Morgunblaðið - 30.09.2009, Síða 20
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009
Í SPJALLI sínu
við Sölva Tryggvason
á Skjá einum (25.9.
’09) sagði nýráðinn
ritstjóri þessa blaðs,
Davíð Oddsson, að
Icesave-málið væri
„eitt mesta skemmd-
arverk sem á Íslandi
hefur dunið“.
Þetta má til sanns
vegar færa, þótt orða-
lag ritstjórans sé ögn
villandi. Icesave-málið dundi ekki yf-
ir Íslendinga. Icesave-reikningurinn
upp á ca. 700 milljarða króna er bein
afleiðing af ákvörðunum eigenda og
forráðamanna Landsbanka Íslands,
þeirra Björgólfs Guðmundssonar og
Kjartans Gunnarssonar, varafor-
manns bankaráðs og fv. fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins
og bankastjóra í þeirra þjónustu.
Sú ákvörðun þessara manna að
leysa endurfjármögnunarþörf á óhóf-
legu skuldasafni bankans með því að
stofna útibú Landsbankans í Bret-
landi og Hollandi þýddi að banka-
leyfið, eftirlitið og lágmarksinni-
stæðutrygging sparifjáreigenda var
á ábyrgð íslenskra eftirlitsstofnana
og íslenska tryggingasjóðsins.
Ef þessir einstaklingar hefðu farið
að fordæmi Kaupþingsmanna og
rekið þessa fjáröflunarstarfsemi sína
í formi dótturfélags en ekki útibús,
þá lægi enginn Icesave-reikningur
fyrir Alþingi Íslendinga með kröfu
um ríkisábyrgð. Þá væri einfaldlega
enginn Icesave-reikningur til. Hvort
tveggja, eftirlitið og lágmarkstrygg-
ing innistæðna, hefði verið á ábyrgð
viðeigandi stofnana í Bretlandi og
Hollandi.
Kostaboð
Í skýrslu sem tveir lagaprófess-
orar unnu fyrir neðri deild hollenska
þingsins er reyndar upplýst, að hol-
lensk og bresk stjórnvöld höfðu af
því þungar áhyggjur, að fall Lands-
bankans gæti hrundið af stað áhlaupi
á bankakerfi þessara landa. Til þess
að fyrirbyggja þá hættu buðust eft-
irlitsstofnanir Hollendinga og Breta
til að taka að sér eftirlitið og inni-
stæðutrygginguna, og létta þar með
hvoru tveggja af veikburða eftirlits-
stofnunum Íslendinga og
tryggingasjóði.
Forráðamenn Lands-
bankans höfnuðu þess-
um kostaboðum, enda
sögðu þeir í bréfi til hol-
lenska seðlabankans og
FME í sept. 2008, að
þeir hefðu „vissu fyrir
því, að íslenska ríkið
myndi ábyrgjast
lágmarksinnistæður í ís-
lenskum bönkum“. Vitað
er, að FME gerði tilraun
til að fá forráðamenn
Landsbankans til að
taka sönsum, en án árangurs. Sjálfur
hefur Davíð Oddsson, fv. seðla-
bankastjóri, látið hafa eftir sér í fjöl-
miðlum, að forráðamenn Lands-
bankans hafi lofað því að færa þessa
fjáröflunarstarfsemi sína í Bretlandi
og Hollandi yfir í dótturfélög og þar
með á ábyrgð þarlendra stofnana.
Því miður hafi þeir ekki staðið við
gefin loforð.
Ef forráðamenn Landsbankans,
þeir Björgólfur Guðmundsson og
Kjartan Gunnarsson, fv. fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
hefðu staðið við loforð sín, þá væri
enginn Icesave-reikningur. Ef for-
ráðamenn íslensku eftirlitsstofn-
ananna, þ.e. FME og Seðlabankans,
hefðu fylgt eftir kröfum sínum um að
breyta netútibúunum í dótturfélög af
því harðfylgi, sem Davíð Oddsson er
þekktur fyrir, þá væri enginn Ice-
save-reikningur. Ef íslensku eft-
irlitsstofnanirnar hefðu beitt valdi
sínu og lagaheimildum (sbr. 36. gr. l.
um fjármálafyrirtæki) og knúið
forráðamenn Landsbankans til þess
að taka kostaboðum hollenskra og
breskra stjórnvalda í tæka tíð, þá
væri enginn Icesave-reikningur.
Á fyrrihluta árs 2008 höfðu for-
ráðamenn bæði Landsbanka og
Seðlabanka fengið grafalvarlegar
viðvaranir frá dómbærum aðilum um
að hætta væri á ferðum. Í febrúar
2008 gerði eftirlitsfyrirtækið
Moody’s alvarlegar athugasemdir
við Icesave-innlán Landsbankans á
fundi með Davíð Oddssyni seðla-
bankastjóra o.fl., sbr. minnisblöð
Seðlabankans dags.12. feb. 2008.
Spilaborg
Í apríl 2008 fengu forráðamenn
Landsbankans í hendur úttekt á ís-
lenska bankakerfinu frá alþjóðlega
viðurkenndum sérfræðingum, þeim
Buiter og Sibert. Þar er viðskipta-
módeli íslensku bankanna, botnlausri
skuldsetningu í erlendum gjaldeyri
með veikburða seðlabanka að bak-
hjarli og gríðarlega gengisáhættu
lýst sem spilaborg, sem væri að
hruni komin. Þar var mælt með því,
að Icesave-útibúum yrði þegar í stað
breytt í dótturfélög og höfuðstöðvar
bankanna færðar á stærra mynt-
svæði, þar sem meginþungi starf-
seminnar var þegar fyrir. Vitað er,
að fulltrúar Seðlabanka og Fjár-
málaráðuneytis fengu þessa skýrslu í
hendur og hlýddu á viðvörunarorð
höfundanna.
Tíföldun bankakerfisins umfram
þjóðarframleiðslu á innan við sex ár-
um eftir einkavæðingu og meðfylgj-
andi skuldasöfnun í erlendum gjald-
eyri, sem sló heimsmet, var reyndar
svo risavaxið mál, að það hefði átt að
vera meginviðfangsefni stjórnvalda í
hagstjórninni að fyrirbyggja yfirvof-
andi banka- og gengishrun með þeim
úrræðum, sem m.a. Buiter og Sibert
mæltu með. Ef Geir H. Haarde for-
sætisráðherra og Davíð Oddsson, þá-
verandi seðlabankastjóri, hefðu grip-
ið til aðgerða, eins og þeirra sem
Buiter og Sibert mæltu með, þá væri
enginn Icesave-reikningur.
Í sjónvarpsspjallinu á Skjá einum,
sem vitnað var til í upphafi, kenndi
hinn nýráðni ritstjóri Morgunblaðs-
ins Icesave-málið við skemmdarverk.
Það má til sanns vegar færa, þótt nú
sé í tísku að kenna slíka iðju við
hryðjuverk. En hryðjuverk verða
ekki til af sjálfu sér. Þeir sem þau
vinna kallast hryðjuverkamenn. Af
einhverjum ástæðum komst það lítt
til skila í spjalli ritstjórans, hverjir
þarna höfðu verið að verki. Vonandi
bætir þessi greinarstúfur aðeins úr
því.
Skemmdarverk
Eftir Jón Baldvin
Hannibalsson
»Ef Geir H. Haarde
forsætisráðherra og
Davíð Oddsson, þáver-
andi seðlabankastjóri,
hefðu gripið til aðgerða,
eins og þeirra sem Buit-
er og Sibert mæltu með,
þá væri enginn Icesave-
reikningur.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Höfundur var ráðherra í ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar 1991-95.
Í VIÐTALI við
Morgunblaðið þann 22.
september gagnrýndi
ég þau ummæli, dr.
Rajendras K. Pachaur-
is, formanns Vísinda-
nefndar Sameinuðu
þjóðanna um loftslags-
breytingar (IPCC), að
„Ísland væri for-
ysturíki í loftslags-
málum“. Ég benti með-
al annars á að tæpast
gæti hann vitað að hérlend stjórn-
völd hefðu enn ekki lagt fram neina
aðgerðaáætlun um hvernig skuli
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda.
Við þessum ummælum mínum
hafa tveir menn brugð-
ist með skrifum í Morg-
unblaðið. Þeir Ólafur
Halldórsson þann 27.
og þann 28. september
Aðalsteinn J. Hall-
dórsson. Ólafur vitnar
til ummæla dr. Pac-
hauris um að betra væri
að nýta endurnýjanlega
orku fyrir áliðnað – „Ef
nauðsynlegt er að fram-
leiða það“, eins og hann
komst að orði í viðtali
við Ríkissjónvarpið. Að-
alsteinn sakar mig um þjóðern-
ishyggju og bendir á að heildarlosun
Íslands sé á við eitt álver í Kína (með
kolaorkuveri). En ummæli mín sner-
ust alls ekki um þetta heldur hitt að
Ísland á mikið ógert til að geta talist
forusturíki í baráttunni við loftslags-
breytingar.
Í fyrirlestri sínum við Háskóla Ís-
lands benti dr. Pachauri á nauðsyn
þess að koma á kolefnisskatti (effec-
tive carbon-price signal). Slíkur
skattur hefur enn ekki verið inn-
leiddur hér á landi. Á þessu sviði er-
um við eftirbátar annarra Norð-
urlanda.
Samkvæmt upplýsingum frá um-
hverfisráðuneytinu hefur losun gróð-
urhúsalofttegunda á Íslandi aukist
um 32% frá árinu 1990. Þar munar
mest um stóriðju sem er undanþegin
skuldbindingum Íslands á fyrsta
skuldbingartímabili Kyoto-
bókunarinnar 2008 – 2012. Það er því
enn mögulegt að Ísland nái að tak-
marka almenna losun við 10% aukn-
ingu en „mikilvægt er að allir leggist
á eitt til að svo megi verða“ eins og
segir í fréttatilkynningu Umhverf-
isstofnunar frá 18. júní s.l.
Vísindanefndin sem dr. Pachauri
veitir forstöðu telur nauðsynlegt að
iðnríkin dragi úr losun um 25 – 40%
fyrir árið 2020 miðað við 1990. Undir
það taka íslensk stjórnvöld en hyggj-
ast einungis draga úr losun um 15% á
sama tímabili.
Framlag IPCC til umræðu um
loftslagsbreytingar er afar mikils-
vert enda fékk nefndin frið-
arverðlaun Nóbels árið 2007 og veitti
dr. Pachauri þeim viðtöku fyrir henn-
ar hönd. En því miður er eins og ís-
lenskir ráðamenn hafi ekki áttað sig
á því hversu brýnt það er að fylgja
tilmælum IPCC um samdrátt í losun
gróðurhúsalofttegunda og það er
víðs fjarri því að ég hafi með nokkr-
um hætti vegið að góðu framlagi dr.
Pachauri í hinni alþjóðlegu umræðu.
Forusturíki dr. Pachauris?
Eftir Árna Finnsson »En ummæli mín
snerust alls ekki um
þetta heldur hitt að Ís-
land á mikið ógert til að
geta talist forusturíki í
baráttunni við loftslags-
breytingar.
Árni Finnsson
Höfundur er formaður
Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Sími 551 3010
Hárgreiðslustofan
– meira fyrir áskrifendur
Mannauður
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Verðmætasta auðlind allra
fyrirtækja er mannauðurinn.
Sá sem hefur besta fólkið
stendur best að vígi.
Í sérblaðinu Mannauðurinn
skoðar Viðskiptablað
Morgunblaðsins leiðir til að
bæta starfsandann og styrkja
starfsfólkið.
• Hvernig má efla hópinn á erfiðum tímum?
• Hvað þurfa stjórnendur að temja sér til að
ná því besta úr starfsfólkinu?
• Hvaða námskeið og hópeflislausnir eru í
boði?
• Hvernig getur símenntun og sjálfsstyrking
bætt mannauð fyrirtækisins?
• Hvað í vinnuumhverfi og kjörum skiptir
mestu máli?
• Hvernig má laða að - og halda í - hæfasta
fólkið?
Mannauðsmálin verða krufin til
mergjar í veglegu sérblaði 8. október.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 5. október.
Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Hvönn Karlsdóttir
569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is