Morgunblaðið - 18.10.2009, Qupperneq 1
1 8. O K T Ó B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
283. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
BÍLAR»4 NÍÐ Á NETINU»8
Hávær umræða hefur verið undanfarið
um aðgerðir gegn nafnlausu níði á net-
inu. Menntamálaráðherra telur að um-
ræðumenning geti breyst verði frum-
varp um fjölmiðla að lögum. Í því er
skerpt á ábyrgðarreglum vegna nafn-
lausra ummæla á vefmiðlum.
Lögregla fær af og til kærur vegna
nafnlausra ærumeiðinga á netinu. Þau
mál virðast hins vegar alltaf daga uppi í
kerfinu. Eftirminnilegasta málið er án
efa hið svonefnda Lúkasarmál. Í því
sluppu hinir nafnlausu en hinir eiga enn
á hættu að verða dregnir fyrir dóm.
Umræðan um
nafnleysið
Bíllinn hefur lengi
spilað stórt hlut-
verk í lífi Banda-
ríkjamanna og þar í
landi varð bíllinn
almenningsfarar-
tæki mörgum ára-
tugum fyrr en í öðr-
um löndum. En ný
könnun markaðs-
rannsóknamanna á viðhorfum ungra
Bandaríkjamanna bendir til þess að ástin
á sjálfrennireiðinni sé að kulna. Hins veg-
ar er ekkert lát á bílaáhuga Kínverja.
Er bílaástin
loks að bila?
Á SAMA tíma og íslenskur almenningur horfði steini lostinn á fjármálakerfi þjóðarinnar hrynja, háði lítil fjölskylda stranga baráttu fyrir tilveru sinni á
sjúkrahúsi í Frakklandi. Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir segja frá því hvernig tilviljanir réðu því að franskir læknar björguðu lífi sonar
þeirra, Þorbergs Antons, sem fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann með lífshættulegan ofvöxt á öðru lunganu. Í dag er hann hraustur strákur. | 12
Morgunblaðið/Kristinn
Eitt ár frá kraftaverki
FÁTT bendir til
þess að bjart
verði yfir bresku
efnahagslífi á
komandi miss-
erum. Gordon
Brown forsætis-
ráðherra hefur
ekki átt sjö dag-
ana sæla í emb-
ætti, óbeitin á
honum og stjórn
hans er raunar slík, að þorri manna
virðist telja að stjórn íhaldsmanna
verði a.m.k. ekki verri.
Cameron varkár í tali
David Cameron, formaður Íhalds-
flokksins, hefur verið fremur varkár
í tali, en þó boðaði hann það á lands-
fundi Íhaldsflokksins í síðustu viku
að stjórn hans myndi einkennast af
aðhaldssemi. Þeim fyrirætlunum
hefur ekki verið illa tekið, en á hinn
bóginn er langur vegur frá að efna-
hagstillögur íhaldsmanna hafi hrifið
kjósendur með sér, um þær efast
margir.
Stóra spurningin er þó ekki aðeins
sú hvort Cameron og hans knáu
sveinar hafi lausnir á takteinum,
heldur máske fremur hvort það
verði ef til vill um seinan. | 18
Of seint
fyrir
lausnir?
Áfram erfiðleikar í
bresku efnahagslífi
Aðhaldssemi Lyk-
ilorð hjá Cameron.
Miðherjinn litríki
Martín Palermo
hefur gengið í
endurnýjun lífdaga
að undanförnu,
tæplega 36 ára.
Fyrst skoraði hann
með kollspyrnu af
um fjörutíu metra
færi í deildarleik
með Boca Juniors og síðan skaut
hann argentínska landsliðinu langleið-
ina á heimsmeistaramótið í Suður-
Afríku.
Endurkoma
„brjálæðings“
Holtagörðum
Opið í dag frá kl. 10-18:30
Frábær opnunartilboð!
HEILSUKODDAR
Verð frá
aðeins 6.900,-
ALDARMINNING
Agnar Klemens
Jónsson
GLÓSU-
BÓKIN
MANSTU
EFTIR JOÐ
ERR OG
HINUM ÍSTOKKIÐ INN Í
SÖGUBÆKURNAR
DAME JUDI DENCH
ÓSÁTT VIÐ
UNGA LEIKARA
SUNNUDAGUR
FÓTMENNTIR»6