Morgunblaðið - 18.10.2009, Síða 16

Morgunblaðið - 18.10.2009, Síða 16
16 Leiklist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is S vo virðist sem obbinn af ungum leikurum vilji strax láta til sín taka í sjónvarpi eða kvikmynd- um. Ég vildi óska þess að unga fólkið – ég veit að þetta er ekki vinsælt sjónarmið – gæfi sér meiri tíma til að kynna sér þá stórkostlegu hefð sem leikhúsið býr yfir og fólkið sem starfað hef- ur þar á undan því. Unga fólkið þarf að fræðast um sögu leikhúss- ins, því hún er undraverð og hvergi merkilegri en í Bretlandi.“ Þannig komst hin 74 ára gamla leikkona Dame Judi Dench, sem er einskonar þjóðargersemi í Bretlandi, að orði á dögunum. Hún veitir ekki oft viðtöl og tjáir sig enn sjaldnar um kollega sína. Listheimurinn sperrti því eyrun þegar hún tók til máls á bók- menntahátíð dagblaðsins The Tim- es í Cheltenham. Dame Judi minntist óborg- anlegra uppfærslna og leiksigra, leikara, leikstjóra og annarra list- rænna stjórnenda, sem mættu ekki falla í gleymskunnar dá. „Ýmsir þekkja þessa sögu en því miður er unga fólkið ekki í þeim hópi. Svo lengi lærir sem lifir. Það er svo spennandi að kynna sér hvernig aðrir leikarar hafa nálgast hlutverkin sem maður er að fara að leika.“ Uppteknir af líðandi stund Dame Judi talar af eigin reynslu en hún var sett í gapa- stokkinn eftir að hún, blaut bak við eyrun, fékk hlutverk Ófelíu í Hamlet í Old Vic árið 1957. „Gagnrýnendur hökkuðu mig í sig og spurðu hvernig hið svokallaða þjóðleikhús dirfðist að ráða nýút- skrifaða leikkonu.“ Dame Judi kvaðst hafa brugðist við þessu með því að fylgjast með öðrum leikurum. „Ég fór aldrei inn í búningsherbergi. Þess í stað stóð ég að tjaldabaki og fylgdist með mér eldra og reyndara fólki. Því miður held ég að ungir leik- arar geri þetta ekki lengur.“ Sir Richard Eyre, 66 ára, sem leikstýrði Dame Judi í kvikmynd- unum Iris og Notes on a Scandal, tekur í sama streng en hann ræddi einmitt við hana á sviðinu í Cheltenham. „Þetta er skilj- anlegur vandi vegna þess að fólk sem hefur ekki náð ákveðnum aldri hefur ekki séð leikara á borð við [Laurence] Olivier. Hér áður var meiru miðlað kynslóð fram af kynslóð. Fólk var forvitnara um kynslóðina á undan. Í dag eru menn uppteknari af núinu en áður hefur þekkst. Það er synd í list- grein sem reiðir sig á minningar,“ sagði Sir Richard. Leikarinn Dan Stevens, 27 ára, hefur unnið með Dame Judi og viðurkennir að hún sé í mun betri tengslum við arfleifð leikhússins en hans kynslóð. Að hans dómi er Dame Judi hins vegar sjálf boðin og búin að brúa bilið. „Það er gríðarlega gefandi að vinna með henni. Það eru leikarar, og hún er klárlega ein af þeim, sem eru mjög spenntir að fá ungt fólk inn í fagið. Enda þótt ég stæði ekki stöðugt að tjaldabaki og fylgdist með þá lærði ég margt af henni,“ segir Stevens í samtali við The Times. Erfitt að finna nýja nálgun Rupert Goold, 37 ára, einn eftir- sóttasti ungi leikstjórinn í Bret- landi um þessar mundir, tekur hins vegar upp hanskann fyrir ungu kynslóðina í leikhúsinu í samtali við sama blað. Að hans dómi er fagmennskan meiri hjá mörgum ungum leikurum en þeim eldri. „Virðingin þvælist ekki eins mikið fyrir þeim og mér skilst að hún hafi gert fyrir fjörutíu árum. Líkamlega eru þeir líka miklu betri,“ segir hann og vísar til þess að gamla brýnið Tim Piggott- Smith, 63 ára, hafi furðað sig á því í nýlegri sýningu á leikritinu En- ron, sem Goold leikstýrði í Royal Court, hversu tæknilega færir ungu leikararnir væru. Þá gefur Goold í skyn að ungir leikarar hafi almennt minni áhuga á brennivíni en þeir sem eldri eru. Goold bendir jafnframt á, að það verði stöðugt erfiðara að finna nýja nálgun í leikhúsinu vegna þess að þorri áhorfenda sé á miðjum aldri, eins og gagnrýn- endur. „Stundum líður mér eins og ég sé að reyna að ganga í aug- un á foreldrum mínum. Þetta ástand gæti leitt til stöðnunar sem kyrkir á endanum leikhúsið,“ segir hann og bætir við að orð málsmet- andi manneskju á borð við Dame Judi séu síst til þess fallin að losa um takið. Leiðist að leikstýra Dame Judi Dench kom víða við í máli sínu á hátíðinni og upplýsti meðal annars að hún myndi aldrei koma fram í einleik. Þá hefði hún skömm á leikstjórn „vegna þess að þá fær maður aldrei að vita á hvaða knæpu leikararnir fara“. Gestir veittu því athygli að Dame Judi var með umbúðir á vinstri höndinni. Sir Richard upp- lýsti að hún hefði orðið fyrir hnjaski í eldhúsinu hjá sér kvöldið áður. „Judi var eins og hennar er siður að rogast með háan stafla af diskum en rann og skar sig á leið- inni að uppþvottavélinni. Þetta var dramatískt, hádramatískt.“ Rupert Goold AP Virt Leikkonan gamalkunna Dame Judi Dench hefur unnið til fjölmargra verðlauna um dagana, hér er hún með BAFTA-verðlaunin bresku. Ummæli bresku leikkonunnar og Óskarsverðlaunahafans Dame Judi Dench þess efnis að ungir leikarar séu í seinni tíð of óþolinmóðir og tregir að læra af sér eldra og reyndara fólki hafa vakið mikla athygli í Bretlandi. Óþol æskunnar Dan Stevens Sir Richard Eyre GUNNAR Eyjólfsson, einn reyndasti leikhúsmaður íslensku þjóðarinnar, segir Dame Judi Dench hafa sitthvað til síns máls. „Þetta er að gerast allsstaðar í heiminum. Í Bret- landi, Bandaríkjunum og víðar eru komnir skólar þar sem bara er kenndur kvikmyndaleikur. Sumir leik- sviðsleikarar eru orðnir svo gripnir af þessu að þegar maður horfir á þá í sjónvarpsþáttum ætla þeir að vera svo yfir sig eðlilegir að maður skilur ekki alltaf hvað þeir eru að segja. Stundum skilur maður það bara af viðbrögðum mótleikarans. Þetta er mjög slæmt,“ segir Gunnar. Hann þekkir Dame Judi frá gamalli tíð, var heima- gangur á sama heimili og hún, og ber djúpa virðingu fyrir henni. „Dame Judi er mikil listamanneskja, snillingur. Það er stórkostlegt að heyra til sömu stétt og hún.“ Gunnar sá Dame Judi á sviði fyrir nokkrum árum í Vilja Emmu í Olivier-leikhúsinu í Bretlandi, sem tek- ur tæplega þúsund manns í sæti. „Sameiginleg vin- kona okkar, Kitty Black, bauð okkur hjónunum og við sátum mjög ofarlega í salnum. Mér leist ekkert á aðstæður í fyrstu en þegar Judi byrjaði að tala var eins og hún væri við hliðina á manni. Svo snjöll er hún að senda röddina út í salinn. Gjörsamlega áreynslulaust. Þessa tækni gætu margir ungir leik- arar tekið sér til fyrirmyndar. Ég óttast hins vegar að þeim þyki mörgum hverjum við þessir eldri leik- arar óttalega gamaldags.“ Að sýningu lokinni heilsuðu Gunnar og frú upp á Dame Judi og var þá glatt á hjalla enda leikkonan ný- orðin amma. Míkrafónn límdur á kinnina Gunnar segir fleiri leikara af eldri kynslóðinni hafa bent á þetta, m.a. James Fox, sem nú stendur á sjö- tugu. „Það er ekki langt síðan hann var að kvarta undan því að ungir leikarar í Bretlandi væru farnir að heimta að leika með míkrafón límdan á kinnina á sér. Kvikmynda- og sjónvarpstæknin er með öðrum orðum farin að ryðjast inn í leikhúsið. Það er afleit þróun. Sem betur fer spyrna eldri leikararnir við fót- um. Er það eðlilegt þegar Rómeó klifrar upp á sval- irnar til Júlíu til að tjá henni ást sína að hann sé með míkrafón límdan á kinnina?“ Gunnari þykir þetta öfugsnúið enda hafi flestir bestu leikarar kvikmyndasögunnar alist upp í leik- húsinu. Nefnir hann Sir Laurence Olivier í því sam- bandi. Nú sé hins vegar komin fram heil kynslóð kvikmyndaleikara sem þekki hvorki haus né sporð á leikhúsinu. „Fjöldi leikara í dag getur ekki leikið í leikhúsi. Fyrir það fyrsta hafa þeir ekki taltæknina í það. Í annan stað eru þeir vanir að taka senur aftur ef eitthvað fer úrskeiðis. Það þýðir ekki í leikhúsinu.“ Rómeó með míkrafón Morgunblaðið/Kristján Á sviði Gunnar Eyjólfsson í hlutverki sínu í Sniglaveislunni eftir Ólaf Jóhann Ólafsson fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.