Morgunblaðið - 30.09.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.09.2009, Qupperneq 6
NORSKT og danskt varðskip voru í fluglínu TF- SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, þar sem hún var í aðflugi inn langan Eyjafjörðinn og að Akureyrarflugvelli í gær. Skipin lágu bundin við bryggju ásamt varðskipinu Tý. Samtök strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á Norður-Atlantshafi (NACGF) halda nú aðalfund sinn á Akureyri. Ísland veitir nú sam- tökunum forstöðu. Samhliða aðalfundinum verð- ur haldin björgunar- og mengunarvarnaæfing, að hluta undir stjórn samhæfingarmiðstöðv- arinnar í Skógarhlíð. NORRÆN VARÐSKIP VIÐ BRYGGJU Á AKUREYRI Morgunblaðið/Árni Sæberg 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009 LÆGÐALOTU haustsins fylgja ævinlega flæk- ingsfuglar og undanfarið hafa margir slíkir sést, einkum á suðvesturhorninu. Nefna má moldþröst, heiðatittling, gulllóu, grastítu, þyrnisvarra, peð- gríp, bjarthegra og græningja. Fuglar þessir hafa allir sést áður á Íslandi, en misjafnlega oft. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Hornafirði, segir að flækingar sem þessir komi í sjálfu sér allt árið, en mest sé um þá í apríl og maí og síðan aftur í september og fram í nóvember. Stífar suðaustan- eða suðvestanáttir hreki fuglana hingað til lands. Ýmist komi þeir frá Am- eríku eða meginlandi Evrópu og í haust hafi blás- ið þannig að amerísku fuglarnir hafi verið í mikl- um meirihluta. Fáir moldþrestir Brynjúlfur segir að moldþrösturinn sé athygl- isverður gestur en frá því að farið var að halda yf- irlit um fuglakomur sem þessar hafi fundist innan við tíu moldþrestir. Sex heiðatittlingar hafa fund- ist í haust og hafa þeir sést flest haust undanfarin ár. Þeir eru líkir þúfutittlingi, en með dökkar lappir. Þyrnisvarrinn er evrópskur og vekur ævinlega athygli fuglaskoðara þegar hann sést hér. Hann er einn minnsti ránfuglinn og vílar ekki fyrir sér að drepa jafnvel stærri fugla en hann er sjálfur. aij@mbl.is Flækingar í kjölfar lægðanna Ljósmynd/Björn Gísli Arnarson Þyrnisvarri Hann er meðal minnstu ránfugla. Moldþröstur, gulllóa og þyrnisvarri meðal gestaMinningarfyrirlestur um Margréti Oddsdóttur, skurð- lækni og brautryðjanda á sviði kviðsjáraðgerða, sem lést 9. janúar sl. verður hald- inn í Yale-háskóla í Banda- ríkjunum í dag. Um er að ræða fyrsta fyrirlesturinn í árlegri fyrirlestraröð. Að auki verður kynnt ný útgáfa kennslubókar í skurðlækn- isfræði, Schwarz’s Principles of Surgery, sem er tileinkuð Margréti. Nánustu ættingjar og vinir Margrétar, sem stundaði sérfræðinám í skurðlækningum við Yale 1985-1992 og útskrifaðist þaðan með láði, verða viðstaddir athöfnina. „Það er afar óvenjulegt að fyrirlestur sé haldinn í Yale eins og þessi nema í minningu um stórmerka menn, sem eru alþjóðlega viðurkenndir á sínu sviði. Það var Margrét,“ segir Friðbjörn Sigurðsson læknir, sem var við nám í Yale á sama tíma og Margrét. Hann bætir jafnframt við að á Læknadögum í Reykjavík í janúar nk. verði einnig haldinn minningarfyrirlestur um Mar- gréti. ylfa@mbl.is Heiðruð í Yale með fyrirlestrum Margrét Oddsdóttir SÖFNUNAR- og árvekni- átak Krabba- meinsfélag Ís- lands með sölu á Bleiku slaufunni hefst í dag. Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráð- herra veitir slaufu viðtöku úr hendi Guð- rúnar Agnars- dóttur, for- stjóra Krabbameinsfélagsins, við athöfn í Stjórnarráðinu fyrir há- degi í dag. Bleika slaufan, sem nú er seld í 10. sinn, er hönnuð af Sif Jak- obsdóttur skartgripahönnuði. Sala á slaufu, sem og hálsmeni og eyrnalokkum, fer fram 1. til 15. október. Slaufa Bleika slaufan í ár er verk Sifjar Jak- obsdóttur hönnuðar. Árvekniátak að hefjast VILHJÁLMUR Birgisson, for- maður Verka- lýðsfélags Akra- ness, segist telja koma til greina að ríkissjóður taki til sín tíma- bundið hluta af iðgjaldi í lífeyr- issjóð gegn því að hætt verði við all- ar skattahækkanir. Ríkisstjórnin ætlar á næstu dög- um að leggja fram tillögur fyrir Al- þingi um hækkun skatta, en fyrir liggur að mikill halli er á ríkissjóði. Vilhjálmur segir að sér lítist illa á skattahækkun. Sér lítist betur á að ríkissjóði verði veitt heimild til að taka til sín hluta af iðgjaldi lífeyr- issjóðanna í 3-4 ár meðan þjóðin er að komast í gegnum verstu erfiðleik- anna. Iðgjaldið er núna 12% og segir Vilhjálmur að það ætti ekki að þurfa að koma mikið við fjárhag lífeyr- issjóðanna þó lítill hluti þess fari tímabundið í ríkissjóð. Hann minnir á að 1% tekjuskattshækkun skili rík- issjóði 14 milljörðum. Áhrifin á sjóð- félaga, verði þessi leið farin, komi ekki fram fyrr en þeir fari á lífeyri, en þau áhrif verði léttbærari en skattahækkun núna á þessum erfiðu tímum. egol@mbl.is Vilhjálmur Birgisson Ríkið fái hluta af iðgjaldi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að sérstaklega Hollend- ingar vilji mjög skýrar yfirlýsingar um það að ógreiddar skuldir vegna Ice- save 2024 verði greiddar. Utanríkisráðherra átti fund með breskum og hollenskum starfs- bræðrum sínum í New York fyrir helgi. Hann segist telja að mikill vilji sé hjá viðsemjendum til þess að finna lausn á málinu. Össur segir að hann hafi ekki mikla þolinmæði gagnvart Alþjóðagjald- eyrissjóðnum á meðan hann vinni þannig að tvíhliða deilur íslensku ríkisstjórnarinnar um alls óskyld mál komi í veg fyrir það að endurskoðun lánsáætlunarinnar hefjist. Það sé ranglátt og í andstöðu við grunn stofn- unarinnar. Samkomulag sé í gildi og staðan hér sé betri en hún hafi átt að vera samkvæmt því. „Þá spyrjum við þessa háu herra: Hvað eigum við að bíða lengi eftir því að þeir gangi frá sínum hlutum?“ Össur segist hafa notað vettvang Sameinuðu þjóðanna til þess að segja við aðrar þjóðir að íslensku ríkisstjórninni væri nóg boðið. Hann vilji samt ekki segja samn- ingnum upp. Ríkisstjórninni nóg boðið með biðinni Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir að botn verði að fást í Icesave-málið í þessari viku. „Lengur getum við ekki beðið,“ segir hún. Nauðsynlegt sé að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir treysti sér til þess að fara með málið fyrir Alþingi í þeim búningi sem þau séu sátt við með fyr- irvara um samþykki þingsins. Fari svo leggi hún áherslu á að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (AGS) fari þegar í að endurskoða lánsáætlunina og Bretar, Hollendingar og Norðurlönd- in standi ekki í vegi fyrir því, þótt málið hafi ekki fengið afgreiðslu í þinginu. Myndi stjórnarflokkarnir ekki meirihluta fyrir málinu þurfi að skoða breytta stöðu. Icesave-málið var á dagskrá á fundi ríkisstjórn- ar í gær. Eftir fundinn sagði Jó- hanna ljóst að mikilvægt væri að fá niðurstöðu í Icesave-málið og endurskoðun lánsáætlunar AGS. Málin hefðu tekið allt of langan tíma og tíminn á þrotum. „Það er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þessi mál, við getum ekki beðið lengur,“ sagði hún og að verið væri að ræða um heildarendurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Þörf væri á að slaka á gjaldeyrishöftunum og lækka stýrivexti. Fengist ekki niður- staða í þessi mál gæti lánshæfismat Ekki hægt að bíða lengur eftir niðurstöðu  Jóhanna Sigurðardóttir segir að botn verði að fást í Icesave-málið í þessari viku en tvö til þrjú mál standa enn út af borðinu í sambandi við fyrirvarana  Forsætisráðherra og utanríkisráðherra gagnrýna AGS Jóhanna Sigurðardóttir verið í húfi. „Þolinmæðin er á þrotum þegar allt þetta er undir.“ Óeðlileg tenging Að sögn Jóhönnu veit Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn að ríkisstjórnin hafi vonast til þess að ganga frá mál- inu ekki síðar en í september. Það hafi enn dregist og hún sé óánægð með að sjóðurinn tengi endurskoð- unina við Icesave-málið. Mér finnst það afar óeðlilegt,“ segir hún. Jóhanna segir að enn standi tvö til þrjú atriði út af borðinu í sambandi við athugasemdir Breta og Hollend- inga við fyrirvarana í Icesave-samn- ingnum. „Ég mun aldrei samþykkja þetta mál nema ég sé sátt við þá nið- urstöðu og treysti mér til þess að fylgja henni fram fyrir íslenska þjóð með minni ríkisstjórn,“ segir hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.