Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 19
Fæst orð bera minnsta ábyrgð Engu er líkara en Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, þurfi að hafa sig allan við til að segja ekkert á meðan Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor heilsast á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á Grandhóteli í gær. Þessir þrír fluttu erindi ásamt Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda. 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009 Ómar ALMENNINGUR hefur orðið fyrir ýmsum áföllum og má síst við hækkuðum sköttum en ríkið þarfn- ast sárlega meiri tekna. Meðal nýrra hugmynda er skattlagning lífeyris- iðgjalda þegar þau eru greidd, en þau eru nú undanþegin skatti. Þess í stað yrði lífeyririnn ekki skattlagður. Þessar tillögur eru róttæk breyting á lífeyriskerfinu. Tilgangurinn er að finna skattstofn sem hægt er að nýta, án þess að hann leggist af of- urþunga á almenning eða fyrirtæki. Ætla má að fást myndu allt að 30 til 35 milljarðar króna í ríkissjóð á ári. Hugmyndirnar voru fyrst nefndar síðastliðinn vetur af ríkisstjórninni, en þingflokkur sjálfstæðismanna tók þær upp nú í sumar. Umræðan leidd- ist fljótlega á villigötur og hljóðnað hefur um hugmyndina. Það er miður, því hugsanlega er þetta ein besta lausnin til að leysa brýna þörf á skatttekjum, án þess að valda heim- ilum búsifjum í hækkuðum álögum. Hvaða afleiðingar hefur þessi kerfisbreyting fyrir þá sem koma við sögu, það er almenning, ríkissjóð og lífeyrissjóðina? Með breytingunni yrði að skipta lífeyrissjóðunum í tvennt. Núverandi kerfi verður lokað fyrir iðgjöldum um leið og nýja kerf- ið er tekið upp, segjum um áramót. Gert er ráð fyrir því að lífeyrissjóð- irnir stæðu skil á skattinum af öllum iðgjöldum, hvort sem talað er um hluta lífeyrisþega eða atvinnuveit- enda. Sársaukalaust fyrir almenning Öll iðgjöld sem greidd eru í lífeyr- issjóð eru nú undanþegin skatti. Fjármagnstekjur eru ekki skatt- lagðar hjá lífeyrissjóðunum. Þessi tegund sparnaðar nýtur að þessu leyti sérstakra forréttinda. Laun- þegar fá þannig hærri lífeyris- greiðslur en ella. Þegar lífeyrir kem- ur til greiðslu er hann skattlagður eins og hverjar aðrar tekjur. Aðalkosturinn er að skattheimtan er sársaukalaus núna. Þegar lífeyr- irinn verður greiddur verður hann skattlaus. Ráðstöfunartekjur verða því þær sömu fyrir almenning. Eins og nú horfir fer skattprósenta vænt- anlega ekki lækkandi á næstunni. Fremur að tekjuskattur muni hækka meðan þjóðin vinnur sig út úr vand- anum. Einnig þyrfti að huga að áhrifum persónuafsláttar, einfaldast virðist að nota flata skattprósentu á lífeyrisiðgjöldin og hafa hana heldur lægri en almenna skattprósentu. Hjá þeim sem minnst réttindi hafa hjá lífeyrissjóðum myndi persónu- afsláttur nýtast á ellilífeyrisárum vegna lífeyrisgreiðslna frá Trygg- ingastofnun og ráðstöfunartekjur því verða óbreyttar þegar litið væri til heildartekna lífeyrisþegans. Þetta þyrfti að skoða í smáatriðum, en í fljótu bragði virðast áhrifin á ein- staklingana lítil. Þórarinn V. Þór- arinsson skrifar í Morgunblaðið 19.6. 2009: „40 milljarða skerðing á iðgjalds- greiðslum verður ekki ávöxtuð í sjóðunum og réttindin munu óhjá- kvæmilega skerðast að sama skapi. Það hefur því úrslitaáhrif hvort skattur er greiddur við inngreiðslu iðgjalds í sjóðina eða við út- greiðslu lífeyris mörg- um áratugum síðar. Lífeyrisgreiðsl- urnar munu því óhjákvæmilega skerðast sem svarar ávöxtun þessara 40 milljarða á hverju ári í marga ára- tugi.“ Þetta er rétt, en ráðstöfunar- tekjurnar skerðast þó ekki, að því gefnu að skattprósenta sé óbreytt. Ástæðan er í stuttu máli sú að ef skattprósentan er 36% allan tímann skiptir ekki máli hvort hún er tekin á undan eða eftir. Fyrir stærðfræðinga má segja að hér sé víxlreglan að verki, 0,36 x Heild = Heild x 0,36 svo dæmið sé einfaldað mikið. Ríkið og sveitarfélög fá miklar skatttekjur Í tillögum sjálfstæðismanna er gert ráð fyrir að um 40 milljarðar króna komi inn í skatttekjur af iðgjöldum í lífeyrissjóð. Líklegt er að skattarnir af iðgjöldunum verði lægri eða nær 35 milljörðum króna, jafnvel heldur lægri ef miðað er við lægri skattpró- sentu. Samt sem áður er talan tæp- lega fjórðungur þess sem þarf til þess að loka fjárlagagatinu. Þetta er því mjög há fjárhæð sem hvorki þrengir að heimilunum né fyrirtækjunum. Valið hér er milli þess að ríkið taki annaðhvort meiri lán nú, sem þá verða greidd af skattborgurum í framtíð, eða nýti sér þennan skatt- stofn – sem gæti þýtt betra lánshæf- ismat og lægri vaxtabyrði ríkisins þegar upp er staðið. Lífeyrissjóðirnir Breytingin hefur margvísleg áhrif á lífeyrissjóðina. Núverandi kerfi yrði lokað og því væru þeir sjóðir sem ekki eiga fyrir skuldbindingum sínum neyddir til þess að skerða réttindi í stað þess að ýta vandanum á undan sér. Flestir sjóðirnir reikna árlega eða oftar hvernig greiðsluflæði þeirra verði á komandi árum og taka þá til- lit til innstreymis iðgjalda, greiðslu lífeyris, ávöxtunar og greiðslu af verðbréfum í eigu sjóðanna. Skatt- fjárhæðin, 30-35 milljarðar króna, er líklega liðlega 20% af tekjum sjóð- anna, og hefur því áhrif á rekstur þeirra. Ekki er þó ástæða til þess að ætla að þeir lendi í sérstökum vand- ræðum í rekstri vegna þessa. Í þriðja lagi minnkar fjárfestinga- geta lífeyrissjóðanna og þar með endurnýjuð þátttaka þeirra í at- vinnulífinu. Hlutverk sjóðanna er fyrst og fremst að ávaxta iðgjöld sem best, en ekki að koma inn sem ein- hvers konar bjargráðasjóður, jafnvel þó að brýn þörf sé á fjármagni núna. Stór hluti af lausu fé lífeyrissjóðanna mun að óbreyttu renna til kaupa á skuldabréfum ríkissjóðs. Með minni þörf ríkisins fyrir fjármögnun með lánsfé gæti niðurstaðan orðið sú að ráðstöfun fjár sjóðanna til annarra fjárfestinga yrði óbreytt. Þá er ljóst að rekstur sjóðanna yrði nokkuð flóknari með slíkri skiptingu, en sá vandi er þó auðleyst- ur með nútíma upplýsingatækni. Einföld lausn á erfiðum vanda Með skattlagningunni vinnst eft- irfarandi: 1. Ríkið og sveitarfélög þurfa ekki að taka jafnmikil lán og ella 2. Ekki þarf að hækka skattbyrði á almenning 3. Séð er fyrir fjórðungi halla fjár- laga 4. Ráðstöfunartekjur almennings skerðast ekki 5. Neysla dregst ekki meira saman og kreppan dýpkar því ekki 6. Skatturinn fer ekki út í verðlag Hugmyndin um breytta skattlagn- ingu lífeyris hefur bæði kosti og galla og hefur ekki verið að fullu út- færð. Hins vegar hlýtur kreppu- ástandið að leiða til þess að skapandi hugmyndir af þessu tagi séu grand- skoðaðar. Í núverandi harðindum hafa Íslendingar ekki efni á þeim lúxus að hæðast að nýjum hug- myndum eða hafna þeim án þess að hugsa málin í botn. Kostirnir hljóta að leiða til þess að skoða beri þessa leið með yfirvegun og vönduðu fag- legu mati. Eftir Benedikt Jóhannesson og Bjarna Guðmundsson »Meðal nýrra hug- mynda er skattlagn- ing lífeyrisiðgjalda þeg- ar þau eru greidd, en þau eru nú undanþegin skatti. Þess í stað yrði lífeyririnn ekki skatt- lagður. Benedikt Jóhannesson Höfundar eru trygginga- stærðfræðingar. Einföld og sársaukalaus leið til að minnka halla fjárlaga Bjarni Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.