Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 1

Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 1
M Á N U D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 256. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «SONJA SCHMIDT VAR SEND Í KLAUSTUR TIL AÐ LÆRA «TÍSKUVIKAN Í NEW YORK Kreppan setti svip sinn á flíkurnar DAVÍÐ Þór Viðarsson, fyrirliði FH, hefur bikarinn á loft eftir að FH-ingar höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla annað árið í röð og í fimmta sinn á síðustu sex árum. FH-ingar unnu Val, 2:0, í Pepsi- deildinni í gærkvöldi og tryggðu þar með sigurinn. Tryggvi Guðmundsson er ekki síður kátur eins og sjá má. | Íþróttir TITILLINN Í HÖFN Morgunblaðið/hag Á ÞRIÐJA hundrað tilvik tengd strandveið- unum í sumar eru nú til skoðunar hjá Fiskistofu. Árni Múli Jónasson fiskistofustjóri segir að þessi tilvik séu ekki flokkuð sem brotamál, að svo stöddu að minnsta kosti. Hann segir að skipta megi málum sem varða meint brot á reglum um strandveiðar í tvo meginflokka. Veiðar umfram leyfilegt hámarksmagn annars vegar og lengd veiðiferða umfram tímalengd hins vegar. Árni Múli segir að á heildina litið hafi strandveiðarnar gengið vel. Hins vegar hafi þær valdið miklu álagi á stofnunina enda tóku um 550 bátar þátt í þessum veiðum. | 6 Mörg mál vegna strandveiða Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is HELMINGUR landsmanna notar einkabílinn minna nú en fyrir efna- hagskreppuna. Hafa um 40% breytt ferðavenjum sínum, fara frekar gangandi eða hjólandi og sjaldnar í bílferð út fyrir bæjarmörkin. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri könnun ráðgafarfyrirtækisins Land- ráða á ferðavenjum landans. Tilgang- urinn var að meta áhrif kreppunnar á ferðamenningu landans, borið saman við fyrri kannanir sem Land-ráð hafa gert. Ferðum út fyrir sveitarfélag eða búsetusvæði fækkaði um 27% í des- ember 2008 til loka febrúar sl., borið saman við árið á undan. Er fækkunin að meðaltali fimmtán ferðir í ellefu á þessu tímabili. Mest hefur dregið úr ferðafjölda frá jaðarbyggðum höfuð- borgarsvæðisins, en þaðan voru farn- ar átján ferðir á nefndu tímabili og fækkaði úr 22. Fjöldi ferða frá lands- byggðarkjörnum stendur í stað. Mikið hefur dregið úr umferð úti á þjóðvegum samkvæmt talningu Vegagerðarinnar sem vitnað er til í könnun Land-ráða. Fyrstu þrjá mán- uði líðandi árs minnkaði umferð á þjóðvegum úti um 3,3%. Á höfuð- borgarsvæðinu dróst umferð saman um 10% en um 19% á Norður- og Austurlandi frá sama tíma árið á und- an. „Upphaf kreppunnar hafði áhrif á ferðavenjur,“ segir Bjarni Reynars- son hjá Land-ráðum. Áhrifin segir hann hafa verið mest fyrst eftir hrun- ið en í fyllingu tímans hafi hlutirnir leitað jafnvægis enda hafi margir ferðast innanlands í sumar og erlend- um ferðamönnum fjölgað Kreppan dregur mikið úr umferð Helmingur landsmanna notar einka- bílinn minna en fyrir efnahagshrunið Í HNOTSKURN » Um 40% hafa breytt ferða-venjum sínum, fara gang- andi eða hjólandi og sjaldnar út fyrir bæjarmörkin. »Á höfuðborgarsvæðinudróst umferð saman um 10% en 19% á Norður- og Austurlandi. »Ferðum út fyrir búsetu-svæði fækkaði um 27% frá desember til loka febrúar sl.  Helmingur notar | 8  Sveitarstjórn- armenn sjá ýmsa ókosti við per- sónukjör og telja mikilvægt að skoða hvort aðr- ar leiðir séu jafn vel eða betur til þess fallnar að auka áhrif kjós- enda í kosningum. Frumvarp um persónukjör er til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir m.a. að sú hugmynd njóti tölu- verðs stuðnings að kveða á þessu stigi aðeins á um heimild sveitar- stjórna til þess að ákveða að við- hafa persónukjör fremur en skylda öll sveitarfélög til þess að taka upp þá kosningaaðferð. Binda mætti slíka ákvörðun því skilyrði að auk- inn meirihluti í sveitarstjórn sam- þykkti slíka tillögu. »14 Sveitarstjórnarmenn sjá ýmsa ókosti við persónukjör  ÞRÁTT fyrir að fátt bendi til að niðurstaða loftslagsráð- stefnu 192 aðild- arríkja Samein- uðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember muni marka þau tíma- mót sem vonast var eftir gæti af- rakstur hennar haft áhrif í fram- haldi viðræðna á næsta ári, að mati Rajendra K. Pachauri, formanns milliríkjanefndar Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar. Hann segir þrýsting á Banda- ríkjastjórn um aðgerðir. »8 Ekki heimsendir þótt útkoman verði heldur rýr Rajendra K. Pachauri  GENGI íslensku krónunnar er meira en 30% of lágt miðað við langtímajafnvægisraungengi. Þetta segir Baldur Pétursson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu. Baldur segir að af þessum sökum séu er- lendar skuldir Íslendinga 30% of háar, sem nemur þúsund millj- örðum, eða um 14 milljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Eðlileg leiðrétting á gengi krón- unnar sé því forsenda endurreisnar íslensks efnahagslífs og skulda- stöðu allra Íslendinga. »11 Gengi krónunnar er meira en 30% of lágt skráð INGIBJÖRG Þórðardóttir, formað- ur Félags fasteignasala, telur að um- talsverð fjölgun þinglýstra kaup- samninga um fasteignir í liðinni viku miðað við það sem af er ári sé merki um að fasteignamarkaðurinn sé að hefja sig upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í undanfarið ár. Segist hún vona að ládeyðunni sem legið hefur yfir markaðnum sé nú að ljúka og jafnvægi komist á fast- eignaviðskipti í landinu. 57 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu dagana 11.-17. september en að meðaltali hafa að- eins 34 kaupsamningar borist til þinglýsingar í viku hverri á þessu ári. Nam velta samninganna 1.485 milljónum króna og var meðalupp- hæð samninga því 26 milljónir króna. Á sama tíma árið 2008 var að með- altali þinglýst 66 kaupsamningum í viku hverri, rétt tæplega tvöfalt fleiri en að jafnaði í ár. Segist Ingi- björg telja að markaðurinn eigi enn nokkuð í land með að komast í eðli- legt horf en vonast til að fasteigna- viðskiptin nái sér enn frekar á strik á næstunni. | 4 Fasteignamarkaðurinn loksins að taka við sér ÍÞRÓTTIR Byggt á mönnum með félagshjarta Stjarnan mætir til leiks á Íslands- móti karla í handbolta í vetur með ungt og reynslulítið lið. Þar verður byggt til framtíðar á mönnum með félagshjartað á sínum stað. Ryan Giggs lætur engan bilbug á sér finna og í gær lagði hann upp þrjú mörk í mögnuðum nágranna- slag í Manchester þegar United vann City, 4:3. Eldist eins vel og úrvals rauðvín KR-ingar gerðu það sem þeir gátu til að veita FH keppni um Íslands- meistaratitilinn og unnu Stjörnuna, 7:3, í ótrúlegum leik á heimavelli sínum í Vesturbænum í gær. KR-ingarnir gerðu sitt besta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.