Morgunblaðið - 30.09.2009, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009
BYGGÐ Á METSÖLUBÓK
STIEG LARSSON
FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO
KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG
STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA.
Yfir 50.000 manns
í aðsókn!
NÆST S
ÍÐASTI
SÝNING
ARDAG
UR!
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Jennifer‘s Body kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Bionicle (ísl. tal) kl. 6 LEYFÐ
The Ugly Truth kl. 8 B.i. 14 ára
The Final Destination kl. 10 B.i. 16 ára
STÚLKA
N SEM L
ÉK SÉR
AÐ ELD
INUM
FRUMSÝ
ND 2. O
KTÓBER
FORSAL
A Í FULL
UM GAN
GI Á MI
DI.IS
HHHHH
“ein eftirminnilegasta
mynd ársins og ein
sú skemmtilegasta”
S.V. - MBL
Íslens
kt tal
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
Blóðugur spennutryllir
frá handritshöfundi Juno
Hin sjóðheita Megan Fox
leikur kynþokkafulla og
vinsæla menntaskólastelpu
sem vill aðeins
óþekka stráka!
Með Amanda Seyfried
(úr Mamma Mia).
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Ekki fyrir
viðkvæma
„Afskaplega undarleg, gríðarlega
óvenjuleg og skringilega fullkomin!“
- Damon Wise, Empire
„Frammistaða Dafoe og Gainsbourg er
óttalaus og flokkast sem hetjudáð....
Ég get ekki hætt að hugsa um þessa
mynd. Þetta er alvöru kvikmynd og
hún yfirgefur huga minn ekki. Von
Trier hefur náð til mín og komið mér
úr jafnvægi.“
- Roger Ebert
Uppáhalds
BIONICLE®-hetjurnar
vakna til lífsins í
þessari nýju og
spennandi mynd650kr.
HHHH
„Verður vafalaust
titluð meistarverk...“
– H.S., Mbl
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára
Halloween 2 kl. 8 - 10:20 750 kr. B.i.16 ára
Beyond Reasonable Doubt kl. 5:45 - 8 - 10:20 750 kr. B.i.16 ára
Inglorious Bastards kl. 9 750 kr. B.i.16 ára
Stranglega bönnuð
börnum innan 16 ára
HÖRKUSPENNANDI MYND UM
METNAÐARFULLAN BLAÐAMANN
SEM TEKUR Á SIG SÖK Í
MORÐMÁLI TIL ÞESS EINS AÐ
UPPLJÓSTRA UM HINN SVIKULA
SAKSÓKNARA
MARTIN HUNTER
(MICHEAL DOUGLAS)
SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ
Antichrist kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.18 ára
Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Sólskinsdrengurinn kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ
BRESKA skáldkonan
Sophie Kinsella er þekkt-
ust fyrir bækur sínar um
kaupalkann Becky
Bloomwood en fyrsta bók-
in í þeirri seríu varð ný-
lega að Hollywood-
kvikmynd. Twenties Girl
er nýjasta bók Kinsella og
rataði beint á metsölulist-
ann í Bretlandi líkt og fyrri bækur hennar.
Hér er Becky Bloomwood víðsfjarri og ný
kvenhetja í aðalhlutverki.
Kostir Kinsella sem höfundar felast í leik-
andi léttum stíl og vel heppnuðu samspili
fyndni og rómantíkur. Hún er afþreyingar-
höfundur sem bregst lesendum sínum yfir-
leitt ekki. Lesendahópur hennar er að stór-
um hluta ungar konur og þær eru einnig í
aðalhlutverki í bókum hennar. Þetta eru geð-
þekkar kvenpersónur sem eru nokkuð leit-
andi í lífinu og lenda fyrir misskilning í alls
kyns kúnstugum uppákomum en allt fer vit-
anlega einstaklega vel að lokum.
Aðalpersónan í Twenties Girl er Lara sem
á við mótlæti að stríða því kærasti hennar
hefur sagt henni upp og hún vill allt til vinna
að ná honum aftur. Einn daginn fær Lara
mjög svo óvænta heimsókn þegar andi gam-
allar frænku birtist henni og fer að hafa
veruleg áhrif á líf hennar. Milli Löru og
draugsins myndast afar sérstakt samband
því þetta er í meira lagi lífsglaður draugur.
Það er vandi að skrifa góða draugasögu og
Kinsella ræður ekki fullkomlega við það
verkefni. Frásagnir af uppátækjum draugs-
ins verða endurtekningarsamar og þreyt-
andi. Það er eins og höfundur hafi komist í
þrot með efnið um miðbik bókar en ákveðið
af tómri þrjósku að halda áfram. Stíllinn
höktir á alltof mörgum stöðum og fyndnin
missir yfirleitt marks. Kinsella hefur alltaf
gert betur en í þessari bók sem hlýtur að
teljast hennar lakasta.
Bragðdauf
draugasaga
Twenties Girl eftir Sophie Kinsella. Bantam
Press gefur út. 432 bls. Kilja.
Kolbrún Bergþórsdóttir
ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Girl Who Played With Fire
– Stieg Larsson
2. The Lost Symbol – Dan Brown
3. The Associate – John Grisham
4. Why Iceland? – Ásgeir Jónsson
5. Meltdown Iceland – Roger
Boyes
6. Paths of Glory – Jeffrey Archer
7. Nation – Terry Pratchett
8. Torn Apart – James Patterson
9. Eclipse – Stephenie Meyer
10. True Detectives – Jonathan
Kellerman
Eymundsson
1. The Lost Symbol – Dan Brown
2. The Last Song – Nicholas
Sparks
3. The Help – Kathryn Stockett
4. Alex Cross’s Trial – James Patt-
erson og Richard dilallo
5. South of Broad – Pat Conroy
6. Spartan Gold – Clive Cussler
7. The White Queen – Philippa
Gregory
8. Dead and Gone – Charlaine
Harris
9, The Girl Who Played With Fire
– Stieg Larsson
10. A Gate At The Stairs – Lorrie
Moore
The New York Times
1. Someone Special – Sheila
O’Flanagan
2. Angels and Demons – Dan
Brown
3. Devil May Care – Sebastian
Faulks
4. The Return – Victoria Hislop
5. Secrets – Freya North
6. Deadly Intent – Lynda La
Plante
7. Don’t Look Twice – Andrew
Gross
8. This Charming Man – Marian
Keyes
9. The Business – Martina Cole
10. Guilty Pleasures – Tasmina
Perry
Waterstone’s
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
TVÆR miklar bækur hafa komið
út á undanförnum árum sem báð-
ar segja sögu indversks almenn-
ings og fyrir vikið borga og um
leið landsins. Annars vegar er það
Sacred Games eftir Vikram
Chandra og hins vegar The Pea-
cock Throne eftir Sujit Saraf. Í
fyrrnefndu bókinni er söguhetjan
lögreglumaður í Mumbai sem
glímir við gegnspillt þjóðfélag og í
þeirri síðari er sama upp á ten-
ingnum, en nú er söguhetjan alls-
laus tesölumaður.
Chandni Chowk er markaðs-
hverfi í gömlu Delhí sem á rætur
aftur til átjándu aldar ef ekki
lengra aftur í tímann. Þar ægir
öllu saman, fólk er af ýmsum trú-
flokkum og ættbálkum sem býr
þar í sátt og samlyndi, verslanir
selja allt milli himins og jarðar.
Flestir lepja dauðann úr skel að
því Vesturlandabúum finnst,
menn hafa í sig og á en lítið meira
en það; tesölumaðurinn Gopal
Pandey, sem rekið hefur sama te-
básinn frá unglingsaldri, á ekkert
nema tegræjurnar sínar og smá
pening til að kaupa ódýran mat og
láta raka sig. Hann á sér ekki einu
sinni svefnstað, því hann sefur í
kryddgeymslu, er þar einskonar
næturvörður og hefur verið svo
um hríð.
Örlagatímar í sögu þjóðar
Sagan hefst 31. október 1984,
dag sem hefst eins og aðrir dagar,
en þegar Indira Gandhi er myrt af
lífvörðum sínum kemur í ljós að
undir sléttu og felldu yfirborði er
gríðarleg spenna og eins og hendi
sé veifað hefjast blóðsúthellingar
og átök sem eiga eftir að breyta
lífi allra í Chandni Chowk og ekki
síst tesölumannsins.
Svo vindur sögunni fram næstu
árin að Pandey þvælist úr einu at-
vikinu af öðru, alltaf leiksoppur
örlaganna og handbendi manna
sem vilja nota hann til að komast
til valda sjálfir. Fjórtán árum eftir
atvikin hörmulegu situr Pandey
svo á fundi með forsætisráðherra
Indlands og eygir mikil völd og
áhrif.
The Peacock Throne er býsna
mikil bók, ríflega 750 síður og í
henni eru sagðar margar sögur af
ólíku fólki; meðal sögupersóna eru
betlarar og bófar, vændiskonur,
stjórnmálamenn, rakarar, prestar
og kaupmenn, en örlög Gopal
Pandey hnýta hana saman.
Saraf hefur verið gagnrýndur
fyrir það í heimalandi sínu að gera
of mikið úr spillingu og óáran í
indversku samfélagi, en myndin
sem hann dregur upp virkar
býsna trúverðug og þó hann sé að
greina frá erfiðum tíma í sögu
landsins þá missir hann ekki sjón-
ar á hinu spaugilega; margt sem
hann lýsir er óborganlega fyndið
en annað óbærilega sorglegt.
Gopal Pandey er þannig óláns-
kjáni sem verður vélabrögðum að
bráð en kemst alltaf klakklaust úr
hremmingunum – sá sem býst
ekki við neinu af lífinu verður ekki
fyrir vonbrigðum.
Forvitnilegar bækur: Hvernig er kífið í Chandni Chowk?
Saga af ólánskjána
Wikipedia
Markaður Ys og þys í óreiðunni í Chandni Chowk á Indlandi.