Morgunblaðið - 12.10.2009, Side 27
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
9 kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Bionicles kl. 4 LEYFÐ
Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ The Ugly Truth kl. 5:45 - 10:15 B.i.14 ára
Stúlkan sem lék sér að eld. kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:45 LEYFÐ
Stúlkan sem lék sér að eld. kl. 5:20 - 8 - 10:40 Lúxus
HHH
„Ef þú sást fyrstu myndina
og fílaðir hana, þá máttu
alls ekki sleppa þessari!“
T.V. – Kvikmyndir.is
Mikil grimmd og logandi
frásögn. Lisbeth Salander
er orðin klassísk og ein
eftirminnilegasta persóna
glæpabókmenntana.
F.E. Rás 2
„Frábær eins og sú fyrsta! Heldur
athygli manns allan tímann!
Maður getur eiginlega ekki beðið
um meiri gæði!“
–H.K., Bylgjan
HHH
„Skylduáhorf fyrir alla
aðdáendur Larssons,
– sannarlega eldfim
spennumynd.”
MMJ – kvikmyndir.com
HHHH
„Öllu því svalasta,
magnaðasta og flottasta
úr þykkri spennusögu er
þjappað saman í alveg
hreint frábæra
spennumynd.“
– ÞÞ, DV
HHHH
„Stúlkan sem lék sér að eldinum
er ekki síðri en forveri hennar ...
afar spennandi, takturinn betri...
Michael Nykvist og Noomi Rapace
eru frábær í hlutverkum sínum“
– VJV, FBL
HHH
„Stúlkan sem lék sér að
eldinum er þrælgóð skemmtun
og æsispennandi, grimm og
harðvítug þegar kemur
að uppgjörinu”
–S.V., MBL
47.000 manns í aðsókn!
SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
650kr.Ísl
enskt
tal
S Í S Í I
Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins
Sýnd m/ ísl. tali kl. 6
Sýnd kl. 6, 9 og 10:10
Sýnd kl. 8Sýnd kl. 10
650kr.
Íslens
kt
tal
HHH
„Ef þú sást fyrstu myndina
og fílaðir hana, þá máttu
alls ekki sleppa þessari!“
T.V. – Kvikmyndir.is
Mikil grimmd og logandi
frásögn. Lisbeth Salander
er orðin klassísk og ein
eftirminnilegasta persóna
glæpabókmenntana.
F.E. Rás 2
HHH
„Skylduáhorf fyrir alla
aðdáendur Larssons,
– sannarlega eldfim
spennumynd.”
MMJ – kvikmyndir.com
HHHH
„Öllu því svalasta,
magnaðasta og flottasta
úr þykkri spennusögu er
þjappað saman í alveg
hreint frábæra
spennumynd.“
– ÞÞ, DV
HHHH
„Stúlkan sem lék sér að
eldinum er ekki síðri en
forveri hennar ... afar
spennandi, takturinn
betri... Michael Nykvist og
Noomi Rapace eru frábær í
hlutverkum sínum“
– VJV, FBL
HHHH – S.V. MBL
Sýnd kl. 6 og 8
Missið ekki af
þessari frábæru
ævintýra- og
teiknimynd fyrir
fólk á öllum aldri
Talsett af
helstu stjörnum
Hollywood
HHH
„9 er fyrirtaks samansuða
af spennu, ævintýrum og
óhugnaði í réttum
hlutföllum”
B.I. – kvikmyndir.com
HHH
„9 er með þeim frumlegri – og
drungalegri – teiknimyndum
sem ég hef séð í langan tíma.
Grafíkin er augnakonfekt í
orðsins fyllstu merkingu.”
T.V. – Kvikmyndir.is
ÞEGAR VERÖLD OKKAR LEIÐ
UNDIR LOK – HÓFST ÞEIRRA
FRÁ FRAMLEIÐENDUNUM
TIM BURTON OG TIMUR BEKMAMBETOV
SÝND Í REGNBOGANUM
GAMANIÐ BYRJAR 16. OKTÓBER – FORSALA HAFIN Á MIDI.IS
NÝ ÍSLENSK GAMANMYND FRUMSÝND 16. OKTÓBER
FORSALA HAFIN Á MIDI.IS
Þú færð 5%
endurgreitt
í Smárabíó
Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.is
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG SETTI það sem skilyrði að
platan kæmi fyrst út á Íslandi.
Fyrsta platan mín Dirty Paper Cup
var komin út í öðrum Evrópulöndum
áður en hún kom út á Íslandi og mér
fannst það hálfgert svindl, “ segir
Hafdís Huld Þrastardóttir. Nýjasta
plata hennar, Synchronised Swim-
mers, kemur út hér á landi í dag en í
öðrum löndum eftir áramót.
Hafdís Huld kemur til landsins á
morgun og mun nýta næstu daga til
að fylgja Synchronised Swimmers
eftir hér á landi. „Ég kem með
hljómsveitina mína með mér. Það er
svolítið fyrirtæki að koma með fimm
manns með sér til Íslands og því
langaði mig að nota tækifærið og
vera svolítið dugleg að spila víst ég
er með þau öll á landinu. Nýja platan
hefur svolítið stærri hljóm en það
sem ég hef verið að gera áður þannig
að mig langar að Íslendingar fái að
heyra lögin eins og ég samdi þau,“
segir Hafdís Huld sem bætti nýlega
trommara og bassaleikara í hljóm-
sveitina. „Það er meira um hljóðfæri
á nýju plötunni en þeirri fyrri sem
var nánast órafmögnuð og stækkaði
ég því sveitina upp í sex manns. Við
erum öll góðir vinir sem mér finnst
mikilvægt og skipta heilmiklu þegar
við erum að spila saman.“
Sól og sumarylur
Hafdís Huld segir að Synchron-
ised Swimmers hafi verið tekin upp
á einni viku í stúdíó í gamalli hlöðu
fyrir utan London. „Mig langaði til
að taka upp lifandi plötu, sér-
staklega þar sem ég vann mikið með
danstónlist áður fyrr. Ég vildi að það
yrði bara sett upp hljómsveit og svo
bara talið í og lögin spiluð í gegn. Við
völdum að taka upp í janúar og það
var hrikalega kalt, svo það voru allir
með lopavettlinga og í ullarsokkum
sem gerði stemninguna svolítið ís-
lenska. Það heyrist líka á plötunni
og ég vildi hafa svoleiðis stemningu
á henni, það heyrist þegar verið er
að telja í og í ofninum sem blæs hit-
anum inn.“
Þrátt fyrir að vera tekin upp í
vetrarkulda angar platan svolítið af
sól og sumaryl, en hún er einkar ljúf
en samt hress í senn að mati blaða-
manns. „Ég sem frekar persónuleg
og út frá því hvernig mér líður og
hvað ég er að gera. Synchronised
Swimmers er glaðlegri en Dirty Pa-
per Cup. Ég held að tónlistin manns
litist allaf af því hvernig manni líður
og hvar maður er staddur í lífinu.
Eins sykursætt og það hljómar er ég
ofsalega hamingjusöm, þetta hefur
verið góður tími og ég held að það
komi alveg fram á plötunni. Það eru
líka dekkri lög á henni en þau virka
kannski ekki mjög þung því ég er
með unglega og bjarta rödd,“ segir
Hafdís Huld og hlær dátt. En það er
ekki aðeins bjart yfir plötunni því
tónlistarkonan skartar líka ljósum
dúkkulegum lokkum. „Ég þróaðist
bara í þessa átt,“ segir hún og hlær.
„Ég held að þetta sé partur af því að
finna sig. Fyrst fannst mér ég vera
svolítil diskóbarbie en svo fór þetta
að virka vel, mér finnst léttara yfir
mér og það er léttara yfir nýju plöt-
unni svo það passar ágætlega.“
Kóngulóarævintýri
Fyrsta lagið sem fór í spilun af
Synchronised Swimmers, „Kónguló“
hefur verið eitt mest spilaða lagið
hér á landi í sumar og segir Hafdís
Huld það hafa komið sér ánægjulega
á óvart. „Ég missti alveg af ævintýr-
inu með „Kónguló“ því ég var úti en
þegar ég kom heim voru margir að
syngja það. Ég er ánægð með hvað
lagið hefur náð til breiðs hóps, það
hlýtur að vera merki um að ég sé að
gera eitthvað rétt. . Mér finnst líka
gaman hvað lagið „Synchronised
Swimmers“ fær góða spilun því það
setti tóninn á plötuna fyrir mig.“
Þótt ótrúlegt megi virðast féll ís-
lenski titillinn á laginu „Kónguló“
vel í erlenda útvarpshlustendur að
sögn Hafdísar Huldar. „Um leið og
ég var búin að kynna lagið á Íslandi
fór ég á kynningartúr um breskar
útvarpsstöðvar og þar var heilmikið
talað um íslenskuna og hvernig ætti
að bera þetta fram.“
Hafdís Huld mun eyða næsta ári
meira og minna í það að fylgja nýju
plötunni eftir. Eftir Íslands-
heimsóknina túrar hún um Bretland
og Sviss. „Ég vona samt að ég geti
byrjað fljótlega að safna að mér lög-
um fyrir næstu plötu. Ég vil hafa
eitthvað tilbúið þegar þessu tón-
leikaferðalagi lýkur,“ segir Hafdís
Huld að lokum.
Sykursæt og hamingjusöm
Nýjasta afurð Hafdísar Huldar, Synchronised Swimmers, kemur út í dag „Ég trúi því að maður
geti verið óskaplega listrænn og skapandi þó að maður sé að gera eitthvað glaðlegt og aðgengilegt“
Jason Sheldon/Junction10.net
Hafdís Huld „Ég setti það sem skilyrði að platan kæmi fyrst út á Íslandi.“
Tónleikar Hafdísar Huldar og hljómsveitar á Íslandi verða sem hér segir:
15. október – Airwaves á Nasa, sama dag verða þau órafmögnuð í Norræna
húsinu.
16. október – Skífan á Laugavegi
17. október – Græni hatturinn á Akureyri
18. október – Café Rósenberg í Reykjavík