Morgunblaðið - 18.10.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.10.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009 Áhugi annarra fjölmiðla á Morg-unblaðinu er ánægjulegur. Hann sýnir styrk og mikilvægi blaðsins.     Jafn ljóst er að einstaka fjölmiðlarlíta á styrk Morgunblaðsins sem ógn við sig og því miður litar það fréttaflutning þeirra. Þeir geta ekki stillt sig um að reyna að koma höggi á Morgunblaðið, jafnvel þótt það kosti þá trúverðugleikann.     Nýjastadæmið um þetta var umfjöllun um þá ákvörðun tiltekinna blaðamanna Morgunblaðsins að söðla um og þiggja boð um starf á nýjum vettvangi. Reynt var að gera þá ákvörðun tortryggilega og að þessu sinni gekk fréttastofa Rík- isútvarpsins lengst.     Fréttastofan bjó til frétt ummeintar ástæður vistaskiptanna en sleppti því að hafa eftir einum starfsmannanna hverjar ástæður breytinganna væru og sérstaklega hverjar þær væru ekki. Þetta mátti lesa í yfirlýsingu starfsmannsins sem birt var á mbl.is í fyrradag.     Þrátt fyrir mikinn áhuga ogranga frétt daginn áður fór þessi yfirlýsing alveg framhjá fréttastofunni. Hún fór raunar einnig framhjá öðrum miðlum sem höfðu sýnt málinu áhuga daginn áð- ur.     Er ástæðan sú að enginn áhugihafi var á að fjalla um Morg- unblaðið þegar ljóst var að ekki væri hægt að setja það í neikvætt ljós?     Slík vinnubrögð koma ekki áóvart þegar sumir fjölmiðlar eiga í hlut, en ætli margir hafi áttað sig á að slík fréttamennska sé stunduð á Ríkisútvarpinu? Fréttaflutningur um Morgunblaðið og hættur hennar fyrir neytendur. Hvert orð hans er augljóslega gleymt frá því fyrir 18 árum, enda Jóhannes nú í hlutverki einokun- arrisans alltumlykjandi, en ekki þess litla sem er að reyna að brjótast inn á samkeppnismarkað. Orð Jóhannesar frá því fyrir 18 árum hitta hann sjálfan fyrir eins og búmerang. Jóhannes segir líka að Bónus hafi aldrei gengið betur. Já, reksturinn hjá Jóa karlinum í Bónus gengur svo vel að hann vílar ekki fyrir sér að kaupa fjórar heilsíðuaug- lýsingar undir Bónustilboðin í fimmtudagsblaði Fréttablaðsins og þá eru ótaldar aðrar tíu heil- síðuauglýsingar í sama blaði frá Hagkaupum, Debenhams, Blómavali, Húsasmiðjunni, Smára- lind og Kringlunni. Góði reksturinn á verslunum þeirra Bónusfeðga fer létt með að kaupa eins og fimmtán litlar heilsíður af auglýsingum í einu og sama dagblaðinu, þeirra dagblaði að sjálfsögðu. Þetta hefði ónefndur fyrrverandi utanríkis- ráðherra sennilega kallað „Rífandi gang“! Jóhannes ræðir í engu gagnrýni og ásakanir um að Bónus beiti birgja óeðlilegum þrýstingi, sem Jón Gerald Sullenberger hefur haldið fram fullum fetum að væri staðreynd og að birgjar þyrðu einfaldlega ekki að eiga í viðskiptum við hann af hræðslu við Bónusveldið, en Jóhannes fær ekki betur séð en keppinautarnir lifi góðu lífi. Honum tekst að telja upp heila tvo keppi- nauta, Fjarðarkaup og Melabúðina. „Sem betur fer ræður fólk því, hvar það kaup- ir í matinn og enginn er dreginn nauðugur inn í Bónus. Bónus hefur einfaldlega ódýrari vörur að bjóða og þess vegna koma viðskiptavinirnir og hafa gert í 20 ár. Ég hef heldur ekki heyrt að framleiðendur neiti að selja Fjarðarkaupum eða Melabúðinni vörur. Reyndar sé ég ekki betur en þessi fyrirtæki lifi bara góðu lífi á markaðnum hlið við hlið,“ segir kaupmaðurinn kokhrausti. Í aprílmánuði 2006 fór ég til Bretlands til þess að eiga viðtal við Jim Dowd, þingmann Verka- mannaflokksins, sem var formaður þingnefndar sem kannaði smásölumarkaðinn í Bretlandi og sérstaklega áhrif þess á neytendur og sam- keppni í Bretlandi að Tesco var komið með yfir 30% markaðshlutdeild í smásölunni á Bretlands- eyjum. Þetta var Bretum mikið áhyggjuefni. Friðrik G. Friðriksson gagnrýndi Haga í Silfri Egils síðasta sunnu- dag fyrir markaðsráðandi stöðu og sagði að fyrirtækið héldi öðr- um markaðsaðilum í heljar- greipum og skipta þyrfti um eigendur. Friðrik rifjaði upp viðtal við Jóhannes Jónsson kaupmann sem birtist í Tímanum 26. mars 1991. Jóhannes hafði þá stofnað Bónus og var að reyna að keppa við Hagkaup, sem þá var risinn á íslenskum matvörumarkaði. Jóhannes sagði m.a. við Tímann: „Það er afar óhollt í kapítalísku þjóðfélagi, að eitt fyrirtæki verði svo stórt að það nái kannski 30-40% markaðshlutdeild. Það á sér hvergi hlið- stæðu í nágrannalöndum okkar að eitt fyrirtæki nái slíkum tökum. Það eru rosaleg völd fólgin í því að vera smásali. Náir þú góðum tökum á smá- sölumarkaði, þá nærð þú líka kerfisbundið tökum á ákveðnum iðn- aði. Það er mjög hættu- legt bæði framleiðend- um og innflytjendum verði einn smásali mjög stór.“ Þessi sami Jóhannes, jafnan kenndur við Bónus, sagði í grein hér í Morgunblað- inu sl. fimmtudag að neytendur sjálfir ættu að fá að ráða því hvar þeir versla, en ekki stjórn- völd. Jó- hannes minnist ekki einu orði á einokun, eða mark- aðsráð- andi stöðu Í grein sem ég skrifaði eftir heimkomuna stóð m.a. í inngangi: „Um margra ára skeið hefur átt sér stað umræða hér á landi, ekki síst á síðum Morgunblaðsins um samþjöppun á smá- sölumarkaði á Íslandi, einkum matvörumarkaði, þar sem fáir stórir skipta með sér svo til allri kökunni. Í Bretlandi hefur sama umræða staðið um nokkurra ára skeið og nú er það jafnvel til skoðunar að breyta lögum þar í landi til þess að torvelda þeim stóru að verða enn stærri.“ Orðrétt sagði Jim Dowd m.a.: „Segja má að einstaklingur í dag geti farið í gegnum lífið allt og aldrei verslað annars staðar en í Tesco. Frá vöggu til grafar getur Tesco fullnægt öllum þörfum einstaklingsins. Er það slík einsleitni sem við viljum festa í sessi? Tesco selur allt frá dagblöðum til bíla. Hvers konar matvöru, hús- gögn og hvaðeina og þeir hafa verið að dýpka markaðshlutdeild sína að undanförnu. Ég nefni Tesco sérstaklega af þeirri einu ástæðu að þeir eru langstærstir, með um 30% markaðs- hlutdeild og með yfirlýst áform um að stækka verulega á næstu árum.“ Er ekki sama staða hjá okkur og hjá Bretum, nema hvað markaðs- hlutdeild Bónus- feðga er miklum mun meiri en Tesco í Bret- landi? Geta Ís- lendingar ekki bara siglt í gegnum lífið frá vöggu til grafar án þess að versla nokkurn tíma við aðra en þá Bónus- feðga? Er það slík eins- leitni sem við viljum?! agnes@mbl.is Agnes segir… Búmerang Jóhannesar Sonurinn Jón Ásgeir Jó- hannesson lætur fyrrum Baugsfyrirtæki kaupa fimmtán heilsíðuauglýs- ingar í eigin dagblaði. Kaupmaðurinn Jóhannes Jónsson telur ráðandi mark- aðshlutdeild óholla nema þegar hann sjálfur á í hlut. Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 6 rigning Lúxemborg 5 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Bolungarvík 7 alskýjað Brussel 6 heiðskírt Madríd 7 heiðskírt Akureyri 12 alskýjað Dublin 3 léttskýjað Barcelona 10 heiðskírt Egilsstaðir 13 skýjað Glasgow -1 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 rigning London 9 alskýjað Róm 5 léttskýjað Nuuk -1 skýjað París 9 skýjað Aþena 15 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Amsterdam 8 léttskýjað Winnipeg 3 alskýjað Ósló 4 heiðskírt Hamborg 5 skýjað Montreal 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Berlín 5 skúrir New York 7 alskýjað Stokkhólmur 5 skýjað Vín 6 skúrir Chicago 6 alskýjað Helsinki 0 skýjað Moskva 11 skúrir Orlando 22 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ INNLENT STAKSTEINAR VEÐUR 18. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6.04 4,2 12.16 0,2 18.18 4,1 8:28 17:58 ÍSAFJÖRÐUR 2.00 0,0 8.05 2,3 14.24 0,1 20.13 2,3 8:41 17:56 SIGLUFJÖRÐUR 4.09 0,1 10.17 1,3 16.20 0,0 22.43 1,3 8:24 17:39 DJÚPIVOGUR 3.14 2,4 9.30 0,2 15.32 2,1 21.35 0,3 7:59 17:26 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á mánudag Norðan og norðaustan 3-10 m/s og stöku él á norðanverðu landinu, dálítil rigning eða slydda syðst, en annars bjart. Hiti 0 til 5 stig um landið sunn- anvert, en annars 1 til 6 stiga frost. Á þriðjudag Hæg austlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað, en stöku él úti við A-ströndina. Frost víða 1 til 6 stig, en víða frostlaust við sjávarsíðuna. Á miðvikudag Gengur í norðaustanátt með slyddu eða snjókomu SA-lands, en annars hægviðri og létt- skýjað. Svalt í veðri. Á fimmtudag og föstudag Útlit fyrir norðaustlæga átt með éljum víða um land, en lengst af bjartviðri SV-lands. Áfram svalt veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestanátt, en norðanátt á an- nesjum nyrðra, yfirleitt 3-8 metrar á sekúndu. Skúrir sunn- an- og vestanlands, en él norð- an og austan til. Hiti um frost- mark um landið norðanvert, annars breytist hiti lítið. Jón Gerald Sullenberger „Í MIÐBORGINNI eru mörg brýn viðfangsefni sem nú verður gerlegt að sinna á sameiginlegum vettvangi kaupmanna, rekstraraðila, yfirvalda og annarra sem láta sig þetta svæði varða,“ segir Jakob Frímann Magn- ússon framkvæmdastjóri Miðborgar- innar okkar. Á dögunum var haldinn stofnfund- ar nýs félags kaupmanna og rekstr- araðila í miðborginni í samráði og samstarfi við Reykjavíkurborg. Borg- arráð hefur gert samþykkt um sam- starf og stuðning við félagið sem heit- ir Miðborgin okkar. Magnús Gunnlaugur Friðgeirsson var kjörinn fyrsti formaður félagsins, sem hefur það yfirlýsta markmið að stuðla að uppbyggingu, eflingu og markaðs- setningu miðborgarinnar sem öflugs verslunar- og þjónustukjarna. Hrein borg og hagstæð króna Á þriðja hundrað aðila koma að fé- laginu og fer fjölgandi. „Miðborgin hefur að sumu leyti átt undir högg að sækja en allt er þar að færast til betri vegar að mínu mati,“ segir Jakob Frí- mann. „Eindrægni ríkir meðal þeirra sem aðild eiga að þessum vettvangi og menn ætla sér að snúa vörn í sókn. Raunar er staðan í miðborginni í dag ekki verri en svo að litlu færri versl- unarrými eru þar í dag sem standa auð en þegar góðærið stóð sem hæst. Það má að hluta þakka dugnaði þeirra sem þarna starfa en einnig hefur gengi krónunnar átt sinn þátt í að er- lendum ferðamönnum og viðskipta- vinum hefur fjölgað til muna á milli ára. Þá hafa borgaryfirvöld kappkost- að að halda verslunarkjarna miðborg- arinnar hreinum og aðlaðandi. Senn líður að frágangi svæðisins á horni Austurstrætis og Lækjargötu, að ekki sé talað um þann gimstein sem Tónlistarhúsið verður.“ Vettvangur fyrir brýn viðfangsefni Hagsmunaaðilar stofna miðborgarfélag Morgunblaðið/Kristinn Reykjavík Miðborgin hefur eflst og fá verslunarrými eru laus í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.