Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 2

Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 2
2 FréttirINNENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA 0 9 - 1 4 9 2 AÐEINS 1% FITA 20% ÁVEXTIR N Ý R J Ó G Ú R T D R Y K K U RM S . I S NÝR JÓ GÚRT DRYKK UR 3% HVÍTUR SYKUR AÐEINS ENGINSÆTUEFNI Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FORSVARSMENN Spalar og lífeyrissjóðanna bíða nú viðbragða ríkisstjórnarinnar við hug- myndum um tvöföldun Hvalfjarðarganga og tvö- földun Vesturlandsvegar frá Kollafirði, um Kjal- arnes að göngunum. Engin viðbrögð hafa orðið við bréfi sem Spalarmenn sendu tveimur ráðherrum í sumar vegna málsins. Lífeyrissjóðir áhugasamir Verkið er í hópi þeirra verklegu framkvæmda sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld settu fram við gerð stöðugleikasáttmálans í júní. Forsvarsmenn Spalar leituðu á sínum tíma til lífeyrissjóðanna til að kanna hvort áhugi væri á að taka þátt í fjármögnun verkefnisins ef vilji væri einnig fyrir hendi hjá ríkisvaldinu. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna tóku því vel að sögn Gísla Gísla- sonar, stjórnarformanns Spalar. „Í framhaldi af því sendum við fjármálaráð- herra og samgönguráðherra bréf í sumar en það eru engin viðbrögð við því bréfi. Þar við situr. Við förum ekki af stað nema til þess komi að ríkið setj- ist niður með okkur og velti upp valkostum um fyrirkomulagið. Það eru ýmsar leiðir sem koma til greina en engin ein hefur verið sérstaklega nefnd umfram aðrar að svo stöddu,“ segir hann. Fleiri valkostir en veggjöld Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar um hvernig standa eigi undir afborgunum og rekstr- arkostnaði, s.s. með veggjöldum, en þau hafa þótt henta illa við breikkun stofnbrauta. Gísli segir um- ræðuna ekkert sérstaklega snúast um veggjald. Ýmir kostir séu uppi. Í Færeyjum standi t.d. veggjald í göngum undir hluta framkvæmda á móti kostnaði sem landstjórnin tekur á sig. „Það eru ýmsir valkostir sem ég tel að séu áhugaverðir fyrir ríkið, og örugglega fyrir íbúa og vegfarendur.“ Engin svör frá ríkinu  Spölur og lífeyrissjóðirnir hafa áhuga á tvöföldun Hvalfjarðarganga og Vest- urlandsvegar í Kollafirði  Skrifuðu tveimur ráðherrum bréf um málið í sumar Morgunblaðið/Sverrir Hvalfjarðargöng Umferð hefur margfaldast. NÝ veröld með óvæntum ævintýrum er það sem börn úr þorpum frá Austur-Grænandi hafa upp- lifað síðustu daga í heimsókn sinni hingað til lands. Hér hafa þau lært sund, skák, kynnst jafn- öldrum og heimsótt skóla. Verkefnið er sam- vinna Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, Hróksins og fleiri. Um helgina heimsóttu börnin Húsdýragarðinn í Reykjavík þar sem lítill hund- ur varð þeim sem undur og opinberun. GRÆNLENSK BÖRN Í NÝRRI VERÖLD Á ÍSLANDI Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ og mbl.is njóta mests trausts þeirra sem lesa dagblöð og netmiðla. Bætir Morgun- blaðið við sig 6,2 prósentustigum. Þetta er niðurstaða könnunar MMR á trausti almennings til helstu sjón- varps-, prent- og netfréttamiðla. Fram kemur hjá MMR að Morgunblaðið er enn sem fyrr það dagblað sem nýtur mests trausts meðal svar- enda, en 57,9% þeirra segjast nú bera mikið traust til blaðsins. Fréttablaðið nýtur mikils trausts meðal 38,1% svarenda. Meðal netfréttamiðla nýtur Mbl.is mests trausts, en 59,6% segjast bera mikið traust til Mbl.is, sem eru 32,7 prósentustigum fleiri en þeir sem segjast bera mikið traust til visir.is (26,9%). Um 75% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en segj- ast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2 (37,2%). Í könnuninni kom í ljós að 18,9% segjast bera mikið traust til fjölmiðlanna almennt. Þetta eru heldur fleiri en sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna í könnun sama efnis í maí 2009 þegar 14,9% sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna. Könnunin var framkvæmd dagana 9-14. september sl. og var heildarfjöldi svarenda 909 einstaklingar. Lesendur treysta best Morgunblaðinu og mbl.is 75% aðspurðra bera mikið traust til Fréttastofu RÚV RÍKISKAUP auglýsa um helgina eftir hús- næði til leigu fyr- ir Fangelsis- málastofnun undir fangelsi. Segir Páll Wink- el, forstjóri stofn- unarinnar, að um bráðabirgðaráð- stöfun verði að ræða en ætlunin er að taka húsnæði á leigu í tvö ár með möguleika á framlengingu leigu- samnings. „Að sjálfsögðu verður haldið áfram með langtímauppbygg- ingu, það er að segja að byggja mót- töku og gæsluvarðhaldsfangelsi í Reykjavík. Staðan hefur verið það erfið að við einfaldlega höfum ekki pláss fyrir þá fanga sem við þurfum að taka inn,“ segir Páll og segir að í flestum fang- elsum landsins sé tvímennt í klefa vegna rýmisskorts. Páll segir að til standi að vista að- eins „fyrirmyndarfanga“ á nýja staðnum, allt að 26 manns. „Við er- um þarna til dæmis að tala um menn sem geta verið að klára margra ára dóma.“ Verða fangar valdir á grundvelli áhættumats og þeir sem ekki er talið óhætt að vista utan veggja hinna eiginlegu fangelsa munu afplána sína dóma þar. Enn hafa engin tilboð borist enda er stutt síðan auglýst var eftir hús- næðinu. skulias@mbl.is Vilja leigja þak yfir höfuð fanga Páll Winkel Tvímennt í flestum klefum fangelsanna „SIGLINGIN gengur vel, við erum að nálgast Eyjarnar,“ sagði Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við Morgunblaðið á ellefta tímanum í gærkvöld. Breiðafjarðarferjan er notuð í stað Herjólfs sem er í slipp á Ak- ureyri en vonast er til að skipið verði komið aftur í áætlun um næstu helgi. Undanfarin ár hefur ferjan St. Ola verið notuð þegar Herjólfur fer í slipp, sem hefði kostað 80 milljónir en leiga á Baldri 20 til 30 millj. kr. „Það er gott í sjóinn, ölduhæðin er rúmir tveir metrar,“ sagði Unnar á Baldri sem var með um borð tíu bíla og 33 farþega. sbs@mbl.is Baldur var ódýrastur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.