Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 21
söng í Púlsinum í Sandgerði.“ Jana María er fædd og uppalin í Keflavík og bjó þar til sextán ára aldurs, fyrir utan fjögur ár sem hún eyddi í Dan- mörku þegar faðir hennar var þar í námi. Sextán ára flutti hún til Reykja- víkur, hóf tónlistarnám og útskrif- aðist sem söngkona 2006. Leikkonan segir að sér líði best þegar hún hefur nóg fyrir stafni. Hún var flugfreyja hjá Icelandair meðfram námi en að loknu burtfararprófi „vissi ég ekkert hvað ég ætlaði mér að gera.“ Svo fór að hún sótti um inngöngu í söngleikja- deild Royal Scottish Academy of Mu- sic and Drama í Glasgow en komst ekki inn. „Sama dag og ég fékk nei-ið barst mér tölvupóstur um að leiklist- ardeild skólans yrði með inntökupruf- ur á Íslandi, ég mætti þangað tveimur vikum síðar og komst inn á staðnum. Þar með voru örlögin ráðin!“ Átti ég að segja smiður? Hún hefur aldrei haft söng að aðal- starfi en oft komið fram með föður sínum, Guðmundi Hreinssyni bygg- ingarverktaka í Reykjanesbæ. „Pabbi er skúffuskáld sem spilar á gítar. Ég byrjaði að syngja með honum heima í stofu 12 eða 13 ára gömul og við höf- um mikið komið fram tvö saman í Keflavík og þar í grennd. Mér þykir mjög vænt um tónlistina sem hann semur.“ Henni þykir líka vænt um Ólaf Inga, mótleikara sinn í Lilju. Hann stígur nú allt í einu inn á sviðið við stóra bjarta gluggann; strákur úr 8. bekk Hrafnagilsskóla í Eyjafjarð- arsveit. Þegar hann sest er ekki annað hægt en spyrja: Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Leikari,“ segir hann strax. Brosir, og spyr á móti: „Átti ég að segja smiður? Ég var ekki ákveðinn eftir Óvita en nú er ég alveg viss.“ Óli tók sem sagt þátt í Óvitum eftir Guðrúnu Helga- dóttur sem LA setti upp fyrir nokkr- um misserum og smitaðist heiftarlega af leiklistarbakteríunni. Þegar aug- lýst var eftir strák í hlutverk hjá LA í vetur mætti Óli, en hafði að vísu ekki hugmynd um hvers kyns sýningu var að ræða og fékk ekki að vita það fyrr en leikhússtjóri hafði farið vandlega yfir það með foreldrum hans og þeir gefið samþykki sitt. „Það var alls ekki sjálfgefið að þau leyfðu mér að vera með. En þau töldu að það yrði þroskandi ef farið yrði í þetta á réttan hátt,“ segir Óli og hljómar mun eldri en 12. Skyldi hann geta gert sér í hugar- lund 12 ára strák sem býr við þær að- stæður sem lýst er í verkinu? „Ég reyni en gengur illa; þetta er svo hræðilegt að maður getur ekki gert sér grein fyrir því að svona sé til. Ég hugsa stundum um hvað mamma er leiðinleg þegar hún segir mér að taka til þegar ég kem heim á daginn! En að hún hendi mér út og láti mig sofa úti í frosti...“ Hann hefur skynjað hve fjöl- breytt starf leikarans er. „Það er allt- af verið að fást við eitthvað nýtt. Mað- ur situr ekki á skrifstofu og gerir það sama allan daginn! Fólkið í leikhúsinu er líka svo skemmtilegt.“ Oft með grjót í maganum „Rannsóknarvinnan við undirbún- ing verksins var mjög áhugaverð og spennandi en ég var oft með grjót í maganum,“ segir Jana María. „Við tókum þá vinnu öll mjög nærri okkur. Óli var reyndar ekki alltaf með; það þurfti að sjá til þess að hann gæti sofið á næturna...“ Hún segir fæsta líklega gera sér grein fyrir umfangi mansals eða um hvað málið snýst í raun. „Þess vegna er frábært að fá tækifæri til að fjalla um þetta efni. Eitt það skemmti- legasta við starf leikarans er hve fjöl- breytt viðfangsefnin eru. Maður lærir mikið og getur miðlað til annarra í leiðinni. Leikarinn veit aldrei hvers verður krafist af honum og þarf að vera tilbúinn í allt. Ekkert verkefni er eins; maður vinnur sífellt með nýju fólki, þarf að læra á hvern og einn, sem er verkefni út af fyrir sig og held- ur manni ferskum.“ Rannsóknir eru hluti leikarastarfsins „til þess að mað- ur viti algjörlega hvað maður er að gera og það elur á forvitninni; það er erfitt að útskýra það mér finnst allar starfsgreinar mætast í þessari einu.“ Heiðrum minningu stúlkunnar Leikkonan segir sláandi hve marg- ar ungur stúlkur eru blekktar, ekki síst á stöðum þar sem aðstæður þeirra eru ömurlegar og enga fræðslu að hafa af hálfu yfirvalda. „Birting- armyndir mansals eru margir en kyn- lífsþrælkun er áberandi vegna þess hve peningaveltan er gríðarleg,“ segir hún. Leikhópurinn fræddist mikið um mansal við undirbúning verksins og ræddi m.a. við Fríðu Rós Valdimars- dóttur mannfræðing sem gerði á árinu rannsókn fyrir Rauða krossinn á eðli og umfangi mansals á Íslandi. Jana María telur mikla þörf á um- ræðu um málefnið og segir afar slæmt ef Alþjóðhúsinu í Reykjavík verður lokað. Starfsemin þar skipti útlend- inga sem lendi í vandræðum hér á landi svo miklu máli. „Alþjóðhúsið er óháður staður sem fólk treystir og eini staðurinn sem býður upp á þessa þjónustu. Fríða Rós sagði okkur að fórnarlömb man- sals treysti sjaldan neinum fyrir sann- leikanum um þær aðstæður sem þau eru í raun og veru í en þau hafa mörg treyst starfsfólki Alþjóðahúss. Ef því verður lokað er óvíst hvert fórn- arlömb muni leita eftir aðstoð sem oft er spurning um líf eða dauða.“ Jana María segir hlutverk Lilju erfitt en jafnframt gefandi, „vegna þess að ég veit að þessi stelpa var til. Þetta er saga af börnum sem verða fyrir harmleik og ég reyni oft að hugsa um ég leik stelpu sem var raunveruleg. Mér finnst við heiðra minningu hennar með þessari sýn- ingu.“ Undirritaður þóttist skynja á frumsýningu að sumum áhorfendum leið ekki sérlega vel. Sannleikurinn er oft sláandi. „Nándin í leikhúsinu er mikil. Það er mikið hlegið fyrir hlé en svo breyt- ist orkan í salnum allt í einu í síðari hlutanum. Allir eru á sætisbrúninni og hlusta; ég finn orkuna streyma frá fólkinu og það hjálpar mér mikið.“ Þroski Óli segist ekki hafa velt mansali fyrir sér áður en hann hóf að æfa hlutverk sitt í Lilju. „Ég pældi ekki mikið í þessu fyrst en hef gert það meira undanfarið.“ Jana María segir ekkert grín fyrir 13 ára barn að tak- ast á við þetta verkefni. „En hann stendur sig eins og hetja – ég segi það óhikað hér fyrir framan hann; Óli er ótrúlega duglegur og tekur á verk- efninu af heiðarleika og sanngirni og er algjörlega opinn. Það er ótrúlega fallegt að sjá hann vinna í þessu.“ Hann segir haustið hafa verið strembið; nýr kennari hóf störf í bekknum hans í haust og byrjaði af krafti, auk þess sem stíft var æft hjá Leikfélaginu. Óli hefur ekki verið í tónlistarskólanum í haust, en þar er hann í harmonikunámi, lagði frjáls- íþróttirnar á hilluna í bili, hefur að- eins verið í badminton, en dró sig líka út úr fótboltanum og júdóinu! Talandi um að Jana María vilji hafa nóg fyrir stafni... Hann er sáttur við hve mikill tími fer í leiklistina. „Þetta er mjög skemmtilegt og mikil lífsreynsla. Ég reyni að halda í barnið, en held ég þroskist heilmikið við að vera í þessu, það er ekki hægt að leyna því.“ Mér segir svo hugur að augu allra, sem sýninguna sjá, muni opnast upp á gátt. Er það ekki einn liður í því að þroskast? Leikhús 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009  Þriðjungur þeirra sem seldir eru mansali til Íslands starfa í kynlífsiðnaði, tveir þriðju í byggingariðnaði, ræstingum og heimilishjálp.  Í Litháen er melludólgum ekki refsað.  Við strandlengjuna í Albaníu eru lúxushótel sem eru fjár- mögnuð með mansali. Smygl- bátar fara með stúlkurnar yfir til Ítalíu og ef strandgæslan gómar bátana er hentugast að henda stúlkunum fyrir borð.  Mansal er iðnaður sem hefur farið mjög vaxandi á síðustu ár- um og veltir tugum eða hundr- uðum milljarða dala á ári hverju. Talið er að gróði af mansali einu saman sé allt að 7-8 milljarðar dala á ári. Úr leikskrá Leikfélags Akureyrar. Undankeppni EM 2010 í handknattleik kvenna Forsala fer fram í verslunum Lyfju laugardag og sunnudag Sunnudaginn 18. október kl. 16.00 í Vodafone-höllinni ÍSLAND AUSTURRÍKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.