Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 8
mínir áttu að þessu sinni heima á Upsum, skammt frá Dalvík. Fór faðir minn snemma um morguninn með „koffortið" mitt niður í Naust, sem svo var kallað. — Við vorurn tvær, sem ætl- uðum inneftir með bátnum. En þegar til átti að taka var komin svo mikil kvika, að ógerlegt var að komast fram í hann á árabát, en öðruvísi varð ekki komizt. Svo fór um sjóferð þá. Nú skall á vonzkustórhríð, sem stóð yfir í viku, og þarna tel ég að forlögin hafi verið að verki eins og stundum vill verða og þar með var allt að engu orðið, sem ég hafði hugsað mér. Það átti annað fyrir mér að liggja. Þennan vetur var ég svo hingað og þangað, lengst af í Syðra Holti í Svarfaðardal, einmitt þar sem ég var áður en ég fór suður á hælið. Átti ég þar heima til vors. — Ýmislegt bar á góma þennan vetur. Ég fór að taka þátt í kirkju- söng, hafði að vísu gert það frá því ég var 12 ára gömul, en ekki að staðaldri. Þennan vetur gekk ég í Ungmennafélag Svarfdæla, sem þá var stofnað fyrir fáum árum. Þar var oft glatt á hjalla og gaman að skemmta sér, þótt ekki væri áfengið til að örva unglingana. Ónei! Það var vel hægt að skemmta sér án þess. Farið var í leiki bæði úti og inni. Ég minnist þess, að eitt sinn vorum við á skautum í leiknum „Eitt par fram fyrir ekkjumann“. — Já og fyrst ég er að tala um gleðskap okkar, þá má ekki gleyma dansinum. Á þessum árum var mikið dansað og sjálfsagt ekki minna en nú. Stundum voru sýndir sjónleikir og langar mig til að geta hér eins atviks í því sambandi. Sýnir það ljóslega hina vitfirringslegu hræðslu í surnu fólki við þá, sem búnir voru að vera sjúklingar á Vífilsstöðum. Það var eins og ekki væri sjálf- rátt hvernig sumir höguðu sér, blátt áfram forð- uðust mann eins og um eiturnöðru væri að ræða. Ég læt þessa getið hér vegna þess, að ég átti að leika smáhlutverk móti pilti einum úr ung- mennafélaginu. En þegar móðir hans frétti þetta, ætlaði hún alveg að tapa sér og skipaði honum að hætta við að leika, en því var nú ekki sinnt, heldur fengin önnur stúlka í mitt hlutverk. Ég hafði aldrei fyrr stigið á leiksvið, en eigi að síður hafði ég mikinn áhuga á leiklist, enda lék ég í mörgum hlutverkum, meðan ég var í félaginu. — Ég skemmti mér prýðilega þennan vetur, enda sjaldan haft tækifæri til þess áður — og það var víst ekki heldur seinna vænna. Stöku sinnum fór ég til Sigurjóns læknis Jóns- sonar í Árgerði, en það var hann, sem sendi mig að Vífilsstöðum. Skoðaði hann mig og hlustaði vel og vandlega og sagði allt í bezta lagi, enda hafði þetta aldrei verið nema smávægilegt, sem að mér var, aðeins örlítill blettur í öðru lung- anu og ekkert smit, og alltaf var ég hitalaus meðan ég var á hælinu, en allur er varinn góður. 6 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.