Morgunblaðið - 12.10.2009, Side 14

Morgunblaðið - 12.10.2009, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 Forseti Pól-lands hef-ur nú staðfest Lissbon- sáttmálann og þar með er stað- festing fengin frá 26 af 27 þjóðum Evrópusam- bandsins. Forseti Tékklands hefur enn ekki undirritað sáttmálann og Bretar kynnu að endurskoða afstöðu sína verði það ekki um seinan, en Íhaldsflokkurinn, sem allt útlit er fyrir að taki við stjórnartaumunum á næsta ári, hefur heitið því að bera hann undir þjóðaratkvæði. Þó að ákveðin óvissa sé því enn um örlög Lissabon- sáttmálans, sem er í raun aðeins breytt útgáfa af stjórnarskrá Evrópusam- bandsins sem Frakkar og Hollendingar felldu í þjóð- aratkvæðagreiðslu fyrir fjór- um árum, mega miklar líkur teljast á að hann verði full- giltur. Það má með öðrum orðum telja líklegt að um það Evrópusamband sem Ís- land hefur sótt um aðild að muni í náinni framtíð gilda reglur Lissabon-sáttmálans. Hvernig Evrópusambandið mun þróast eftir það er svo áfram háð algerri óvissu og skiptar skoðanir um hvort það á að víkka út eða dýpka. Sumir vilja sjá það þróast áfram í átt að ríkjasambandi og að áframhaldandi stækk- un sé ekki markmiðið. Aðrir vilja að það verði samband ríkja og vilja fjölga ríkjum innan þess. Stuðningsmenn aðildar Ís- lands að Evrópusambandinu færa ýmis rök fyrir máli sínu. Ein röksemdin er sú að innan Evrópusambandsins gildi í raun sú óskráða regla að aldrei sé gengið nærri grundvallarhagsmunum ríkja. Þetta hefur haft þýð- ingu í umræðunni hér á landi vegna þess að fáum Íslend- ingum dettur í hug að taka þá áhættu að setja sjávar- auðlindina undir yfirráð út- lendinga. Hér hefur almennt samkomulag ríkt um að þessi undirstaða efnahags þjóðarinnar yrði að vera á forræði Íslendinga. Sjón- armið þeirra sem kosta kapps um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið hafa verið þau að vegna þeirrar starfsvenju að ganga ekki nærri grundvallarhags- munum ríkja þurfi Íslend- ingar ekki að óttast um fiski- miðin. Evrópusambandið muni taka fullt tillit til hags- muna Íslands þegar kemur að þessum grundvallarhags- munum landsins. Um þetta hefur alla tíð verið ástæða til að efast enda vægast sagt vafasamt fyrir Ísland að leggja grundvöll sinn undir óskráðar vinnureglur Evr- ópusambandsins. Nú, þegar útlit er fyrir að Lissabon- sáttmálinn verði að veru- leika, hljóta efasemdirnar að verða enn sterkari, jafnvel hjá heitustu stuðnings- mönnum Evrópusambands- aðildar Íslands. Ástæðuna má meðal ann- ars finna í fréttaskýringu í nýjasta hefti The Economist. Þar er fjallað um þær breyt- ingar sem verða við fullgild- ingu Lissabon-sáttmálans og bent á að fyrrnefnd vinnu- regla Evrópusambandsins verði líklega ekki í gildi framvegis. Ástæðan sé aukið vægi Evrópuþingsins gagn- vart framkvæmdastjórninni, sem hingað til hefur haft öll völd. Í framkvæmdastjórn- inni hafi vinnureglunni um að horfa til grundvallar- hagsmuna þjóða verið fylgt, en þingið sé ekki upptekið af slíku. Þingmenn myndu ekk- ert víla fyrir sér að setja reglur sem færu þvert á hagsmuni einstakra þjóða. Í þessu sambandi er einn- ig sérstaklega athyglisvert að verði Lissabon-sáttmálinn fullgiltur verður þingið jafn áhrifamikið og fram- kvæmdastjórnin í flestum málum, þar með talið málum sem snúa að fiskveiðum. Þessu til viðbótar verður að hafa í huga að með Lissa- bon-sáttmálanum er nánast verið að útrýma neitunar- valdi einstakra ríkja við ákvarðanatöku innan Evr- ópusambandsins. Ríki munu í Evrópusambandi Lissabon- sáttmálans, sem færir Evr- ópusambandið nær því að vera ríkjasamband en sam- band ríkja, hafa vægi í sam- ræmi við stærð sína. Ekki þarf að fjölyrða um afleið- ingar þess fyrir áhrif smá- ríkja. Ekkert af þessu mun hafa áhrif á heitustu stuðnings- menn aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þeir munu alltaf finna sér ástæð- ur til að styðja aðild þrátt fyrir mikla og vaxandi ókosti hennar. Aðrir hljóta að furða sig á því að einmitt nú, þeg- ar röksemdunum fækkar fyr- ir aðild Íslands að Evrópu- sambandinu, skuli ríkisstjórn Íslands leggja allt í sölurnar til að Ísland gerist aðili. Lissabon-sáttmálinn veikir stöðu Íslands enn frekar innan ESB } Færri rök fyrir aðild L íf í orðum ljóðsins nefnist ný ljóða- bók Sveins Snorra Sveinssonar og þar má finna ljóðið Í blindni: Úti á þjóðveginum í lágmarks skyggni fylgir þú hjólförunum á undan þér. Samt veistu ekki hvort þau liggja út af veginum eða leiði þig í gegnum ofsann. Víst er veðurofsinn mikill. Ekki gott að segja hvaða hjólförum við fylgjum. Slegist er um stýrið. Og farþegarnir fylgjast með skelf- ingu lostnir eða loka bara augunum. Einhvern veginn þannig líður Íslendingum. Og menn- irnir sem slást um stýrið vilja helst ekkert segja við far- þegana þó að þeir glopri einstaka sinnum einhverju út úr sér um viðsjárverðar veðurspár. Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort þetta sé eðli- legt fyrirkomulag. Einn vandinn sem við stöndum frammi fyrir er Icesave og uppgjörið við Breta og Hollendinga. Ég talaði um það við prófessorinn minn í heimspeki í gær, Mikael M. Karlsson. Og hann velktist ekki í vafa um hvað gera ætti í þessu flókna máli. „Bera það undir þjóðina,“ sagði hann. Rökstuðningurinn var skýr. „Við kjósum ekki menn til að „afsemja Ísland sem sjálf- stætt ríki“. Við kjósum þingmenn til að setja lög við venjulegar aðstæður sem við skiljum og við treystum þeim til að gera. En það sem vantar núna er traust. Ég held að þjóðin treysti engum. Þess vegna er best að þjóðin ákveði þetta sjálf. Ef samn- ingurinn er felldur segir Steingrímur ein- faldlega við Breta og Hollendinga: „Þjóðin sagði nei, því miður.“ Svo tekur þjóðin af- leiðingunum. En var þó að minnsta kosti spurð.“ Hann segir málið vera í röngum farvegi. „Maður les í blöðum, svo dæmi sé tekið, að Samfylkingin vilji ganga í ESB, en Samfylk- ingin er ekki þjóðin. Hún er bara stjórn- málaflokkur. Og stjórnmálaflokkar, hvort sem þeir kalla sig Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn eða Vinstri græna, geta ekki ákveðið hvort þjóðin vill ganga í Evrópusambandið, ekki frekar en þeir geta skrifað upp á Icesave-skuldbindingarnar; það er ekki flokksmál heldur þjóðarmál.“ Í raun er þetta sáraeinfalt. Fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna lýsa þingmenn stöðunni, hugsanlegum afleið- ingum og hvaða afstöðu þeir mæla með, já eða nei. Ef það á að skuldbinda heila þjóð í hálfa öld verður þjóðin að hafa eitthvað um málið að segja. Þangað til hjökkum við áfram í sama farinu, föst í ljóði Sveins Snorra, Í blindni. pebl@mbl.is Eftir Pétur Blöndal Pistill Þjóð í hjólförum Tónlistarnám tónað niður í kreppunni FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is E inkareknir tónlistar- skólar í Reykjavík hafa orðið að grípa til að- gerða vegna skerð- ingar á framlagi borg- arinnar til þeirra um 16% fyrir allt skólaárið. Ef aðeins er tekið tímabilið til áramóta er skerðingin um 21% og frá áramótum til ágústmánaðar á næsta ári nemur skerðingin um 12% frá síðasta skólaári. Borgin er með þjónustusamninga við 18 skóla en rekur einn sjálf vegna samkomulags sem gert var þegar Kjalarnes sameinaðist Reykjavíkur- borg. Heildarfjöldi nemenda er svip- aður og á síðasta ári eða um 2.500. Að auki starfrækir borgin fjórar skóla- hljómsveitir sem í eru um 450 nem- endur. Almennt rekstrarframlag til tón- listarskólanna á þessu fjárhagsári er áætlað um 811 milljónir króna en var um 816 milljónir á síðasta ári, ef mið- að er við verðlag hvors árs. Framlag næsta árs er sagt í vinnslu. Sársaukaminnsta leiðin Nýir þjónustusamningar við tón- listarskólana voru nýverið sam- þykktir í menntaráði Reykjavíkur, þar sem m.a. er veitt heimild fyrir því að stytta kennslutímabilið um tvær vikur; úr 32 í 30. Til samræmis við styttingu skólaársins hafa starfs- hlutföll starfsmanna skólanna, þ.e. stjórnenda og kennara, verið lækkuð og launin þar með. Nemur lækkunin yfirleitt rúmum 6%. Skólarnir hafa gripið til margs konar annarra aðgerða, eins og að fjölga nemendum í hóptímum, fækka samspilshópum og dregið úr starfi skólahljómsveita. Sumir hafa tekið upp prófgjöld og einhverjir skólar tekið upp samstarf í hliðargreinum fyrir lengra komna nemendur. Hafa flestir skólar staðið vörð um einka- kennsluna og sumir m.a. boðið nýjum nemendum að vera í hálfu námi. Ein- hverjir hafa gripið til þess ráðs að hækka skólagjöld. Sigurður Sævarsson, formaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, segir skólana ólíka að upplagi og þeir fari blandaðar leiðir í því að bregðast við niðurskurðinum. Flestir muni þó nýta heimild til að stytta kennsluárið í 30 vikur og minnka starfshlutfall kennara og starfsfólks. „Allt hefur verið gert til að fækka ekki nemendum eða starfsfólki. Nið- urskurðinum hefur verið jafnað niður á alla og skólarnir reyna líka að hafa með sér samstarf í kennslu í fámenn- um hópum nemenda. Okkur fannst þetta sársaukaminnsta leiðin. Enginn er ánægður með að gera þetta en ástandið er bara þannig að allir verða að leggjast á árarnar,“ segir Sigurður sem vonast til þess að ekki þurfi að fækka nemendum í tónlistarnámi næsta haust. Gripið hafi verið til mik- ils niðurskurðar í tónlistarskólunum fyrir fáum misserum og af litlu sé orðið að taka. Krafa hefur uppi af hálfu borgaryf- irvalda að auka samstarf grunnskóla og tónlistarskóla. Að sögn Sigurðar snýst þetta fyrst og fremst um að skapa fullnægjandi aðstöðu og það hafi tekist í sumum skólum. Tónlist- arkennarar vilji ekki síður hefja kennsluna fyrr á daginn en til þessa hafi áform um aukið samstarf strand- að á aðstöðuleysinu víðast hvar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarnám Allt verður reynt til að koma í veg fyrir fækkun nemenda í tónlistarskólum en Reykjavíkurborg hefur orðið að skera framlögin niður. Niðurskurður í rekstri Reykjavík- urborgar kemur víða niður. Fram- lög til tónlistarskóla eru skorin niður um 16%, skólaárið stytt og laun kennara og stjórnenda lækkuð til samræmis við það. Við afgreiðslu menntaráðs á þjón- ustusamningi við tónlistarskólanna lögðu fulltrúar Samfylkingar og VG fram bókun þar sem óskað var eftir ítarlegri greinargerð frá for- stöðumanni tónlistarmála um hvernig tónlistarskólarnir hygðust mæta kröfum um niðurskurð. Ljóst sé að 16% niðurskurður á skóla- árinu verði skólunum afar erfiður. Jafnframt eru vinnubrögð meiri- hluta menntaráðs í samskiptum við stjórnendur tónlistarskólanna gagnrýnd. Fulltrúar meirihlutans í mennta- ráði, Sjálfstæðisflokki og Fram- sóknarflokki, bókuðu að í sam- skiptum menntasviðs við skóla- stjórnendur hefði áhersla verið lögð á ýtarlegt samráð og ætlunin að auka það enn frekar. Vel yrði fylgst með áhrifum hagræðingar á mikilvæga starfsemi tónlistarskól- anna. BÓKAÐ Á VÍXL ›› Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.