Morgunblaðið - 30.09.2009, Síða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009
Það er ekki nóg að vera mús-íkalskur. Tónlistarmaðursem heldur tónleika meðklassískri tónlist verður
líka að hafa tækni.
Þetta sannaðist á tónleikum
pólsku hjónanna Pawel og Ag-
nieszka Panasiuk, sem hafa verið
búsett hér í áratug. Tónleikarnir
voru í Salnum í Kópavogi og hófust á
svítu kvikmyndatónverka eftir
Schnittke, upphaflega fyrir fiðlu og
píanó. Agnieszka spilaði sérlega fal-
lega á píanóið, hver tónn var mót-
aður af alúð og vandvirkni. Sömu
sögu er ekki að segja um sellóleik
Pawels, sem var alltof oft óhreinn.
Hann má vissulega eiga að hann
spilaði af innlifun og næmri tilfinn-
ingu fyrir ólíkri stemningu hvers
kafla, en það var ekki nóg. Tæknin
var ekki fyrir hendi og því tókst Pa-
wel sjaldnast að koma tónlistinni til
skila á fullnægjandi hátt.
Svipaða sögu er að segja um flest
annað á dagskránni, hvort sem það
var Adagio og Allegro eftir Schu-
mann, Gitarre eftir Moszkowski, At
the Fountain eftir Davidoff eða ann-
að. Píanóleikurinn var góður en
Pawel hafði lítið vald á tóni sellósins,
sem var mjór, grunnur og ekki í fók-
us. Tónlistin komst því aldrei á flug
á tónleikunum.
Fáein einleiksverk fyrir sitthvort
hljóðfærið voru á dagskránni. Mild
und (Meistens) Leise fyrir selló eftir
Þorkel Sigurbjörnsson kom ekki vel
út, Pawel náði aldrei tökum á fín-
legum blæbrigðum sem segja svo
margt. Fyrir bragðið var túlkunin
aðeins merkingarlaus óskapnaður.
Einleiksverk fyrir píanó eftir
Chopin, Ballaða nr. 2 var aftur á
móti fallega spiluð, með syngjandi
hljómfegurð og prýðilega útfærðum
dramatískum átökum.
Agnieszka flutti líka etýður op. 39
nr. 3 og 8 fyrir píanó eftir Rakman-
inoff. Þær voru ekki nægilega skýrt
leiknar til að teljast viðunandi. En
rólega etýðan nr. 2 var forkunn-
arfögur, túlkunin einkenndist af dul-
úð og draumkenndum trega sem var
einkar seiðandi. Það var frábær
spilamennska og án efa hápunktur
tónleikanna.
Komst
ekki á flug
Salurinn í Kópavogi
Kammertónleikar bbnnn
Pawel og Agnieszka Panasiuk fluttu
verk eftir Schumann, Schnittke, Chop-
in, Rakmaninoff, Þorkel Sigurbjörnsson
og fleiri. Þriðjudagur 22. september.
JÓNAS SEN
TÓNLIST
BANDALAG þýðenda og túlka
er fimm ára í dag, Af því tilefni
verður haldið opið málþing um
þýðingar og túlkun í sal Þjóð-
minjasafns Íslands við Suð-
urgötu frá kl. 13-17. Þar verða
reifuð ýmis atriði sem lúta að
starfsvettvangi félagsmanna,
s.s. gæði bókmenntaþýðinga,
þýðingarminni og túlkun í al-
þjóðlegu umhverfi. Seinni hluti
þingsins verður helgaður
menntun og ráðningu þýðenda ef til Evrópusam-
bandsaðildar kemur. Yfirmaður útvistunarmála
hjá þýðingamiðstöð Evrópusambandsins kynnir
starfsemi miðstöðvarinnar. Allir eru velkomnir.
Hugvísindi
Þot þingar um þýð-
ingar á afmæli sínu
Formaðurinn Rún-
ar Helgi Vignisson.
TÓNLEIKAR í hádegistón-
leikaröðinni Ljáðu okkur eyra
verða í Fríkirkjunni í Reykja-
vík í hádeginu í dag. Tónleik-
arnir standa í um það bil hálf-
tíma og hefjast kl. 12.15.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
Tónleikaröðin Ljáðu mér
eyra er sérstök að því leyti að
ekki er gefið upp fyrirfram
hvaða listamenn koma fram
hverju sinni. Allir eru þeir þó í hópi okkar fremstu
tónlistarmanna, söngvarar jafnt sem hljóðfæra-
leikarar. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar
er Gerrit Schuil píanóleikari.
Tónlist
Ljáðu okkur eyra
í Fríkirkjunni í dag
Gerrit
Schuil
LISTAVIKA hefst í Bókasafni
Seltjarnarness á morgun kl. 17
og stendur hún í tíu daga. Ás-
gerður Halldórsdóttir bæj-
arstjóri setur vikuna. Heið-
ursgestur vikunnar verður
Yrsa Sigurðardóttir sem les úr
nýju óprentuðu verki. Gunnar
Kvaran og Selma Guðmunds-
dóttir leika saman á selló og pí-
anó. Opnuð verður myndlist-
arsýning þriggja listamanna,
Kristínar Gunnlaugsdóttur, Messíönu Tóm-
asdóttur og Rögnu Ingimundardóttur sem allar
hafa borið titilinn bæjarlistamenn á Seltjarn-
arnesi. Margt fleira verður í boði til upplyftingar.
Listir
Listavika í Bóka-
safninu á Nesinu
Yrsa
Sigurðardóttir
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„BING Crosby var eins og hver ann-
ar veiðimaður sem ég hafði kynnst.
Ég skynjaði ekki að hann væri neitt
merkilegri en aðrir enda kom hann
ekki þannig fram,“ segir Axel Gísla-
son. Margir sem sáu heimildamynd
Bubba Morthens, Áin – Ættbálk-
urinn á bakkanum, sem sýnd var í
Ríkissjónvarpinu í liðinni viku, hafa
talað um brot úr fjörutíu ára göml-
um bandarískum veiðiþætti þar sem
sýnt var hvar Axel fylgir Crosby og
félaga hans við veiðar á Nessvæðinu
í Laxá í Aðaldal.
„Jú, þetta hefur vakið athygli,
margir hafa haft samband vegna
þessa þáttar síðustu daga,“ segir
Axel og hlær.
„Það var mjög gaman að taka þátt
í þessu. Þótt Bing Crosby birtist í
þættinum sem frægur maður hafði
hann gaman af stangveiði en hafði
aldrei átt við svona stóra fiska.
Heima í Bandaríkjunum var hann
fyrst og fremst að fást við silung.“
Átta manna tæknilið var við upp-
tökur hér í eina viku, en þátturinn
hét American Sportsman og var á
dagskrá ABC-stöðvarinnar.
„Stærsti laxinn sem við veiddum í
þessum túr var mikið notaður í
myndinni,“segir Axel. „Tökumenn-
irnir voru inni í bíl þegar hann tók á
Skriðuflúð en laxinn rauk um stórt
svæði og stökk mörgum sinnum.
Þeir náðu stórum hluta af þessum
stökkum og þau eru notuð fyrir
marga aðra fiska í myndinni.
Þegar tökum var lokið var Bing
laus í einn dag og ég bauð honum
með mér upp í Mývatnssveit að
veiða urriða. Við fórum upp að
Helluvaði og vorum þar allan dag-
inn, það var mjög gaman að veiða
með honum þar. Hann sagði margoft
að þetta væri líkara því sem hann
þekkti í veiði – bara fallegra.“
Axel var 24 ára gamall þegar hann
fylgdi Crosby við Laxá. Hann segist
hafa veitt í ánni með föður sínum síð-
an hann var tíu ára gamall. Her-
móður Guðmundsson, bóndi í Nesi,
falaðist eftir honum í leiðsögn, sem
Axel sinnti af og til í tvö sumur.
Áhorfendur hafa haft orð á því að
hann virðist mjög afslappaður í ná-
vist stórstjörnunnar.
Bing samdi lag um Laxá
„Þetta var hálfgert ævintýri og
spilaðist allt nokkuð eðlilega af
fingrum fram,“ segir hann. „Ég var
meira en til í að taka þátt í þessu.
Þegar maður tekur að sér að leið-
beina í veiði snýst það mikið um hvar
er líklegra en annars staðar að bera
niður, hverju á að kasta og hvernig.
Enginn texti var lagður upp í hendur
okkar heldur látið spilast áfram og
það gekk furðuvel.“
Það vakti athygli að Bing söng lag
um Laxá, þar sem hann dásamar
ána og land miðnætursólarinnar.
„Ég man alveg hvernig það bar
til,“ segir Axel. „Einhvern tímann
undir lok dags var hlé. Þá labbaði
Bing frá hópnum en hafði gleymt að
slökkva á upptökutækinu. Við gátum
því heyrt þegar hann var að semja
lagið og textann. Hann var með ein-
hverja grunnlaglínu og var að reyna
útfærslur og texta. Þegar Bing kom
aftur var lagið tilbúið og hann söng
það fyrir okkur, en við sögðum hon-
um ekki fyrr en eftir á að við værum
þegar búnir að heyra það!“
Fyrir tveimur árum kom sonur
Crosbys, Harry, til veiða í Laxá og
var Axel þá með honum dagpart við
ána og fylgdi honum síðan um Mý-
vatnssveit, þar sem faðir hans
veiddi. Þar veiddi Crosby yngri þó
bara fallegar ljósmyndir.
Axel Gíslason fylgdi Bing Crosby við veiðar í Laxá í Aðaldal fyrir 40 árum
„Þetta var hálf-
gert ævintýri“
Morgunblaðið/Golli
Axel og veiðihjól Crosbys „Þegar hann fór gaf hann mér veiðihjólið sem
hann notaði allan tímann. Ég notaði það í tuttugu ár,“ segir Axel Gíslason.
Tónleikar Sinfóníuhljóm-sveitar æskunnar vöktuávallt mikla athygli þeg-ar Paul Zukovsky stjórn-
aði henni um árið. Nú hefur nýr
vettvangur verið skapaður fyrir
efnilega tónlistarnemendur að tak-
ast á við krefjandi sinfónísk verk.
Heitir hann Ungsveit Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands. Fyrstu
tónleikar sveitarinnar voru haldnir
á laugardaginn og viðfangsefnið
ekkert smáræði: Fimmta sinfónían
eftir Sjostakóvitsj.
Mikið hefur verið ritað um þetta
verk, enda tilurð þess sérstök. Það
bar undirtitilinn „Viðbrögð Sov-
étlistamanns við réttmætri gagn-
rýni“, en gagnrýnin var leiðari í
Prövdu sem hét „Tað í stað tón-
listar“. Leiðarinn fjallaði um óp-
eruna Lafði Macbeth frá Mtsensk,
sem er um lögregluríki og er
ádeila á ógnarstjórn Stalíns. Í
leiðara Prövdu stóð: „ Hlustandinn
er yfirkominn … af gruggugu
tónaflóði. Brot úr laglínum, vísar
að tónhendingum drukkna, flýja
og drukkna aftur í drunum,
gnístri og skrækjum. Að fylgjast
með þessari „tónlist“ er erfitt, að
muna hana er ómögulegt.“
Ólíkt óperunni vakti Sinfónían
ánægju hjá yfirvöldum, þrátt fyrir
að lesa megi úr henni einhvers-
konar þvingaðan fögnuð, gleði
með ógnandi undiröldu. Það sem
gerði gæfumuninn var að ekkert
var sagt með beinum orðum eða
með sviðsmynd eins og í óperunni,
enda liggur merking hljóðfæra-
tónlistar ekki alltaf á lausu og er
að nokkru háð upplifun hlustand-
ans. Yfirvöldin gátu því litið á sin-
fóníuna sem afsökunarbeiðni og
tónskáldinu var fyrirgefið. Sjost-
akóvitsj var líka of mikilvægur
merkisberi hámenningar í áróð-
ursvél Sovétríkjanna, hann var því
ekki sendur í fangabúðir eins og
margir vina hans, heldur leyft að
stunda list sína áfram. Hann
þurfti bara að halda sig á mott-
unni.
Upplifunin á laugardaginn var
ánægjuleg, enginn þvingaður
fögnuður þar! Hljómsveit-
armeðlimir voru frjálslega klædd-
ir, í rauðu og svörtu, og gleðin
skein úr andlitum þeirra. Þrátt
fyrir einstaka, en fremur áberandi
hnökra í strengjaleik og í horna-
blæstri, var heildarmyndin sterk
undir hnitmiðaðri stjórn Rumon
Gamba. Auðvitað vantaði dálítið
upp á að hljómsveitin næði að út-
færa almennilega fínleg blæbrigði
sem segja svo margt, og skipta
höfuðmáli, en það má skrifa á
reynsluleysi, fremur en skort á
hæfileikum. Það sem á vantaði var
líka að nokkru bætt upp með fít-
onskrafti, og yfirleitt merkilega
öruggu samspili. Útkoman var
skemmtileg og gífurleg fagn-
aðarlætin í lokin voru fyllilega
verðskulduð.
Óþvingaður fögnuður
Háskólabíó
Sinfóníutónleikar bbbmn
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands
flutti fimmtu sinfóníu Sjostakóvitsj.
Stjórnandi: Rumon Gamba. Laug-
ardagur 25. september.
JÓNAS SEN
TÓNLIST
Jennifer hefur alla
tíð verið glæsileg
trunta og góð með sig 31
»