Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009 BÓNORÐIÐ THE PROPOSAL SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA H AF ÞES- M AÐ SJÁ Ð ALLRA ST GUM HAFI.” BYGGÐ Á SANNSÖGU- LEGUM ATBURÐUM ÓHUGNALEG MYND ÞAR SEM ÓÚTSKÝRÐIR HLUTIR ÁTTU SÉR STAÐ Í GÖMLU ÚTFARAR- HEIMILI SUMA HLUTI ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA SÝND Í KRINGLUNNI, OG SELFOSSII eftir William Shakespeare All’s Well That Ends Well frumsýnt 1. október í 2009 SAMbíóin Kringlunni kl. 18.00 National Theatre, London. Frá sviði á hvíta tjaldið, HÁSKERPA OG 5.1 HLJÓÐ! BEIN BÍÓÚTSENDING kynntu þér málið á http://ntlive.sambio.is SÝND Í ÁLFABAKKA / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ... kl. 8 L HAUNTING IN CONNECTICUT kl. 8 - 10:10 16 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 10:10 Í síðasta sinn 16 INGLOURIOUS BASTERDS kl. 10:10 16 BANDSLAM kl. 8 L BEYOND A REASONABLE DOUBT kl. 10:10 16 kl. 6 - 8 L kl. 8 12 kl. 6 L kl. 8 16 Meðal kvikmynda á RIFFvar kanadíska heimild-armyndin Rip, A Remix Manifesto eftir Brett Gaylor. Hún fjallaði að stórum hluta um tónlist- armanninn og lífefnafræðinginn Greg Gillis sem smíðar tónlist úr tónlist annarra, þ.e. hann setur saman lög úr bútum úr annarra lög- um – í laginu „Play Your Part (Pt. 1)“, sem er opnunarlag síðustu plötu hans, Feed the Animals, notar hann þannig tuttugu og fimm lag- búta til að búa til eitt lag sem er tæpar fimm mínútur.    Bútarnir, sem sumir eru ekkinema 20-30 sekúndur, koma úr ýmsum áttum; Roy Orbison bregður fyrir og OutKast, The Spencer Davis Group, Pete Towns- hend, Twisted Sister, Huey Lewis and the News, Ludacris, Jurassic 5, Rage Against the Machine, Edwin Starr, Sinéad O’Connor og Jay-Z svo dæmi séu tekin.    Í myndinni segir Gaylor frá Gills,án þess þó að við verðum margs vísari um hann, en þó fæst góð inn- sýn inn í margt það sem hann er að gera, til að mynda það hvernig hann vinnur sem er ævintýralegt í meira lagi. Þungamiðja myndar- innar er þó hvernig höfundar- réttarlög séu komin á það stig að þau hindri eðlilega þróun í list- sköpun, þ.e. að höfundarrétturinn sé iðulega kominn í hendur fyr- irtækja sem séu síðan í eigu ann- arra fyrirtækja og svo eiga risa- fyrirtæki allt klabbið. Fyrir vikið myndi það kosta listamann eins og Girl Talk milljónir í höfundarrétt- argreiðslum að smíða eitt lag með þeim hætti sem hann gerir. Gaylor setur fram í myndinnifjögur lögmál; menning bygg- ist ævinlega á fortíðinni, fortíðin reynir að ráða framtíðinni, frelsi okkar í framtíðinni minnkar sífellt og að það sé nauðsynlegt að tak- marka stjórn fortíðarinnar til að skapa frjálst samfélag. Hann rök- styður þessi lögmál býsna vel og þótt röksemdafærslan sé stundum heldur þunnildisleg þá kemur hann því vel til skila að skemmtanaiðn- aðurinn sé bæði óskilvikur og óhag- kvæmur og að vandi listamanna fel- ist frekar í kerfislægum göllum en því að fólk sé að sækja sér tónlist, kvikmyndir eða bækur á netinu.    Menn hafa löngum deilt umsmalamennsku í tónlist og þær raddir háværar sem kalla það stuld þegar listamaður tekur bút úr öðru lagi og fléttar saman við sitt. Við höfum dæmi um slíkan kryt hér á landi (Sigurjón Kjartansson gegn Quarashi vegna Stick ’em up), en það flækir málið enn frekar þegar menn eru farnir að ganga eins langt og Girl Talk gerir, þar sem ekkert í laginu er frá honum sjálf- um komið; allt er unnið upp úr efni frá öðrum.    Álíka deiluefni blasir við í öðr-um listgreinum, ritlist og myndlist; er hægt að kalla eitthvað nýtt sem smíðað er úr gömlu? Ef ég tek til handargagns þar sem aðrir hafa skrifað / málað / spilað / sungið og smíða úr því nýtt verk á ég höfundarréttinn að því eða þeir, nú eða fyrirtæki sem þeir unnu hjá einu sinni? Hverjum á ég að borga? Og hvað ef ég fæ ekkert fyrir verkið?    Þessum spurningum er ekkisvarað í myndinni sem hér er gerð að umtalsefni og heldur ekki hvort ekki sé eðlismunur á því þeg- ar listamaður tekur upp tækni frá þeim sem á undan eru gengnir, stælir afturábak sóló Hendrix í Castles Made of Sand eða tekur upp sfuimato-tækni Da Vinci í La Gio- conda / Mona Lisa, eða þegar hann notar Hendrix-sólóið nótu fyrir nótu í önnur lög eða setur andlitið af Lisu Gherardini inn á allar myndir sínar. Allt er nú sem orðið nýtt … Smaladrengur Bandaríski tónlistarmaðurinn / klippilistamaðurinn Gregg Gillis sem tók sér nafnið Girl Talk. AF LISTUM Árni Matthíasson » Skemmtanaiðnaður-inn er óskilvirkur og óhagkvæmur og vandi listamanna felst frekar í kerfislægum göllum en því að fólk sé að sækja sér tónlist, kvikmyndir eða bækur á netinu. MEÐLIMIR Raz- orlight vilja að Noel Gallagher framleiði næstu plötu þeirra. Rokk- ararnir eru miklir aðdáendur fyrr- verandi Oasis- liðans og vilja gjarnan vinna með honum. Þeir telja að hann gæti komið með nýtt hljóð á plötu þeirra. „Það væri áhugavert að sjá sóló- plötu frá Noel, hann er með betri rödd en bróðir hans, Liam. Kannski ættum við að fá Noel til að framleiða næstu Razorlight-plötu. Við erum að leita að framleiðanda og þurfum trú- verðugleika,“ sagði Bjorn Sten Agr- en gítarleikari Razorlight. Noel hætti í Oasis í síðasta mánuði eftir harkalegt rifrildi við bróður sinn Liam og þar með endaði sextán ára ferill bandsins. Nýlega var sagt frá því að Noel ætlaði að ganga til liðs við Kasabian á komandi tónleikaferðalagi bands- ins. Hann mun einnig taka upp lag með hljómsveitinni í framtíðinni. Razorlight vill Noel Noel Gallagher SÖNGVARI hljómsveitarinnar The Limp Bizkit, Fred Durst, hefur skilið við konu sína eftir aðeins þriggja mánaða hjóna- band. Hann tilkynnti um skilnað sinn og Estherar Nazarov á Twitter-síðu sinni. „Fyrir ykkur sem málið varðar staðfesti ég að Esther og ég höfum ákveðið að fara hvort í sína áttina og við þökkum ykkur fyrir stuðninginn,“ skrifaði Durst á síðuna um skilnaðinn. Þau giftu sig óvænt í Las Vegas í júlí og tilkynnti Durst einnig um hjóna- bandið á Twitter-síðunni. Skilinn eftir þrjá mánuði Fred Durst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.