Morgunblaðið - 18.10.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.10.2009, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009 21. október 1979: „Einræðisherrar leggja sig jafnan mjög fram um að bæta ásjónu sína út á við. Augljóst er, að Kremlverjar hafa í hyggju að nota Olympíuleikana í Moskvu á næsta ári í þessu skyni. En ráðstaf- anirnar, sem grípa hefur orðið til í þessu kúgunarríki kommúnismans, til að leikarnir geti farið fram eru væglega til orða tekið ógeðfelldar. Hermönnum hefur verið skipað að leggja hönd á plóginn við smíði íþróttamannvirkja gegn þeirri einu þóknun að fá aðgöngumiða á leik- ana með skipun um að hrópa hvatningarorð til eigin manna. Fangar eru látnir vinna að gerð minjagripa. Hundruðum ef ekki þúsundum saman eru Moskvubúar fluttir frá heimilum sínum til þess, að þeir geti ekki komist í kynni við þá útlendinga, sem leikana sækja. Fangelsisdvöl manna er lengd og þannig mætti áfram telja þær hlið- araðgerðir, sem ráðstjórnin grípur til, þegar hún á von á fjölda gesta í heimsókn.“ . . . . . . . . . . 22. október 1989: „Borgarleikhús var formlega tekið í notkun á föstu- dagskvöld. Þar hefur Leikfélag Reykjavíkur fengið nýjan sama- stað. Áralöng barátta hefur borið ríkulegan ávöxt. Á engan er hallað, þegar sagt er, að Davíð Oddsson borgarstjóri hafi lagt það lóð á vog- arskálina, sem þurfti til að ljúka þessu mikla verki með þeim glæsi- brag, sem raun ber vitni. Þorsteinn Ö. Stephensen leikari sem flutti síðustu ræðuna við hátíðina í fyrra- kvöld þakkaði Davíð sérstaklega og sagði engu líkara en leiklist- argyðjan Þalía hefði snortið hann. Umbúnaður um leikara og gesti er allur annar í hinu nýja húsi en gamla Iðnó, þar sem Leikfélag Reykjavíkur hefur vaxið og dafnað og skapað listaverk sem féllu jafnt að þeim stakki og höfðuðu oft ein- staklega vel til leikhúsgesta. Nýtt hús krefst nýs stíls. Baráttan fyrir þessu nýja húsi hefur um langt skeið sett svip sinn á starf Leik- félags Reykjavíkur. Henni er nú lokið á farsælan hátt.“ Úr gömlum l e iðurum Þekkt er að nýtækni ryðuriðulega hinu gamla til hliðar, stundum á ör- skömmum tíma. En hitt er ekki síður algengt að nýjungar verða því sem fyrir er til fyllingar. Margir töldu að sjónvarp myndi gera útvarp óþarft vegna yfirburða sinna. Það gerðist ekki, þótt áherslur í útvarpi hafi orðið aðrar og á það sé hlustað í annan tíma en áður var. Eins var talað um að sjónvarp myndbönd og síðar geisladiskar myndu ganga að kvikmyndahúsunum dauðum en það fór á annan veg. For- ráðamenn kvikmyndahúsa breyttu þeim úr einum stórum sal í marga og voru snöggir að koma nýjum myndum í hús og héldu velli og afsönnuðu allar hrakspár. Nú trúa margir því að prentmiðlar hljóti að láta í minnipokann fyrir vefmiðlum en margt bendir til að þeir muni einnig halda velli, þótt þeir verði að laga sig að nýjum háttum. Morgunblaðið hefur gengið í gegnum margvíslegar breyt- ingar á undanförnum árum. Samdráttur í efnhagslífinu og sérkennilegt samkeppnisum- hverfi á blaðamarkaðnum hafa gert þessar breytingar flóknari á marga lund. En blaðið hefur lagað sig að breyttum tíma og aðstæðum og hefur það ekki verið algjörlega sársaukalaust. Móðurfélagið hefur eflt vef- útgáfu sína og er fréttavef- urinn sá langöflugasti hér á landi og útgáfurnar tvær styrkja hvor aðra mjög. Nýver- ið tók Morgunblaðið upp sam- vinnu við Skjá 1 um útsendingu frétta. Er óhætt að segja að það sam- starf hafi farið vel af stað og eru undirtektir góðar. Bindur blaðið góð- ar vonir við þetta samstarf. Þetta blað, sem lesandinn hefur í höndunum núna, er seinasta sunnudagsblaðið af þessari gerð. Um næstu helgi mun áskrifendum berast nýr sunnudagsmoggi í hendur, stútfullur af nýju efni, sem tek- ið er nýjum tökum og umbrot og hönnun munu taka mið af því. Allar þessar breytingar, aukin og efld samþætting blaðs og vefs og samstarf við Skjá 1 um útsendingu frétta tvisvar á kvöldi alla virka daga er við- leitni Morgunblaðsins til að laga sig að breyttum tímum, sem kalla á breyttar aðferðir til að mæta nýjum þörfum. En þrátt fyrir vilja blaðsins og starfsmanna þess að horfa sí- fellt fram á veginn er ekki síð- ur mikilvægt að varðveita þá reynslu sem blaðið hefur öðlast á löngum útgáfutíma. Reynslu, sem kennir því að sýna gát, varúð og tillitsemi, þar sem það á við. Það á að vera hér eftir sem hingað til trúverðugt og traust í fréttaflutningi. Það leitast við að birta það eitt sem það veit sannast og réttast. Í hraða nútíma fréttamennsku verður því auðvitað á. En þetta blað hefur iðulega á liðnum ár- um haft þrek til að birta ekki „frétt“ sem það var ekki öruggt um að geta staðið við og það hefur einnig haft burði til að birta fréttir sem bætti ekki hag þess sjálfs á þeirri stundu. Þannig blað var og er Morg- unblaðið. Morgunblaðið lagar sig sífellt að breytt- um aðstæðum } Nýjungar og reynsla S íðustu vikur og mánuðir hafa sýnt og sannað að það er barnsleg og bjartsýn hugmynd að ætla þing- mönnum að hafa vit fyrir þjóð sinni. Þjóðin ber ekki lengur traust til þingmanna sinna enda hafa þeir lít- ið gert til að vinna til þess. Frá þessu, eins og flestu, eru þó undantekningar og má þar helst nefna Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- grím J. Sigfússon sem hafa unnið af heil- indum og heiðarleika. Verst að þau virðast nær ein á báti í þeim efnum. Stjórnarandstöðuflokkarnir hegða sér ein- kennilega. Í draumkenndu ástandi lagðist Framsóknarflokkurinn í betliför til Noregs til að fá lán sem átti að bjarga þjóðinni en varð til athlægis þegar í ljós kom að lánið var ein- ungis til í ímyndun þeirra. Sjálfstæðismenn gera síðan allt sem þeir geta til að vekja athygli lands- manna á því að allt væri hér á betri veg væru þeir við völd. Þeir lifa í þeirri von að þjóðin sé búin að gleyma því að það var einmitt stefna þeirra í áratugi sem leiddi þjóðina á brún gjaldþrots. Svo er Borgarahreyfingin, eða Hreyfingin, eða hvað það lið heitir nú í dag. Þar á bæ héldu menn að leiðin til að ná árangri í pólitík væri að gjamma sem mest í ræðupúlti á Alþingi um eigið ágæti. Það fór eins og það fór. Nú nýtur þessi hreyfing, sem átti að vera hreyfing fólksins, einskis trausts. Og þá er eftir að telja upp þann stjórnarandstöðuflokk sem er enn verri en þeir áðurnefndu og það er andófshreyf- ingin í Vinstri-grænum sem kennir sig óspart við samvisku sína. Þetta afl innan Vinstri-grænna er beinlínis að vinna gegn lausn brýnna mála og þar með gegn þjóðar- hag. Á tímum þegar þjóðin gerir kröfu til þess að stjórnmálamenn vinni saman, komist að samkomulagi og leysi úr stærstu vandamál- unum sem við blasa kjósa stjórnmálamenn að halda áfram sandkassaleikjum og vera á móti lausnum bara vegna þess að þær komu ekki frá mönnum í „réttu“ liði. Menn geta komist upp með þannig leiki í góðæri og þá verður skaðinn ekki mikill. En á erf- iðleikatímum verða slíkir sandkassaleikir hættulegir fyrir land og þjóð því þeir tefja afgreiðslu mikilvægra mála og koma þeim í enn verri farveg en fyrr. En það er eins og stjórnmálamennirnir skilji þetta ekki. Þeir halda bara áfram að leika sér eins og ekkert hafi gerst. Kannski kunna þeir ekkert annað og senni- lega er vit þeirra bara ekki meira en þetta. En þá vakn- ar sú spurning af hverju heiðarlegt og skynsamt fólk með sæmilega jarðtengingu sækir ekki í stjórnmálin. Ein ástæðan gæti verið sú að launin eru ekki nema þokkaleg. Önnur ástæða er einnig líkleg, en hún er sú að fólki með góða greind og skynsemd líkar ekki það sem það sér í íslenskri pólitík. Það vill ekki fara í sand- kassann. Enda er hann einungis fyrir óþroskaðar sálir. kolbrun@mbl.is Kolbrún Berg- þórsdóttir Pistill Í sandkassanum „Ekki spurning að brottkastið er meira“ FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is U m þrjú þúsund tonn- um af þorski og ýsu, einkum smáfiski, var hent í hafið á síðasta ári, samkvæmt mæl- ingum Hafrannsóknastofnunar- innar. Í skýrslu um brottkastið segir að þessi þrjú þúsund tonn séu skilgreind sem lágmarksbrott- kast á Íslandsmiðum hjá þeim fisk- tegundum sem það beinist að. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræð- ingur hefur stjórnað þessum mæl- ingum síðustu átta ár, en um sam- vinnuverkefni Hafrannsókna- stofnunarinnar og Fiskistofu er að ræða. Ólafur var spurður hversu mikið mætti áætla að brottkastið væri í heild. „Til að meta það þyrfti annars konar gögn heldur en við þessar mælingar og meiri rannsóknir og eftirlit,“ segir Ólaf- ur. „Hins vegar er að mínu mati ekki spurning að brottkastið er meira. Í raun getur hver sem er haft sína skoðun á því hversu mik- ið það er, en ég ímynda mér að annað brottkast sé ekki meira en sem nemur þessum þrjú þúsund tonnum.“ Ekki aukning samfara skertum heimildum Hann segir að nokkuð skýr nið- urstaða hafi fengist í þessum mæl- ingum á brottkasti síðustu átta ár og vandinn sé augljóslega í þorski og þó einkum ýsu. Samanlagt brottkast þessara tegunda hafi ekki breyst mikið á milli ára, að ár- unum 2005 og 2006 undanskildum. Ekki sé að sjá að veigamikil breyting hafi orðið á þessum tíma enda hafi ekki verið sérstakt átak í gangi á tímabilinu til að minnka brottkastið. Hann segist ekki hafa séð að brottkast hafi aukist með minni aflaheimildum. „Aðvitað er þetta mikið magn sem er hent og væri sannarlega betur komið í landi,“ segir Ólafur. „Þó svo að talað sé um að brott- kast sé sums staðar enn meira þá gerir það okkar hlut ekkert betri og það þarf að vinna meira í því að koma í veg fyrir brottkast.“ Hann segir að skoðuð hafi verið gögn fyrir aðrar tegundir, en mæl- ingar á þeim hafi verið takmark- aðar og sjaldnast nægilegar til að meta brottkast. Aldrei hafi orðið vart brottkasts í ufsaveiðum og ekkert slíkt sé staðfest um karfa, þó sögur séu um slíkt. Brottkast á skarkola og steinbít hafi verið mælt og þó það geti verið hlutfalls- lega svipað og á þorski og ýsu þá sé aflinn mun minni, svo brott- kastið sé ekkert í líkingu við fyrr- nefndar tölur í tonnum talið. Morgunblaðið/RAX Ýsuafli Í fyrra var 1.935 tonnum af ýsu hent í hafið og 1.090 tonnum af þorski samkvæmt mælingum á brottkasti. Það hafði heldur minnkað frá 2007. Tæplega sex milljón smáýsum og -þorskum var hent í hafið að meðaltali á hverju ári síðustu átta ár. Sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunarinnar skilgreina þetta sem lágmarksbrottkast á Íslandsmiðum. Í skýrslu um mælingar á brottkasti segir svo: „Aðferðin sem beitt er til að meta brottkast er háð því að tiltækar séu lengdarmælingar á afla upp úr sjó annars vegar (sjó- sýni), þ.e. áður en hugsanlegt brottkast á sér stað, og hinsvegar lengdarmælingar á lönduðum afla (landsýni), þ.e. eftir að brottkast hefur farið fram. Með samanburði á slíkum lengdardreifingum, og með tilteknum útreikningum, er unnt að meta brottkast, þar sem mismunur lengdardreifinganna er mælikvarði á brottkast. Forsenda þessara útreikninga er að ekkert brottkast eigi sér stað eftir að tiltekinni lengd er náð. Að- ferðin byggist þannig á því að brottkast sé lengdarháð og fiski (smáfiski) á tilteknu lengdarbili sé hent, að einhverju marki, en stærri fiskur hirtur. Ef þessi forsenda er ekki til staðar, þ.e. ef fiski er hent tilvilj- unarkennt án tillits til lengdar, t.d. skemmdum fiski, eða öllum fiski af tiltekinni tegund er hent, t.d. vegna kvótastöðu útgerðar, þá er aðferðin ónothæf til að meta slíkt brottkast. Brottkast af þeim toga væri því viðbót við brottkast sem mælt er með þessari lengdarháðu aðferð. Ætla verður að slíkt brottkast eigi sér stað í fiskveiðunum, en umfang þess er óþekkt stærð. Mat á slíku brottkasti krefst annarra gagna og aðferða en hér er beitt. Slík gögn eru ekki tiltæk og því ekki unnt að gera grein fyrir heild- arumfangi brottkasts. Það brott- kast sem lýst er í þessari grein er því skilgreint sem lágmarksbrott- kast á Íslandsmiðum hjá þeim fisk- tegundum sem það beinist að.“ Lengdarháð brottkast á ýsu og þorski Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.