Morgunblaðið - 18.10.2009, Page 24

Morgunblaðið - 18.10.2009, Page 24
24 Ópera MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009 Þ að var mikið líf í kjallara Íslensku óperunnar seinnipart fimmtudags- ins, rétt fyrir æfingu á Ástardrykknum eftir Donizetti sem frumsýndur verður næstu helgi. Kjallarinn er ekki stór, þar er lágt til lofts og mikið um ranghala en einmitt það ljær honum nánast áþreifanlegan sjarma og skapar stemningu sem erfitt er að koma í orð. Söngvarar í fullum skrúða sátu í förð- unarstólum eða gengu um, raul- andi lagstúfa, og væri ferðinni heitið milli herbergja þurftu þeir að beygja sig í lágri gættinni. Hár- greiðslukonur komu vandlega fyrir gervistráum í hári sumra söngv- aranna, enda gerist óperan í sveit, og einbeitt saumakona, vopnuð nál og tvinna, gerði lagfæringar þar sem þeirra var þörf. Erfitt er að ímynda sér að í stærra og nútíma- legra húsnæði fengi maður það jafnsterkt á tilfinninguna að eitt- hvað töfrum líkast væri að fara að eiga sér stað. Ví ví, ja ja og jú jú Meðan beðið var eftir að æfingin hæfist sátu margir hverjir, sem búnir voru í förðun og komnir í búningana, inni á lítilli kaffistofu og spjölluðu saman. Sumir notuðu tækifærið og fengu sér í svanginn og aðrir rauluðu lög úr óperunni. Þegar styttist í að æfingin hæfist var kominn tími til að hita upp. Inn í einu herbergjanna stendur gamalt píanó upp við vegginn og þangað inn tíndust söngvararnir, einn af öðrum, og hófu að syngja saman skala. Spilaðir voru hljómar upp og niður tónstigann og sungið ýmist „ví ví ví ví“, „ja ja ja ja“ eða „jú jú jú jú“ milli þess sem píanó- leikarinn skipaði þeim að syngja hærra eða mýkra. Þegar blaðamaður stóð í gætt- inni og fylgdist með söngvurunum purra í kór, líkt og þau væru í bílaleik við börnin sín, gekk Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari framhjá og sagði kersknislega með sinni djúpu rödd: „Þetta er ekki geðveikrahæli, þetta er í óp- erunni.“ Svo skyndilega var upp- hitunaræfingunum lokið, söngv- ararnir tíndust fram og einn og einn kíkti í stóru speglana við förðunarstólana til að laga sig til. Æfingin var að byrja. ylfa@mbl.is Þetta er ekki geðv þetta er í óperunn Stjórnar hljómsveitinni Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri er einbeittur á svip í litlu gryfjunni við sviðið. Upphitun Skömmu áður en söngvararnir stíga á svið koma þeir saman inn í einu herb Í kórnum Skarphéðinn Hjartarson spjallar viPrjóna Þóra Björnsdóttir og Jóhanna Ósk Valsdóttir stytta sér stundir. Æfir sig Antonía Hevesi, píanóleikari Óperunnar, æfir sig fyrir kvöldið. Leg Í miðasölunni Ævintýrið í Íslensku óperunni hefst hjá Ingibjörgu Sigurðardóttur, starfsmanni miðasölunnar. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.