Morgunblaðið - 18.10.2009, Síða 18
18 Efnahagskreppa
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009
Eftir Andrés Magnússon
G
ordon Brown er ekki
elskaður og dáður á
Íslandi, en óvildin í
hans garð er ekki
minni í Bretlandi, þar
sem litið er á hann sem líkamning
alls þess, sem aflaga hefur farið þar í
landi á undanförnum árum. Hvert
hneykslið og áfallið hefur rekið ann-
að, en sjálfsagt ráða efnahagsmálin
mestu. Í fjármálaráðherratíð sinni
gumaði Brown af því að hafa hand-
leikið hið heilaga gral góðrar hag-
stjórnar, að með þriðju leiðinni – ný-
frjálshyggju vinstrimanna – hefði
Verkamannaflokknum tekist að
koma Bretlandi úr vítahring upp-
gangs og hruns efnahagslífsins (e.:
„boom and bust“), en við hefði tekið
Fróðafriður jafns hagvaxtar og vel-
ferðar.
Meðan allt lék í lyndi var það bein-
línis sjálfstætt markmið Verka-
mannaflokksins að halda áfram að
auka ríkisútgjöld af verulegum
metnaði, en þar eins og víðar flutu
stjórnvöld í svefnrofum að feigðarósi
meðan allt var fljótandi í skatttekjum
lánsfjárbólunnar. Unnt var að bægja
flestum vandamálum frá með aukn-
um fjárveitingum, stríðsrekstur í
fjarlægum löndum var ekki ýkja
íþyngjandi, nánast engin gæluverk-
efni stjórnmálamanna voru vanrækt
og sérhver þrýstihópur hafði erindi
sem erfiði. Allir fengu eitthvað fal-
legt, eins og Jóhannes úr Kötlum orti
forðum.
En það eru ekki alltaf jólin og
veislan hlaut að taka enda. Hér verð-
ur ekki farið út í þá atburðarás, hún
er ágætlega þekkt, en líkast til gera
sér færri grein fyrir hversu ákaflega
tæpt breska fjármálakerfið stóð um
hríð. Það kann að hluta að skýra ein-
staklega harkaleg viðbrögð breskra
stjórnvalda gagnvart íslensku bönk-
unum, þótt þar ræddi um hreina
skiptimynt í hinu stóra samhengi
hlutanna.
Á barmi hyldýpis
Á þeim dögum riðuðu fjölmargir
breskir bankar beinlínis til falls, en
Englandsbanki og bresk stjórnvöld
beittu bæði fortölum, hótunum, fjár-
veitingum og lánsloforðum til þess að
halda í horfinu. 8. október – sama
dag og hryðjuverkalögunum var
beitt gegn Íslandi – var tilkynnt um
björgunaráætlun, sem fæli í sér
a.m.k. 50 milljarða punda (10 billjónir
íslenskra króna) innspýtingu opin-
bers fjár til þess að styrkja höfuðstól
breskra banka, 250 milljarða punda í
lánaábyrgðir og 200 milljarða punda
í sérstaka áætlun til þess að tryggja
lausafjárstöðu bankanna. Ítrekað var
að meiri peningar yrðu lagðir í björg-
unina ef ástæða þætti til. Eins og
nærri má geta voru seðlapressur
Englandsbanka keyrðar nótt og dag.
Þrátt fyrir allt þetta mátti engu
muna föstudaginn 10. október 2008,
að breska bankakerfið stæðist ekki
víðtækt áhlaup áhyggjufullra inni-
stæðueigenda í breskum bönkum.
Myners lávarður, sem er ráðherra
fjármálageirans á Bretlandi, játaði
síðar að um þriggja klukkustunda
skeið þennan örlagaríka föstudag
hefðu stjórnvöld óttast að spilið væri
búið. Þau voru tilbúin með neyðar-
áætlun, sem gerði ráð fyrir lokun
allra fjármálastofnana og tafarlausri
þjóðnýtingu alls bankakerfisins.
Bankarnir lukkuðust þó til þess að
lafa fram að venjulegri lokun á þess-
um föstudagseftirmiðdegi, en um
helgina voru lögð á ráðin um skyndi-
björgun Royal Bank of Scotland og
HBOS.
Ofurhetjan Brown
Í beinu framhaldi var fyrrnefndri
björgunaráætlun bankakerfisins
hrint í framkvæmd, en vert er að
hafa í huga að hún var hreint ekki
sjálfgefin eða óumdeild. Stjórnvöld
víðast hvar annars staðar höfðu hald-
ið að sér höndum og hikuðu við að
beita svo breiðum spjótum, en stjórn
Gordons Browns tók af skarið. Á
næstu vikum fylgdu fjölmargar þjóð-
ir aðrar fordæmi Breta og flæddu
peningum inn í fjármálageirann.
Eftir því sem dagar og vikur liðu
án þess að fleiri bankastofnanir legð-
ust á hliðina (nema á Íslandi) fóru
menn að fagna kraftaverkinu og það
var víðar en í Bretlandi, sem menn
hrósuðu Gordon Brown fyrir afrekið.
Hann hefði tekið af skarið með afger-
andi hætti og klappstýrurnar töluðu
um hann sem ofurhetju, sem bjargað
hefði fjármálakerfi heimsins. Brown
sjálfur mismælti sig meira að segja í
þinginu og kvaðst hafa bjargað heim-
inum, en eftir það var hann gjarnan
nefndur Flash Gordon (Hvell-Geiri).
Það var og er samt langur vegur
frá því að hættan sé liðin hjá.
Flestir gerðu sér grein fyrir því að
þessi björgun væri dýru verði keypt.
Fjármunirnir, sem lagðir voru fram í
nafni breskra skattborgara, voru
gríðarlegir, og ekki fyllilega ljóst
hvernig þeirra skyldi aflað. Vissulega
var mikið í húfi, fjármálakerfið skipt-
ir allt hagkerfið gríðarlegu máli og í
Bretlandi komu auk þess um 10%
landsframleiðslunnar úr fjármála-
geiranum þegar best lét. Björgunar-
pakkinn nam hins vegar 500 millj-
örðum punda, en til samanburðar eru
árleg framlög hins opinbera til heil-
brigðiskerfisins á Bretlandi um 111
milljarðar punda og er þar þó ekki
skorið við nögl.
Skuldakreppa og skuldsetning
Skoðanakannanir sýndu að meiri-
hluti Breta stæði að baki forsætis-
ráðherranum í þessum efnum. Þrátt
fyrir að tiltrú manna á hæfni Browns
hefði minnkað verulega – hans upp-
gefna meginerindi hafði einmitt verið
að koma í veg fyrir ósköp af þessu
tagi – virtust menn gera sér grein
fyrir hinum brýna vanda og nauðsyn
þess að leysa hann hratt og örugg-
lega, nánast hvað sem það kostaði.
Þannig bentu skoðanakannanir til
þess að almenningur gerði sér betri
grein fyrir því en stjórnvöld að opin-
ber niðurskurður, skattahækkanir,
atvinnuleysi og versnandi lífskjör
væru óhjákvæmileg. Þessa örlaga-
ríku haustdaga virtist breskur al-
menningur þannig sýna af sér nokk-
urt æðruleysi og ábyrgð.
Hitt er annað mál hvort hinn al-
menni Breti gerði sér fyllilega grein
fyrir kostnaðinum eða hvernig hon-
um yrði mætt. Til þess að koma í veg
fyrir að lánabólan spryngi með ógn-
arhvelli var ráð ríkisstjórnarinnar
það að stækka hana enn frekar með
aukinni skuldsetningu, skuldasöfnun
sem enn sér ekki fyrir endann á og
vafamál raunar hvernig alls þess fjár
skal aflað. Á sama tíma hafa spuna-
meistarar Verkamannaflokksins
ítrekað að þetta sé unnt án þess að
velferðinni linni og Brown sjálfur
stóð á því fastar en fótunum í sumar
að ríkisútgjöld myndu halda áfram
að aukast eins og hann hefði lofað.
Þegar eftir því var gengið kom að
vísu á daginn að aukningin myndi
nema heilu 0% á árunum 2010-2012!
12% eignarýrnun heimilanna
Nær er að tala um efnahags-
samdrátt í Bretlandi en kreppu, en
fyrir þá sem verst eru leiknir gildir
víst einu hvaða nafni menn nefna
höggið. Gjaldþrot hafa aukist mikið
og víða um land hafa fyrirtæki dregið
saman seglin með fjöldauppsögnum
og öðru aðhaldi. Atvinnuleysi jókst
verulega og er nú talið nema um 8%,
sem þýðir að tæplega tvær og hálf
milljón vinnufærra manna sé án at-
vinnu. Kjör þeirra, sem haldið hafa
vinnu sinni, hafa einnig rýrnað, en
samkvæmt opinberri tölfræði hækk-
uðu laun aðeins um 1,9% á liðnu ári.
Það er minnsta aukning síðan farið
var að halda utan um þessar tölur ár-
ið 1991, en vert er að hafa í huga að
verðbólga í Bretlandi var töluverð á
síðasta ári.
Ekki síður hafa menn fundið fyrir
samdrættinum þegar litið er til
eignastöðunnar. Fasteignaverð hef-
ur lækkað verulega, sem fyrir rúmu
ári hefði verið talið óhugsandi brot á
náttúrulögmálum. Á liðnu ári lækk-
aði það um 9%, en áætlað hefur verið
að fasteignir hafi þá rýrnað um 422
milljarða punda. Á heildina litið féllu
eignir breskra heimila um 815 millj-
arða punda í verði árið 2008, sem eru
heil 12%. Fall á hlutabréfamörk-
uðum minnkaði verðgildi þeirra
eigna um 393 milljarða punda. Hinn
almenni Breti finnur vel fyrir þessari
eignarýrnun, enda eru fasteignir vin-
sælasta tegund sparnaðar. Að með-
altali minnkaði eign breskra heimila
um 31.000 pund á liðnu ári, sem er
jafnvirði um 6,2 milljóna íslenska
króna.
Fyrir allan almenning ræddi hér
þó fyrst og fremst um kreppu hugar-
farsins. Lækkandi fasteignaverð beit
marga en miðað við gegndarlausar
hækkanir undanfarinna ára var
lækkunin minni en óttast mætti.
Styttist í skuldadaga
Reuters
Gordon Brown Meðan allt lék í lyndi var það beinlínis sjálfstætt markmið Verkamannaflokksins að halda áfram að
auka ríkisútgjöld af verulegum metnaði, en þar eins og víðar flutu stjórnvöld í svefnrofum að feigðarósi.
Ýmsar vísbendingar eru um að efnahagslíf Bret-
lands sé að rétta úr kútnum eftir fjármálakrepp-
una og vill Gordon Brown forsætisráðherra
þakka sér og kostnaðarsamri björgunaraðgerð
sinni það. Enn á hins vegar eftir að borga brús-
ann og ekki er ómögulegt að Bretland verði nýrri
og verri kreppu að bráð.
anakeðjunnar Samkaup en keðjan ætlar að
byrja að selja íslenskt ostapopp í versl-
unum sínum.
„Hugmyndina fékk ég fyrir nokkrum ár-
um þegar konan mín týndi gifting-
arhringnum og hélt að hann hefði óvart
verið ryksugaður upp.“
Steinn Sigurðsson sem hannað hefur svo-
kallaða ryksugugildru sem kemur í veg fyrir
að hlutir á borð við giftingarhringi sogist
ofan í ryksugupokann.
„Mér hefur alltaf fundist gaman að lesa
ljóðabækur og grípa þær með upp í rúm.
Það er svo þægilegt, því þá er maður
ekki bundinn því að muna eitthvað sem
maður sofnaði út frá kvöldinu áður.“
Eyþór Árnason sem hlaut í vikunni Bók-
menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
fyrir ljóðabókina Hundgá úr annarri sveit.
„Það er eins og þetta fólk megi aldrei
komast upp úr neinu fari.“
Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Ör-
yrkjabandalags Íslands, um fyrirhugaðar
skerðingar á lífeyrisgreiðslum öryrkja.
„Það má skjóta með tánni ef það virkar“
Veigar Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í
knattspyrnu, um sigurmarkið sem hann
gerði á móti Suður-Afríku á Laugardalsvelli.
„Þetta er að skella á af fullum krafti.“
Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins, um A(H1N1)
v 2009 inflúensufaraldurinn.
„Ég er staðráðinn í því að hafa boðskap
biskupsins að engu.“
Séra Gunnar Björnsson sem Karl Sig-
urbjörnsson biskup hefur ákveðið að flytja
úr embætti sóknarprests á Selfossi í emb-
ætti sérþjónustuprests við Biskupsstofu.
„Ég þyrfti að hugsa mig um vel og lengi
áður en ég segði, að í fyrsta skipti skyldi
breska ríkið fara að tryggja innistæður
sem stofnað var til í öðru umdæmi. Það
er ekkert sem við myndum gera eins og
ekkert sé.“
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bret-
lands, svarar spurningum fjárlaganefndar
breska þingsins 3. nóvember í fyrra.
„Ég var að horfa á sjónvarpið þegar mér
sýndist vera farið að snjóa. Þegar ég leit
út sá ég engan snjó. Ég opnaði því
gluggann og fann brunalyktina.“
Alma Eðvaldsdóttir, íbúi í nágrenni Lifr-
arsamlags Vestmannaeyja, sem brann til
grunna á fimmtudag.
„Andri kveikti neistann í mér aftur.“
Arnar Gunnlaugsson knattspyrnumaður
ætlaði að hætta í fótbolta en Andri Mar-
teinsson þjálfari Hauka taldi hann af því.
Reuters
Koss Það er alkunna að kúabændur spili létt lög af hljómplötum í fjósum sín-
um til að freista þess að fá betri nyt. Ekki fer milli mála að bóndinn í þessu
þýska fjósi leikur tónlist glysrokksveitarinnar Kiss fyrir kýrnar sínar.
Ummæli
’
„Er útspil hans raun-
hæft?“
Jóhanna Sigurðardóttir í
bréfi til Jens Stolten-
bergs, forsætisráðherra
Noregs, þar sem hún vís-
ar til orða Per Olavs
Lundteigens um lánveit-
ingu til Íslendinga óháð AGS og Icesave.
Það var hennar leið til að grennslast fyrir
um lánið frá Norðmönnum, þó að hún tæki
fram að... „afstaða norsku ríkisstjórn-
arinnar er okkur vel kunn“.
„Ég hafna því.“
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppn-
iseftirlitsins, spurður hvort stofnunin væri
linari við aðrar stofnanir hins opinbera
heldur en við einkafyrirtæki.
„Hann gat ekki hætt að borða poppið
meðan við ræddum saman og fékk að
lokum að taka nokkra poka með sér
heim.“
Sigurjón Dagbjartsson, framkvæmdastjóri
Iðnmarks sem framleiðir m.a. Stjörnu-
popp, um innkaupastjóra færeysku versl-