ómetanleg. Hversu öfugt er ekki, ef sjálf börn sveitanna fara á mis við þessa blessun — mis við gleði ræktunarinnar. En er hér ekki einmitt nokkur hætta á. Hvað virðist ykkur, sem þekkið til í sveitunum? Vantar þar ekki sitthvað á ræktunarást og ræktunarmenn- ingu? Ég hefi litla trú á, að sú kynslóð uni sér vel í sveit — elski sveitalífið, sem er snauð af þessu. Hér er því nokkuð í húfi og full þörf, að mínu áliti, að kenna börnum og unglingum frekar en gert hefur verið stafrófið, undir- stöðuna í þessum fræðum. En hvernig? Hví ekki að koma á eins konar skólagörðum í sveitunum? Er nokkuð minni þörf á slíkri undir- stöðufræðslu þar en í höfuðborginni? Og væri þá ekki nauðsyn á góðri samvinnu við konurnar og þeirra samtök? Víða hafa þau yfir að ráða sameiginlegum reitum eða görðum, sem að ein- hverju leyti gætu verið hagnýttir sem einskonar skólagarðar, jafnframt sem börnin liefðu smá- reiti heima hjá sér að annast. Og hver gæti hlut- ur skólans verið? í fyrsta lagi ætti andi ræktunarástar og virð- ingar fyrir gildi og fegurð lifandi gróðurs að svífa yfir vötnunum í hverjum skóla í sveit. Þá gætu jafnvel tímar í náttúrufræði um hávetur orðið börnunum mikils virði. Stundum ef til vill gæti skólinn sjálfur lagt til leiðbeinandann ef svo vildi til að sæmilegur kunnáttumaður í garðyrkju starfaði við hann. Annars væru það aðrir aðilar, sem legðu til leiðbeinandann, t.d. Búnaðarfélag íslands. Ferðaðist hann um milli unglinganna á vorin, skipulegði og hjálpaði, kæmi í heimsókn um miðsumartímann og liti á uppskeruna, þegar haustaði og gæfi þeim, sem ræktað liefðu sinn litla reitt af alúð og trú- mennsku verðuga viðurkenningu. Hversu margt barnið yrði ekki stolt og glatt, þegar mamma bæri fram á borðið kartöflurnar, rófurnar, græn- metið, sem það sjálft hefði ræktað. Tæplega væri líka hægt að hugsa sér betri og eðlilegri tóm- stundavinnu fyrir börnin í sveitinni á sumrin — líka dvalarbörnin úr kaupstöðunum — en að hlynna að þessum litlu reitum. Og nú orðið, á þessari vélaöld, eru tómstundir barna og ungl- inga yfir sumartímann oft ekki svo fáar. Tóm- stundir, sem þarf að fylla áhuga og heilbrigðri gleði, svo að eirðarleysi og leiði finni þar ekk- ert tómt rúm fyrir. Ég hefi trú á, að þarna væri fundin leið til að leggja grunninn að nýrri rækt- unarmenningu í sveitunum, sem engin sveita- menning má án vera, — og þó því aðeins gæti orðið að veruleika, að konurnar legðu þar ötul- lega hönd á plóginn. Á fjölmörgum öðrum sviðum bíða verkefni, sem hér skal lítið rakið: Kirkjan og hennar málefni öll hafa ávallt kallað á konuna til liðsemdar og gerir enn, og hverjum mun standa nær en konunum að berj- ast gegn áfengisbölinu, því hörmulegasta af öllu hörmulegu. Hvarvetna er þörf fyrir konurnar og þeirra félög eins og góðar liðssveitir, ávallt tilbúnar að veita iið öllu því, sem styður og eflir fagurt mannlíf. Ekki mun heldur falla úr gildi jrörfin fyrir námskeiðastarfsemi innan kvenfélaganna, þótt viðfangsefnin breytist með breyttum tímum, og leiðbeiningarnámskeið í meðferð og notkun heimilisvéla komi sums staðar í stað saumanám- skeiða. Framtíðarverkefnunum fer síður en svo fækkandi eftir |)ví sem „velferðarríkið" færist yfir. Miklu fremur virðist þeim stöðugt fjölga, eftir því sem þjóðfélagið sjálft verður fjölþætt- ara og hverfur lengra frá frumstæðum háttum. Síðastliðinn vetur barst mér í hendur bók um skipulag og starfsemi Diakonissureglunnar — í víðustu merkingu, samin af norskum presti. Sjálfsagt er höf. góður og gegn klerkur í sinni norsku kirkju. En mér virðist auk jress jrarna vera á ferðinni félagsfræðingur og sálfræðingur í betra lagi, ríkur af heilbrigðri dómgreind, mannþekkingu og mannúð. Tel ég bókina geta verið gullvæga handbók kvenfél. og öðrum sam- tökum (sem að líknar- og menningarmálum vinna) í hagnýtu, félagslegu starfi og skipulagðri samfélagshjálp. Áður en ég lýk þessu spjalli, langar mig að minnast á eina hlið joessara félagsmála, sem lítt 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.