Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 17
Sáttmáli um yfirfæranlegt tap almennings ÞAÐ er ljóst að æ fleiri almennir borg- arar eiga í greiðsluerf- iðleikum, hvort sem um ræðir íbúðalán eða lán til neyslu. Vandinn er stór og enn hefur engin fær leið fundist sem leysir vandann sárs- aukalaust. Við, skatt- borgararnir, munum í öllum tilvikum borga þennan bannsetta brúsa, hvort sem það er í gegnum eiginfjármögnun bankakerfisins eða með beinni skatt- heimtu gegnum velferðarkerfið. Það er engin ókeypis töfralausn til. Við verðum að borga skuldir þjóð- arinnar. Vandinn minnkar ekki við að flýja land. Eini kosturinn er að taka á þessu eins og fullorðið fólk sem samhent þjóð í sjálfstæðu ríki. Eftir raunverulegar nátt- úruhamfarir er hjálp veitt úr sameig- inlegum viðlagasjóði þjóðarinnar. Þessi sjóður er fjármagnaður af skattfé okkar til að bæta þann skaða sem einstaklingar urðu fyrir, skaða sem ekki með nokkru móti getur tal- ist sjálfskapaður. Rétt eins og við, í sameiningu, greiðum kostnað þeirra sem lenda í alvarlegum slysum eða fá illvíga sjúkdóma án þess að spyrja um lífs- stíl eða ábyrgð viðkomandi, þá verð- um við nú, í sameiningu, að bæta öll- um sinn skaða án þess að spyrja hvort lánin voru nauðsynleg eða ekki. Það er til leið sem spyr ekki um ástæður vandans en gengur langt til að leysa hann og tryggir jafnframt ákveðið réttlæti. Stór og smá fyrirtæki hafa notað sér þessa leið með löglegum hætti og í fullkominni sátt við skattyfirvöld og samfélagið. Á skattamáli heitir þetta „ónotað og yfirfæranlegt tap“ sem fyrirtækjum er leyfilegt að nýta sér í allt að 10 ár til frádráttar frá hagnaði af rekstri. Nú er kominn tími til að almenningur njóti reynslu viðskipta- lífsins. Framkvæmdin yrði þessi: Alþingi setur sérstök „ Lög um samhjálp vegna efnahagserfiðleika“ þess efnis að sérstakur skattur er lagður á þá sem a) þá sem eru aflögu- færir og b) þurfa ekki sértæka aðstoð vegna greiðsluvanda. Þessi skattur yrði lagð- ur á í 10 ár og sérmerkt- ur í skattframtali ekki ósvipað og framlagið í framkvæmdasjóð aldr- aðra sem allir þurfa að greiða óháð aldri. Þeir sem þurfa að- stoð, niðurfellingu skulda eða greiðsluhjálp munu fá raunverulega hjálp sem kemur í veg fyrir að þeir missi hús- næði sitt. Þeir sem borga skattinn, munu í staðinn fá sitt réttlæti, nefnilega að færa t.d. 80% af upphæðinni sem „ónotað yfirfæranlegt tap“ í skatt- framtali sínu, tap sem þeir geta svo nýtt til skattafrádráttar á móti skatt- stofni sínum eftir 10 ár, árlega í alls 10 ár þar á eftir. Upphæðin yrði tengd launavísitölu en vaxtalaus að öðru leyti. Kosturinn við þessa lausn er að hún þarfnast ekki gjaldeyris, hún tekur á vandanum strax (hægt að innheimta þetta nú þegar við stað- greiðslu launa) og þegar 10 ár eru liðin mun þetta „ónotaða og yfirfær- anlega tap“ virka sem innspýting í hagkerfið, í formi aukinnar neyslu. Þetta er ekki frestun á vandanum og þetta er ekki töfralausn því hún kost- ar peninga, mikla peninga. Þetta er hinsvegar sáttmáli um samhjálp, nokkuð sem við Íslendingar þekkjum vel af óblíðum kynnum okkar við náttúruöfl landsins gegnum tíðina. Greinarhöfundur er, eins og fjöl- margir samborgarar hans, enn af- lögufær, þarf ekki (enn sem komið er) aðstoð þrátt fyrir íbúðalán og naut að takmörkuðu leyti marg- nefnds „góðæris“. Hann er tilbúinn að borga slíkan sértækan skatt til að léttar byrðarnar, líka byrðar þeirra sem hægt er sýna fram á að fóru of- fari í lántökum og neyslu og með enn glaðara geði mun hann borga svona skatt ef hann fær að njóta þess rétt- lætis sem felst í framangreindri lausn. Eftir Lárus Jón Guðmundsson Lárus Jón Guðmundsson » Þetta er sáttmáli um samhjálp, nokkuð sem við Íslendingar þekkjum vel... Höfundur er verkefnisstjóri. Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 ✝ Birna Björns-dóttir fæddist á Búðum á Fáskrúðs- firði þann 17. nóv- ember 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni þann 8. sept- ember sl. Foreldrar: Sigríð- ur Ögmundsdóttir, húsmóðir og veit- ingakona, f. 1.7. 1886 að Svínahólum í Lóni, d. 1.1. 1969. Björn Benediktsson sjómaður, f. 22.3.1884, á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 5.4. 1918. Börn þeirra og systkini Birnu: Sigrún Björnsdóttir, f. 26.11. 1908, d. 7.11. 1994. Jóhanna, f. 12.9. 1912, d. 28.2. 2003. Benedikt, f. 31.7. 1916, d. 23.9. 1994. Birna var einhleyp og barnlaus. Birna ólst upp á Búðum í Fáskrúðsfirði. Ár- ið 1936, þá 18 ára fór hún til Reykjavíkur í vist til frænku sinnar Þóru Sigurðardóttur og Péturs Sigurðssonar háskólarit- ara. Birna tengdist heimili þeirra mjög nánum böndum næsta áratuginn. Veturinn 1947-48 fór hún til London og dvaldist þar í eitt ár. Birna bjó í Reykja- vík eftir það. Birna og Jóhanna systir hennar festu kaup á íbúð 1969 á Laug- arnesvegi 40 þar sem þær bjuggu síð- an meðan heilsan leyfði. Birna vann við þjónustu og verslunarstörf alla starfsævina, m.a. á Hótel Borg, Hótel Valhöll og Hótel Loftleið- um, í verslunum Ingibjargar Johnson, Jóhannesar Norðfjörð og ýmissa fleiri. Síðustu 15 starfsárin eða svo sinnti hún símavörslu á Landspítala. Birna dvaldist á Landakoti frá því um vorið 2008 og fluttist á hjúkr- unarheimilið Sóltún í apríl síðast- liðnum. Útför Birnu fer fram frá Ás- kirkju í dag, 21. september, kl. 15. Við minnumst elskulegrar frænku okkar og vinkonu, Birnu Björnsdótt- ur, sem nú hefur kvatt eftir langa og farsæla ævi. Við systur munum varla eftir okk- ur öðruvísi en að Birna hafi verið stór þáttur í lífi okkar. Birna hleypti heimdraganum 18 ára gömul og vist- aðist hjá foreldrum okkar, Þóru Sig- urðardóttur, frænku sinni, og Pétri Sigurðssyni í Kirkjustræti 12. Hún tengdist heimilinu og allri fjölskyld- unni mjög náið næstu tíu árin. Hún var einstaklega elskuleg, hvers manns hugljúfi og alls staðar aufúsu- gestur. Tryggð hennar við okkur var slík að einu sinni sagði hún upp eftirsóttu starfi sínu á Hótel Borg til að annast heimilið í veikindum móður okkar. Slíkt gleymist okkur aldrei. Birna vann margvísleg störf um ævina, við þjónustu á hótelum, versl- unarstörf, símavörslu á Landspítal- anum og ýmislegt fleira. Birna var mjög félagslynd og vin- sæl. Hún þekkti fjölda fólks og hélt sambandi við stóran hóp mestan hluta ævi sinnar. Þær systur Birna og Jóhanna hjúkrunarkona bjuggu saman á Laugarnesvegi 40 í áratugi og þar var alltaf mjög gestkvæmt og skemmtilegt að koma. Þar hittum við og kynntumst ættingjum okkar að austan sem var okkur ómetanlegt. Fram til síðasta dags kunni hún skil á allri fjölskyldu sinni og vinum. Við minnumst Birnu með virðingu og þökk fyrir allt sem hún var okkur. Blessuð sé minning hennar. Stefanía, Guðríður, Sigríður og Sigrún Pétursdætur. Nú ertu búin að fá langþráða hvíld, elsku ömmusystir. Minningar tengdar þér ná yfir rúma hálfa öld. Ég minnist þess að 7 ára fékk ég gul baby doll-náttföt sem voru saumuð af þér. Framan af varst þú yngismær í mínum augum. Ég minnist þess að hafa spurt þig um aldur ca. 5 ára gömul og þú svaraðir 19. Næst man ég eftir 45 ára afmæl- inu þínu en þetta olli mér miklum heilabrotum á þeim tíma. Jólum og áramótum í hartnær 50 ár hef ég eytt saman með þér og Jó- hönnu. Ég minnist þín í vinnufötum að pússa og mála veggi á Laugarnes- veginum eftir að þið systur keyptuð nýja íbúð saman. Þú naust þess að koma fyrir stólum, klukkustrengjum og öðru handverki þínu. Þið systur fóruð nær árlega í sumarleyfisferðir utanlands enda naustu þess að vera í sólinni. Ég sé þig fyrir mér sitja við eldhúsborðið fyrir framan græna Elna-saumavél. Þú varst lagin og dugleg að sauma á þig og Jóhönnu. Þú hafðir gaman af því að punta þig og vera í fallegum skóm en hafðir orð á því að fæturnir hefðu gjarnan mátt vera minni. Þú lést það samt ekki aftra þér og keyptir jafnvel minni skó því þeir litu betur út. Á Laugarnesveginum var oft gest- kvæmt. Kaffi og meðlæti á borðum, bakki með sherry-glösum og mynda- taka af fólkinu tilheyrði. Þig langaði mikið í borðstofuborð og sagðir að fyrst það kæmist ekki fyrir myndir þú hafa það þegar þú kæmir hinum megin. Þér fannst óréttlátt að syst- kini þín væru farin á undan þér. Þú saknaðir þess að hafa ekki kynnst föður þínum þar sem hann féll frá áð- ur en þú fæddist. Þér fannst líf þitt breytast mikið eftir að amma Sigrún og Antoníus stofnuðu heimili og eignuðust börn sem þú hefur um- gengist mikið. Milli ykkar pabba var líka gott samband sem ég hef fengið að njóta í gegnum tíðina. Þú lést ekki bílleysi aftra þér för, gekkst til og frá vinnu hvernig sem vindar blésu. Þú varst með höfuðið í lagi en í mörg ár ertu búin að liggja í rúminu og hlusta mikið á útvarp. Eitt árið sagðir þú: „Ég var að hlusta á viðtal við Bessa í útvarpinu.“ Ég hélt að þetta væri nú bara rugl en þetta reyndist vera al- veg rétt. Þú varst aldrei í vandræð- um með að spjalla við fólk. Ég minn- ist þess að í eitt af síðustu skiptunum sem þú komst í heimsókn til okkar og við keyrðum í gegnum miðbæinn, þá rifjaðir þú upp gamla tíma, meðal annars tímann á Hótel Borg. Við ákváðum þá að fá okkur kaffi á Kaffi París. Þú fórst að sjálfsögðu að tala við þjónustustúlkuna og kom í ljós að hún var barnabarn einnar starfs- systur þinnar frá Landspítalanum. Þú varst heldur ekki mikið að stressa þig á tímanum, heldur tókst þér þann tíma sem þú þurftir eða vildir. Eftir að þú hættir að vinna gastu látið daginn líða í sundlaugun- um ef sá gállinn var á þér. Þú fylgd- ist vel með stelpunum mínum og barnabörnum. Allt gott áttu þær skilið. Þú varst búin að bíða lengi eftir að fá að kveðja þennan heim. Þessi tími er kominn og ég er ánægð að þú varst á góðum stað þessa síðustu mánuði lífs þíns. Ég veit að nú færð þú allar þínar óskir uppfylltar. Kom- in með borðstofuborð, sófa og bíl og búin að finna systkini þín. Anna Sigrún Björnsdóttir. Elsku Birna frænka, nú ertu farin. Þú hafðir óskað þess lengi og talaðir alltaf um að hlutverki þínu væri lok- ið. Ég er því ósköp þakklát fyrir að þú hafir fengið að fara yfir móðuna miklu. Ég hafði nú ekkert farið niður á Laugarnesveg síðan þú fórst á Landakot og því hefur mér fundist skrítið þessa síðustu daga að vera að fara þar inn án þess að sjá þig þar. Þú vildir nú alltaf vera að stjana við mann, hita te, ná í köku eða eitthvað annað þegar maður kom. Það að biðja „bara“ um vatn var óásættan- legt og þú gafst ekki upp fyrr en maður var búinn að fá sér kökusneið, helst fleiri en eina, eða konfektmola. Bergdís mín átti nú svolítið bágt þegar ég sagði henni að þú værir far- in til guðs, svaraði strax tilbaka: „Er amma Birna dáin?“ og svo brast litla skinnið í grát. Hana hafði langað að fara til þín þessa síðustu daga en það var bara ekki hægt. Þegar ég kom í heimsókn sem barn togaðir þú mann inn í herbergi til að sprauta ilm- vatnsprufu á úlnliðinn minn eða bauðst mér föt til að prófa. Svo átt- um við nú alveg eins útvarp, rautt kassettutæki keypt í London á sín- um tíma. Margar stundirnar höfum við átt við eldhúsborðið þar sem við sátum og spiluðum kasínu eða manna með Jóhönnu. Fjölmarga göngutúra áttum við líka út í fiskbúð eða bakarí með viðkomu í sjoppunni á Sundlaugarveginum þar sem við keyptum laugardagslottó eða í Blómaval þar sem eitthvert nammi var keypt. Þá komstu nú oft við á Kirkjuteignum á leið í eða úr sundi. Síðasta göngutúrinn áttum við sam- an sumarið 2006 þegar ég kíkti í heimsókn með Birki. Það voru mikil tíðindi í ljósi þess að þú hafðir ekkert farið út í marga mánuði. Þá gengum við út Laugarnesveginn og alla leið niður á Laugalæk þar sem við fórum í 10-11 og bakaríið svona rétt eins og í gamla daga. Þeir urðu nú ekki fleiri útigöngutúrarnir eftir þetta, en við tókum þá nokkra saman á spítala- göngunum. Ég naut svo þess heiðurs að fá að keyra þig frá Landakoti yfir á Sóltún. Við keyrðum þá í gegnum miðbæinn og þú þekktir þar öll húsin eins og þú hefðir verið þar síðast í gær. Þú baðst mig um að keyra svo inn á Laugarnesveg svo þú gætir fengið að sjá húsið einu sinni enn. Þegar ég kom til þín 27. júlí síðast- liðinn vissir þú alveg hvaða dagur var enda hafðir þú alltaf sagt mér að þennan dag árið 1975 hefði verið sól- skin og bjart úti og þú hefðir hugsað hvað þetta væri fallegur dagur. Ég er glöð yfir að hafa náð að koma með allt stóðið mitt til þín í vikunni áður en þú ákvaðst að yf- irgefa okkur. Það gladdi þig mikið, þú sast uppi og reyndir að ná tali af þeim á milli þess að þau hlupu fram að kíkja á fiskana. Mér er það ljúf minning að vita að það var friður yfir þér og sálarró síðasta sólarhring ævi þinnar. Birna mín, ég kveð þig með sökn- uði en veit að þú og Jóhanna og amma Sigrún vakið yfir okkur öllum og þið eruð komin þarna saman hin- um megin ásamt öllum hinum. Þín frænka, Guðrún. Birna Björnsdóttir Ég sendi öllum aðstand- endum Birnu Björnsdóttur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning þín. Hvíl þú í friði. Þín vinkona og jafnaldra Bergþóra Jónsdóttir frá Fáskrúðsfirði. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minn- ingargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Minningargreinar stjórnvöld ábyrgðust innstæður um- fram lögboðið lágmark hvort sem er. En í útibúum Landsbankans er- lendis hefði tillagan skipt miklu máli. Engin von er til þess að stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi, hvað þá inn- stæðueigendur þar, hefðu fallist á að Íslendingar ábyrgðust ekki inn- stæður einstaklinga að fullu eins og lög hefðu kveðið á um, ef tillaga ráð- herranna þriggja hefði verið sam- þykkt í desembermánuði 1999 og að- eins lágmarksfjárhæðin látin duga. Icesave-skuldin er um 705 millj- arðar króna. Ekki er alveg ljóst af greinargerð frumvarpsins um rík- isábyrgðina hvað hún hefði orðið há ef tillaga Jóhönnu og fleiri hefði verið samþykkt en ráða má að skuldin hefði hækkað um liðlega 400 millj- arða króna og þá ríkisábyrgðin að sama skapi.“ Í öðru lagi er rétt að geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn fór ekki með viðskiptaráðuneytið, sem ber ábyrgð á málefnum bankanna, í eina mínútu af þessum átján árum sem svo oft er vitnað til. Reyndar var það í tíð Samfylking- arinnar sem Icesave-reikningar Landsbankans urðu að þeim myllu- steini sem nú er að sliga þjóðina. Ráðherra bankamála bar ábyrgð á þeim eftirlitsstofnunum sem höfðu eftirlit með bönkunum og starfsemi þeirra. Trúnaðarmenn samfylking- arráðherrans sátu í stjórn FME. Við sjálfstæðismenn höfum aldrei haldið því fram að við berum enga ábyrgð. Þvert á móti hefur flokk- urinn einn flokka farið í sérstaka vinnu til að skoða með mjög gagn- rýnum hætti hvað fór miður á síðustu áratugum. Allir sjálfstæðismenn gátu tekið þátt í vinnunni og nið- urstöðurnar voru gerðar opinberar síðastliðinn vetur. Þeir sem báru ábyrgð á bankamál- unum þegar Icesave-reikningarnir blésu út og þeir sem báru ábyrgð á hinum hrikalegu samningum við Breta og Hollendinga ættu að sjá sóma sinn í því að kannast við króg- ann. » Þeir sem báru ábyrgð á bankamál- unum þegar Icesave- reikningarnir blésu út og þeir sem báru ábyrgð á hinum hrikalegu samningum við Breta og Hollendinga ættu að sjá sóma sinn í því að kann- ast við krógann. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.