Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÞRJÚ mál hafa komið upp í ár þar sem afli hefur verið rangt tilgreindur á hafnarvog. Í tveimur tilvikanna end- uðu málin með sviptingu veiðileyfa í tvær vikur. Þriðja málið er enn í vinnslu hjá starfsmönnum Fiskistofu. Nokkur mál af þessum toga komu upp í fyrra og nefna má dæmi frá árinu 2007 þegar 600 kíló af þorski voru skráð sem hlýri, en hann er utan kvóta. Veigamikill liður í eftirliti er að tryggja að afli sé rétt vigtaður og skráður, en Árni Múli Jónasson fiski- stofustjóri segir alltaf eitthvað um að óprúttnir aðilar reyni að fara á svig við kerfið. Hann nefnir að menn reyni hreinlega að fara framhjá hafnarvog með afla, að ísprósenta sé ranglega til- greind og „svo hafa óheiðarlegir menn nokkra tilhneigingu til að segja að þorskur sé ekki þorskur heldur ein- hver tegund sem ekki er í kvóta“. Fleiri mál með breyttu verklagi Samtals voru 107 meint brotamál til meðferðar hjá Fiskistofu árið 2008 og á þessu ári fram til 1. september höfðu 250 slík mál, smá og stór, komið til meðhöndlunar. Samkvæmt upplýs- ingum frá Fiskistofu skýrist mikill munur á fjölda mála á milli ára að hluta af breyttu verklagi við skráningar á málum hjá veiðieftirlitssviði. Þannig er farið að skrá fleiri mál sem teljast minniháttar í málaskrá veiðieftirlitssviðs. Einnig kom í ljós við sameiginlegt eftirlit Fiskistofu og Landhelgisgæslu á grunnslóð í sumar að talsverður misbrestur var á færslu afladagbóka, t.d. um borð í strand- veiðibátum. Álag samfara strandveiðum Þá bættust einnig við nýir mála- flokkar svo sem mál er varða strand- veiðar og tegundagreiningu síldar. Einnig er líklegt að munur á fjölda mála milli ára skýrist að einhverju leyti af breyttum áherslum í veiðieftirliti Fiskistofu. Árni Múli segir að í heildina litið hafi strandveiðarnar í sumar gengið vel. Talsvert álag hafi fylgt þessum veiðiskap, en 595 leyfi voru gefin út til strandveiða og um 550 stunduðu einhverjar veiðar. Hann segir að á þriðja hundrað til- vik tengd strandveiðum séu nú til skoðunar hjá Fiskistofu. Þau eru ekki flokkuð sem brotamál að svo stöddu að minnsta kosti. Skipta megi málum sem varða meint brot á reglum um strand- veiðar í tvo meginflokka; veiðar um- fram leyfilegt hámarksmagn annars vegar og lengd veiðiferðar umfram leyfilega tímalengd hins vegar. Varðandi tegundagreiningu síldar hefur talsvert verið um það að íslensk sumargotssíld veiðist sem meðafli við veiðar á norsk-íslenskri síld. Flest mál sem tengjast síldveiðunum eru til- komin vegna þess að niðurstöðum úr sýnum áhafnar veiðiskipa bar ekki saman við niðurstöður sýna eftirlits- manna Fiskistofu. Öðrum þræði lögregla Fram til 1. september í ár höfðu 48 mál verið kærð til lögreglu eða leiddu til beitingar stjórnsýsluviðurlaga af hálfu Fiskistofu. Allt síðasta ár voru mál af þessum toga 54 talsins. Þá hefur lögfræðisvið Fiskistofu vísað sjö mál- um til meðferðar hjá öðrum stjórnvöld- um. Þar má nefna Matvælastofnun, tollyfirvöld og Neytendastofu. „Öðrum þræði erum við lögregla í þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ seg- irÁrni Múli. „Við viljum forðast að litið sé á okkur sem andstæðinga þeirra sem vinna í þessu kerfi. Við viljum miklu frekar vera leiðbeinandi og þjónustuaðili. Kerfið krefst nákvæmni þar sem miklir hagsmunir eru í húfi og það er mikill þrýstingur í þessu kerfi. Því er það alveg ljóst að við grípum til harðari aðgerða ef önnur úrræði þrýt- ur. Þeir sem gera hlutina rangt þurfa að vita að þeir komast ekki upp með það,“ segir Árni Múli Jónasson. 250 meint brotamál til meðferðar á Fiskistofu Nokkur tilhneiging til að segja að þorskur sé ekki þorskur við vigtun Eftirlit Möskvastærðin mæld eftir kúnstarinnar reglum. Auk um 250 meintra brotamála sem hafa komið til meðferðar Fiskistofu í ár, eru á þriðja hundr- að mál tengd strandveiðum til skoðunar hjá stofnuninni. Afli virðist hafa verið rangt til- greindur í þremur tilvikum.                             !" #" #    !  # $  "%& %! '" " #   $  $  & "  (! #   " #)*                  + ##,"  ! # "  $    + #     ""   #    " # )      HÓGVÆRT nafn Fiskistofu segir lítið um verkefni stofnunarinnar, sem samkvæmt lögum eru fram- kvæmd laga um stjórn fiskveiða. Eftirlit og þjónusta spinnast saman í störfum stofnunarinnar, sem hef- ur útibú víða um land, og eðli starfsins samkvæmt eru verkefni starfsmanna ólík. „Ég hef tilhneigingu til að ætla að starfsemin sé til helminga þjón- usta og til helminga eftirlit,“ segir Árni Múli Jónasson, sem fyrir skömmu var skipaður fiskistofu- stjóri. Árni Múli er fimmtugur lög- fræðingur, sem einnig hefur hér- aðsdómslögmannsréttindi og meistarapróf í alþjóðlegum mann- réttindalögum. Hann er öllum hnút- um kunnugur hjá stofnuninni því hann hefur starfað þar meira og minna frá árinu 1992. Þessa dagana vinnur starfsfólk Fiskistofu meðal annars að því að svara spurningum Evrópusam- bandsins, en sjávarútvegsráðu- neytið beindi mörgum spurningum til Fiskistofu. Þá er framundan vinna við endurskoðun á fisk- veiðistjórnunarkerfinu í framhaldi af nefndarskipan ráðherra. Hjá Fiskistofu er unnið að því að hanna og innleiða kerfi um rafræn- an rekjanleika á fiskafurðum í kjöl- far tilskipunar ESB þess efnis. Með þessu kerfi eykst öryggi í matvæla- framleiðslu, en sá þáttur sem snýr að Fiskistofu á að sporna gegn ólöglegum fiskveiðum. Rafræn stjórnsýsla er ofarlega á baugi í starfi Fiskistofu og nú er verið að endur- skoða vefsíður stofnunarinnar. Hluti flotans skilar nú þegar afla- dagbókum með rafrænum hætti og er markvisst unnið að því að þessi aðferð verði tekin upp í sem allra flestum skipum. Þar til nýlega voru þessar bækur all- ar handfærðar og svo hefur þurft að slá þær inn í tölvukerfi með fyr- irhöfn og villuhættu. Einstakt upplýsingakerfi „Upplýsingagjöf til hagsmunaaðila er stór þáttur í starfsemi Fiskistofu, en allar löndunarhafnir eru tengdar henni,“ segir Árni Múli. „Þetta er í raun einstakt upplýsingakerfi, gríð- arlegt magn upplýsinga er birt á vefnum og kerfið er gagnsætt og öll- um opið. Við önnumst allar kvóta- millifærslur og tryggjum að þær séu í samræmi við reglur. Þarna eru möguleikar á að setja inn dæmi um kvótanotkun og afla og hvaða áhrif það hefur á aflaheimildastöðu.“ Auk hagsmunaaðila svarar Fiski- stofa margvíslegum fyrirspurnum frá stjórnmálamönnum, fjölmiðlum og almenningi. „Áhugi á auðlindinni speglast í störfum okkar og fé- lagslegt aðhald sem felst í þessum áhuga er af hinu góða fyrir stofnun eins og Fiskistofu.“ Fiskistofa var sett á stofn árið 1992. Þá færðust á eina hönd ýmis verkefni sem sjávarútvegsráðu- neytið og nokkrar aðrar stofnanir höfðu áður annast. Stofnunin ann- ast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða, hefur eftirlit með fisk- veiðum og sér um söfnun, úr- vinnslu og dreifingu upplýsinga varðandi fiskveiðar og ráðstöfun afla. Fiskistofa sér um útgáfu veiðileyfa og úthlutun aflaheim- ilda, einnig um millifærslu heim- ilda. Fiskistofa annast eftirlit með veiðum, vigtun og skráningu afla. Söfnun og miðlun upplýsinga um veiðar og vinnslu sjávarafla er á hendi Fiskistofu. Loks má nefna álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla. Aukið álag vegna makrílveiða Hjá Fiskistofu starfa 78 starfs- menn í 75,89 stöðugildum. 30 starfsmenn starfa við eftirlitsstörf á vettvangi. Þegar sérstakar að- stæður skapast hefur Fiskistofa ráðið starfsmenn til tímabundinna starfa við eftirlit. Það hefur til að mynda verið gert að undanförnu vegna sérstakra verkefna sem tengjast auknum makrílveiðum. Vegna samdráttar og sparnaðar hefur starfsfólki fækkað á Fiski- stofu á þessu ári. Höfuðstöðvar Fiskistofu eru í Hafnarfirði en útibú eru á Akureyri, Grindavík, Hornafirði, Ísafirði, Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum  Fiskistofa innleiðir kerfi rafræns rekjanleika á fiskafurðum  Áhugi á auðlindinni speglast í störfum Fiskistofu Þjónusta og eftirlit til jafns Árni Múli Jónasson Á síðasta ári lengdarmældu eftir- litsmenn Fiskistofu 618.800 fiska og kvörnuðu 13.300. Á þessu ári til 1. september hafa eftirlitsmenn lengdarmælt 367.000 fiska og kvarnað 7.800. Fjöldi mælinga get- ur verið breytilegur eftir mánuðum eftir þunga veiðanna á hverjum tíma, t.d. eru sumarmánuðirnir al- mennt rólegir að þessu leyti. Þessi gagnasöfnun nýtist meðal annars Hafrannsóknastofnun í vís- indaskyni. Eftirlitsmennirnir safna þessum upplýsingum meðfram sín- um eftirlitsstörfum og á þennan hátt sparast verulegir fjármunir. Færri skip og færri í eftirliti Á árinu 2008 voru eftirlitsmenn í alls 859 daga um borð í vinnslu- skipum. Eftirlitsmenn með vinnslu- skipum urðu flestir átta, en með fækkun vinnsluskipa hefur eftirlits- mönnum fækkað og eru þeir nú fimm, skv. upplýsingum Fiskistofu. Eftirlitsmenn fylgjast með fleiri atriðum en þeim sem tengjast veiði- eftirliti s.s. ástandi vinnsludekks, aflameðferð, þrifum og heilnæmi. Þau verkefni fluttust yfir á Mat- vælastofnun um sl. áramót, en þeim er enn að hluta til sinnt af eftirlits- mönnum Fiskistofu. Eftirlit með vinnsluskipum fer einnig fram við löndun. Þar er athugað hvort vigt- un og skráning afurða skipa sem vinna afla um borð sé í samræmi við reglur.        )  )         !            " #   " # Kvarnað og lengdar- mælt fyrir Hafró Auður fyrir þig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.