Morgunblaðið - 12.10.2009, Side 12
12 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
HARÐI kjarninn vinstra megin í
flokki græningja á Írlandi sleikir nú
sárin eftir að hafa beðið ósigur á
þingi flokksins um helgina.
Græningjar, sem eru smáflokkur í
írskum stjórnmálum, eru aðilar að
stjórn Brians Cowens forsætisráð-
herra og var þess því beðið með
eftirvæntingu hvort þeir myndu
styðja viðreisnaráætlun stjórnar-
innar eða ganga gegn henni og þar
með líklega þvinga fram kosningar.
Meðal helstu viðbragða írsku
stjórnarinnar við hruninu er stofnun
sérstakrar fjármálastofnunar
(NAMA) sem ætlað er að taka á sig
slæm fasteignalán en fá í staðinn
ríkistryggð skuldabréf. Markmiðið
er að auka aðgengi atvinnulífsins að
lánsfé og þar með stuðla að því að
hjól þess fari að snúast á nýjan leik.
Þúsunda milljarða inngrip
Fram kemur á vef dagblaðsins Ir-
ish Times að stofnunin muni kaupa
lán tengd fasteignaviðskiptum fyrir
um 54 milljarða evra, eða á um 23
milljarða evra undir markaðsvirði.
Bönkunum verði gert að taka á sig
mismuninn en upphæðirnar sem hér
um ræðir jafngilda 14.216 og 9.970
milljörðum króna á núverandi gengi
(fyrri talan er markaðsvirðið).
Fasteignabólan reis óvíða hærra
en á Írlandi og misbýður áðurnefndu
flokksbroti í græningjaflokknum að
ríkið skuli nú þurfa að hlaupa undir
bagga með bönkum sem tóku vitandi
vits þátt í að spenna upp fasteigna-
verðið og hætta þar með á verðhrun
síðar.
Andstaðan við slíka björgun og
inngrip ríkisvaldsins í björgunar-
aðgerðir til handa glannalegum fjár-
málastofnunum hefur reynst flokkn-
um erfið, enda hugsjónirnar að veði.
Raunsær meirihluti ræður för
Aðspurður um spennuna innan
græningja segir Conor Ryan, blaða-
maður hjá Irish Examiner, í viðtali
við Morgunblaðið að stilla megi mál-
inu þannig upp að raunsær meiri-
hluti innan flokksins hafi ákveðið að
setja hugsjónir til hliðar.
„Flokkurinn stendur veikum fót-
um. Flokksmenn vita að ef gengið
yrði til kosninga nú myndi flokk-
urinn þurrkast út. Það er því kalt
hagsmunamat sem ræður för. Undir
venjulegum kringumstæðum myndi
flokkurinn aldrei styðja þessar að-
gerðir. Hann þarf að kyngja þeim og
reynir því að hafa áhrif á hvar niður-
skurðarhnífnum er beitt.“
– Hvernig myndirðu lýsa óánægju
minnihlutans í flokknum?
„Þetta er hugsjónafólk. Eindregn-
ir umhverfisverndarsinnar og sá
hluti flokksins sem er lengst til
vinstri í efnahagsmálum. Það er því
mjög kaldhæðnislegt að þessi sami
hópur og hefur gert gróðaöflin að
aðalandstæðingi sínum í stjórn-
málum skuli nú, örlaganna vegna,
þurfa að koma þeim til bjargar.“
Hugsjónum kyngt
Írskir græningjar takast á um viðbrögð við fjármálahruni
Flokksbrot vill ekki verja stórfé til að rétta bankakerfið af
Óvinurinn? Græningjar, sem fengu 4,69% atkvæða í kosningunum 2007, eru
nú í því kaldhæðnislega hlutverki að þurfa að styðja rándýra bankabjörgun.
Græningjar á Írlandi hafa verið
klofnir í afstöðunni til þess hvort
styðja eigi umfangsmikið ríkis-
inngrip til að koma hagkerfinu
upp úr hjólfarinu. Um helgina
ákvað meirihlutinn að gera það.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÓHÁÐIR eftirlitsaðilar saka Sam-
einað Rússland, flokk Dmítrís Med-
vedevs forseta, um að hafa brotið
kosningalög í sveitarstjórnar-
kosningunum í gær, þvert á loforð
forsetans um lýðræðisumbætur.
Að sögn Lílíja Shíbanóva, sem fer
fyrir óháðu eftirlitsstofnuninni Gol-
os, var margvíslegum brögðum beitt
til að hindra frjálsar kosningar.
Auglýsingaspjöld stjórnar-
andstöðuflokka hafi víða verið bönn-
uð og framboð þeirra lýst ógild.
„Medvedev segir að við þurfum
samkeppni og fjölflokkakerfi en
raunin er alger andstaða þess,“ segir
Shíbanóva um lýðræðishallann.
Auglýsingabann á aðra flokka
Sex flokkar buðu fram í sveitar-
stjórnarkosningunum í Moskvu en
aðeins Sameinað Rússland, flokkur
Medvedevs og forvera hans, Vladím-
írs Pútíns, sem margir vilja meina að
haldi enn um stjórnartaumana, fékk
að auglýsa á spjöldum í borginni. Þá
er orðrómur um að þrýst hafi verið á
verkamenn að kjósa „rétt“, það er að
segja að greiða Sameinuðu Rúss-
landi atkvæði sitt.
Fjallað er um málið á vef banda-
ríska dagblaðsins Washington Post
en þar er vikið að nýlegri könnun
stofnunarinnar Levada, þar sem
62% Moskvubúa kváðust líta svo á
að kosningabaráttan væri sviðsettt.
Valdhafarnir skömmtuðu sér sæti.
„Þetta er allt ákveðið fyrirfram,“
hefur blaðið eftir kennaranum Jay
Komisarzhevskaya, sem er 28 ára.
„Ég hef ekki kosið í næstum 10 ár.“
Vændir um falsanir
Mótframboðin í Moskvu fullyrða
að frambjóðendum þeirra hafi verið
meinað að bjóða sig fram til borgar-
stjórnar með þeim fyrirslætti að
undirskriftir þúsunda stuðnings-
manna þeirra hefðu verið falsaðar.
Talsmaður Medvedevs reyndi að
þvo hendur leiðtogans af ásökunum
og skellti skuldinni á Júrí Luzhkov,
borgarstjóra Moskvu, og embættis-
menn hans. Þeir hefðu ekki farið að
fyrirmælum forsetans.
Svikin umbótaloforð og
brögð í tafli í kosningum
Reuters
Leðurklæddur Dmítrí Medvedev forseti greiðir atkvæði í Moskvu í gær.
Sameinað Rússland kúgar mótframboð
Í HNOTSKURN
»Kosið var um borgar-stjóra, sveitarstjórnir og
til héraðsþinga í 76 af 83 kjör-
dæmum landsins.
»Kosningarnar þóttu þvígóður mælikvarði á hvort
Rússland hefði þokast í lýð-
ræðisátt í tíð Medvedevs.
Græningjar
kusu um tvær
viðreisnaráætl-
anir í gær. Ann-
ars vegar um
almenna við-
reisnaráætlun
og svo um
hvort stofna
eigi stofnunina
sem rætt er um
hér til hliðar (NAMA). John Gorm-
ley, leiðtogi flokksins, fagnaði út-
komunni og lýsti henni sem mikl-
um sigri. Alls greiddu um 84%
fundarmanna atkvæði með
viðreisnaráætluninni, en 66% at-
kvæða þurfti fyrir samþykki.
Flokksmenn veittu NAMA einnig
eindregið brautargengi en and-
stæðingar stofnunarinnar, sem
þurftu að sama skapi 66% at-
kvæða til að fá hana fellda, fengu
aðeins 31% atkvæða í kjörinu.
Munurinn var meiri en stjórn-
málaskýrendur áttu von á og renn-
ir það stoðum undir þá túlkun að
flokkurinn hafi sammælst um að
setja ýtrustu hugsjónir til hliðar til
að tryggja áframhaldandi líf hinn-
ar óvinsælu stjórnar Brians Co-
wens forsætisráðherra.
En stjórninni var jafnvel spáð
falli ef Írar hefðu, þvert á útkom-
una, fellt Lissabon-sáttmálann í
atkvæðagreiðslu á dögunum.
Mikill meirihluti styður björgunaraðgerðir
John Gormley
ÞAU eru orðin 82 árin sem sigurgyðjan hefur vakað yfir höfninni í Trieste
á Ítalíu. Styttan, sem er úr kopar og stendur á háum vita, sigurvitanum
(Faro della Vittoria), var reist til minningar um Ítali sem létu lífið í fyrri
heimsstyrjöldinni en hún minnir óneitanlega á sigursúluna í Berlín.
Siglingakappar víðsvegar um Evrópu sigla fleyjum sínum árlega til
Trieste til að taka þátt í keppni um hver er fljótastur til Barcelona.
Keppnin hóf göngu sína 1969 og er ein sú fjölmennasta í heimi með á
þriðja þúsund þátttakenda. Hún fer fram annan sunnudaginn í október.
Reuters
MEÐ SIGURGYÐJU Í FÖR
BARACK Obama
Bandaríkja-
forseti kveðst
ekki verðugur
þess að hljóta
friðarverðlaun
Nóbels í ár. Aðrir
séu betur að
þeim komnir.
Forsetinn lýsti
yfir þessari skoð-
un sinni í bréfi til stuðningsmanna
sinna skömmu eftir að verðlaunin
lágu fyrir, en óhætt er að segja að
útnefningin hafi komið sem þruma
úr heiðskíru lofti.
Ólíkir skoðanabræður
Margir hægrisinnaðir álitsgjafar
vestanhafs fóru hamförum í gagn-
rýni sinni á útnefninguna um
helgina og sakaði Bill Kristol, son-
ur Irving, eins áhrifamesta stjórn-
málaskýranda á hægri vængnum í
Bandaríkjunum á síðustu öld, frið-
arnefndina um Bandaríkjahatur.
Kristol barst óvæntur liðsauki
þegar Hugo Chavez, forseti Vene-
súela, lýsti því yfir að Obama ætti
vegtylluna ekki skilið. Þvert á að
vera boðberi friðar haldi hann
áfram á ófriðarbrautinni sem for-
verinn, George W. Bush, markaði.
Aðrir betur
komnir að
nóbelnum
Barack Obama