Morgunblaðið - 18.10.2009, Page 12
12 Kraftaverkadrengur
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
T
ilvera hjónanna Auðar
Elfu Kjartansdóttur og
Páls Guðmundssonar
snerist skyndilega á
hvolf í október í fyrra.
Ekki var það hruni íslensku bank-
anna að kenna, heldur óvæntri fæð-
ingu frumburðar þeirra, tveimur
mánuðum fyrir tímann. Þegar fæð-
ingin fór fyrst af stað voru þau
stödd í Frakklandi, en þangað
höfðu þau skotist til að sækja ráð-
stefnu. Sá skottúr varð öllu lengri
en áætlanir gerðu ráð fyrir í upp-
hafi.
„Mér leið mjög vel á meðgöng-
unni, hreyfði mig mikið og var virk
enda mikil útivistarmanneskja.
Meðgangan gekk líka eðlilega fyrir
sig; ég fór bæði í snemmsónar og
20 vikna sónar sem sýndu ekkert
óeðlilegt og allar mæðraskoðanir
komu vel út,“ útskýrir Auður. „Það
var því ekkert því til fyrirstöðu að
ég færi á ráðstefnu í Chamonix í
Frakklandi í nokkra daga á vegum
vinnunnar, en ég starfa sem sér-
fræðingur á snjóflóðadeild Veð-
urstofunnar.“
Páll Guðmundsson, eiginmaður
Auðar, ákvað að drífa sig með
henni en til að ferðalagið yrði ekki
of strembið ákváðu þau að gista
tvær nætur í Strasbourg, sem er í
um þriggja klukkutíma aksturs-
fjarlægð frá Chamonix. Þau komu
þangað laugardaginn 4. október en
aðfaranótt mánudagsins 6. október
dró til tíðinda þegar Auður varð
vör við lítilsháttar blæðingu. „Ég
hringdi þá í systur mína, sem er
læknir og sérhæfði sig í skurð- og
lýtalækningum í Strasbourg. Skila-
boðin frá henni voru að ég ætti að
liggja fyrir og í framhaldinu
hringdi hún í lækna sem hún þekkti
þarna úti sem síðan tóku á móti
mér í skoðun. Þá kom í ljós að fæð-
ingin var komin af stað; ég var
komin með fjóra í útvíkkun og var
strax lögð inn á spítala.“
Reyndi að halda rónni
Í ómskoðun á spítalanum kom í
ljós hvað hafði farið úrskeiðis. Litli
drengurinn reyndist vera með gríð-
armikinn aukalungnavef og mikill
vökvi hafði safnast fyrir í brjóstholi
hans. Vökvinn hindraði líffærin í að
þroskast og stækka og afstaða
sumra þeirra var röng vegna
þrengslanna. Meðal annars var
annað lunga barnsins pínulítið þar
sem það hafði ekki haft nægilegt
rými til að þroskast eðlilega. Þegar
var ákveðið að stöðva fæðinguna.
„Þeir notuðu lyfið Trectosil sem er
framleitt í smásjá og stöðvar sam-
drátt legvöðvans,“ útskýrir Auður.
„Mér skildist að hver sprauta kost-
aði 300 þúsund krónur á gamla
genginu og ég fékk 27 slíkar
sprautur fyrsta sólarhringinn –
þessu lyfi var hreinlega dælt í
mig.“
Auður lýsir því hvernig hún upp-
lifði að tilvera sín hefði snúist á
hvolf. „Það hafði verið ólga í þjóð-
félaginu dagana á undan og bank-
arnir virtust standa ótraustum fót-
um svo maður velti því fyrir sér
hvort rétt væri að fara í þessa ferð.
Skyndilega var búið að kippa okkur
út úr öllum raunveruleika – allt í
einu var ég komin á franskt sjúkra-
hús, fæðingin komin í gang og það
eina sem ég vissi var að drengurinn
væri mjög veikur inni í mér og alls
ekki víst að hann lifði fæðinguna
af.“
Dagana á eftir lá Auður fyrir og
hreyfði sig ekki nema til að fara á
klósett og til að sækja daglega
fundi ásamt Páli með helstu pró-
fessorum spítalans þar sem fylgst
var með vökvanum í brjósti fósturs-
ins í gegnum þrívíddarmyndir.
„Maður fékk fljótlega á tilfinn-
inguna að þessir læknar væru rosa-
lega færir, hér um bil yfirnátt-
úrlegir snillingar,“ segir Páll. „Þeir
töluðu af mikilli þekkingu en voru
um leið mjög auðmjúkir í fram-
komu og leyfðu okkur hreinlega að
ákveða með sér hvað skyldi gert.
Það var ljóst að nauðsynlegt yrði
að gera aðgerð á fóstrinu í móður-
kviði en menn deildu um á hvaða
stigi það ætti að gerast. Að lokum
var ákveðið að bíða með það eins
lengi og hægt var og láta fóstrið
þroskast á meðan.“ Auður tekur við
frásögninni. „Alla þessa daga ein-
beitti ég mér að því að hugsa já-
kvætt því um leið og ég hugsaði
hálfa neikvæða hugsun fékk ég
hríðar. Það var því mjög mikilvægt
að ég héldi ró minni og til dæmis
gat ég ekki fylgst með einu né
neinu sem var að gerast á Íslandi –
fréttir voru of erfiðar fyrir mig.“
Aðgerð í gegnum bumbuna
Eftir rúma viku var ljóst að ekki
yrði beðið lengur þar sem vökvi og
bjúgmyndun í öðru lunga barnsins
var orðin mjög mikil. „Það var
ákveðið að gera aðgerð á fóstrinu
inni í mér til að ná vökvanum út,“
segir Auður en aðgerðin var gerð í
gegnum sjónvarpsskjá með þar til
gerðum löngum prjónum sem
stungið var inn í fóstrið gegnum
bumbuna. „Ég mátti ekki vera við-
staddur en Auður grét svo mikið
þegar skurðstofunni var lokað að
læknarnir kölluðu í mig og báðu
mig um að vera henni til halds og
trausts,“ útskýrir Páll. „Ég gat því
fylgst með á skjánum þegar lækn-
irinn þræddi prjóninn inn í brjóst-
kassann á barninu. Síðan losaði
hann um eitthvað á prjóninum,
tæmdi töluvert magn af vatni í ílát
og skildi síðan eftir dren úr brjósti
drengsins út í legvatnið. Samtímis
mátti sjá hvernig líffæri færðust til
á rétta staði og litla lungað blés út í
eðlilega stærð. Síðan kippti hann
prjóninum út með einu handtaki og
þar með var þessu lokið. Aðgerðin
tók ekki meira en 4-5 mínútur en
líktist ótrúlegu kraftaverki.“
Auði og Páli hafði verið sagt að
aðgerðin væri mjög hættuleg og
allt gæti gerst. Hins vegar væri
hún nauðsynleg, ekki síst vegna
þess að ljóst var að barnið myndi
ekki geta andað af sjálfsdáðum eft-
ir fæðingu, yrði vökvinn ekki fjar-
lægður. „Við hugsuðum samt ekki
mikið um að barnið gæti dáið og
læknirinn var þannig að maður var
eins rólegur og hægt var að vera
við þessar aðstæður,“ segir Páll.
„En auðvitað hefði ekki mátt mikið
út af bera.“
Nóttina eftir aðgerðina dró svo
aftur til tíðinda. „Ég vakna í einu
vatnsbaði og var þá komin með
fulla útvíkkun. Mér var því sagt að
ég yrði strax að fæða,“ segir Auður
sem átti þó erfitt með að meðtaka
þann boðskap þar sem þeim hjón-
um hafði verið sagt að barnið yrði
tekið með keisaraskurði. „Ég vissi
bara að drengurinn var mjög veik-
ur og var nýbúinn að fara í gegnum
aðgerð þannig að ég var mjög
hrædd um hvort hann myndi ná að
anda.“ Páll heldur áfram: „Það
urðu því hálfgerðir krísufundir
þarna um nóttina; það var hringt í
prófessorana og heim til Þórdísar
systur Auðar. En fæðingin gekk vel
og drengurinn fæddist 1.800
grömm, eða rúmlega sjö merkur.“
Horfði beint á pabba sinn
Litla krílið sýndi strax góð við-
brögð og andaði eðlilega þrátt fyrir
smæðina. Engu að síður ógnaði of-
vöxturinn í lunganu lífi barnsins
svo aðeins sex tímum eftir fæðingu
Á gjörgæslu Átta slöngur lágu inn og út úr barninu eftir stóru aðgerðina.
Nýfæddur Foreldrarnir klæddust bæði slopp og andlitsgrisju hjá þeim stutta.
Lífið bæði stórkost
6. október 2008 var örlagaríkur dagur í lífi
hjónanna Auðar Elfu Kjartansdóttur og Páls Guð-
mundssonar, ekki síður en íslensku þjóðarinnar.
Þann dag fór fæðing sonar þeirra óvænt af stað í
28. viku meðgöngu og á sama tíma og Geir
Haarde bað Guð að blessa íslenska þjóð voru
læknar að uppgötva að fóstrið var með lífshættu-
legan ofvöxt í öðru lunganu. Tilviljanir stjórnuðu
því að Auður og Páll voru stödd á einu fremsta
sjúkrahúsi í heimi í fyrirburalækningum sem að
öllum líkindum bjargaði lífi litla drengsins.
Fjörkálfur Í byrjun desember flutti fjölskyldan heim til Íslands og upp úr því fór lífið að taka á sig nokkuð eðlilega mynd. Sl.