Morgunblaðið - 18.10.2009, Side 17

Morgunblaðið - 18.10.2009, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009 F yrsti fréttatími Morgun- blaðsins á SkjáEinum fór í loftið í vikunni, en hann verður á dagskrá SkjásEins kl. 18.50 alla virka daga og endursýndur kl. 21.50 samdægurs. Einnig verður hægt að horfa á hann á fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is. Undirbúningur hófst í byrjun september og kom Hlynur Sigurðs- son fréttastjóri inn í þá vinnu fyrir tveim vikum. „Þetta hafa verið anna- samar tvær vikur, að setja saman fréttapakkann og ákveða hvernig framsetningin ætti að vera,“ segir Hlynur. „Sú vinna lagðist annars vegar á framleiðendur SkjásEins, Elínu Sveinsdóttur og Birnu Ósk Hans- dóttur, og hins vegar á teymið hér á Morgunblaðinu, mig, fréttamennina Dag Gunnarsson og Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur, tökumanninn Magnús Bergmann og Guðmund Ragnar Kristjánsson klippara. Í grunninn er lagt upp með að búa til fréttatíma, þar sem fólk fær yfirlit yfir helstu fréttir dagsins og aðal- atriðin eru dregin fram á léttan og snarpan hátt. Fréttatíminn byggist öðruvísi upp en fólk þekkir af hinum stöðvunum, því innslögin sem fylgja á eftir eru sjálfstæð og tengjast sjaldnast fréttayfirlitinu í upphafi, þó að það komi fyrir.“ Leitast verður við að draga upp mynd af mannlífinu á fjölbreyttan hátt, að sögn Hlyns. „Mannlegar fréttir verða stór liður í innslögunum í fréttatímunum. Við getum orðað það þannig að af fjórum til fimm inn- slögum verða þrjú mannlegar fréttir og alveg jafnmikið lagt upp úr þeim og öðrum úttektum fréttatímans.“ Einnig verður horft út fyrir land- steinana. „Við verðum með erlendar fréttir, sem við fjöllum um í nokk- urskonar heimskringlu, eins og tíðk- ast á Sjónvarpinu. Það eru stuttar lesnar erlendar fréttir við mynd- skeið að utan. En auðvitað verður gerð undantekning á því ef það ber- ast stórfréttir að utan.“ Hlynur er ánægður með viðbrögð- in við fyrstu fréttatímunum. „Þau voru þrælgóð,“ segir hann. „Ég held að þeir leggist almennt vel í fólk. En ég vil gjarnan heyra um það sem betur má fara. Ég held að það sé líka eftirspurn eftir því að gera sjón- varpsfréttatímana aðeins snarpari.“ Um ástæðuna fyrir því að þessi út- sendingartími var valinn segir Hlyn- ur að það hafi einfaldlega ráðist af því svigrúmi sem myndaðist þegar eiginlegum fréttum á Stöð 2 lyki og íþróttir væru að hefjast. „Þar er tíu mínútna gluggi sem fylla má af frétt- um áður en fréttatíminn hefst í Sjón- varpinu. Þannig að fréttaþyrst fólk þarf ekki að taka sér þessa pásu. Svo er fréttatíminn endursýndur um kvöldið og fólk getur horft á frétta- tímann á Netinu.“ – Þetta verður bein útsending? „Já, við munum keyra þetta í beinni útsetningu.“ – Og fréttirnar eru unnar í sam- starfi við fréttastofu Morgunblaðs- ins? „Já, það er mikill styrkur í því að hafa á bakvið sig stærstu og öflug- ustu fréttastofu landsins. Sú viðbót að búa til góðar sjónvarpsfréttir verður yfirstíganleg þegar bak- landið er svona gott.“ – Er þetta langhlaup? „Já, tvímælalaust. Auðvitað er þetta gert í tilraunaskyni til að byrja með til að sjá hvort fólk hafi smekk fyrir þessum stutta og snarpa frétta- tíma. En vonandi kann fólk að meta þessa nýjung og þennan nýja tón sem verið er að slá í fréttaflutningi.“ pebl@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Útsending Í mörg horn er að líta meðan á útsendingu stendur. Nýr tónn í fréttaflutningi Í settinu Inga Lind Karlsdóttir þulur og Hlynur Sigurðsson fréttastjóri. Útsendingar á fréttum Morgunblaðsins hófust á SkjáEinum síðastliðið fimmtudagskvöld. Hlynur Sigurðsson, fréttastjóri, segist hafa fengið þræl- góð viðbrögð frá áhorfendum og að lagt sé upp úr léttum og snörpum fréttaflutningi. Hollráð gegn innbrotum oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Varist að auglýsa ferðalagið Farið varlega í að tilkynna ferðalög og fjarveru af heimili, t.d. á símsvara eða internetinu (t.d. Facebook). Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is P IP A R • S ÍA • 9 1 3 4 0 Opnun Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra ImpOrtance Of fOreIgn Inward Investments fOr Iceland Prof. Dr. w.p. vossen, partner, PricewaterhouseCoopers, Belgíu erlendar fJárfestIngar – nútíð Og framtíð Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu reynsla erlendra fJárfesta Isaac Kato, CFO, executive vice president, Verne Global daði einarsson, creative director, Framestore eyþór arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy, Becromal vIðHOrf Og sKOðanIr íslendInga á erlendum fJárfestIngum magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Capacent Glacier og stjórnarformaður Glacier Partners HOw tO attract green and sOcIally respOnsIBle Investments tO Iceland? Jean-dominique rugiero, managing partner, Daxam Sustainability Services, Svíþjóð Fundarstjóri: einar Karl Haraldsson, stjórnarformaður Fjárfestingarstofu. Þátttökugjald er 5000 kr. Skráning fer fram á skraning@invest.is eða í síma 561 5200. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Fjárfestingarstofan, iðnaðarráðuneytið og Útflutningsráð Íslands boða til ráðstefnu um mikilvægi beinna erlendra fjárfestinga fyrir Ísland. Á ráðstefnunni verður fjallað um hvers vegna Ísland þarf beinar erlendar fjárfestingar, möguleikana og tækifærin til framtíðar ásamt hlutverki þeirra við endurreisn Íslands. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 21. október á Hilton Hótel nordica, kl. 8.15-12.00. er fleira í boði en stóriðja, álver og orkufrekur iðnaður? Hvar liggja tækifæri íslendinga?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.