Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009
– meira fyrir áskrifendur
Jólahlaðborð
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Meðal efnis verður :
Jólahlaðborð á veitingahúsum.
Hvað er annað í boði en jólahlaðborð.
Jólahlaðborð heima skemmtilegar
uppskriftir.
Fallega skreytt jólahlaðborð.
Tónleikar og aðrar uppákomur.
Ásamt mörgu öðru spennandi efni.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 26. október.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út glæsi-
legt sérblað um jólahlaðborð
30. október.
Fjöldinn allur af veitingahúsum bjóða upp
á jólahlaðborð og sérrétti á aðventunni
og mikið í boði fyrir þá sem vilja gera sér
glaðan dag á þessum skemmtilega tíma
ársins.
! "#$%& %' (
) %(*$( + ,-( ./*0)+*(1
2$ ( *-$ ( *- ( %! 1 1 *3 4
&*0,#% 5/( ( ) %(*$( 5 "%% (
$ ( + ) *-%' "#$%& 1
%$ $ "5 $,%' ) 6
7%#$ 8 $$-%! 5$ %$ !
$+ 6 9: ;;<<! %5%6 5$ % (=8>-1 $1
OPINBER stjórn-
sýsla stendur frammi
fyrir miklum áskor-
unum. Tekjur ríkisins
duga ekki lengur fyrir
útgjöldum og leitað er
logandi ljósi að leiðum
til að brúa fjárlaga-
gatið. Augljóst er að
verkefnið er ekki einfalt
og vanda þarf sérstak-
lega vel til verka. Á
sama tíma og nauðsyn-
legt er að lækka ríkisút-
gjöld og afla meiri
tekna, verður að gæta
þess að skammtíma-
sjónarmið ráði ekki
ferðinni. Það er til
dæmis skammgóður
vermir að draga úr
kostnaði við forvarnir í
heilbrigðismálum á
þessu ári ef það veldur
stórauknum kostnaði
við meðhöndlun sjúk-
dóma á næstu árum. Á sama hátt get-
ur verið dýrt þegar upp er staðið að
fresta eða falla frá verkefnum sem
ljóst þykir að muni skila miklum
ávinningi, t.d. fjárfesting í rafrænni
stjórnsýslu eða framlög til nýsköp-
unar. Hér gilda í raun svipuð lögmál
og í almennum rekstri fyrirtækja,
þótt vissulega séu markmið og for-
sendur um margt ólíkar.
Við skoðun á útgjöldum ríkisins er
skynsamlegt að hafa tvær lykil-
spurningar í huga. Fyrri spurningin
snýst um tilganginn – í hvaða málefni
og verkefni setjum við fjármuni rík-
isins? Hin spurningin snýst um út-
komuna – hvað fáum við fyrir pen-
ingana? Ef fjármunum er ráðstafað
til verkefna í þágu almennings og þau
verkefni eru leyst á skilvirkan hátt er
ráðstöfun fjármuna skynsamleg, ann-
ars ekki. Þessa hugsun er best að út-
skýra á myndrænan hátt (sjá mynd
1).
Það ætti ekki að vera markmið í
sjálfu sér að minnka ríkisútgjöld ef
peningum ríkisins er beint í verðug
og arðbær verkefni. Lykilatriðið er
að tryggja skynsamlega forgangs-
röðun og skilvirkni í öllu kerfinu og
gæta þess að fjármunum landsmanna
sé vel varið. Í dag er þannig augljóst
að fjármálakerfið átti að fá meira að-
hald frá hinu opinbera á sínum tíma.
Niðurskurður á röngum stöðum í dag
getur því hugsanlega leitt til marg-
faldra útgjalda síðar. Fjölmörg dæmi
eru til um verkefni sem hafa reynst of
dýr og jafnvel óþörf. Eins má segja
að kostnaður við svokölluð gæluverk-
efni, sem og öll óskilvirkni og sóun,
séu á engan hátt ásættanleg.
Sem betur fer eru líka til fjölmörg
dæmi hjá opinberum aðilum um
markvissa og árangursríka vinnu
sem hefur skilað betri rekstri og
þjónustu. Umferðarstofa hefur til
dæmis náð mjög góðum árangri á
undanförnum árum og Ríkisskatt-
stjóri hefur unnið markvisst að því að
bæta ferli við skattskil og sparað
þorra landsmanna þannig mikinn
tíma og fyrirhöfn.
Nú er áherslan á að lækka ríkisút-
gjöld hratt en þá skapast veruleg
hætta á að fá einfaldlega aðeins
minna af því sama. Skynsamlegra er
að horfa ekki eingöngu á kostnaðinn
heldur leggja áherslu á betri ríkis-
rekstur sem felur í sér heildrænni
skoðun hluta; markvissa stefnumót-
un, betri verkferli og skýrari ábyrgð
og verkaskiptingu innan stjórnsýsl-
unnar. Ákveða þarf hvaða verkefnum
hið opinbera á að sinna og hvaða
verkefni eru betur leyst af öðrum.
Um leið er mikilvægt að skoða vel
hverju má hætta að sinna og leggja
af. Í sinni einföldustu mynd má skoða
þetta sem tvo valkosti (sjá mynd 2).
Án efa er leið B sú leið sem á að
fara. Um það ættu allir að vera sam-
Eftir Ingva Þór
Elliðason
» Á sama tíma
og nauðsyn-
legt er að lækka
ríkisútgjöld og
afla meiri tekna
verður að gæta
þess að skamm-
tímasjónarmið
ráði ekki för.
Ingvi Þór Elliðason
Niðurskurður eða mark-
vissari nýting fjármuna?
Mynd 1.
JÓNAS H. Haralz er með orðsend-
ingu í Morgunblaðinu 16. október,
þar sem hann dregur í efa heilindi
Nóbelsverðlaunahafans Joseph Stig-
litz. Þótt ég sé ekki sammál öllum við-
horfum Stiglitz, þá finnst mér Jónas
gerast full djarfur í ummælum sínum.
Jónas segir um Stiglitz: „Hér er
því ekki á ferðinni óvilhallur fræði-
maður. Það er illur leikur að hann
skuli nú reyna að hafa afskipti af
samvinnu Íslands við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn.“ Jónas hefur ekki inni-
stæðu fyrir svona dónalegum um-
mælum, því að hann opinberar
sjálfan sig sem ógagnrýninn stuðn-
ingsmann Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
(AGS).
Joseph Stiglitz hefur árum saman
gagnrýnt AGS og flestir telja að sú
gagnrýni hafi verið verðskulduð.
Hvernig dettur Jónasi í hug að halda
því fram, að þar sem Stiglitz hefur
gagnrýnt AGS í áratug eða lengur, þá
verði hann vanhæfur til að fjalla um
viðskipti Íslands við sjóðinn? Ætti
hann ekki þvert á móti, að verða hæf-
ari til að segja sannleikann um þessa
alræmdu stofnun?
Jónas H. Haralz ætti að temja sér
meiri hógværð og ekki gera atlögu að
heiðri viðurkennds fræðimanns. Ís-
lendingar þurfa á ráðgjöf að halda í
deilum við öflugar stofnanir sem
stjórnað er af Evrópskum nýlendu-
veldum. AGS og Evrópusambandið
eru dæmi um slíkar stofnanir. Það er
þakkarvert að viðurkenndir sérfræð-
ingar á sviði hagfræði láta sig skipta
örlög okkar þjóðar. Menn sem lítið já-
kvætt hafa fram að færa, ættu að
halda sig til hlés.
LOFTUR ALTICE
ÞORSTEINSSON,
verkfræðingur og vísindakennari.
Jónas Haralz sendir Stiglitz kveðju
Frá Lofti Altice Þorsteinssyni
BRÉF TIL BLAÐSINS
UMRÆÐAN