Morgunblaðið - 30.09.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri,
bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Atla Vigfússon
Kelduhverfi | Nýlokið er fornleifarannsóknum vestan
Ásbyrgis í Kelduhverfi. Þær eru gerðar vegna vænt-
anlegs Dettifossvegar vestan Jökulsár en svæði þetta
var fornleifaskráð árið 2007.
Minjarnar sem fundust eru í landi Meiðavalla og eru
hluti af fornri byggð sem lítið er vitað um en engar rit-
aðar heimildir eru til um fornt býli sem þarna er að
finna.
Mannvirkin sem rannsökuð voru reyndust vera tvær
samfastar byggingar sem mynda L og lítur út fyrir að
önnur byggingin hafi verið íveruhús en hin gripahús,
trúlega fjós. Íveruhúsið er 14 m á lengd og fyrir því
miðju er stoðarsteinaröð. Einnig er þar eldstæði um 1
m á lengd fyrir miðju. Í hinni byggingunni eru einnig
stoðarsteinar auk niðurgraftar sem hugsanlega er flór.
Norðanmegin eru básar og ýmis traðklög milli þeirra.
Ýmsir gripir komu í ljós sem vænta má af slíkum
minjastað en þar fundust þrír hnífar auk brýnis og
nagla. Þá fannst nokkuð af járngjalli og sindri sem
bendir til járnvinnslu á staðnum. Utan við húsið fannst
svo mynstraður beinkambur í öskulögum en ekki er
hægt að segja til um mynstur hans fyrr en forvörður
hefur lokið við að rannsaka hann. Það merkilegasta sem
fannst var svo lítil, einföld næla úr silfri en hún reyndist
brotin og er því undin en að öðru leyti í góðu ástandi.
Mikill áhugi á fornleifunum í Öxarfjarðarskóla
Lilja Pálsdóttir fornleifafræðingur stóð að rannsókn-
inni ásamt fleirum hjá Fornleifastofnun Íslands og seg-
ir þetta mjög áhugaverða rannsókn. Mikill og vaxandi
áhugi er á fornleifarannsóknum almennt og sáu kenn-
arar Öxarfjarðarskóla þarna tækifæri til þess að nýta
sér uppgröftinn til kynningar í Íslandssögu fyrir nem-
endur. Þarna fengu allir leiðsögn undir stjórn fornleifa-
fræðings sem fræddi um fornleifar og gjóskulög auk
þess sem börnunum voru sýndir gripir þeir sem fund-
ust. Alls komu þrír hópar nemenda í vettvangsferð að
uppgraftarsvæðinu.
Fundu hringnælu
úr silfri frá víkingaöld
Fornleifarannsóknum vegna Dettifossvegar er nú lokið
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Fornleifar Mannvirkin voru tvær samfastar byggingar. Önnur virðist hafa verið íveruhús en hin gripahús.
Morgunblaðið/Fornleifastofnun
Uppgröftur Merkilegasti fundurinn er lítil næla.
ÞRIGGJA bíla
árekstur varð á
gatnamótum
Bústaðavegar
og Flugvall-
arvegar um kl.
17:26 í gær.
Samkvæmt
upplýsingum frá
lögreglu höf-
uðborgarsvæðisins þurfti að
flytja ökumann eins bílsins á
slysadeild. Aðrir sem voru í bíl-
unum munu hafa sloppið ómeidd-
ir.
Bílarnir skemmdust allir svo
mikið að draga þurfti þá af slys-
staðnum.
Þriggja bíla
árekstur
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
AÐSÓKN að kaffistofu Samhjálpar, þar sem
hægt er að fá heitan mat og drykki án endur-
gjalds, hefur tvöfaldast á tveimur árum. Að
sögn Heiðars Guðnasonar, framkvæmdastjóra
Samhjálpar, voru heimsóknirnar á kaffistofuna
21 þúsund talsins árið 2007 og 28 þúsund í
fyrra en í ár stefnir heimsóknarfjöldinn í 42
þúsund. „Það er verið að slá öll met,“ segir
hann. Að meðaltali mæta um 120 manns á dag
á kaffistofuna til að þiggja heita súpu, smurt
brauð og kaffi en fyrir nokkrum árum var með-
altalið um 60. „Það er mikið af nýjum andlitum.
Við sjáum hóp í þjóðfélaginu sem hefur ekki
mikið sótt kaffistofuna áður.“
Heiðar segir að undanfarin ár hafi gestir
kaffistofunnar samanstaðið af utangarðsfólki
sem glímir við neyslutengd vandamál, ör-
yrkjum og öðrum sem hafa lítið milli handanna.
Síðastliðna mánuði hefur hinsvegar færst í vöxt
að fjölskyldufólk með stálpuð börn, sem glímir
ekki við sjúkdóma eða neytir fíkniefna, leiti
þangað eftir ókeypis máltíðum.
Úrræði meðan úrlausna er beðið
„Þótt það sé ekki mikið um það þá er það ný-
tilkomið. Það heyrði áður til undantekning-
artilvika ef slíkt fólk leitaði til okkar. Það er
hægt að gera því skóna að fólk, sem er komið í
mikinn vanda, sjái hérna úrræði meðan það
bíður úrlausnar. Í einhverjum tilvikum er fólk
að leita hingað núna sem er í tímabundnum
vanda en áður fyrr leitaði frekar til okkar fólk
sem átti við langvarandi vandamál að etja,“
segir Heiðar.
Hann segir einnig að æ fleiri útlendingar
mæti á kaffistofuna. „Það er stærri hópur en
hefur verið á undanförnum árum,“ segir hann.
Metaðsókn á kaffistofu Samhjálpar
Heimsóknir á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni stefna í 42 þúsund í ár en þær voru helmingi
færri 2007 Fjölskyldufólki fjölgar „Mikið af nýjum andlitum,“ segir framkvæmdastjórinn
Í HNOTSKURN
»Kaffistofa Samhjálpar varopnuð árið 1982. Hún var
upphaflega hugsuð fyrir ut-
angarðsfólk og aðra aðstöðu-
lausa.
»Nokkur fyrirtæki gefakaffistofunni matvörur en
að auki hafa fjölmargir ein-
staklingar styrkt stofuna með
fjárframlögum. Þá stendur vel-
ferðarsvið Reykjavíkur undir
hluta af kostnaðinum, auk þess
sem Reykjavíkurdeild Rauða
kross Íslands leggur stofunni
til árlegt fjárframlag.Morgunblaðið/Ómar
Hjá Samhjálp Röðin hefur lengst undanfarin ár.
SJÓÐFÉLAGAR í Íslenska lífeyr-
issjóðnum samþykktu á aukaárs-
fundi hans í gær að meirihluti
stjórnar hans yrði kosinn beint af
sjóðfélögum á ársfundi. Bankaráð
Nýja Landsbankans tilefnir einn
stjórnarmann en sjóðfélagar fjóra.
Hefur í þessu augnamiði verið boð-
að til annars aukaársfundar 19.
október þar sem nýir stjórnarmenn
verða kjörnir.
Í mars sl. fól fjármálaráðherra
Láru V. Júlíusdóttur hrl. umsjón Ís-
lenska lífeyrissjóðsins vegna op-
inberrar rannsóknar á starfsemi
sjóðsins. Hefur hlutverk umsjón-
araðila meðal annars verið að gera
tillögur um framtíð sjóðsins sem
eru í stuttu máli þær að sjóðfélagar
hafi meirihluta í stjórn, að fram-
kvæmdastjóri sé starfsmaður sjóðs-
ins sjálfs en ekki rekstraraðila og
að greint sé milli sameignar- og
séreignardeilda. sbs@mbl.is
Sjóðfélagar
í meirihluta
LITLA stúlkan
sem varð fyrir
stunguárás í
Keflavík sl.
sunnudag er á
batavegi. Stúlkan
sem er fimm ára,
er nú kominn af
bráðadeild yfir á
Barnaspítala
Hringsins þar
sem hún mun
dveljast næstu viku til tíu daga eða
svo.
„Henni fer óðum fram og hún fór
aðeins fram úr rúminu í dag. Hefur
svo verið að horfa á sjónvarpið og
dunda sér,“ sagði Óskar Harðarson,
faðir stúlkunnar, í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi. Fjölskyldan
hefur fengið áfallahjálp á sjúkrahús-
inu og meðal annars rætt við prest.
Konan sem framdi árásina hefur
verið úrskurðuð í einnar viku gæslu-
varðhald auk þess sem henni er gert
að sæta geðrannsókn. sbs@mbl.is
Litla
stúlkan á
batavegi
Er komin á fætur
og fer óðum fram
Keflavík Frá vett-
vangi árásarinnar.
VERKLOKUM framkvæmda við
Kárahnjúkavirkjun verður formlega
fagnað í Fljótsdalsstöð á föstudag-
inn. Við athöfnina flytja ávörp þau
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
og Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, auk þess sem af-
hjúpað verður upplýsingaskilti við
stöðina um framkvæmdirnar.
Við þetta sama tilefni kemur út
140 blaðsíðna rit, Orkubrunnur á
Austurlandi, þar sem brugðið er
ljósi á byggingu Kárahnjúkavirkj-
unar, stærstu einstöku framkvæmd
Íslandssögunnar. Atli Rúnar Hall-
dórsson blaðamaður er höfundur
bókarinnar. „Ég hef kallað þetta
sögubrot, en ritið er mikið byggt
upp á viðtölum og myndum sem ég
tók eystra meðan á framkvæmdum
stóð,“ segir Atli. sbs@mbl.is
Lok á Kára-
hnjúkum
Morgunblaðið/Frikki
GUÐMUNDUR Gíslason sölumaður
var kjörinn formaður Framsókn-
arfélags Reykjavíkur á aðalfundi
þess sem haldinn var í gærkvöldi.
Guðmundur fékk 36 atkvæði en
Björn S. Lárusson 15 atkvæði. Guð-
laugur Sverrisson gaf ekki kost á
sér til áframhaldandi formennsku.
Fundurinn var til þess að gera
átakalítill og bar engin merki
flokkadrátta en öllu heldur þess
hver þekkti hvern og hafði stærri
hóp að baki.
sbs@mbl.is
Sigraði með
2/3 atkvæða