Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 38
38 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009 Fólk ið, og urðu þeir að vonum ósáttir sem eytt höfðu fúlgum fjár í spólurnar. Haustið 1986 hóf Stöð 2 svo göngu sína en þá hafði Sjónvarpið hætt sýningum á sápunni. Stöð 2 sá sér leik á borði og hóf sýningar á Dallas og sýndi allt þar til seinustu þáttaröðinni lauk, að undanskildu sumrinu 1989, í vetrarlok 1992. Ef- laust sakna margir þáttanna en að sama skapi eru margir sem dansa himinlifandi á gröf þeirra. Olís reddar málunum Í upphafi árs 1985 birtist í Morgunblaðinu auglýsing um að þættina væri nú hægt að leigja á myndbandsspólum á bensínstöðvum Olís og flykktust aðdáendur að sjálfsögðuút á bens- ínstöð og fylgdust áfram með Ewing-genginu fram eftir ári. Þá ákvað Sjónvarpið að hefja sýn- ingar á þáttunum að nýju, þar sem frá var horf- HALLDÓR Gylfason leikari er einhver mesti Dallas-aðdáandi landsins. Hvað skyldi vera svona heillandi við Dallas? Halldór svarar því. „Þetta er bara einn af þessum hlutum sem erfitt er að útskýra og henda reiður á hvað það er, það er svo margt. Ætli það séu ekki fyrst og fremst karakter- arnir, ef maður á að nefna eitthvað eitt. Karakterarnir eru svo kristaltærir og skemmtilegir,“ segir Halldór. J.R. er nú eitthvert skemmtilegasta illmenni sjónvarpssögunnar... „Já, einmitt, og frábærlega leikinn af Larry Hagman en mesta illmennið í Dallas er ekki hann heldur leynilöggan sem hann notar sem heitir Harry McSween. Lögga sem hann notar til að planta eiturlyfjum hjá andstæðingum sínum og svona.“ Samdi lag um Dallas Halldór var á ellefta ári þegar sýn- ingar á þáttunum hófust á Íslandi. Hann segist hafa farið að fylgjast með þáttunum 12-13 ára. Varstu háður Dallas? Halldóri líst ágætlega á þá hug- mynd að framleiða nýja þætti undir merkjum Dallas, með syni J.R. og Bobby sem aðalpersónur, John Ross og Christopher. Finnst þér ekkert illa farið með gömlu þættina að taka upp þráðinn að nýju? „Neineinei, það er allt í lagi. Klass- íkerinn lifir alltaf, það má taka Róm- eó og Júlíu og setja það upp á nýtt alltaf,“ svarar Halldór. John Ross og Christopher hafi ekki verið svo áber- andi í Dallas en þó minnist hann at- riðis þar sem strákarnir reyndu með sér í kafsundi. John Ross vann Christopher með því að svindla. „Þannig að karaktereinkennin koma strax í ljós, hann er sonur föður síns,“ segir Halldór og hlær eins og J.R. „Já, já og vinahópur minn líka. Við vorum þarna nokkrir strákar í hverfinu, svona tíu gæj- ar sem horfðum alltaf á þetta og höfðum mikið gaman af, spáðum og spekúleruðum í karakter- ana, hvað myndi gerast næst og svo vorum við að fabúlera alls konar rugl í kringum þetta.“ Hafði Dallas einhver áhrif á þig í leiklistinni seinna meir? „Ástæðan fyrir því að ég fór út í leiklist er Dallas,“ svarar Halldór og blaðamaður er ekki viss um hvort honum er alvara. Klassíkin lifir Þú hefur verið dá- lítið sorgmæddur þegar Dallas lauk? „Já, það var reið- arslag, mikið áfall þegar þetta hætti. Ég samdi meira að segja lag um Dallas í menntó. Það hét „Dallas-lagið“,“ segir Halldór. Lagið hefur aldrei ratað á plötu. Morgunblaðið/Sverrir Dóri Gylfa Var alveg óður í Dallas líkt og vinirnir og samdi lag um þættina. „Í maga mínum eins og blys“ Pamela Victoria Principal. HLJÓMSVEITIN Dúkkulísurnar samdi smellinn „Pamela í Dallas“ um miðjan 9. áratuginn. Er það magnað raunsæispönk og ógn- vekjandi lýsing á vandræðum óléttrar unglingsstúlku sem dreymir um hið ljúfa líf Pamelu í Dallas. Hér kemur texti lagsins: Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningum á sápuóperunni Dallas lauk hérá landi árið 1992, um ári eftir að þeimvar hætt í Bandaríkjunum. Dallas ereinhver vinsælasta sápuópera allra tíma og engin furða að gullgrafarar í Hollywood ætli nú að gera út á þær vinsældir, ef marka má nýjustu fréttir, með því að framleiða framhald á Dallas þar sem synir J.R. og Bobby Ewing munu takast á, líkt og feður þeirra gerðu um árabil. Sápuópera þessi naut gríðarlegra vin- sælda á Íslandi sem og víðar og gerði fólk sér meira segja ferð út á bensínstöðvar Olís um tíma til að verða sér út um þættina á myndbands- spólum. 1981-1992 Dallas hóf göngu sína í Sjónvarpinu 6. maí 1981 og munu þá fáir hafa verið á ferli utandyra, slík var eftirvæntingin, enda hafði mikið verið fjallað um ágæti þessara þátta í fjölmiðlum. Þá vakti einnig athygli árvekni RÚV í þessu sam- bandi, því sú ágæta stofnun þótti ekki hafa fylgst vel með því sjónvarpsefni sem vinsælt var erlendis. Sjónvarpið ætlaði í upphafi aðeins að sýna 29 þætti en vinsældir þáttanna urðu slíkar að á endanum sýndi RÚV um 120 þætti. Ákveðið var að hætta sýningum á þáttunum árið 1984 og voru Dallas-aðdáendur að vonum ekki sáttir, eins og má sjá af skrifum í Velvak- anda frá þeim tíma. Aðdáendur fóru jafnvel hamförum í skrifum sínum um Dallas. Manstu eftir ... Ewing-bræður og frúr Bobby Ewing með eiginkonunni Pamelu og J.R. Ewing með Sue Ellen. Í DALLAS segir af hinni vellauð- ugu Ewing-fjölskyldu í Texas í Bandaríkjunum og átökum henn- ar. Fjölskyldan býr á búgarð- inum Southfork og hlýtur að- alpersóna þáttanna að teljast John Ross Ewing (að öðrum ólöstuðum) kallaður J.R., for- stjóri fjölskyldufyrirtækisins sem svífst einskis í viðskiptum og svíkur þá sem næst honum standa án þess að hika. Leikarinn Larry Hagman túlkaði J.R. með miklum tilþrifum í þáttunum. Yngri bróðir J.R., Bobby, er „góði gæinn“ í fjölskyldunni, réttsýnn mjög og þarf ítrekað að gæta þess að stóri bróðir fari ekki yfir strikið. Faðir þeirra, Jock Ewing, stofnandi fjölskyldu- fyrirtækisins Ewing Oil, lét syni að springa af forvitni. Eftir- minnilegasti endirinn er án efa á þættinum Who Shot J.R.? en hann endaði á því að J.R. var skotinn og fékk áhorfandinn ekki að vita hver var að verki. Þá er einnig eftirminnilegt að Bobby var látinn deyja í einum þætt- inum (leikarinn Patrick Duffy vildi ekki vera í þáttunum lengur en sneri aftur þegar honum var boðin launahækkun) en vaknaði síðar til lífsins. Áhorf á þættina minnkaði með brotthvarfi Duffy og því urðu framleiðendur að lokka hann aftur í þá. Andlát Bobby var útskýrt með þeim hætti að eiginkonu hans hefði dreymt það. Dallas endaði á því að J.R. svipti sig lífi, eða svo var áhorfendum talin trú um. um Ungfrú Texas, en Bobby er Pamelu Barnes, systur erki- fjanda J.R. í olíubransanum, Cliff Barnes. Hver skaut J.R.? Dallas hóf göngu sína í Banda- ríkjunum árið 1978 og lauk árið 1991. Dallas er einhver vinsæl- asta sjónvarpsþáttaröð sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum og hefur einnig notið mikilla vin- sælda víða um heim. Saga þátt- anna byggir öðru fremur á ráða- bruggi og valdabaráttu, svikum og framhjáhaldi. Þá gættu klókir handritshöfundar þess að láta hvern þátt enda með einhvers konar ráðgátu (e. cliffhanger) þannig að fólk gæti ekki beðið eftir þeim næsta, væri hreinlega sína um að stjórna fyrirtækinu en eiginkona hans, Miss Ellie, sér um heimilishaldið á Southfork og stillir til friðar þegar þess gerist þörf sem er býsna oft. J.R. er kvæntur hinni drykkfelldu og óhamingjusömu Sue Ellen, fyrr- J.R. Var skotinn í einum þáttanna eins og frægt er orðið. Græðgi, svik og olía McSween er mesta illmennið Fimmtán ára kasólétt það er fúlt og ógeðslegt Ég vildi ég væri Pamela í Dallas Þessi krakki hann er slys í maga mínum eins og blys Ég vildi ég væri Pamela í Dallas En eiga óléttar rétt eins og ég? Með ermarnar uppbrettar í uppvaskið fer Fulla fíflið stakk svo af hvað hann heitir hvað um það Ég vildi ég væri Pamela í Dallas Hróið fæddist þriðja des mér fannst krakkinn ekkert spes Ohh ef ég væri Pamela í Dallas Gaf svo krakkann ansi heppin en hún mamma fór á Kleppinn Ég vildi ég væri Pamela í Dallas Fimmtán ára kasólétt það er fúlt og ógeðslegt Ohh ef ég væri Pamela í Dallas Ohh ef ég væri Pamela í Dallas Ohh ef ég væri Pamela í Dallas… ÚR Velvakanda í Morgunblaðinu árið 1985. Fólk sá sig knúið til að senda inn bréf um Dallas og bréfin tvö sem hér birtast eru svör við bréfi manns sem greinilega átti myndbandstæki og var ekki hrifinn af Dallas, þótti þættirnir hallærislegir. Deilur um gæði einstaka sjónvarpsþáttaraða eru lítt áberandi í Vel- vakanda í dag en áhugaverðar eru þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.