Morgunblaðið - 12.10.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 12.10.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð þar sem þú bókar flugsæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brott- för færðu að vita hvar þú gistir (stökktu tilboð með „öllu inniföldu“ jafnframt í boði). Einnig bjóðum við hið vinsæla Jardin del Atlantico íbúðahótel með öllu inniföldu á hreint ótrúlegum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð frá kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 25 nætur. Stökktu tilboð 24. nóvember. Aukalega m.v. stökktu tilboð með „öllu inniföldu“ kr. 50.000. Aukalega m.v. 2 í íbúð á Jardin del Atlantico með „öllu inniföldu“ kr. 60.000. Aðeins örfáar íbúðir í boði! Kanarí 24. nóv. – 25 nætur frá kr. 99.900 Frá kr. 149.900 – með „öllu inniföldu“ KÖRFUBOLTADAGURINN var haldinn hátíð- legur í Smáralind um helgina á vegum KKÍ. Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Vetr- argarðinn og gátu tekið þátt í ýmsum skot- leikjum og knattþrautum. Þannig var í fyrsta sinn keppt í svonefndum fingraspuna, þ.e. að halda körfubolta á lofti á puttanum einum sam- an. Hér er sigurvegarinn, Snorri Vignisson, 12 ára, að sýna snilli sína í þeirri íþrótt. Körfuboltadagurinn haldinn hátíðlegur í Smáralind Morgunblaðið/Ómar Fyrsti Íslandsmeistarinn í fingraspuna Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MATVÆLAFRAMLEIÐANDINN Iðnmark, sem m.a. framleiðir Stjörnupopp og Stjörnu- snakk, er um þessar mundir að stíga sín fyrstu skref í útflutningi, en fyrsti gámurinn verður sendur til Færeyja á næstu dögum. „Við höfum í gegnum tíðina fengið nokkrar beiðnir um bragðprufur frá Danmörku, Nor- egi og Færeyjum,“ segir Sigurjón Dagbjarts- son, framkvæmdastjóri Iðnmarks. „Und- irtektirnar núna frá Færeyjum voru mjög góðar enda er samkeppnisstaða okkar tölu- vert betri en áður. Gengið gerir það að verkum að við getum betur att kappi við framleiðendur frá öðrum löndum.“ Færeysk verslanakeðja, Samkaup, mun selja vörur Iðnmarks í Færeyjum. „Keðj- an er nokkurs konar kaupfélag og rekur um þrjátíu verslanir. Haldnar verða vöru- kynningar í þeim og erum við bjartsýn á að vörum okkar verði vel tekið þar.“ Stærstur hluti sendingarinnar er Stjörnu ostapopp, sem er söluhæsta vara fyrirtækisins hér á landi. „Ostapopp hefur sérstöðu að því leyti að vöruna framleiða fáir, ef nokkrir, aðrir snakkframleiðendur á Norðurlöndunum. Við fengum uppskrift- ina upphaflega frá Bandaríkjunum en í Evrópu þekkist aðallega salt eða sykrað poppkorn.“ Gat ekki lagt pokann frá sér Segir Sigurjón að miðað við viðbrögð innkaupastjórans færeyska ætti osta- poppið að höfða jafnmikið til Færeyinga og Íslendinga. „Hann gat ekki hætt að borða poppið meðan við ræddum saman og fékk að lokum að taka nokkra poka með sér heim.“ Gerir hann ráð fyrir því að sendur verði gámur annan hvern mánuð til Færeyja, en í hverjum gámi komast fyrir 14.000 pokar af poppi og snakki. Mikil áhersla er lögð á gæði fram- leiðslunnar, að sögn Sigurjóns. „Svo dæmi sé tekið notum við aðeins sól- blómaolíu þótt hún sé dýrari en aðrar tegundir. Þýðir það að gæði vörunnar eru meiri og hún hollari. Þannig er engin transfita í vörunum okkar.“ Iðnmark sendir fyrsta gáminn út á næstu dögum Snakk Stjörnupoppið er nú í boði fyrir frændur vora í Færeyjum. Stjörnupopp til Færeyja „ÉG er bara að benda á hið aug- ljósa og átta mig ekki á því hvers hagur það sé að tala ekki um staðreyndir málsins,“ segir Svandís Svavars- dóttir umhverfis- ráðherra. Vísar hún þar til um- mæla sinna í viðtali við Fréttablaðið sl. laugardag þar sem hún benti á að endanleg fjármögnun Hverahlíð- arvirkjunar lægi ekki fyrir og að orkuöflun fyrir álver í Helguvík væri enn óljós. Í framhaldinu sendu forstjóri og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu ótækt að búa við það að „fulltrúi ríkisstjórnarinnar leitist við að draga úr fjárhags- legum trúverðugleika“ OR. „Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er,“ segir Svandís og bætir því við að sér þyki viðbrögð forsvarsmanna OR ekki hafa borið vott um að þeim væri efst í huga að tryggja trúverðug- leika fyrirtækisins heldur frekar að menn væru lagðir upp í pólitískan leiðangur. „Ég held að Orkuveitu- menn verði að tala varlegar sjálfir ef þeim er annt um orðspor, stöðu og trúverðugleika fyrirtækisins,“ segir Svandís. silja@mbl.is „Var bara að benda á hið augljósa“ Svandís Svavarsdóttir Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SIGURÐUR Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og fleiri hafa réttarstöðu grunaðra manna í rannsókn sérstaks saksókn- ara á viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi fyrir rúmu ári. Frá þessu var greint í breska blaðinu The Observer í gær, en Morgunblaðið hafði áður sagt frá því að mennirnir hefðu verið yfirheyrðir af saksóknaraembættinu. Rannsóknin snýr að kaupum Kat- arbúans Mohammeds Bin Khalifa Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi skömmu fyrir fall bankans. Lánaði Kaupþing Al-Thani fyrir hluta kaup- verðsins, en verið er að rannsaka hvort um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til að halda uppi verði á bréf- um bankans. Alls munu átta manns hafa stöðu grunaðs manns samkvæmt frétt breska blaðsins. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er Halldór Bjarkar Lúðvígsson með réttarstöðu vitnis í málinu, en Halldór hefur um- sjón með norrænum eignum bank- ans fyrir kröfuhafa hans. Í samtali við Morgunblaðið vildi Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari, ekki tjá sig um hverjir njóti réttarstöðu grunaðs í málinu. „Við höfum þá stefnu að gefa ekki upp neinar upplýsingar um réttarstöðu einstakra aðila því hún getur breyst eftir því sem rannsókninni miðar áfram,“ sagði Ólafur en rannsókn á máli Al-Thani hefur staðið yfir um nokkurt skeið og eru fleiri svipuð mál tengd Kaupþingi til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Sigurður og Hreiðar með réttarstöðu grunaðra Kaup Al-Thanis á hlutabréfum Kaupþings enn til rannsóknar Morgunblaðið/Ómar DÓMSMÁLARÁÐHERRA telur vel koma til greina að rýmka heim- ildir til að kveða til meðdómendur. Hins vegar sé ekki hægt að fjölga dómurum og öðru starfsfólki dóm- stóla að óbreyttum fjárveitingum. Í Morgunblaðinu í gær er haft eft- ir Helga I. Jónssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur og starf- andi formanni dómstólaráðs, að bú- ast megi við flóðbylgju mála í kjölfar bankahrunsins. Hann hafi því sent dómsmálaráðherra tillögu um að fjölga héraðsdómurum og aðstoðar- mönnum dómara tímabundið. Einnig óskaði hann eftir rýmri heimildum til að kveða sérfróða meðdómendur til setu í dómi. Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra segir erind- ið til meðferðar í ráðuneytinu. Tekið hafi verið tillit til dómstóla og þeim gert að hagræða um 5% en krafan til ráðuneytisins er almennt 10%. „Ef fjölga á dómurum er ljóst að sú sparnaðarkrafa mun ekki ganga eftir.“ Ragna segir að réttarfarsnefnd ráðuneytisins muni skoða styrkingu fyrirkomulags við að tilnefna með- dómendur til setu í dómi, og jafnvel að menn hlytu sérstaka viðurkenn- ingu til þeirra starfa. andri@mbl.is Ekki hægt að fjölga dómurum Réttarfarsnefnd skoðar önnur úrræði Ragna Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.