Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 ✝ Hjördís KristínHjörleifsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1929 en lést á líknardeild Landakotsspítala 9. sept. sl. Foreldrar hennar voru Hjörleifur Krist- mannsson skósmiður, f. á Akranesi 21.9. 1896 og kona hans Kristín Ingveldur Þorleifsdóttir, f. 31.10. 1895 og uppal- in á Þverlæk í Holt- um. Systkini Hjördísar eru: Krist- mann, f. 6.9. 1920, d. 3.5. 1977, maki Bergþóra Hulda Einarsdóttir, f. 25.1. 1919, d. 2.3. 2002. Helgi, f. 22.8. 1922, d. 3.6. 1994, maki Sigrún Gísladóttir, f. 29.12. 1924, d. 2.10. 1998. Gerður Helga, f. 29.3. 1927. Ásgeir, f. 25.4. 1930, d. 27.11. 1933 og Ásgeir Hörður, f. 13.1. 1937, maki Hjör- dís Sigurðardóttir, f. 21.9. 1937. Hinn 18.6. 1949 giftist Hjördís Guðjóni Einarssyni fulltrúa, f. 18.6. 1904 en hann lést 20.3. 1984. Þau voru barn- laus. Hjördís og Guð- jón störfuðu saman í áratugi á skrifstofu Eimskips, en einnig starfaði hún með syst- ur sinni, Gerði, hjá Ísl. heimilisiðnaði, seinni hluta starfsaldurs síns. Þau hjónin stunduðu íþróttir alla ævi, útivist og hreyfingu alveg fram undir það síðasta. Útför Hjördísar Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni mánudag- inn 21. sept. nk. kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Elskuleg föðursystir okkar, Hjördís Kristín Hjörleifsdóttir eða Hjödda eins og fjölskyldan kallaði hana, lést að morgni dags þann 9. september eftir hetjulega og æðrulausa baráttu við krabba- mein. Hjördís var ekkja Guðjóns Ein- arssonar, fulltrúa hjá Eimskipum. Guðjón var formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur á árun- um 1945-1956. Einnig var hann fyrsti alþjóðadómari Íslendinga í knattspyrnu, formaður Víkings og varaforseti ÍSÍ til margra ára. Fyrir okkur bræður skipti þó mestu að hann hafði alltaf tíma fyrir okkur. Hjödda hreyfði sig alla tíð mik- ið. Strax á unglingsárum stundaði hún íþróttir af miklu kappi. Frá því við munum eftir þá fór hún í Vesturbæjarlaugina alla morgna. Synti hún að jafnaði 1-2 km. Hjödda giftist Gúa sínum þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Gúi var sérstaklega barngóður maður og þótti okkur bræðrum mjög gaman að heimsækja þau hjónin. Var þá oft glatt á hjalla þegar Gúi sagði sögur af því þegar hann var strákur í Laxnesi og ævintýrum hans og Snata. Ekki var verra að maula rjómatoffí þegar horft var í forundran hvernig Gúi gat látið Bangsa borðað rúsínur. Þótti okk- ur það skrítið og skoðuðum tus- kubangsann vel og vandlega á eft- ir. Kom ósjaldan fyrir að við fengum að gista hjá þeim. Var þá mikið spjallað, spilað eða teflt og svo farnir langir sunnudagsbíltúr- ar á „Malibúnum“ þeirra. Hjödda bakaði svo oft stafla af pönnukök- um sem hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar við komumst í þá. Ekki voru rúlluterturnar hennar síðri. Gúi lést 20. mars 1984. Blessuð sé minning hans. Hjördís vann lengi vel á skrif- stofu Eimskipafélagsins en fór síð- an að vinna hjá Gerði systur sinni í Íslenskum heimilisiðnaði við af- greiðslu- og skrifstofustörf. Síð- ustu starfsárunum eyddi hún þó sem nokkurs konar amma fyrir börnin hans Sigga. Hjödda sá til þess að einhver væri heima á dag- inn. Var það ómetanleg hjálp á stóru heimili. Voru Halldór Kári og Sindri Snær í sérstöku uppá- haldi hjá henni enda hálfgerð ömmubörn hennar. Var þar oft glatt á hjalla og miklar tindáta- orustur haldnar. Fyrir þremur árum greindist Hjödda með krabbamein og þurfti að fá erfiðar lyfjagjafir. Gerður fylgdi Hjöddu í allar þessar spít- alaheimsóknir og var henni ómet- anlegur styrkur og stoð. Aldrei heyrðum við bræður annað en æðruleysi frá Hjöddu jafnvel þó að hún hafi vitað lengi hvert stefndi. Hjödda var hress andlega alveg fram í andlátið og hjálpaði jafnvel til við að brjóta saman þvott með starfsfólki líknardeildarinnar. Þrátt fyrir veikindin í sumar var hún alltaf vel til höfð þegar hún gekk með okkur um ganga Landa- kots og sýndi okkur útsýnið yfir Vesturbæinn sem var í miklu uppáhaldi hjá henni. Það var svo í fyrstu viku af september sem heldur fór að draga af henni. Aðeins viku seinna var hún öll. Sérstakar þakkir færum við þeim sem önnuðust Hjöddu ein- staklega vel svo sem Heimahjúkr- un Karitas og starfsfólkið á líkn- ardeild á Landakoti. Elsku Hjödda okkar, hvíl þú í friði og við biðjum að heilsa Gúa. Þínir frændur, Kristinn Ingi, Hjörleifur og Sigurður Þór Ásgeirssynir. Með fráfalli Hjördísar Hjörleifs- dóttur er einn hlekkurinn slitinn í þeirri keðju starfskvenna sem unnu í verslun Íslensks heimilis- iðnaðar í Hafnarstræti í Reykjavík undir styrkri stjórn Gerðar, systur Hjördísar. Ég var svo lánsöm að kynnast Hjördísi náið. Við ferðuðumst mik- ið saman, bæði innanlands sem ut- an. Tókust þær ferðir einstaklega vel. Ég man sérstaklega eftir ferð okkar í kringum landið. Hvað Hjördís var stolt yfir að hafa kom- ist heilu og höldnu yfir Öxi á litla bílnum sínum rétt eftir að veg- urinn var opnaður. Það er mann- bætandi að hafa kynnst slíkri sómakonu. Áhugamál hennar voru útivist og ferðalög. Þau hjónin Guðjón Einarsson heitinn og Hjördís ferð- uðust um landið þvert og endi- langt þrátt fyrir slæma vegi og að bíllinn væri ekki af fínustu gerð. Í minningunni sagði hún, að alltaf hefði verið gaman. Fjölskylda Hjördísar er stór, átti hún ríkan þátt í að halda henni saman. Hún elskaði systk- inabörn sín og börn þeirra sem þau væru hennar. Fyllti það skarð eigin barnleysis. Hjördís háði harða baráttu við illvígan sjúkdóm í nær fjögur ár og þar sýndi hún einstaklega mikinn viljastyrk. Kvartaði aldrei en sagði aðeins: „Þetta er bara svona.“ Ég kveð vinkonu mína með eft- irfarandi ljóði: Nú lýk ég upp dyrum og leiði þig inn við loga frá kerti í stjaka. Það gneistar frá arni í glæðunum finn gullkorn, er fékk ég til baka. En aðeins í huganum flýti ég för í fjarlægð er ljóðið mitt spunnið. Minningabikarinn ber ég að vör og bergi uns tár hvert er runnið. (María K. Einarsdóttir) Takk fyrir allt og allt. Samstarfskonur úr „Heimó“ biðja fyrir kveðju. Vink/Margrét Leósdóttir. Á mínum fyrstu árum bjuggu foreldrar mínir á Mímisvegi 2 hér í bæ ásamt nokkrum öðrum fjöl- skyldum og tengdust þau sterkum vináttuböndum sem entust alla ævi. Í þessum hópi voru sæmd- arhjónin Hjördís og Guðjón. Smám saman hefur þetta fólk horfið sjónum okkar og er Hjör- dís, langyngsta konan í hópnum, nú sú síðasta sem kveður. Í minningunni var Hjördís fal- legasta og besta kona sem til var og sú sem alltaf gaf sér tíma til að staldra við og ræða um hvað við krakkarnir vorum að bralla og þannig var hún alla tíð. Hún var líka gift Gauja, skemmtilegasta manninum í húsinu, fótbolta- dómara með meiru og fyrir það naut hann mikillar virðingar. Hjördís var töluvert yngri en Guðjón og var hann ákflega stolt- ur af henni og óspar á að tjá sig um það og montaði sig oft af henni. Heyrðist þá í Hjördísi: „Svona, svona vinur minn“ þegar henni fannst hann ganga of langt í hrósinu. Hjördís og Guðjón urðu miklir vinir foreldra minna og komu oft heim, var þá tekið í spil, hlegið og skemmt sér. Hjördísi var það ekk- ert tiltökumál að hjálpa öðrum og mér er það sérstaklega í minni að fyrir fermingu mína bakaði Hjör- dís margar tertur. Þegar Guðjón féll frá var Hjördís enn í blóma lífsins. Hún vann hjá Heimilisiðn- aðarfélaginu í mörg ár og voru það ófá skiptin sem ég og vinkonur mínar komum við í búðinni til að skoða handavinnu og fagra muni og alltaf tók Hjördís brosandi á móti okkur. Hún ferðaðist ein um heiminn og var sannkallaður heimsborgari. Hjördís sótti leik- hús og listsýningar og alls staðar var tekið eftir henni fyrir reisn, fallega framkomu og smekklegan og sérstakan klæðaburð. Hjördís reyndist móður minni mikil vinkona alla ævi, þær voru saman í spilaklúbbi, hún hringdi í hana, heimsótti og var alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd ef þess var þörf. Er ég henni æv- inlega þakklát fyrir það. Hún var sérstök vinkona og vinur og minn- ast börn mín hennar með virðingu. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég systkinum, mágkonu og öðrum aðstandendum Hjördísar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Soffía Ákadóttir og fjölskylda. Elsku Hjödda. Mig langar að þakka þér fyrir samverustundirn- ar í þessu lífi. Fyrir hjálp og vin- áttu um árabil. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir börnin okkar. Þau munu ávallt búa að þeirri hlýju, ást og umhyggju sem þú veittir þeim. Aldrei vildir þú gera mikið úr þínum þætti í heim- ilishaldinu en seint verður full- þakkað fyrir þinn þátt þar. Í fari þínu dáðist ég að því að þú vílaðir ekkert fyrir þér. Komst brunandi á litla bílnum sama hvernig viðraði – og ef þér datt í hug að drífa þig eitthvað þá varstu ekkert að hika við það heldur dreifst þig bara. Hvort sem um styttri eða lengri ferðir var að ræða. Þú last með strákunum, fórst í göngutúra með þá, kenndir þeim margt og bakaðir heimsins bestu pönnukökur! Ómetanlegt var að vita þá í þínum öruggu höndum í erli dagsins. Stundum náðum við að spjalla saman yfir kaffibolla – eiga nota- lega stund. Hversdagslegar hlýj- ar stundir. Ekki varstu skoðana- laus og ekki vorum við alltaf sammála um þjóðmálin eða heimsmálin en aldrei bar skugga á samstarfið á heimilinu eða hvernig haga skyldi málum þar. Þú einsettir þér að fylgja þeim yngsta fram á skólaaldur og það gerðir þú með stæl. Og alltaf var veisla í kotinu þegar Hjödda og Adda mættu á svæðið. Erfitt var að segja ungum pilt- um frá því að nú værirðu farin, þótt það hafi verið í aðsigi. Ekki er auðvelt fyrir 9 ára dreng að kveðja Hjöddu sína – og fara í jarðarför hennar á níu ára afmæl- isdaginn sinn, né heldur fyrir þá sem eldri eru að kveðja trausta vinkonu, þótt teljast eigi hálffull- orðnir og jafnvel hátt í miðaldra. Öll vitum við þó að við fæðumst og deyjum í þessu lífi. Elsku Hjödda, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Góða ferð. Ólöf Rún Skúladóttir. Elskulega Hjödda okkar er lát- in. Á kveðjustund rifjast upp margar góðar minningar sem spanna alla okkar ævi. Hjödda var barnlaus og nutum við bróð- urbörn hennar góðs af gæsku hennar og umhyggjusemi í okkar garð. Upp í huga okkar koma skemmtilegar stundir á Framnes- veginum þegar við vorum litlar og fengum að gista hjá Hjöddu. Þar var ýmislegt brallað og hún kenndi okkur að prjóna, passaði að við gengjum vel frá fötunum okkar og oft var mikið hlegið á meðan skipst var á að pumpa í vindsængur fyrir okkur systur. Við fórum saman í gönguferðir um Vesturbæinn og hún kenndi okkur að umgangast umhverfið af virðingu. Hjödda var einstaklega kraft- mikil kona sem hugsaði alltaf vel um heilsuna. Hún synti kílómetra á hverjum einasta morgni í Vest- urbæjarlauginni og stundaði gönguferðir um borgina og Heið- mörk. Hún var jákvæð og dríf- andi og hafði mjög gaman af ferðalögum og ferðaðist mikið bæði innanlands og erlendis og lét það ekki stöðva sig þó hún þyrfti stundum að ferðast ein. Á miðjum aldri tók hún upp á því að læra þýsku og ferðaðist í kjölfarið mikið um Þýskaland og má segja að hún hafi tekið ástfóstri við land og þjóð. Hún var einnig mik- ill listunnandi og sótti leikhús, óp- eruna og sinfóníutónleika reglu- lega með Gerði systur sinni, og helgarnar nýttu þær oft í að fara á listasöfn og gallerí borgarinnar. Hjödda vann í fjöldamörg ár með Gerði í Íslenskum heimilis- iðnaði. Þegar við systur vorum unglingar tókum við okkar fyrstu skref á vinnumarkaðnum við sendla- og afgreiðslustörf í Heimó. Það var ómetanlegt fyrir okkur óharðnaða unglingana að hafa föðursysturnar okkur við hlið til að kenna okkur til verka og siða okkur til. Og þó svo við kynnum ekki alltaf að meta það á þeim tíma, þá er þetta lærdómur sem hefur fylgt okkur í gegnum lífið og sá grunnur sem við seinna höfum byggt á. Hjödda tók fréttunum af veik- indum sínum af miklu æðruleysi, hún bar sig ávallt vel og heyrðist aldrei kvarta yfir örlögum sínum. Hún barðist af miklum krafti al- veg fram á síðustu stundu og gaf aldrei upp vonina. Hún kom okk- ur oft á óvart með styrk sínum, bæði líkamlegum og andlegum, og hélt ótrauð áfram að fara í gönguferðir á meðan heilsan leyfði og lét aldrei hugfallast sama hvað á dundi. Elsku Hjödda, við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur og okkar fólk í gegnum árin. Minning þín mun lifa áfram í hjörtum okkar. Ásdís Rósa og Svanlaug Rós Ásgeirsdætur. Hjördís Kristín Hjörleifsdóttir Þegar maður elst ekki upp hjá foreldr- um sínum, eins og ég fyrstu ár ævi minnar, verða þeir fleiri sem standa manni næst. Í þeim góða hópi var Erla frænka, föðursystir mín, sem mig langar að kveðja með nokkrum orðum og um leið þakka fyrir hennar þátt. Ég gisti reglulega hjá föður- ömmu minni í Barmahlíðinni og Þórður frændi minn var órjúfan- legur þáttur í þeim heimsóknum, en það var bara spari að fá að gista heima hjá honum í Eskihlíð- inni, hjá Erlu og Boga, dálítið spennandi, á bedda sem sóttur var niður í geymslu, og stundum fylgdi með ein Sinalco úr geymslunni. Sú staðreynd að Bogi var lög- reglumaður var ein og sér alveg nóg til að haga sér vel þótt aldrei væri hann nema ljúfmennskan ein, en Erla hafði ákveðinn myndug- Erla Sveina H. Jórmunds ✝ Erla Sveina Jór-munds fæddist í Reykjavík 19. des. 1924 og lést á Land- spítalanum 3. sept. 2009. Útför Erlu Sveinu fór fram frá Foss- vogskapellu 10. sept- ember sl. leika sem fékk litla menn til að kikna að- eins í hnjáliðum ef hún byrsti sig, sem betur fer gerðist það nú ekki oft, en þá hlýddum við frændur líka umyrðalaust. Þessi óttablandna virðing breyttist þó fljótt í væntumþykju eftir því sem ég kynntist henni betur, og áttaði mig á því að allt hennar tiltal og reglur var sprottið af ábyrgðartilfinningu og umhyggju. Við frændur fórum stundum í bíó kl. 3 á sunnudögum, nestaðir með popp, eins og Erla frænka kallaði það, í brúnum bréfpoka og eftir á að hyggja veit ég nú að ég var aldrei með neinn bíópening með mér. Ég vona bara að ég hafi munað eftir að þakka henni fyrir mig. Mér var líka boðið með þeim Erlu og Boga í Munaðarnes, í sumarbústað. Þá áttum við frænd- ur gæðastundir i aftursætinu á fólksvagen bjöllu og frænka gauk- aði að okkur ópalpakka, eða öðru góðgæti. Eins á ég góðar minn- ingar úr Úlfarsfellinu þar sem Erla og Bogi voru með matjurta- garð og ýmsa ræktun, djús á brúsa og smurt brauð úti í náttúrunni jafngilti fullkomnu áhyggjuleysi, bernskan fékk að njóta sín og lífið var yndislegt. Ég var gikkur á mat í þá daga, ekki man ég samt eftir öðru en því hafi verið tekið af æðruleysi í eldhúsinu hjá Erlu frænku en þar smakkaði ég t.d. Cheerios í fyrsta skipti, algeran sparimorgunmat eftir að hafa beðist undan því að borða hafragraut. Ég ímyndaði mér að þetta lostæti fengist lík- lega ekki á mínum heimaslóðum, seinna þegar ég fór að koma í jólaboð í Eskihlíðina með pabba og mömmu smakkaði ég þar rjúp- ur í fyrsta sinn, ég skildi ekki þá stoltið og gleði gestgjafanna að bjóða okkur upp á þennan und- arlega jólamat sem ég hafði ekki vanist, ekki fyrr en ég sjálfur stóð í þeim sömu sporum 30 árum síð- ar að bjóða óvönum gestum rjúp- ur sem ég hafði sjálfur eldað, þá vissi ég að það var verið að gefa okkur að borða það sem gestgjöf- unum þótti allra best. Lífsnautn þeirra hjóna fólst kannski í hófsemi og vinnusemi, en þó af örlæti, gestrisni og gæsku sem ég að minnsta kosti minnist með þakklæti. Erla frænka átti stórt hjarta og eitt fallegasta bros bernsku minnar og þannig ætla ég að minnast henn- ar. Við Helena sendum ykkur; Bogi, Bjarni og Kolla, Guðný, Þórður og Elín ásamt börnunum ykkar allra, okkar hlýjustu kveðj- ur á þessari stund og biðjum góð- an Guð að blessa minningu Erlu frænku. Hans Unnþór Ólason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.