Morgunblaðið - 18.10.2009, Side 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
B
andaríkjamenn tóku
bílnum fagnandi þegar
hann kom fram á sjón-
arsviðið seint á 19. öld.
Hann varð ekki ein-
göngu miðlægur í samgöngum og
óaðskiljanlegur partur af fjölskyldu-
lífi heldur ein af undirstöðum efna-
hagsins. „Það sem er gott fyrir
General Motors er gott fyrir Banda-
ríkin“ var sagt, svo stór þáttur í vexti
og viðgangi ríkisins voru bílaverk-
smiðjurnar.
Bíllinn varð goð, tákn um frelsi og
nútímalega lífshætti. Og hann varð
fljótt almenningseign og gerði þjóð í
risastóru landi kleift að ferðast hratt
og þægilega (amk. miðað við ferða-
máta fyrri alda) hvert sem hún vildi.
En er ástin á bílnum að kulna?
Los Angeles Times sagði nýlega
frá könnun sem markaðsrannsókna-
fyrirtækið J. D. Power and Associa-
tes gerði í sumar á viðhorfum
Bandaríkjamanna á aldrinum 12-29
ára til bílsins. Könnuð voru hundruð
þúsunda ummæla sem tengdust bíl-
um á samskiptasíðum vefsins. Mark-
miðið var að kanna hug unga fólksins
til bílaiðnaðarins almennt en reynd-
ar einnig til ákveðinna tegunda.
Í skýrslu fyrirtækisins segir að
greina megi augljósa viðhorfsbreyt-
ingu meðal táninga þegar rætt er um
nauðsyn þess og þrána eftir að eiga
bíl. Hluti af skýringunni er sagður
geta verið erfiður efnahagur lands-
manna í kjölfar fjármálakrepp-
unnar. Bensínverð hafi hækkað
mjög og dýrara sé orðið að eiga og
reka bíl. Þess vegna sé ekki lengur
jafnmikið vit í því að eiga bíl ef hægt
sé að sleppa því. En fleira kemur til.
„Alls konar rafræn tjáskipti og
samskiptasíður valda því að tán-
ingum finnst ekki jafn mikilvægt og
áður að hittast í raunveruleikanum
og þeir hafa minni þörf fyrir sam-
göngutæki,“ segir í lokaorðum
skýrslunnar. Athyglisvert er að
áhyggjur af mengun og loftslags-
breytingum virðast ekki leika mikið
hlutverk í hugarfarsbreytingunni.
Bílaframleiðendur óttaslegnir?
Chance Parker, yfirmaður hjá J.
D. Power, segir að niðurstöðurnar
og einkum neikvæð afstaða unga
fólksins til bílsins hljóti að valda
áhyggjum meðal bílaframleiðenda
vestra. Hann segir að kaupgeta
ungu kynslóðarinnar geti síðar orðið
sú mesta sem um getur í sögu lands-
ins og því mikilvægt fyrir bíla-
framleiðendur að ávinna sér strax
traust og velvild hennar. Og unga
fólkið gagnrýni sum vörumerki og
framleiðendur mjög harkalega.
En hvernig er ástandið í öðrum
löndum? Vitað er að bílaumferð hef-
ur dregist saman í sjálfu bílalandinu
Japan og hlutfallslega færri eiga nú
bíl þar í landi en fyrir nokkrum ár-
um. Áhuginn hefur dvínað og mest
hjá ungu fólki í milljónaborgunum.
Þessi þróun hefur þegar valdið sam-
drætti hjá bílaframleiðendum í Jap-
an og ógnar ýmsum þjónustufyr-
irtækjum sem byggja starfsemi sína
að miklu leyti á bílum og umferð. Má
nefna veitingastaði og smásölufyr-
irtæki sem eru langt frá miðstöðvum
almenningssamgöngutækja.
En fátt bendir samt til þess að
bíllinn sé á leið á sorphauga sög-
unnar þótt framtíðarbíllinn geti að
sjálfsögðu orðið mjög frábrugðinn
nútímafarartækinu. Draumurinn um
eigin bíl lifir góðu lífí meðal fátækra
þjóða og nú er hann að verða að
veruleika fyrir milljónir Kínverja. Í
janúar seldust fleiri bílar í Kína en i
Bandaríkjunum og söluaukningin í
sumar, borin saman við sömu mán-
uði í fyrra, var nær 90%.
Bíllinn af stallinum
Fólksbíllinn hefur leikið stórt hlutverk í auðugum ríkjum síðustu áratugina og jafnvel verið
dýrkaður En ungir Bandaríkjamenn virðast ekki jafn hrifnir af honum og fyrri kynslóðir.
Á haugana Ónýtir bílar eru nú að
mestu leyti endurunnir.
Svipfríður? Vinsælir fólksbílar í
Bandaríkjunum voru oft ævintýra-
legir, hér er afturendi Chevrolet 1959.
Bílar framtíðarinnar verða vafa-
laust ekki með hefðbundnum
sprengihreyfli. Einhvern tíma mun
jarðefnaeldsneyti eins og olía verða
búið og einnig óttast margir að kol-
díoxíðlosun geti valdið skyndi-
legum loftslagsbreytingum. Marga
dreymir um bíla sem ganga fyrir
sólarorku, yrði þá bíllinn þakinn
sólarsellum sem myndu framleiða
raforku. En illa hefur gengið að
smíða raunhæft módel sem gæti
komið í stað hefðbundins bíls.
Bílar sem nota sólina
Nú leggja menn áherslu á spar-
neytni og níðþungir bensínhákar
eru á útleið. Tvinnbílar, sem búnir
eru bæði rafmagns- og sprengi-
hreyfli, eru þegar á götunum.
En meiri áhugi er á bílum sem
ganga algerlega fyrir rafmagni og
stutt í að slíkir vagnar verði fjölda-
framleiddir. Kosturinn er ekki síst
að þá þarf ekki að byggja upp nýtt
net af dreifistöðvum fyrir orkuna,
hægt að nota það sem fyrir er. Og
loftmengun yrði engin. Eftir er að
leysa annan vanda einkabílsins.
Með auknum bílafjölda er sífellt
erfiðara að komast ferða sinna um
stórborgir bílaþjóðanna vegna þess
að farartækin taka svo mikið pláss.
Rafbílar silast áfram
Einn frumlegasti bílhreyfill sem
komið hefur fram er loftmótor
Frakkans Guy Negre. Hér er til-
raunabíllinn AIR CAR frá fyrirtæk-
inu MDI í Lúxemborg. Ætlunin er
að framleiða loftbíla í Indlandi,
Þýskalandi og hugsanlega víðar.
Notaður er háþrýstikútur undir
loftið og hægt yrði að fá áfyllingu á
venjulegri bensínstöð á fáeinum
mínútum. Bíllinn er mengunar- og
hljóðlaus. Hámarkshraði verður
liðlega 100 km og hægt að aka allt
að 190 km á fyllingu.
Bara loft á tankinn
NÚTÍMABÍLLINN átti sér marga fyrirrennara en Þjóðverjar
smíðuðu fyrstu nothæfu bílana með sprengihreyfli seint á
19. öldinni. Bandaríkjamenn urðu hins vegar fyrstir til að
fjöldaframleiða sjálfrennireiðina eins og farartækið var
stundum kallað hér á landi. Henry Ford nýtti sér færiband-
ið 1908 og einbeitti sér að því að framleiða einfalda, ódýra
en sterka bíla. Sætin í þeim frægasta og vinsælasta, Ford
T, voru klædd eins konar gervileðri, vélin 20 hestöfl og
bíllinn aðeins um 700 kg. Fólk gat fengið hann í hvaða lit
sem það vildi svo fremi sem hann var svartur, var haft eft-
ir Ford. En litaúrvalið var þó aukið 1924.
Hann lækkaði oft verð á bílunum og úrskýrði eitt sinn
málið með því að nú yrði auðveldara fyrir láglaunamenn
að fá sér bíl – og veltan myndi aukast!
En í fyrsta sinn var almenningi gert kleift að kaupa sér
bíl og þróunin varð hröð; á þriðja áratugnum var svo kom-
ið að ekki voru nema fjórir Bandaríkjamenn um hvern bíl,
öll þjóðin gat, fræðilega séð, verið akandi samtímis. Svo
hátt varð hlutfall bíleigenda hvergi í Evrópuríki fyrr en um
1960.
Bandarískir bílar hafa í marga áratugi verið að jafnaði
stærri og aflmeiri en gengur og gerist í öðrum miklum
bílalöndum, eyðslan skipti litlu vestra af því að bensín var
ekki skattlagt og því hræódýrt. En menn útskýrðu líka
stærðina með því að vegalengdir væru oft miklu meiri í
þessu stóra ríki en í t.d. Evrópu og fólk vildi hafa það nota-
legt á ferðalögum, nóg pláss fyrir fólk og farangur. Sagt
var að fjölskyldan vildi helst ferðast um í setustofu á hjól-
um og þess vegna þurfti að hafa sætin stór og mjúk eins
og sófa. Fjöðrunin varð einnig að vera þægileg sem aftur
olli því að bandarískir fjölskyldubílar voru ekki hentugir
til mikils hraðaksturs; þeir gátu verið valtir.
Stórt og krómað grillið var í augum margra upp úr
miðri 20. öld einkenni bandarískra bíla, til varð í dönsku
orðið „dollargrin“ (dollarabros). Oft var þessi ofhlæðistíll
á sjötta og sjöunda áratugnum nefndur sem dæmi um
smekkleysi Bandaríkjamanna og því óneitanlega skondið
að þeir sem teiknuðu bílana vestra voru nær allir Ítalir.
Besti vinur Bandaríkjamannsins
Fjölskyldubíll Ford T, framleiddar voru yfir 15 millj-
ónir bíla af þessari klassísku gerð árin 1908-1927.
ostur
Ríkur af mysupróteinum
Bra
gðg
óð
nýju
ng
9%
aðeins
Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn,
fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins.