Morgunblaðið - 30.09.2009, Qupperneq 16
16 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
MIKLIR þurrkar, flóð og ekki síst
borgarastyrjaldir hafa hrakið millj-
ónir manna i þróunarríkjunum frá
heimilum sínum á undanförnum ár-
um og áratugum. Sums staðar hefur
auk þess ekki tekist að stöðva geysi-
mikla mannfjölgun sem gerir kjör
íbúanna enn verri en ella.
Þess vegna hafa menn lengi spáð
því að á næstu árum hefjist meiri
fólksflutningar en dæmi eru um í
sögunni. Hefur þá meðal annars ver-
ið horft til þess að rætist spár um
hlýnandi loftslag muni stór svæði
verða óbyggileg. En er þessi ótti á
rökum reistur, eiga Evrópumenn að
búa sig undir að taka við hundruðum
milljóna bláfátækra Afríku- og As-
íumanna í leit að nýjum heimkynn-
um? Verður að loka landamærum í
tæka tíð til að tryggja að allt fari
ekki í bál og brand?
Órökstuddur ótti
Dr. Cecilia Tacoli er þekktur
fræðimaður við Alþjóðlegu umhverf-
is- og þróunarstofnunina, IIED.
Hún segir í grein á vefsíðu BBC að
ekki sé hægt að rökstyðja áð-
urnefndan ótta með traustum vís-
bendingum á stöðum þar sem fólk
hefur barist við þurrka. Segir hún að
svo geti farið að misskilningur í
þessum efnum geti valdið því að fólk
sem raunverulega þarf á hjálp að
halda fái hana ekki.
„Í fyrsta lagi hefur fjöldi þeirra
sem líklegt er að hugsi sér til hreyf-
ings verið ýktur stórlega,“ segir Ta-
coli. „Í öðru lagi er ljóst að það er
rangt sem oft er fullyrt í ríkum lönd-
um að fjöldi fátæks fólks um allan
heim vilji reyna að flytjast þangað
með það í huga að setjast að til fram-
tíðar.“ Hún bendir m.a. á að þurrkar
í Malí 1983-1985 hafi ýtt undir flutn-
inga innan svæðisins en dregið úr
fólksflutningum frá því til fjarlægra
svæða í öðrum álfum.
Fræðimaður segir að fáir muni yfirgefa að fullu heimkynni sín vegna hlýnandi loftslags
Bendir á að reynslan af þurrkavanda í fortíðinni sýni að fólksflutningar séu oftast tímabundnir
Ýktur flóttamannavandi?
Vatn! Þurrkar valda nú vanda í
Kenýa, hér bíða menn eftir vatni.
Fólk í þróunarríkjunum hefur á
síðustu árum flúið fátækt til
ríkra iðnríkja í Evrópu. Deilt er
um það hvort væntanlegar lofts-
lagsbreytingar muni gera vand-
ann meiri en nokkru sinni.
TVEIR flokkar njóta nú meira
fylgis en Verkamannaflokkurinn í
Bretlandi. Íhaldsflokkur Davids
Camerons er með 36% í könnun
Ipsos, Frjálslyndir demókratar með
25% en Verkamannaflokkurinn að-
eins 24%. Er þetta í fyrsta sinn í 25
ár sem Verkamannaflokkurinn er
ekki annar tveggja stærstu flokka í
skoðanakönnun.
Ný könnun, sem Sky-sjónvarps-
stöðin birti á mánudag sýndi hins
vegar aukið fylgi við Verka-
mannaflokkinn. Mældist fylgið 29%
en var 24% sl. föstudag.
Gordon Brown forsætisráðherra
sagði m.a. í ræðu sinni á flokksþingi
í gær að sumir teldu að almenn-
ingur ætti að borga fyrir mistök
bankamanna. „Ég segi ykkur þetta
um markmið okkur við björgun
bankanna: breskur almenningur á
ekki að borga fyrir bankana. Nei,
bankarnir eiga að borga breskum
almenningi til baka,“ sagði Brown.
kjon@mbl.is
Almenningur borgi
ekki fyrir mistök
bankamanna
BANDARÍSKI
heimspeking-
urinn Adam
Shriver vill láta
fjarlægja genin
sem stýra sárs-
auka í naut-
gripum og svín-
um, að sögn
Jyllandsposten.
„Dýr sem ekki
fá að hreyfa sig
almennilega stóran hluta af lífi sínu
geta orðið fyrir miklum skaða á liða-
mótum sem gera má ráð fyrir að
valdi sársauka,“ segir Shriver. „Og
dýr sem alin eru á óeðlilegu fóðri fá
gríðarlegar meltingartruflanir.“
Hann segir engan taka á vandanum
vegna þess að hann valdi framleið-
endum matvæla engu fjárhagstjóni.
Shriver bendir á að þegar sé búið
að einangra gen sem valdi sársauka í
músum. En vísindamenn eru efins
um að hægt verði að meðhöndla gen
stærri dýra á sama hátt. kjon@mbl.is
Vill sárs-
aukagenin
á brott
Leikur ekki við
hvern sinn fingur.
Fræðimaður bendir á
þjáningar húsdýra
INDVERJAR
stefna að því að
árið 2050 verði
framleidd um
470.000 mega-
vött af raforku í
kjarnorkuverum
landsins en sem
stendur er fram-
leiðslan í 17 ver-
um þeirra um
4.120 megavött. Manmohan Singh
forsætisráðherra sagði í gær á al-
þjóðlegri ráðstefnu í Nýju Delí um
friðsamlega hagnýtingu kjarnorku
að samkomulag sem náðist í fyrra
við Bandaríkin um uppbyggingu
kjarnorkuvera til raforkufram-
leiðslu gerði kleift að framleiða
orku með öruggum og umhverf-
isvænum hætti.
„Þetta mun gera okkur mun
óháðari jarðefnaeldsneyti og verða
stórt framlag í hnattrænni viðleitni
til að berjast gegn loftslagsbreyt-
ingum,“ sagði Singh.
Indverjar sprengdu nokkrar
kjarnorkusprengjur árið 1974 og
var þá lagt bann við því að banda-
rísk fyrirtæki ættu samstarf við
Indverja um friðsamlega hagnýt-
ingu kjarnorku. Banninu var loks
aflétt með samningnum í fyrra.
Indverjar eru næststærsta þjóð
heims, um 1.150 milljónir, aðeins
Kínverjar eru fleiri eða um 1.300
milljónir. Er talið að nær helm-
ingur indversku þjóðarinnar hafi
enn ekki aðgang að raforkuneti
landsins. kjon@mbl.is
Indverjar renna hýru
auga til kjarnorku
Manmohan Singh
ANDSTÆÐINGAR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS,
hrópa slagorð gegn honum á útifundi í Istanbúl í Tyrk-
landi í gær. Ársfundur sjóðsins verður haldinn í borg-
inni 6.-7. október. Samdráttur hefur orðið í þjóð-
arframleiðslu Tyrkja og hafa þeir í meira en ár reynt
að ná samkomulagi við AGS um lán. En ríkisstjórnin
hefur ekki sætt sig við skilyrðin sem sett hafa verið um
niðurskurð ríkisútgjalda og umbætur á skattkerfinu.
TYRKIR ÓSÁTTIR VIÐ SKILYRÐI AGS
Reuters
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÓTTAST er að yfir 150 manns hafi
fallið þegar hermenn í Gíneu skutu á
stjórnarandstæðinga sem komu
saman til mótmæla í höfuðborg
landsins á mánudag, að sögn mann-
réttindasamtaka. Tugþúsundir
manna komu þá saman á íþróttaleik-
vangi í höfuðborginni Conakry til að
mótmæla því að Moussa Dadis Cam-
ara höfuðsmaður byði sig fram í for-
setakosningum á næsta ári.
Camara rændi völdum í fyrra og
hafði heitið því að bjóða sig ekki
fram til forseta. Hermenn voru send-
ir á vettvang og beittu þeir táragasi,
kylfum og skotvopnum til að dreifa
fjöldanum. Mannréttindasamtök
hafa eftir heimildarmönnum sínum
að hermenn hafi stungið fólk með
byssustingjum. Orðrómur var um að
konum hefði verið rænt og þeim
nauðgað í herbúðum.
Um 1,8 milljónir manna búa í Con-
akry, þar og annars staðar í Gíneu er
mikil fátækt þótt landið sé ákaflega
frjósamt og auðugt af náttúruauð-
lindum. Gínea er á vesturströnd Afr-
íku. Moctar Diallo, Gíneumaður sem
tók þátt í mótmælunum, segir þol-
inmæði íbúa landsins á þrotum.
„Almenningur í Gíneu vill að Dad-
is Camara fari,“ sagði hann. „Málið
snýst ekki um það hvort hann bjóði
sig fram í kosningunum á næsta ári.
Hann þarf að fara strax frá völdum.
Fólkið mun krefjast þess þangað til
hann fer,“ sagði Diallo.
Vinsæll í fyrstu
Camara ávann sér miklar vinsæld-
ir fljótlega eftir að hann og félagar
hans rændu völdum í desember í
fyrra en hann hét þá frjálsum kosn-
ingum eins fljótt og auðið væri. Al-
menningur var orðinn þeyttur á
stjórnmálaóreiðu og spillingu undan-
farinna ára og var ánægður með
margt sem hinn 45 ára gamli Cam-
ara gerði til að koma á röð og reglu.
Hann lét m.a. liðsmenn úrvals-
sveita forsetaembættisins falla á kné
í sjónvarpsútsendingu í júlí og biðja
menn um að fyrirgefa sér að hafa
lumbrað á hershöfðingja einum. En
Camara er um margt sérkennilegur,
hann hefur t.d. fyrir sið að sofa allan
daginn og vinna á nóttunni. Hann
þykir oft sýna mikinn hroka og er
m.a. sagður hafa móðgað fjölda er-
lendra sendiherra.
Forsetadraumum valda-
ræningjans Camara mótmælt
Í HNOTSKURN
»Gínea er rösklega tvöfaltstærra en Ísland og íbúar
rúmar 10 milljónir, flestir
múslímar. Landið er auðugt af
járni, gulli og demöntum og
talið er að þar sé nær helm-
ingur af öllu báxítí í heim-
inum. Úr báxíti er unnið ál.
Talið er að mikið sé af olíu á
hafsbotni við strendur Gíneu.
»Moussa Dadis Camara varnær óþekktur höfuðs-
maður hernum þegar hann
rændi völdum í fyrra. Hann
ávann sér vinsældir með því
að lofa frjálsum kosningum og
forsetakjöri þar sem hann yrði
ekki sjálfur í kjöri. Einnig hóf
hann sókn gegn umsvifamikl-
um fíkniefnasölum.
Valdafíkn Moussa Dadis Camara er
sagður vilja verða forseti.
Geta allir flutt á brott?
Yfirleitt er fólkið of fátækt og
skortir menntun og færni til þess.
Þeir sem geta farið eru líklegri til
að flytja þá til svæða í grenndinni
og til stutts tíma.
Hvaða áhrif hafa flutningarnir?
Þeir bæta oft verulega kjör þeirra
sem sitja eftir. Ástæðan er að þeir
sem komast burt og fá vinnu í iðn-
ríkjunum senda oft stóran hluta
launa sinna heim.
Hvað verður um féð?
Peningarnir fara að hluta í ráð-
stafanir á heimaslóðum sem gera
íbúum kleift að laga sig að breyttu
loftslagi og afleiðingum þess.
S&S