Morgunblaðið - 18.10.2009, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
É
g fékk sting í hjartað og
hugsaði strax með mér,
að ég vildi ekki að
mamma og pabbi kæmu á
sýninguna, segir Jana
María Guðmundsdóttir, sem fer með
titilhlutverkið í Lilju, spurð að því
hvernig henni þótti að lesa handrit
verksins í fyrsta skipti.
Fljótlega kom þó upp í hugann,
bætir hún við, að þessa sögu yrði að
segja. „Það var ekki auðvelt að takast
á við verkefnið en samt mjög spenn-
andi og ég vona að við náum að vekja
athygli á þessum málum. Að því leyti
er starfið göfugt; tilgangurinn helgar
meðalið,“ segir hún. „Þetta er ævin-
týri, þótt sagan sé ljót og leikhúsið er
frábær miðill til að sýna sannleikann.“
Jón Gunnar Þórðarson, höfundur
Lilju og leikstjóri, byggir verkið laus-
lega á kvikmyndinni Lilja 4-ever sem
margir muna eftir. Leikritið hefst í
Litháen; Lilja er plötuð til Svíþjóðar
þar sem henni er lofað bjartri framtíð
en annað kemur á daginn.
Ólafur Ingi aðeins 13 en sýningin þó
ekki ætluð yngri en 14 ára. Umfjöllun
um mansal og kynlífsþrælkun þykir
varla við hæfi barna en vert er að hafa
í huga að þolendurnir eru oft varla af
barnsaldri.
Sýningin er afar áhrifamikil. Ljót,
en þörf. Saga sem verður að segja, er
undirtitill verksins og ekki er hægt
annað en fallast á það.
Jana María útskrifaðist með BA
próf í júlí í sumar frá Royal Scottish
Academy of Music and Drama í Glas-
gow, mjög góðum skóla að hennar
sögn, er fastráðin hjá LA í vetur og
hlutverk Lilju það fyrsta sem henni
býðst að námi loknu. „Mér finnst æð-
islegt að vera komin hingað til Leik-
félagsins; hér er mikið að gerast, allar
hugmyndir vel þegnar og mér finnst
gaman að taka þátt í svo frjóu starfi.“
Hún mætti um síðustu páska í prufur
sem Félag íslenskra leikara heldur
einu sinni á ári, en leiklistarnemar er-
lendis nýta sér oft það tækifæri.
„Krakkar sem eru úti þurfa að berjast
með kjafti og klóm til að koma sér á
framfæri og vonandi verður það, að ég
fékk þetta hlutverk, til að vekja at-
hygli á þeim sem læra úti. Það er ekki
síðra að læra þar; við leggjum alveg
jafn mikið á okkur og aðrir og það er
reyndar mjög hollt að læra í öðru
landi; læra að leika á öðru tungumáli.“
María Sigurðardóttir, leikhússtjóri
LA, ræddi við Jönu Maríu daginn eftir
prufurnar, bauð henni árssamning og
m.a. að leika Lilju. „Mér finnst svaka-
legt að fá þetta tækifæri; að fá aðal-
hlutverk í svona sýningu nýkomin úr
skóla. Ég trúði ekki mínum eigin eyr-
um; þetta hlutverk er draumabyrjun
fyrir mig sem leikkonu á Íslandi.“
Hún situr andspænis blaðamanni, í
björtu rými við stóran glugga. Dálítið
önnur umgjörð en um Lilju í verkinu.
Þar ræður drunginn ríkjum.
Menntuð söngkona
Jana María er titluð söngkona í
símaskránni enda menntuð sem slík.
Lauk burtfararprófi í klassískum ein-
söng frá Söngskólanum í Reykjavík –
„sem er mjög góður grunnur“ – áður
en hún hóf leiklistarnám og segist í
raun hafa lent í leiklist fyrir tilviljun.
Hún gerði reyndar tvær tilraunir,
eftir stúdentspróf, til að komast í leik-
listardeild Listaháskóla Íslands en án
árangurs. „Það var líklega lán í óláni.
Ég fór þá í fornám í Myndlistar-
skólanum í Reykjavík, var áfram í
Söngskólanum og kenndi leiklist og
Ljót saga en hana
verður að segja
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Jana María og Ólafur „Ég reyni að halda í barnið, en held ég þroskist helmikið. Það er ekki hægt að leyna því.“
Fjallað er um mansal
og kynlífsþrælkun í
Lilju sem Leikfélag
Akureyrar frumsýndi
um síðustu helgi. „Þetta
er ævintýri, þótt sagan
sé ljót og leikhúsið er
frábær miðill til að sýna
sannleikann,“ segir
Jana María Guðmunds-
dóttir sem fer með tit-
ilhlutverkið. Ólafur Ingi
Sigurðsson, sem er að-
eins 13 ára, er líka í
stóru hlutverki.
Ísland er ekki, eins og margir hafa talið, aðeins gegnumstreymisland fyr-
ir fórnarlömb mansals heldur einnig móttökuland og má gera ráð fyrir að
tugir einstaklinga sem dvelja hér til lengri eða skemmri tíma falli undir
skilgreiningar mansals. Þetta kom fram í umfjöllun Silju Bjarkar Huldu-
dóttur blaðamanns hér í Morgunblaðinu fyrr í haust þar sem hún fjallaði
um rannsókn Fríðu Rósar Valdimarsdóttur mannfræðings á eðli og um-
fangi mansals hér á landi.
Fórnarlömb á Íslandi eru að lágmarki 59 og að hámarki 128, ef miðað
er við síðustu þrjú ár.
Rannsókn Fríðu Rósar er unnin að frumkvæði Rauða kross Íslands í
samvinnu við Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum. Hún var unnin
á fyrri helmingi þessa árs og byggist m.a. á viðtölum við 19 fulltrúa op-
inberra stofnana, ráðgjafa, lögfræðinga og starfsfólk ýmissa frjálsra fé-
lagasamtaka sem tjá sig nafnlaust.
Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs RKÍ, segir reynslu ann-
arra þjóða sýna að því betur sem málefnum fórnarlamba mansals er gef-
inn gaumur og þekking á þeim eykst því fleiri mál koma upp á yfirborðið.
RKÍ ráðgerir að þróa innan næstu tveggja ára aðgerðaráætlun byggða á
niðurstöðum rannsóknarinnar, svo unnt verði að veita meintum fórn-
arlömbum mansals viðeigandi þjónustu, vernd og stuðning.
Fram kemur í skýrslu Fríðu Rósar að Sameinuðu þjóðirnar áætla að á
hverjum tíma séu 2,5 milljónir manna fórnarlömb mansals, að stærstum
hluta konur og börn.
Mörg fórnarlömb mansals á Íslandi
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Meðal efnis verður:
Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna.
Góðir skór fyrir veturinn.
Húfur, vettlingar, treflar, lopapeysur og fl.
Snyrtivörur til að fyrirbyggja þurra húð.
Flensuundirbúningur, lýsi, vítamín og fl.
Ferðalög erlendis.
Vetrarferðir innanlands.
Bækur á köldum vetrardögum.
Námskeið og tómstundir í vetur.
Heitir pottar og sundlaugar góð afslöppun
Bíllinn tekinn í gegn.
Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying.
Útilýsingar – góð ljós í myrkrinu.
Þjófavörn fyrir heimili og sumarbústaði.
Mataruppskriftir.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16
mánudaginn 19. október.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað
Vertu viðbúinn vetrinum
föstudaginn 23. október.
Vertu viðbúinn
vetrinum